Morgunblaðið - 12.11.2002, Síða 2
FRÉTTIR
2 ÞRIÐJUDAGUR 12. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
KRÖFUR ÚT ÚR KÚ
Davíð Oddsson forsætisráðherra
segir að kröfur Evrópusambandsins
um stóraukin framlög Íslands í þró-
unarsjóði sambandsins séu ósann-
gjarnar og óeðlilegar og ekki hægt
að finna þeim stað. Hann segir að
enn sem komið er séu ekki miklir
hagsmunir af fríverzlun við A-Evr-
ópuríki.
Hungursneyð í aðsigi
Forsætisráðherra Eþíópíu biður
um hjálp umheimsins vegna hung-
ursneyðar, sem kunni að vofa yfir 15
milljónum landsmanna í byrjun
næsta árs.
Hetjudáð við Ólafsvík
Maður vann mikið afrek er hann
bjargaði föður sínum úr gröfu, sem
valt í sjó fram við Ólafsvíkurenni.
Ekki mátti tæpara standa að menn-
irnir lifðu báðir.
Iðnaðarnefnd aðhefst ekki
Iðnaðarnefnd Alþingis fundaði í
gær með vísindamönnum sem unnu
að umhverfismati vegna Norð-
lingaölduveitu. Nefndin hyggst ekki
aðhafast vegna gagnrýni þeirra á
VSÓ og Landsvirkjun.
Hnúfubakur í matinn
Kjöt af hnúfubak, sem lengi hefur
verið alfriðaður hvalur, er nú fáan-
legt í verzlunum í fyrsta sinn um
árabil eftir að einn slíkur flæktist í
netum fiskibáts.
Prófkjörsreglur brotnar
Davíð Oddsson forsætisráðherra
segir að fáránleg brot á próf-
kjörsreglum hafi átt sér stað í próf-
kjöri sjálfstæðismanna í norðvest-
urkjördæmi. Vilhjálmur Egilsson
þingmaður gagnrýnir utankjörstað-
aratkvæðagreiðslu á Akranesi harð-
lega.
Ljóðelskir athafnamenn
Nýtt eignarhaldsfélag, Haukþing,
keypti í gær um 10% í Skeljungi og
Sjóvá-Almennar keyptu 3%. Kaup-
þing hefur að undanförnu aukið hlut
sinn í Skeljungi. Eigendur nýja fyr-
irtækisins, sem eru Eimskip, Sjóvá
og Skeljungur, segja nafnið ekkert
hafa með Kaupþing að gera, heldur
komi það frá þjóðskáldinu Jónasi.
Úrslitin vekja mikla athygli þvíHarold er í 25. sæti heims-
listans, og var í 15. sætinu fyrir
ári, en Kristján er hinsvegar í 71.
sæti listans. Harold, sem hefur
verið í fremstu röð í íþróttinni
undanfarin ellefu ár, átti aldrei
möguleika gegn Kristjáni sem
sýndi oft snilldartakta í leiknum.
Mótherjinn í 32 manna úrslitum
mótsins í kvöld verður enn erf-
iðari. Það er Paul Hunter sem hóf
tímabilið í 9. sæti heimslistans og
er nú í 11. sætinu. Hunter sat hjá í
64 manna úrslitunum og Kristján
er því hans fyrsti andstæðingur.
Hunter, sem er 24 ára Englend-
ingur frá Leeds, var fimmti tekju-
hæsti snókerspilari heims á síðasta
tímabili.
Sá sem vinnur þá viðureign fær
að glíma við sjálfan Ronnie O’Sull-
ivan í 16 manna úrslitum mótsins,
þ.e. ef O’Sullivan tekst að sigra
Dominic Dale í 32 manna úrslit-
unum. O’Sullivan var efstur á
heimslistanum í upphafi tímabils-
ins en er nú í þriðja sæti. Dale er í
19. sætinu.
Viðureign Kristjáns og Harolds
var ein af aðeins þremur í umferð-
inni sem endaði 5:0. Harold var
næstefsti keppandinn á heimslist-
anum sem féll úr keppni en sá eini
fyrir ofan hann sem var sleginn út
var Anthony Davies, sem er í 20.
sætinu.
Kristján hefur með þessu jafnað
besta árangur sinn til þessa en ár-
ið 2000 komst hann í 32 manna úr-
slit á sama móti, og einnig á
heimsmeistaramótinu í Sheffield.
Kristján Helgason sýndi mikið öryggi með kjuðann.
Glæsileg byrjun
hjá Kristjáni
KRISTJÁN Helgason fór glæsilega af stað í lokakeppni opna breska
meistaramótsins í snóker, British Open, sem hófst í Telford í Eng-
landi á laugardaginn. Kristján lék á sunnudag við Englendinginn
Dave Harold frá Stoke í 64 manna úrslitum mótsins og gjörsigraði
hann, 5:0.
2002 ÞRIÐJUDAGUR 12. NÓVEMBER BLAÐ B
B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A
ERFIÐ VEIKINDI HAFA HRJÁÐ STEFÁN Þ. ÞÓRÐARSON / B2
Bjarni fékk
gull í
Finnlandi
BJARNI Skúlason júdókappi
sigraði í -90 kíló flokki á
Opna finnska meist-
aramótinu sem fram fór um
helgina. Bjarni lagði alla
fjóra mótherja sína á Ippon,
vann sem sagt fulln-
aðarsigur. Fyrst lá heima-
maður, þá Walesbúi, Rússi og
loks Þjóðverjinn Christian
Ultsch í úrslitum.
Bjarni hefur dvalið í Japan
síðustu tvo mánuði og virðist
í mikilli og góðri æfingu ef
marka má frammistöðu hans
í Finnlandi um helgina.
Anna Soffía Víkingsdóttir
og Gígja Guðbrandsdóttir,
sem báðar kepptu í -70 kílóa
flokki, töpuðu báðar við-
ureignum sínum um brons-
verðlaun og höfnuðu í
fimmta sæti.
ÓLÖF María Jónsdóttir,
Íslandsmeistari kvenna
í golfi, keppti um
helgina á úrtökumóti
fyrir Futures mótaröð-
ina í Bandaríkjunum.
Skemmst er frá því að
segja að Ólöf María
tryggði sér rétt til að
leika á mótaröðinni
næsta ár og litlu munaði
að hún fengi rétt til að
leika á einu og einu
móti á LPGA mótaröð-
inni, sem er sterkasta
mótaröð kvenna í golfi.
Úrtökumótið fór
fram á þremur völlum í
Lakeland í Flórída,
Eaglebrook, Imperial
Lakes og Cleveland
Heights. Ólöf María lék
á 305 höggum, fyrstu
þrjá dagana á 77 högg-
um hvern dag fyrir sig
og síðasta daginn lék
hún á 74 höggum. Ár-
angurinn dugði henni í
35.-43. sætið í mótinu og
rétt til að keppa í móta-
röðinni á næsta ári.
Ólöf
María
leikur
vel
BÍLDSHÖFÐI 510 8020
SMÁRALIND 510 8030
SELFOSS 480 7000
WWW.INTERSPORT.IS
Morgunblaðið/Jim Smart
Þriðjudagur
12. nóvember 2002
Prentsmiðja
Morgunblaðsinsblað C
Þúsundir fasteigna af öllum stærðum og öllum gerðum alls staðar á landinu
Gutenberg-húsið
Þekkt hús
í nýju
hlutverki 26
Norskir
hitakútar
Borgin
ogbaklandið
OSO-verksmiðj-
urnar við
Drammen 34
Stærstu
borgir
Evrópu 44
Stendur
með þér í
orkusparnaði
w
w
w
.f
rj
a
ls
i.
is
Ráðgjafar okkar veita allar nánari upplýsingar. Þú getur
komið við í Sóltúni 26, hringt í síma 540 5000 eða sent
tölvupóst á frjalsi@frjalsi.is
Ertu að kaupa, byggja eða breyta? Þú getur á auðveldan
hátt samið um fasteigna- eða framkvæmdalán hjá Frjálsa
fjárfestingarbankanum. Um er að ræða hagstætt lán, sem
veitt er til allt að 25 ára gegn veði í fasteign.
Dæmi um mánaðarlega greiðslubyrði af 1.000.000 kr.*
Vextir % 7,5% 8,5% 9,5% 10,5% 11,5%
5 ár 20.000 20.500 21.000 21.500 22.000
15 ár 9.300 9.800 10.400 11.000 11.700
25 ár 7.400 8.100 8.700 9.400 10.200
*Lán með jafngreiðsluaðferð án verðbóta.
Frjálsa fjárfestingarbankans
Fasteignalán
Allt að 75%veðsetningarhlutfallaf verðmæti fasteignar
FR
JÁ
LS
I
FJ
Á
R
FE
ST
IN
GA
RBANKINN
1982–2002
ára
! "# $ $ % % & % ' (
)
!% " & ' # % $ ( $ %
! " $ $ % %" & # % ' (
*
+
$
+
,-. /
,-. ) / )
% ' $ ( $ % % ! " & #
0
!
"#
$#!%&&%
12+3+
" 3
$4
567
.
38
9
4
- :
"
; +
<
$ ; +
<
'
./ '
+
=
3 / >>>
)
)
= 3?
@
A
0
0
()
3? @ A *+
"
+
%&
"*
%
%
",,
"#-$-
"./-
0! 1
! # .#
"&##%&&%
9
+
,
'
# #
ALÞJÓÐAHÚSIÐ, Íbúðalánasjóður
og félagsmálaráðuneytið standa
þessa dagana fyrir kynningu á hús-
næðislánakerfinu og húsaleigukerf-
inu. Þegar hefur verið haldinn kynn-
ingarfundur í Alþjóðahúsi þar sem
túlkað var á pólsku.
Sambærilegur kynningarfundur
verður á ensku næstkomandi
fimmtudagskvöld 14. nóvember og á
rússnesku fimmtudaginn 21. nóvem-
ber. Hefjast fundirnir kl. 20:15 í Al-
þjóðahúsinu á Hverfisgötu 18.
„Á viðtökum þeim sem kynning
Íbúðalánasjóðs á pólsku fékk, er ljóst
að full þörf er á kynningarfundum
sem þessum, enda fjölgar sífellt þeim
viðskiptavinum Íbúðalánasjóðs sem
eru af erlendu bergi brotnir,“ segir
Hallur Magnússon hjá Íbúðalána-
sjóði.
Enskar upplýsingar á vefnum
Þá munu á næstu dögum upplýs-
ingar um lán og umsóknarferli hjá
Íbúðalánasjóði verða birtar á ensku á
vef Íbúðalánasjóðs. Í undirbúningi er
einnig þýðing á sömu upplýsingum
yfir á pólsku, serbókróatísku, rúss-
nesku og spænsku, jafnvel taílensku.
Munu upplýsingarnar birtast á vef
Íbúðalánasjóðs, www.ils.is, á þessum
tungumálum um leið og þýðingu er
lokið. Þýðingarnar eru samstarfs-
verkefni Íbúðalánasjóðs og Fjöl-
menningarseturs á Vestfjörðum.
Í takt við fjölgun erlendra ríkis-
borgara sem búsettir eru á Íslandi
samþykkti Alþingi nýlega, að frum-
kvæði dómsmálaráðherra, breyting-
ar á lögum um eignarétt og afnota-
rétt fasteigna. Breytingarnar felast í
því að nú geta allir útlendingar sem
búsettir eru á Íslandi eignast íbúðar-
húsnæði.
„Áður þurftu erlendir ríkisborgar-
ar utan Evrópska efnahagssvæðisins
að fá sérstakt leyfi frá dómsmálaráðu-
neytinu til að geta fest kaup á íbúðar-
húsnæði hér á landi, þótt þeir væru
búsettir hér á landi, svo fremi sem
þeir höfðu ekki átt búsetu á Íslandi í
fimm ár,“ sagði Hallur Magnússon.
„Að sjálfsögðu veitir Íbúðalána-
sjóður þessum útlendingum lánafyr-
irgreiðslu á sama hátt og Íslending-
um með sömu skilyrðum. Hins vegar
þurfa erlendir ríkisborgarar sem
ekki eiga lögheimili á Íslandi enn að
sækja um slíkt leyfi til dómsmálaráð-
herra.“
Margir vilja eignast íbúð
Að sögn Halls fór undanþágu-
beiðnum útlendinga til kaupa á íbúð-
um fjölgandi ár frá ári. Árið 1997
voru þær 103, 1998 voru þær 183,
1999 voru þær 232 og árið 2000 voru
þær 287. Eftir það var lögunum
breytt og undanþágu ekki lengur
þörf. Þetta var allt fólk frá löndum
utan Evrópska efnahagssvæðisins,
en þó einkum frá Póllandi og Júgó-
slavíu.
Margt af þessu fólki settist fyrst
að úti á landi, en sumt hefur síðan
flutt á höfuðborgarsvæðið. „Þetta
fólk er almennt duglegt og vinnu-
samt og stendur yfirleitt vel í skilum
með sín lán hjá Íbúðalánasjóði,“
sagði Hallur ennfremur.
„Það sýndi sig á fundinum fyrir
Pólverjana í Alþjóðahúsinu, að það
var full þörf á þessari kynningu,“
sagði Hallur Magnússon að lokum.
„Það var mikið spurt og það urðu
miklar umræður.“
Íbúðalánasjóður með kynningar
ápólsku, ensku og rússnesku
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Margir útlendingar, sem eignazt hafa íbúð hér, settust fyrst að úti á landi, en sumir hafa síðan flutt á höfuðborgarsvæðið.
Yf ir l i t
Í dag
Sigmund 8 Umræðan 30/32
Viðskipti 13/14 Minningar 32/36
Erlent 15/17 Staksteinar 38
Höfuðborgin 18 Skák 39
Akureyri 19 Bréf 40
Suðurnes 20 Kirkjustarf 41
Landið 21 Dagbók 42/43
Neytendur 22 Fólk 44/49
Listir 22/25 Bíó 46/49
Forystugrein 26 Ljósvakamiðlar 50
Viðhorf 30 Veður 51
* * *
UNNENDUR hvalkjöts geta nú
hugsað sér gott til glóðarinnar en
kjöt af hnúfubak er nú á boðstólum í
Hagkaupum. Á dögunum fengu
skipverjar á 12 tonna smábáti, sem
voru á þorskanetaveiðum á mið-
unum fyrir norðaustan land, hnúfu-
bak í netin. Hnúfubakurinn hafði
synt á netið og var með blý- og flot-
teininn af þorskanetunum í kjaft-
inum, hafði vafið teininum utan um
sporðinn og var fastur þannig.
Þar sem skipverjarnir gátu ekki
losað hvalinn úr netinu var hann
dreginn að landi og aflífaður. Það
tók fjórar klukkustundir að draga
skepnuna í land, um átta mílna leið.
Hvalurinn var 9 metra langur og 4
metrar og tíu sentimetrar um sig.
Var hann milli 8 og 9 tonn á þyngd
en gaf um 2,5 tonn af kjöti.
Jón Arnar Guðbrandsson hjá fisk-
verkuninni Furðufiskum, sem rekur
fiskborðin í verslunum Hagkaupa,
segir að kjöt af hnúfubak hafi verið
eitt vinsælasta hvalkjötið hér áður
fyrr, en tegundin hafi verið friðuð
snemma og því hafi hnúfubakskjöt
ekki verið fáanlegt í mörg ár.
Allt gert eftir
kúnstarinnar reglum
Jón Arnar segir hvalkjöt vand-
meðfarið og segir að skipverjarnir
hafi brugðist hárrétt við. Þeir
hringdu í Gunnlaug Þór Gunn-
laugsson hjá Hval hf. og var hann
skipverjunum innan handar um
hvernig ætti að aflífa hvalinn og
meðhöndla kjötið. „Hann sagði
þeim að þeir ættu að stinga þarna
og skera svona, taka stykkin og
setja beint í ísvatn en kjötið er mjög
lengi að kólna. Þeir skiptu þrisvar
sinnum á hverjum bita og gerðu
þetta alveg eftir kúnstarinnar
reglum. Þegar þeir komu í land var
þetta sent beint niður í Hval og þeir
fóru yfir kjötið og flokkuðu það.“
Fiskverkendurnir hjá Furðu-
fiskum tóku við kjötinu aðfaranótt
mánudags. „Maður fann það strax
þegar við fórum að vinna með kjötið
að þarna eru mikil gæði á ferðinni.
Það er ekki til lýsislykt af kjötinu,
alveg eldrautt og fallegt,“ segir Jón
Arnar. „Þetta verður eflaust fljótt
að fara. Það hafa verið mjög góðar
viðtökur [í gær]. Við seljum kílóið af
hreinu kjöti á 898 krónur. Eldra
fólkið er mjög hrifið,“ segir Jón
Arnar.
Hann segir að til að koma til móts
við yngra fólk sem langi að prófa
hvalkjötið, en hafi ekki reynslu af
því að matreiða það, hafi þeir fé-
lagar búið til tvær uppskriftir, sem
viðskiptavinir geti tekið með sér.
Annars vegar er það pottréttur og
hins vegar hvalpiparsteik. „Ég mæli
með því númer eitt, tvö og þrjú að
fólk taki hvalinn í 200 gramma
steikur, léttsteiki kjötið og beri
fram með piparsósu, bakaðri kart-
öflu og fersku salati,“ segir Jón
Arnar.
Starfsmaður Hvals leiðbeindi um
hvalskurðinn í gegnum síma
Með sjaldséðan
hnúfubak í
fiskborðinu
Morgunblaðið/Jim Smart
Svanur Magnússon í Hagkaupum
hampar hnúfubakskjötinu.
NÝJUM og áður óþekktum aðferð-
um var beitt við stórfelldan þjófn-
að í verslunum Nóatúns, sem leiddi
til þess að 16 starfsmenn versl-
unarinnar voru reknir í síðasta
mánuði. Um var að ræða fólk á
aldrinum 16 til 23 ára sem hafði
verið í vinnu hjá Nóatúnsbúðunum
frá nokkrum vikum upp í nokkra
mánuði. Málið er í höndum lögregl-
unnar í Kópavogi og liggja fyrir
kærur á hendur þremur starfs-
mönnum auk eins utanaðkomandi
aðila sem forstjóri Kaupáss segir
að hafi verið hvatamaður að brot-
um ungmennanna.
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins var einn 16 ára starfsmað-
urinn gerður ábyrgur fyrir þjófn-
aði að verðmæti 1,3 milljónir
króna. Samkvæmt heimildum
blaðsins fór þjófnaðurinn hægt af
stað en síðan færðu starfsmenn-
irnir sig upp á skaftið og urðu
djarftækari eftir því sem á leið.
Innri rannsókn hófst þegar 10
þúsund krónur vantaði eitt sinn í
uppgjör dagsins. Helsta aðferð
starfsmannanna við þjófnaðina
mun hafa verið sú að sæta færis
þegar viðskiptavinir greiddu með
beinhörðum peningum. Þjófunum
voru þó takmörk sett með því að
þeir gátu ekki stolið ef greitt var
með kredit- eða debetkorti, eða í
þeim tilvikum þar sem viðskipta-
vinur greiddi með peningum og
vildi kassakvittun fyrir viðskiptun-
um. Ef hann greiddi hins vegar
með peningum og afþakkaði kvitt-
un var tækifærið komið sem
nokkrir starfsmenn nýttu sér með
fyrrgreindum afleiðingum. Við-
skiptafærslan var þá þurrkuð út úr
kassa og þjófarnir stungu pening-
unum undan, oftast lágum upp-
hæðum í hvert sinn.
Þjófarnir munu hafa getað
blekkt eftirlitsmyndavélar í búð-
unum við undanskotin. Með því að
þurrka færslurnar út var inn-
skönnun varanna hvergi skráð og
því var hvarf þeirra flokkað sem
„óútskýrð rýrnun“.
Í flestum tilvikum voru við-
skiptavinir Nóatúns grunlausir um
hvað gekk á, en brögð munu þó
hafa verið að samvinnu viðskipta-
vina og starfsmanna verslunarinn-
ar.
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins kom umræddur utanað-
komandi aðili, sem kærður er í
málinu, eitt sinn með fjögur karton
af sígarettum að kassa þar sem
starfsmaður renndi aðeins einu í
gegn. Borgaði viðkomandi því fyrir
eitt karton en starfsmaðurinn
bætti um betur og mun hafa
þurrkað út færsluna og hirt and-
virði kartonsins.
Nokkurn tíma tók að komast að
því hvernig þjófnaðurinn var
stundaður, enda beindist grunur-
inn ekki að þessari tilteknu aðferð.
Þjófarnir beittu áður
óþekktum aðferðum
Þjófnaðurinn
í Nóatúni
leiddi til brott-
vikningar 16
starfsmanna
Ísland
efst Norð-
urlanda
ÍSLENSKA karlalandsliðið í
skák náði frábærum árangri á
ólympíuskákmótinu í Bled í
Slóveníu, sem lauk um
helgina.
Liðið lenti 21.–22. sæti af
134 og náði besta árangri
Norðurlandaþjóða á mótinu.
Danir lentu í 26. sæti, Svíar í
32., Finnar í 45., Norðmenn í
48. og Færeyingar í því 92. Ís-
lenska liðið vann sinn fimmta
sigur í röð í 14. og síðustu um-
ferð mótsins þegar það vann
indverska liðið með tveimur
og hálfum vinningi gegn ein-
um og hálfum.
Rússar urðu ólympíumeist-
arar í karlaflokki en Kínverj-
ar í kvennaflokki. Íslenska
kvennaliðið lenti í 65. sæti af
89.
Kvennaliðið tapaði fyrir
Eistlandi í síðustu umferðinni
með hálfum vinningi gegn
tveimur og hálfum, þar sem
Aldís Rún Lárusdóttir gerði
jafntefli.
Fimm sigrar/39
SAMKVÆMT úrskurði Héraðs-
dóms Reykjavíkur ber ríkislögreglu-
stjóra að afhenda verjanda Jóns Ás-
geirs Jóhannessonar, stjórnar-
formanns Baugs, öll
rannsóknargögn í tengslum við
rannsókn efnahagsbrotadeildar rík-
islögreglustjóra á meintum auðgun-
arbrotum Jóns Ásgeirs og forstjóra
fyrirækisins, Tryggva Jónssonar.
Verjandi Jóns Ásgeirs krafðist úr-
skurðar dómsins í málinu og er beðið
úrskurðar Hæstaréttar sem hefur
málið nú til kærumeðferðar.
Verjandi Jóns Ásgeirs fékk síðast
afhent rannsóknargögn í september
þegar Hæstiréttur hafnaði kröfu rík-
islögreglustjóra um að frestur sem
hann hefði til að synja verjendum
hinna kærðu um aðgang að máls-
gögnum yrði framlengdur í þrjár
vikur.
Ríkislögreglustjóra
ber að afhenda gögn
Umferðaróhapp
á Sauðárkróki
Ökumaður
hafði sniff-
að kveikj-
aragas
LÖGREGLAN á Sauðárkróki rann-
sakar nú tildrög umferðaróhapps
sem varð við Skagfirðingabraut í
fyrrakvöld þegar bíll með þremur
ungmennum ók eftir gangbraut á
miklum hraða, hafnaði á ljósastaur
og staðnæmdist að lokum nokkra
tugi metra í burtu. Mikil mildi þykir
að enginn slasaðist við áreksturinn
en bíllinn er talinn gjörónýtur eftir
óhappið.
Að sögn Björns Mikaelssonar, yf-
irlögregluþjóns á Sauðárkróki, hafa
pilturinn sem ók bílnum og tveir fé-
lagar hans ekki getað gefið skýring-
ar á háttalagi sínu en hafa viður-
kennt að hafa sniffað kveikjaragas.
Tveir kveikjaragasbrúsar fundust á
vettvangi.
Undarlegur kippur
í sölu á kveikjaragasi
Að sögn Björns hefur lögreglan
fengið það staðfest að undarlegur
kippur hafi orðið í sölu á kveikjara-
gasi í nokkrum verslunum í bænum
nýlega og segir hann að þetta sé ekki
í fyrsta sinn sem slíkt mál kemur
upp.
Gott samstarf hefur hvað þetta
snertir verið milli lögreglu og versl-
unareigenda, sem hafa tekið kveikj-
aragas úr hillum verslana þegar sal-
an hefur tekið viðlíka kipp. Að sögn
Björns hefur það einnig verið gert
nú.