Morgunblaðið - 12.11.2002, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 12.11.2002, Qupperneq 6
Vonskuveður var á slysstað og hvarf vinnuvélin í brimið þegar það gekk yfir hana í stórgrýtinu. 36 ÁRA Ólafsvíkingur setti sig í lífs- hættu við að bjarga föður sínum frá drukknun, sem missti meðvitund þegar hjólaskófla hans lenti úti í sjó við Ólafsvíkurenni í gærmorgun. Feðgarnir voru fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítal- ann og var faðirinn lagður inn á gjör- gæsludeild til rannsóknar og eftir- lits. Hann var án meðvitundar en með lífsmarki og ekki í öndunarvél. Sonur hans var útskrifaður af slysa- deild að lokinni rannsókn. Slysið varð um klukkan 10.30 er Tómas Sigurðsson gröfustjóri missti stjórn á vél sinni við það að beygja framhjá vörubíl á veginum í Ólafs- víkurenni. Hjólaskóflan rann fram af 10 metra háum grjótgarði og stöðv- aðist í brimrótinu sem beið fyrir neð- an. Mildi þykir að hjólaskóflan skyldi ekki velta á leiðinni niður stórgrýtið, en Tómas fékk engu að síður högg á höfuðið með þeim afleiðingum að hann missti meðvitund inni í stýr- ishúsinu. Brimið gekk látlaust yfir gröfuna og þóttu aðstæður til björg- unar án sérhæfðs búnaðar ófærar. „Sást ekkert í hann í fyrstu“ „Það sást ekkert í hann í fyrstu og það var ömurlegt að standa þarna uppi á vegi án þess að geta nokkuð að gert,“ sagði Gautur Hansen sem varð vitni að slysinu ásamt fleirum. „Það var ekki hægt að fara þarna út án þess að tryggja sjálfan sig. Sonur hans fór út en brimið tók hann og má þakka fyrir að hann skyldi bjargast. Hann sogaðist alltaf út með útfallinu og kastaðist upp í grjótið áður en hann náðist. Það mátti ekki tæpara standa.“ Gautur hringdi strax í Neyðarlínuna og brugðust lögregla og Björgunarsveitin Sæbjörg skjótt við neyðarkallinu. Sonur Tómasar, Svanur, var að vinna á vegavinnu- tæki sínu skammt frá þegar faðir hans lenti í sjónum. Hann stökk út í hjólaskófluna til bjargar föður sínum þrátt fyrir aðsteðjandi hættu. Þegar Svanur komst upp í gröfuna, sem var nánast á kafi í sjó, var faðir hans meðvitundarlaus eftir höfuðhöggið. Svani tókst að halda föður sínum uppi, en mikil hætta var talin á að brimið hrifi hann með sér út. Þegar liðsmenn Sæbjargar á Ólafsvík komu á vettvang stuttu síðar björg- uðu þeir Tómasi í land og settu hann á sjúkrabörur. Svanur missti þá tak- ið á hjólaskóflunni og lenti í sjónum og skolaði með öldunum á land 20 metrum vestan við hjólaskófluna. Þar tókst björgunarmönnum að koma honum til hjálpar og var hann nánast örmagna þegar hann náðist á þurrt. TF-LÍF var kvödd að flugvell- inum á Rifi þar sem feðgarnir voru settir um borð og fluttir til Reykja- víkur. Björgunaraðgerðirnar fóru fram í vonskuveðri og tóku fjölmargir íbúar á Ólafsvík þátt í björgunarstarfinu. Að sögn Ólafs Guðmundssonar, yf- irlögregluþjóns á Snæfellsnesi, vann Svanur mikið þrekvirki með snar- ræði sínu. Feðgar frá Ólafsvík lentu í lífshættu í brimi undir Ólafsvíkurenni í gær „Mátti ekki tæpara standa“ Morgunblaðið/Alfons „ÞAÐ varð nú eitthvað að gera, það voru alveg hreinar línur,“ segir Svanur Tómasson sem í gær lagði sig í verulega lífs- hættu við að bjarga föður sín- um frá drukknun en hann hafði misst meðvitund þegar hjóla- skófla hans lenti út í sjó við Ólafsvíkurenni í gærmorgun. Svanur var við vinnu í Ólafs- vík þegar hann sá lögreglu- og sjúkrabíla æða út úr bænum og í átt að Ólafsvíkurenni. Hann vissi af föður sínum við vinnu á þessum slóðum og ákvað því að hringja í hann. Farsíminn hans reyndist utan þjónustusvæðis og þá læddist að honum sá grunur að e.t.v. hefði faðir hans lent í slysi. Svanur stöðv- aði því bíl sem var ekið frá Ólafsvíkurenni og sagði öku- maður bílsins að faðir hans væri í gröfu sem hefði lent í brimgarðinum. Svanur fékk ökumanninn til að aka sér á slysstað og segir hann að sjónin sem við blasti hafi verið skelfi- leg. Hjólaskóflan hafi verið lengst úti í sjó og faðir hans hangið meðvitundarlítill utan á annarri hurðinni. Brimið gekk látlaust yfir hjólaskófluna og aðstæður til björgunar þóttu ófærar án björgunarbúnaðar sem ekki var til staðar. Svanur segist þá hafa ætt út í sjó „í ein- hverjum vitleysisgangi“ og dregið meðvitundarlítinn föður sinn inn í stýrishúsið. Þar var þó lítið skjól fyrir briminu. „Ég setti bakið á mér upp í sjóinn og hélt höfðinu á honum í fang- inu á mér. Síðan reyndi ég að gera honum ljóst að við yrðum að fara út um afturgluggann og út á vélarhlífina, það var aðeins skárra þar,“ sagði Svanur. Með erfiðismunum tókst honum að koma föður sínum út á vél- arhlífina og í því komu tveir björgunarmenn að hjólaskófl- unni. Brimið skellti honum í grýtta fjöruna „Annar þeirra tók af sér hjálminn og setti hann á pabba og hnýtti hann í sína líflínu. Ég fór þá aftur fyrir vélina og út í sjóinn og tók á móti pabba nið- ur af vélarhlífinni. Við reynd- um svo að koma honum upp í fjöruna og ég man bara hvað ég varð feginn þegar ég sá mennina í landi grípa um axl- irnar á honum. Síðan man ég ekkert fyrr en ég var kominn út í sjó.“ Brimið hafði þá hrifið Svan með sér, skellt honum ofan í grýtta fjöruna og dregið hann frá landi. „Það er ekki hægt að lýsa tilfinningunni. Maður veit ekki hvað snýr upp og hvað niður. Það eru bara ægileg högg og hávaði,“ sagði Svanur sem átti fullt í fangi með að ná andanum milli þess sem sjórinn færði hann í kaf. „Þegar ég kýldist niður í botninn fór allt loft úr mér. Maður var tekinn og hristur reglulega vel,“ segir hann. Tvisvar eða þrisvar náði hann taki á steini en missti það jafnóðum aftur. Einnig reyndi hann að svamla í land en hann segist aldrei almennilega hafa verið viss um að hann væri að synda í rétta átt. Honum tókst loks að ná góðu taki á steini í fjörunni og hélt sér þar til björgunarmenn náðu honum og studdu í land. Svanur vill þakka öllum sem komu að björguninni enda ljóst að án þeirra hefðu þeir feðgar aldrei komist lífs af. „Síðan man ég ekkert fyrr en ég var kominn út í sjó“ FRÉTTIR 6 ÞRIÐJUDAGUR 12. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Nýtist þung- lyndum sem og öðrum „BÓKIN er mjög aðgengileg og getur nýst jafnt þeim sem haldnir eru þung- lyndi sem og aðstandendum þeirra, heilbrigðisstarfsfólki og öllum þeim sem vilja fræðast um sjúkdóminn,“ segir Héðinn Unnsteinsson um nýút- komna bók um þunglyndi sem hann þýddi og staðfærði. Héðinn er fyrr- verandi framkvæmdastjóri Geðrækt- ar og hefur unnið að geðræktarmál- um á Íslandi um langt skeið. Bókin, sem heitir Líf með þunglyndi, er eftir lækninn Robert Buckman og Anne Charlish, útgefin hjá Máli og menningu og fæst nú í bóka- verslunum. Þá verður einnig hægt að kaupa hana í lyfjaverslunum. „Af stað er farin þörf umfjöllun fyr- ir almenning um geðsjúkdóma og þá ekki síst þunglyndi,“ segir Sigurður Guðmundsson landlæknir. „Ástæðan er m.a. sú að þunglyndi er mjög oft læknanlegur sjúkdómur, sérstaklega ef hægt er að grípa inn í vandamálið snemma á ferlinum. Að koma á fram- færi þekkingu sem er vönduð og góð eins og í þessari bók skiptir mjög miklu máli,“ sagði Sigurður. Í ensku útgáfu bókarinnar skrifar leikarinn John Cleese formálann, en í þeirri íslensku er formálinn ritaður af Héðni. Þar segir hann m.a.: „Að mínu mati hafa fordómar og vanþekking verið verstu óvinir þeirra sem grein- ast með sjúkdóminn [þunglyndi]. Á seinni árum í hinum siðmenntaða heimi stendur baráttan við viðtekin gildi og viðhorf enn. Fólk er enn hrætt og á erfitt með að ræða sjúk- dóm eins og þunglyndi.“ Héðinn segir að kostir bókarinnar séu m.a. þeir að hún er stutt og að- gengileg. „Bókin er skýr og í henni er engu ofaukið, allt það helsta kemur vel fram að mínu mati. Hún er vel kaflaskipt og góð uppflettibók,“ segir Héðinn. Líf með þunglyndi fjallar um sjúkdóminn frá ýmsum hliðum

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.