Morgunblaðið - 12.11.2002, Side 12

Morgunblaðið - 12.11.2002, Side 12
FRÉTTIR 12 ÞRIÐJUDAGUR 12. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ GUÐMUNDUR Árni Stefánsson bar sigur úr býtum í prófkjöri Samfylk- ingarinnar í Suðvesturkjördæmi. Hafði hann þar betur en Rannveig Guðmundsdóttir í baráttunni um efsta sætið en hún hefur leitt lista Samfylkingarinnar í Reykjanes- kjördæmi í síðustu tveimur þingkosn- ingum. Þórunn Sveinbjarnardóttir þingmaður varð í þriðja sæti og á eft- ir henni kom Katrín Júlíusdóttir. „Ég er afskaplega ánægður og glaður,“ segir Guðmundur Árni Stef- ánsson um úrslitin. „Ég held að nið- urstaðan hafi verið sú að þarna hafi verið stillt upp öflugri liðssveit. Ég er þarna í góðum kvennahópi.“ Hann segist ekki óvanur að vera í kvennahópi enda sé hann eini karl- maðurinn í fjögurra þingmanna hópi Reykjaness. „Vonandi verð ég það áfram, því við ætlum að sækja fjóra þingmenn í kosningunum í vor. Þetta er góð blanda af reynslumiklu fólki og glæsilegum fulltrúum nýrrar kyn- slóðar,“ segir Guðmundur Árni. Hann bendir á að á laugardag hafi hann og Rannveig Guðmundsdóttir tekist í þriðja skiptið á um leiðtoga- sætið í kjördæminu. „Í þetta sinn vann ég. Kannski var þetta ákall um kynslóðabreytingu. Það er ein kenn- ingin en þær eru margar. En umfram allt er ég glaður yfir traustinu og því hversu afdráttarlaust þetta var.“ Styrkurinn í Hafnar- firði vó þungt Rannveig Guðmundsdóttir segist líta björtum augum á komandi kosn- ingar með þeirri sveit sem flokks- menn völdu í prófkjörinu. Rannveig segir ljóst að þó svo að hún hafi tví- vegis unnið Guðmund Árna í opnu prófkjöri þá hafi aðstæður verið aðr- ar nú þar sem kjörið var lokað. Hún segist hafa áttað sig á því fyrir prófkjörið að róðurinn yrði þyngri nú þar sem Suðurnesin, þar sem fylgi hennar hafi ætíð verið mikið, hafi ekki lengur verið með í flokksvalinu. Þá hafi einnig styrkur Samfylking- arinnar og stærð í Hafnarfirði, heimabæ Guðmundar Árna, vegið þungt. Rannveig tekur jafnframt fram að hún hafi verið alveg samþykk því að hafa prófkjörið lokað. Þá bend- ir hún á að af þeim 3.500 flokks- félögum í Samfylkingunni í Suðvest- urkjördæmi, búi yfir 1.800 í Hafnarfirði. „Við háðum enn einu sinni drengilega baráttu og nú hafði hann betur og ég færði honum inni- legar hamingjuóskir. Ég afhendi Guðmundi Árna keflið með miklum styrk,“ bætir hún við. Katrín Júlíus- dóttir, fv. formaður Sambands ungra jafnaðarmanna og varaformaður fram- kvæmdastjórnar Samfylkingarinnar, segist ekki geta ver- ið annað en ánægð með niðurstöðuna en miklar líkur eru á að hún nái kjöri til Al- þingis næsta vor, þá 28 ára. Hún hafi fengið breiðan stuðn- ing, sem hafi komið sér dálítíð á óvart. „Úrslitin sýna að stuðnings- menn Samfylkingarinnar treysta ungu fólki og vill sjá ákveðna end- urnýjun. Á sama tíma er verið að gefa þingliðinu þau skilaboð að þokkaleg ánægja er með störf þess. Blandan á listanum er góð og sýnir mikinn styrk,“ segir Katrín. Guðmundur Árni Stefánsson náði 1. sætinu í Suðvesturkjördæmi Segist vera í góð- um kvennahópi ! +38 + /    538 6+/      0 ( 6  /  ! "# $ %&   ' $< "#*+% &  ,   -   2   ) 5) %) *) 4 $ &= - (   5) %) **!  >!) $ :"  *!  9 ' 26 ')*!  4  ;  -  * %  ?! ;  - "#&-.  ( +      C    ) --+     )    --"  ) )        -".      ))  )   "#&&% )        ))    $"*  C    C)    C    C   Rannveig Guðmundsdóttir Katrín Júlíusdóttir Guðmundur Árni Stefánsson KRISTJÁN L. Möller alþingismaður varð í efsta sæti í prófkjöri Samfylk- ingarinar í Norðausturkjördæmi og Einar Már Sigurðarson annar. Kos- ið var í þessi sæti og eru önnur ekki bindandi. Sjö gátu kost á sér í kjör- inu, sem fór fram með póstkosn- ingu. Það verður í verkahring upp- stillingarnefndar að raða í önnur sæti á framboðslista. Kristján segir niðurstöðu próf- kjörsins afar ánægjulega. Hann hafi fundið fyrir því síðustu daga að hann nyti víðtæks stuðnings en stuðningurinn hafi þó verið meiri en hann reiknaði með. Niðurstaðan sé einnig mikill sigur fyrir Samfylk- inguna, nærri 70% þátttaka í próf- kjörinu staðfesti það. Kristján segir að málflutningur sinn á Alþingi í málefnum lands- byggðarinnar hafi greinilega mik- inn stuðning. Áhersla flokksins í byggðamálum fyrir þingkosning- arnar verði mjög skýr og ákveðin. Kristján vill ennfremur þakka öll- um þeim sem stóðu að prófkjörinu fyrir vel unnin störf. Einar Már íhugar hvort hann taki annað sæti listans Einar Már Sigurðarson, sem hef- ur verið þingmaður á Austurlandi, setti stefnuna á fyrsta sætið líkt og Kristján. Hann segist hafa gert sér vonir um það fyrirfram að próf- kjörið yrði ekki jafnsvæðisbundið og það hafi orðið á endanum. Því hafi niðurstaðan ekki komið sér svo mikið á óvart. Prófkjörsleiðin hafi átt betur við á „ákveðnum svæðum“ en öðrum og „þjálfun manna“ hafi verið misjöfn, eins og hann orðaði það. Einar Már segist ekki hafa gert það upp við sig hvort hann taki ann- að sæti listans, þó að það hafi verið bindandi reglum samkvæmt. Upp- stillingarnefnd eigi eftir að koma saman að prófkjörinu loknu. Hann muni skoða sín mál í rólegheitum. Afgerandi sigur Kristjáns L. Möller í Norðausturkjördæmi ! "# $ %&   ' @A< "#*+% &  ,   -   2   ) 9  "= ? # 8  = $ ) - . ) 3 & 2! - ?= $ &= *!  >- ) >- *!  BC 3  *- >- = ) A 2! - $.3 )     ( +      C    ,$3       ) ))  ) "  C ! +38 + /  538 6+/      ( 6  / „Meiri stuðningur en ég reiknaði með“ Einar Már Sigurðarson Kristján Möller MARGRÉT Frímannsdóttir, vara- formaður Samfylkingarinnar, hafði sigur á Lúðvík Bergvinssyni í baráttu þeirra um fyrsta sætið í prófkjöri flokksins í Suðurkjördæmi um helgina. Kjörsókn var rúm 70% en talning atkvæða dróst fram á sunnu- dag þar sem ekki var flugfært milli lands og Eyja á laugardag. Sigríður Jóhannesdóttir alþingismaður nær að öllum líkindum ekki endurkjöri þar sem hún hafnaði í fimmta sæti. Hún hefur ekki ákveðið hvort hún tæki sætið en fjögur efstu voru bindandi. „Ég er mjög ánægð,“ sagði Mar- grét Frímannsdóttir þegar hún var innt eftir viðbrögðum við úrslitum prófkjörsins. Margrét gaf kost á sér í efsta sæti listans og sagði fyrir próf- kjörið að yrði hún ekki valin í það myndi hún láta af þingmennsku. Hún sagðist hafa átt von á svona góðum stuðningi, eins og úrslitin bæru vitni um. Hún hefði einnig orðið vör við að grimmt hefði verið smalað. „Ég var alltaf ákveðin í að leggja allt undir í þessu og gefa kost á mér í fyrsta sætið og láta dæma verk mín,“ sagði Margrét og játaði því aðspurð að úrslitin væru sér léttir. „Mér líst vel á fólkið í efstu sæt- unum. Þetta hefur verið tiltölulega málefnaleg barátta. Ég held að þetta verði mjög sigurstranglegur listi,“ sagði Margrét og bætti við að hún ef- aðist ekki um að samstarfið yrði gott við efstu menn listans. Nú er bara að snúa bökum saman Lúðvík segist telja úrslitin vel við- unandi þótt hann hafi ekki náð 1. sæt- inu sem hann sóttist eftir. „Mér sýnist þetta vera öflugur listi skipaður öflugum einstaklingum sem geta unnið vel saman. Nú er bara að snúa bökum saman og takast á við næsta verkefni, alþingiskosningarnar í vor,“ segir Lúðvík. Hann fékk um 40% atkvæða í 1. sætið og telur að það sé vel viðunandi niðurstaða. „Þetta var stórt prófkjör og kraftmiklir frambjóðendur sem voru í framboði,“ segir Lúðvík. Sigríður Jóhannesdóttir sagðist viðurkenna að úrslit- in hefðu valdið henni vonbrigðum. Hún hefði sett stefnuna á annað til þriðja sætið og vonast frekar til að ná því síð- arnefnda. „Ég gerði mér grein fyrir því að margir sóttust eftir mínu sæti. Eins og mál þróuðust, með mótframboð úr mínum heimabæ, Reykjanesbæ, var þetta erfitt. Miðað við það er ég þakklát fyrir hvað ég fékk mikinn stuðning,“ sagði Sigríður og vísaði þar til framboðs Jóhanns Geirdal. Hún sagðist ekki hafa ákveð- ið hvort hún tæki fimmta sætið, þar sem kosning í fjögur efstu sætin hefði verið bindandi. Margrét Frímannsdóttir sigraði Lúðvík Bergvinsson í Suðurkjördæminu ! +38 + /  ) 538 6+/      0 ( 6  / ) ! "# $ %&   ' $< "#*+% &  ,   -   2   )  1 ;'% *!  ?6 '  - "# 5 $ ) - 2! 5) - $ ' ) 2!0 *!  "#"3$ ( +      C   "#"+& "#&&%  "#",,              C    C)   "  C Segist hafa lagt allt undir í prófkjörinu Lúðvík Bergvinsson Margrét Frímannsdóttir Sigríður Jóhannesdóttir Formaður fjárlaga- nefndar um fjárhags- vanda Blindrafélagsins Reynt að koma til móts við félagið ÓLAFUR Örn Haraldsson, formaður fjárlaganefndar Alþingis, segir sterk- an vilja til þess hjá sér að koma til móts við Blindrafélagið í þeim til- gangi að leysa úr fjárhagsvanda þess. Ólafur og Gísli Helgason, formaður Blindrafélagsins, hafa ræðst við nokkrum sinnum á rúmu ári um starfsemi félagsins og segir Ólafur að honum sé fullkunnugt um erfiðleika í rekstri Blindrafélagsins á undanförn- um árum. Fram kom í Morgunblaðinu á dög- unum að Blindrafélaginu gengur sí- fellt verr að afla fjár til rekstrarins og hafa framlög ríkisins, sem þó eru lítill hluti af heildartekum félagsins, staðið í stað og jafnvel minnkað á undan- förnum árum. Blindrafélagið hefur farið fram á að fá 14 milljónir króna á næsta ári en um 70 milljónir kostar á ári að reka alla þá starfsemi sem fé- lagið sinnir. Undanfarin ár hefur fé- lagið fengið rúmar fimm milljónir á ári frá ríkinu. „Það er gríðarlega mikilvægt og myndarlegt starf sem þau eru að vinna í Blindrafélaginu,“ segir Ólafur. „Það er hins vegar á það að líta að félagið hefur verið stutt myndarlega og það er víða þörf og margir sem eru að vinna gott starf.“ Hver króna sem ríkið leggur til margfaldast Gísli Helgason hefur bent á að Blindrafélagið hafi að mörgu leyti sinnt sjálfsögðum skyldum stjórn- valda, ekki síst í útgáfustarfsemi og hafi með því móti sparað ríkinu veru- legar fjárhæðir. Ólafur segir það ávallt mikið álita- mál þegar spurt sé hvaða málaflokk- um ríkið eigi að sinna og hverjum ekki. „Sem betur fer eru félagasamtök og sjálfboðaliðar að vinna mjög þarft verk og ég hef alltaf sagt að hver króna sem ríkið leggur til í slík sam- tök hún margfaldast því það er svo mikið lagt á móti frá fólkinu sjálfu.“ Ólafur segir að sem betur fer sé rík- ur vilji hjá þjóðinni að taka þátt í ýms- um velferðarmálum og ótrúlegt í raun hvað fólk leggi mikið til í málaflokka sem mætti segja að ættu að vera sam- félagsins að leggja fjármuni í. „Ríkisvaldið má auðvitað aldrei gleyma því að þetta eru þættir sem við eigum að þakka fyrir,“ sagði Ólaf- ur. ♦ ♦ ♦ Skanska ekki með í út- boði vegna Kárahnjúka Mat á áhættu- þáttum liggur að baki PETER Gimbe, upplýsingafulltrúi sænska verktakafyrirtækisins Skanska, segir að í ljósi ákveðinna áhættuþátta sem fylgi þátttöku í útboði vegna virkjanaframkvæmda á Austur- landi hafi fyrirtækið ákveðið að hætta við þátttöku í útboði í vegna stíflugerð- ar og aðrennslisganga við Kárahnjúka. Í samtali við sænska dagblaðið Dagens nyheter segir Gimbe að Skanska hafi að sjálfsögðu fylgst með umræðunni á Íslandi en að fyrirtækið hafi auk þess látið meta áhættuþætt- ina sem liggja að baki ákvörðuninni. Hvernig það mat var framkvæmt í smáatriðum vill Gimbe ekki ræða nánar en nefnir að fyrirtækið hafi aukið vægi áhættumatsins eftir vandamál sem upp komu í tengslum við verkefni á vegum fyrirtækisins í Hollandi árið 1997.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.