Morgunblaðið - 12.11.2002, Síða 21
LANDIÐ
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. NÓVEMBER 2002 21
VIÐARSBÚÐ á Fáskrúðsfirði hætt-
ir rekstri. Laugardaginn 9. nóvem-
ber var útsala á öllum vörum versl-
unarinnar.Verslunin var opnuð kl.
10, en þá þegar voru komnir við-
skiptavinir. Verslun Viðars hefur
starfað á Fáskrúðsfirði í fjörutíu ár.
Mörgum verður eftirsjá að versl-
uninni. Verslað hefur verið með mat-
vöru auk þess sem gjafavöru hvers-
konar hefur alla tíð verið að finna í
versluninni.
Morgunblaðið/Albert Kemp
Viðarsbúð hættir eftir
40 ára þjónustu
Fáskrúðsfjörður
KALKÞÖRUNGAVINNSLA í
Arnarfirði styrkir búsetu á svæð-
inu, en talið er að íbúum sveitarfé-
lagsins fjölgi um 35 til 45 manns,
mest á Bíldudal, vegna hennar.
Þetta kemur fram í athugun
Skipulagsstofnunar á mati á um-
hverfisáhrifum vegna náms kalk-
þörungs úr Arnarfirði, nánar til-
tekið í Fossfirði, Reykjarfirði,
Trostansfirði og á Langanes-
grunni, en samkvæmt mats-
skýrslu er megintilgangur fyrir-
hugaðra framkvæmda að hagnýta
auðlind á hafsbotni til hagsældar
fyrir samfélag á Vestfjörðum.
Áætlað magn kalkþörunga á
könnuðum svæðum er um 21,5
milljón m³, en leyfi til efnistöku
miðast við 50.000 tonn á ári. Efn-
istakan verður framkvæmd með
dæliskipi tvisvar til þrisvar á ári
og setinu dælt af botninum í efnis-
geymslu við fyrirhugaða verk-
smiðju, en gert er ráð fyrir að efn-
istakan geti tekið 2 til 3 vikur
hverju sinni. Úrvinnslan í verk-
smiðjunni felst síðan í þurrkun, sí-
un, mölun og sekkjun efnisins sem
síðan verður flutt á markað er-
lendis.
Samkvæmt matsskýrslu gefa
niðurstöður straumrannsókna til
kynna að grugg, sem myndast við
efnistöku, muni að mestu leyti
setjast aftur í efnisgryfjur. Litlar
líkur eru taldar á því að sam-
félögum eða dýrategundum verði
útrýmt á svæðinu við efnisnám.
Búast má við því að dýralíf á
svæðum næst námusvæðum verði
fyrir áföllum, en vegna þess að
dæling verður ekki stöðug má
gera ráð fyrir að mjög svipað
dýralíf viðhaldist og styrkist eftir
námuvinnslu. Talið er að tíma-
bundið grugg hafi mjög takmörk-
uð áhrif á fiskveiðar þegar litið sé
til langs tíma auk þess sem
gruggið á ekki að valda vanda í
kræklingarækt eða fiskeldi, en
„með því að velja efnistökustaði í
um 200 metra fjarlægð frá kræk-
lingalögnum og fiskeldiskvíum
eigi að vera unnt að forðast að
kræklingur verði yfirleitt fyrir
gruggi.“
Íslenska kalkþörungafélagið er
framkvæmdaraðili en Jarðfræði-
stofa Kjartans Thors og Hönnun
hf. unnu að gerð skýrslu um mat á
umhverfisáhrifum. Matsskýrslan
er á vefsíðunum atvest.is og honn-
un.is og liggur auk þess frammi til
kynningar á skrifstofu Vestur-
byggðar, bókasafninu á Bíldudal, í
Þjóðarbókhlöðunni og hjá Skipu-
lagsstofnun til 20. desember, en
þá rennur frestur út til að skila
skriflegum athugasemdum.
Kalkþörungavinnsla
styrkir búsetu
Arnarfjörður
HLUTI af tækjakosti í þreksal
Íþróttamiðstöðvarinnar í Borg-
arnesi hefur verið endurnýjaður.
Vegna vaxandi áhuga á almenn-
ingsíþróttum í Borgarbyggð var
ákveðið að endurnýja og keypt voru
notuð tæki, sérstaklega með þarfir
almennings í huga.
Tækin samanstanda af 10 stöðva
þrekhring sem tekur á stærstu
og kemst almenningur því lítið í
íþróttasalinn.
Bæjarstjórn og tómstundanefnd
Borgarbyggðar var boðið í heim-
sókn til að skoða tækin og fóru allir
í þrekhring hjá Írisi Grönfeld
íþróttafræðingi sem sér um skipu-
lag og þjálfun almenningsíþrótta
við íþróttamiðstöðina í Borgarnesi.
Var ekki annað að sjá en menn væru
hrifnir af nýju tækjunum og nokkr-
ir strengdu þegar áramótaheitið.
vöðvahópum líkamans. Tækin eru
tveggja ára og kostuðu tvær millj-
ónir króna en hefðu kostað ný um
fimm milljónir. Á annað hundrað
iðkendur eru í skipulögðum æfing-
um í þreksal hjá íþróttafræðingi og
því mikilvægt að hafa vel búinn lík-
amsræktarsal.
Ennfremur er íþróttahúsið fyrir
löngu búið að sprengja utan af sér
húsnæðið vegna fjölda skipulagðra
æfinga á vegum íþróttafélaganna
Morgunblaðið/Guðrún Vala Elísdóttir
Páll S. Brynjarsson bæjarstjóri, Helga Halldórsdóttir, forseti bæjarstjórnar, Finnbogi Rögnvaldsson bæjarstjórn-
arfulltrúi og Indriði Jósafatsson, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi, taka á í nýju tækjunum.
Strengdu áramótaheitið í þrek-
hringnum í Íþróttamiðstöðinni
Borgarnes
Skógarhlíð 18, sími 595 1000.
www.heimsferdir.is
Helgarferð til
Búdapest
22. nóvember
frá kr. 29.950
Heimsferðir bjóða nú einstakt tækifæri til að kom-
ast til Búdapest á hreint ótrúlegum kjörum. Morgunflug á föstudegi til
þessarrar heillandi borgar og til baka á sunnudagskvöldi, þ.a. þú nýtir
helgina eins vel og hægt er. Búdapest er í dag ein eftirsóttasta borg í Evr-
ópu og hér er auðvelt að lifa í veislu í mat og drykk, á milli þess sem
maður kynnist ólíkum andlitum borgarinnar, en Ungverjaland var í þjóð-
braut milli austur og vestur Evrópu og menningararfurinn ber því vitni.
Einstakt tilboð á góðu 3ja stjörnu hóteli
Mercure Duna, í hinum þekkta franska
hótelhring, í hjarta Búdapest.Verð kr. 29.950
Flug og gisting á Mercure Relais
Duna. 22. nóvember, 2 nætur.
Verð á mann m.v. 2 í herbergi með
morgunmat. Skattar innifaldir.
Almennt verð.
Síðustu 28 sætin
Munið MasterCard ferðaávísun
www.europay.is