Morgunblaðið - 12.11.2002, Side 33

Morgunblaðið - 12.11.2002, Side 33
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. NÓVEMBER 2002 33 ✝ Jóna ÁrmaníaSveinsdóttir fæddist 14. október 1902. Hún lést á Sól- vangi í Hafnarfirði 5. nóvember síðastlið- inn. Foreldrar henn- ar voru hjónin Sveinn Stefánsson, bóndi á Kirkjubóli í Vaðlavík og síðan á Barðsnesi við Norð- fjörð, og Sólveig Her- mannsdóttir hús- freyja. Jóna átti eina hálfsystur Hólmfríði Sveinsdóttur, látin, og fóstbróður, Einar Guðmunds- son, látinn. Eiginmaður Jónu var Axel Sig- geirsson sjómaður frá Reyðar- firði, f. 22.10. 1910, d. 14.9. 1991. Hann var sonur hjónanna Siggeirs Eyjólfssonar bónda á Seljateig í Reyðar- firði og Guðrúnar Eyjólfsdóttur hús- freyju úr Skafta- fellssýslu. Jóna ólst upp á Barðsnesi við Norð- fjörð. Hún stundaði lengst af almenn verkakvennastörf en eftir að hún flutti til Reykjavíkur starfaði hún lengi í þvotta- húsi Landspítalans. Síðustu árin var hún búsett á Sól- vangi í Hafnarfirði. Útför Jónu verður gerð frá Fossvogskapellu í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Hundrað ár eru langur líftími og hvíldin því Jónu kærkomin. Minningarnar eru margar og ekki þá síst þegar ég var barn og kom í heimsókn til Jónu og Axels frænda. Þá gekk maður að því vísu að í ísskápnum var lítil kók og í skálinni súkkulaðirúsínur eða mol- ar. Jóna passaði ætíð upp á það ef von var á okkur krökkunum að þetta væri til. Heimsóknir þessar voru einskonar ævintýri fyrir mig sem var að koma til Reykjavíkur í heimsókn, nammið, Hverfisgatan iðandi af umferð og alls ekki má gleyma þegar maður náði að teygja sig upp í gluggann og horfa út og yfir á bleika húsið hinum megin, þ.e.a.s. Hjá Báru. Jóna hafði alla tíð mjög gaman af að fá gesti og fram- reiddi þá í fljótheitum veislu með vöfflum og súkkulaði þar sem ekki var verið að spara súkkulaðið. Jóna hafði alla tíð mjög ákveðnar skoðanir á hlutunum og var stund- um ekkert að skafa utan af því. Hún var eins og maður segir ekta Norð- firðingur, rauð í gegn. Heimahag- arnir voru henni kærir og talaði hún fallega um Barðsnes og hversu gott þar hefði verið að vera. Oft sagði hún sögurnar af ferðinni til Rúmeníu upp úr 1950, ferð sem hef- ur verið á sínum tíma algjör æv- intýraferð enda voru utanlands- ferðir þá ekki með þeim þægindum sem eru í dag. Hún og Axel frændi höfðu einnig gaman af að ferðast innanlands og þá einkum farið í berjamó en það var gull í augum Jónu. Þau hjón bjuggu á Hverfisgöt- unni allt til ársins 1991 er Axel lést skyndilega og þá strax sá maður mun á Jónu, hún breyttist og var ekki eins lífsglöð og hún hafði áður verið. Eftir andlát Axels bjó hún ein á Hverfisgötunni allt þar til hún gat ekki séð um sig sjálf og fór þá á Borgarspítalann og síðar á Sólvang þar sem hún dvaldist til dánardags. Eftir að hún flutti á Sólvang var eins og hlutirnir hefðu minna gildi fyrir hana en þó hafði hún gaman af að fá heimsóknir og skemmtilegast var að sjá hversu gaman hún hafði af því að fá son minn Kristófer í heimsókn, allt frá því að hann var nýfæddur kom ég reglulega með hann í heimsókn og alltaf kváðu við svipaðar setningar hjá henni: en hvað hann er fallegur, en hvað hann er góður, hann skipaði sess í hjarta hennar og í síðustu heimsókn okkar til hennar, sem var í síðustu viku, var einstaklega gaman að sjá til þeirra, hann tæplega 1 ½ árs að gefa henni nammi og auðvitað fékk hann sér sjálfur úr skálinni eins og ég gerði sjálf þegar ég var barn. Guð geymi minningu Jónu A. Sveinsdóttur. Dagmar Sigrún. Kæra Jóna. Ég sendi þér þetta ljóð, sem var þér svo kært. Ó hve létt er þitt skóhljóð ó hve leingi ég beið þín, það er vorhret á glugga, napur vindur sem hvín, en ég veit eina stjörnu, eina stjörnu sem skín, og nú loks ertu komin, þú ert komin til mín. Það eru erfiðir tímar, það er atvinnuþref, ég hef ekkert að bjóða, ekki ögn sem ég gef, nema von mína og líf mitt hvort ég vaki eða sef, þetta eitt sem þú gafst mér það er alt sem ég hef. En í kvöld lýkur vetri sérhvers vinnandi manns, og á morgun skín maísól, það er maísólin hans, það er maísólin okkar, okkar einíngarbands, fyrir þér ber ég fána þessa framtíðarlands. (Halldór Kiljan Laxness.) Sofðu rótt, Jóna mín, og takk fyr- ir allt. Helga Aðalsteinsdóttir. JÓNA ÁRMANÍA SVEINSDÓTTIR ✝ Andrés H. Val-berg fæddist á Syðri-Mælifellsá í Skagafirði 15. októ- ber 1919. Hann lést á öldrunardeild Land- spítalans í Fossvogi 1. nóvember síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Hallgrím- ur A. Valberg, f. 1882, d. 1962, frá Reykjavöllum, bóndi á Mælifellsá og Kálf- árdal, bjó síðast á Sauðárkróki, og Ind- íana Sveinsdóttir, f. 1891, d. 1968, frá Mælifellsá. Systk- ini Andrésar eru: Margeir Sveinn, f. 1922, d. 1995, og Guðrún Mar- grét, f. 1934, maki Jón Einarsson, f. 1926. Andrés kvæntist 1951 Jóhönnu Þuríði Jónsdóttur, f. 1925. Hún er dóttir Jóns Jónssonar, f. 1886, d. 1976, bónda á Fagurhólsmýri, og Guðnýjar Aradóttur, f. 1891, d. 1976. Systkini Þuríðar eru: Ari, f. 1921, d. 2000, Guðrún, f. 1922, Guð- jón, f. 1924, Sigþrúður, f. 1929, d. 1999, Sigurgeir, f. 1932, Sigríður, f. 1936, og Gústaf Albert, f. 1933, d. 1954. Börn Andrésar og Þuríðar eru: 1) Guðný Jónína, f. 1953, kenn- ari og bóndi, gift Ólafi Eggerts- syni, f. 1952, bónda. Börn þeirra eru: a) Páll Eggert, f. 1978, búfræð- ingur; b) Þuríður Vala, f. 1980, nemi, gift Atla Engilbert Óskars- syni, f. 1969, bónda. Synir þeirra eru Almar Óli, f. 1999, og Engilbert Þórir, f. 2001. c) Inga Júlía, f. 1984, nemi; d) Sigríður, f. 1989, nemi. 2) Gústaf, f. 1955, bifvélavirki og verslunarmaður, í sambúð með Birkir, f. 1994, og Gunnbjörn Páll, f. 1998. Andrés var alinn upp á Mæli- fellsá hjá foreldrum sínum fyrstu þrjú árin, flutti þaðan í Kálfárdal í Gönguskörðum, bjó þar til 1931 og á Sauðárkróki til ársins 1946. Hann gekk í farskóla og í barna- og ung- lingaskólann á Sauðárkróki. Á efri árum þreytti hann próf frá Leið- sögumannaskólanum í Reykjavík. Hann var virkur í skátafélaginu Andvara á Sauðárkróki og stund- aði ýmsar íþróttir. Á Sauðárkróki stundaði Andrés ýmsa vinnu, var sjómaður, loðdýrabóndi og verka- maður. Eftir að hann flutti til Reykjavíkur, 1946, tók hann meira- próf bifreiðastjóra og var leigubíl- stjóri um nokkurra ára skeið. Andrés vann lengst af við járn- og trésmíðar á eigin verkstæði. Hann var kunnur hagyrðingur og var virkur í kvæðamannafélaginu Ið- unni frá árinu 1957 og var heið- ursfélagi þar. Oft var hann fenginn til þess að skemmta fólki með kveð- skap sínum. Hann var afkastamik- ill safnari. Stærst safna hans eru forngripa- og fornbókasafn og náttúrugripasafn. Þessi söfn hefur hann gefið Byggðasöfnunum á Skógum og á Sauðárkróki og í Varmahlíðarskóla í Skagafirði. Á síðari árum stundaði Andrés ritstörf og átti hann í fórum sínum nokkur handrit, heimildir um horf- inn tíma; vinnuhætti, mannlýsingar vísur og ljóð. Hann setti upp tvær náttúrugripasýningar. Rit eftir Andrés, sem komið hafa út: Stuðlastrengir, 1949, 1960, 1970. Hreyfilsljóð, 1953. 100 skag- firskar hringhendur, 1983. 100 dýrtrímaðar lausavísur, 1994. Þor- bergur frá Sauðá, í Skagfirðinga- bók, 1998. Skagfirðingur skýr og hreinn, æviminningar, 2000. Útför Andrésar verður gerð frá Bústaðakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. Kanlaya Sittichot, f. 1964. Sonur þeirra Daniel Ekapan, f. 1998. Börn Gústafs frá fyrra hjónabandi, móðir Kristín Stefáns- dóttir, f. 1957: Jón Andrés, f. 1976, flug- þjónn, í sambúð með Berglindi Bjarnadótt- ur, f. 1979, nema, son- ur þeirra er Gústaf Bjarni, f. 2000; Guðni Björn, f. 1980, verslun- armaður; Stefán Örn, f. 1984, nemi. 3) Hall- grímur Indriði, f. 1961, löggiltur rafverktaki, kvænt- ur Ingveldi Donaldsdóttur, versl- unarkonu, f. 1965. Börn þeirra eru: a) Ingólfur Örn, f. 1988; b) Stella Kristín, f. 1991; c) Andri Steinar, f. 1993. Fyrir átti Andrés soninn Gunnar, ljósmyndara, f. 1950, kvæntur Önnu Ágústsdóttur, f. 1951, ferðafræðingi. Börn þeirra eru: a) Hrefna Kap, f. 1969, kerf- isfræðingur, í sambúð með Sveini Arnari Steinssyni, f. 1967, iðn- tæknifræðingi. Synir þeirra eru Þorgrímur Magni, f. 1994, Hilmir Hrafn, f. 1996, og Lýður, f. 2002; b) Ágúst Ævar, f. 1976, prentari og grafískur hönnuður, í sambúð með Ilmi Dögg Gísladóttur, f. 1977, nema. Barn þeirra: Saga Huld. f. 2000; c) Þorbjörg Svana, f. 1979, hárgreiðslusveinn, í sambúð með Lárusi Ívarssyni, f. 1978, blikk- smið. Barn þeirra er Lilja Nótt, f. 2001. Fyrir átti Gunnar Öldu, f. 1970, skrifstofustúlku, móðir Ester Antonsdóttir. Alda er gift Karli Pálssyni, flugvirkja, f. 1968. Börn þeirra eru: Brynjar Karl, f. 1990, Elsku pabbi. Þegar þú ert farinn koma margar minningar upp í hug- ann. Sú var tíðin að við spjölluðum mikið saman, en því miður varð svo- lítið langt á milli okkar eftir að ég flutti úr foreldrahúsum. Við hittumst þó oft og hringdumst á. Þú hafðir einstaklega gaman af að yrkja og í vísnasafninu þínu er að finna mörg gullkorn. Þú varst með hraðkvæð- ustu mönnum og gast kastað fram stöku við ólíkar aðstæður og án fyr- irvara. Stundum var vísa á vörum þínum þegar þú vaknaðir að morgni. Frá því að ég man eftir mér hefurðu verið að kveða og yrkja. Þú kvaðst mig í svefn með frumortum vöggu- vísum og síðan þá grípa mig sterkar tilfinningar þegar ég heyri kveðið. Ég man þegar þú varst að æfa þig fyrir kvæðamannafundi og hlátra- sköllin heyrðust milli erinda því auð- vitað var þér sjálfum skemmt, bæði yfir vísunum og hugmyndafluginu í sjálfum þér. Svo lagðirðu af stað með brenni-hálstöflurnar og vísurnar í vasanum. Þú áttir auðvelt með að halda uppi fjöri með kveðskapnum þínum, bæði á skemmtunum og á ferðalögum. Mér fannst þú alltaf vera bestur. Við systkinin fórum oft með ykkur mömmu í ferðalög. Þú varst góður náttúrufræðikennari, kenndir okkur að lesa í náttúruna, bera virðingu fyrir öllum lífverum, smáum og stórum. Oft fórstu út á ystu brún á klettasyllum og teygðir þig í svolitla jurt eða fiðrildi, egg eða steinvölu, skordýr eða skel – og mér varð um og ó, varð oft hrædd um þig og hótaði að fara heim með þig. En þú varst fimur og dýrléttur langt fram eftir aldri, enda öllu vanur og varðst líka alltaf að vera að safna. Safnaðir öll- um þeim náttúrugripum, sem nöfn- um tjáir að nefna. Þegar þú komst austur á Eyri varstu ólatur að fara í göngutúra með barnabörnunum og kenna þeim fugla- og blómanöfn og grúska í garðinum mínum. Söfnun var hluti af lífsstíl þínum alla ævi. Snemma byrjaðir þú að safna forngripum og -bókum og lagð- ir oft hart að þér við að bjarga góðum gripum frá því að lenda í glatkist- unni. Þú vannst þrekvirki á því sviði og er gaman að geta lesið um söfn- unarferðirnar í ævisögunni þinni. Nú eru söfnin þín komin á örugga staði, bækurnar og náttúrugripasafnið að Skógum og forngripirnir á Sauðár- krók. Einnig er angi af náttúrugripa- safninu í Varmahlíðarskóla. Það var alltaf þinn stóri draumur að sjá söfn- in þín uppsett. Við erum öll þakklát safnastjórnum og forstöðumönnum safnanna fyrir þeirra þátt í að láta þennan draum rætast. Þú varst óþreytandi að uppfræða ungdóminn og hann hændist að þér, enda kunnirðu að varðveita barnið í þér. Þú hafðir gott verksvit, varst skipulagður, útsjónarsamur og fljót- ur að hugsa og það sem meira var, þú máttir alltaf vera að því að hlusta. Svo hafðirðu svo mikla lífsorku og gott skopskyn og kunnir ótal skrýtn- ar sögur. Við hlógum mikið saman. Þú varst alltaf óvenju harður af þér þangað til síðustu árin, þegar við- kvæmnin náði tökum á þér. Þá hugs- aði hún mamma svo undur vel um þig og verður það aldrei fullþakkað. Þú varst nú svolítið öðruvísi, pabbi, en gekk og gerðist, enda hafð- irðu lifað tímana tvenna. Ég gleymi aldrei ilminum af fjallagrasateinu, sem þú sauðst í stóra pottinum, há- karlinum, ristaða harðfisksroðinu, signa fiskinum og öllum þessum skrýtna mat, sem þú kenndir okkur að borða. Eða snjóhúsunum með strompunum og heimasmíðuðu leik- föngunum. Árum saman hefurðu setið við skriftir og er ritsafn þitt orðið mikið að vöxtum. Þú varst mesti fræðasjór, stálminnugur, hafðir góðan frá- sagnastíl og mergjað tungutak. Síð- ari árin hafðirðu mikinn áhuga á að setja upp beinagrindur af ýmsum fuglum og dýrum, sem þú gafst á Skógasafn. Ekki varstu orðinn skjálfhentur að ráði 82 ára og hafðir enn góða sjón. Ég veit að þú ætlaðir að koma langtum fleiru í verk, því hugurinn var mikill og ekki varstu vanur að sitja aðgerðarlaus, féll aldr- ei verk úr hendi. Nú er stóllinn þinn auður, þú skrifar ekki meira hérna megin. Það kemur enginn í þinn stað, pabbi minn. En þú lifir áfram í minningu okkar, sem þekktum þig, í ritsmíðum þínum og ljóðum, fallegu handverki, söfnunum þínum og liðnum sam- verustundum. Guð blessi þig, elsku pabbi. Ég kveð þig með orðum Jónasar Hallgrímssonar: Flýt þér vinur, í fegra heim. Krjúptu að fótum friðarboðans, og fljúgðu á vængjum morgunroðans meira að starfa guðs um geim. Guðný A. Valberg, Þorvaldseyri. ANDRÉS H. VALBERG Sími 562 0200 Erfisdrykkjur Blómastofa Friðfinns, Suðurlandsbraut 10, sími 553 1099, fax 568 4499. Opið til kl. 19 öll kvöld Kransar • Krossar • Kistuskreytingar Minningarkort Krabbameinsfélagsins 540 1990 krabb.is/minning

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.