Morgunblaðið - 12.11.2002, Blaðsíða 39
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. NÓVEMBER 2002 39
ÍSLENSKA landsliðið vann sinn
fimmta sigur í röð í lokaumferðinni í
opnum flokki á Ólympíuskákmótinu í
Bled. Andstæðingarnir í 14. umferð
voru Indverjar, sem höfðu á að skipa
sterkri sveit þótt Anand tefldi ekki
með þeim að þessu sinni. Viðureign-
inni lauk með sigri Íslands, 2½-1½.
Helgi Áss Grétarsson og Þröstur Þór-
hallsson unnu, en Helgi Ólafsson
gefði jafntefli. Hannes Hlífar tapaði
sinni skák eftir langa baráttu. Helgi
Áss átti mjög góðan endasprett á
mótinu og fékk 4½ vinning í síðustu 5
skákunum, en Þröstur var honum
ekki langt að baki með 4 vinninga.
Ísland hafnaði í 21.–22. sæti á
mótinu, sem er langt fyrir ofan það
sem vænta mátti miðað við upphaf-
lega styrkleikaröð þar sem liðið var í
43. sæti. Þá er þetta einnig langbesti
árangur Íslands á Ólympíumóti frá
1996. Ekki skemmdi það ánægjuna að
Íslendingar urðu auk þess efstir
Norðurlanda á mótinu.
Framan af keppninni voru það
Hannes Hlífar Stefánsson og Helgi
Ólafsson sem sýndu bestan árangur í
íslenska liðinu. Mestallt mótið var
Hannes meðal þeirra 10 sem bestan
árangur sýndu á Ólympíumótinu og
fór þar alveg upp í fimmta sæti. Loka-
umferðirnar reyndust honum hins
vegar erfiðar, þótt heildarárangurinn
hafi þrátt fyrir það verið góður. Það
hafði sitt að segja, að Hannes tefldi
flestar skákir íslensku liðsmannanna
og hvíldi einungis tvívegis. Helgi
Ólafsson var kletturinn í liðinu, sýndi
jafnan og góðan árangur út í gegnum
mótið, og náði hlutfallslega bestum
árangri íslensku keppendanna. Það
hefur verið gaman að fylgjast með
Helga komast aftur í sitt besta form á
undanförnum mánuðum. Vonandi á
hann eftir að fylgja þessum árangri
vel eftir með meiri taflmennsku. Eins
og áður er komið fram náðu þeir
Helgi Áss og Þröstur gríðarlega góð-
um endaspretti og það var einnig
mikilvægur þáttur í góðum árangri
liðsins. Varamennirnir, Stefán Krist-
jánsson og Jón Garðar Viðarsson,
stóðu einnig fyrir sínu, t.d. fékk Jón
Garðar 2½ vinning úr fyrstu þremur
skákunum sem hann tefldi á mótinu.
Kvennaliðið tapaði fyrir Eistlandi
½-2½ í lokaumferðinni, en jafnteflið
gerði Aldís Rún Lárusdóttir. Kvenna-
liðið hafnaði í 65. sæti.
Metþátttaka var í opnum flokki og
tóku 134 lið þátt í keppninni. Rússar
urðu Ólympíumeistarar, en röð efstu
liða og Norðurlanda varð þessi:
1. Rússland 38½ v., 2. Ungverjaland 37½ v., 3.
Armenía 35 v., 4. Georgía 34 v., 5.–7. Kína,
Holland, England 33½ v., 8.–12. Slóvakía, Ísr-
ael, Júgóslavía, Makedónía, Sviss 33 v.
21.–22. Ísland 32 v.
26. Danmörk 31½ v.
32. Svíþjóð 31 v.
45. Finnland 30½
48. Noregur 30 v.
92. Færeyjar 26 v.
Í kvennaflokki tefldu 89 lið. Þar
höfðu Kínverjar sigur, en skákáhugi
hefur vaxið gríðarlega í Kína á und-
anförnum árum, ekki síst meðal kven-
þjóðarinnar. Röð efstu liða í kvenna-
flokki:
1. Kína 29½ v., 2. Rússland 29 v., 3. Pólland
28½ v., 4. Georgía 27½ v., 5.–8. Ungverjaland,
Úkraína, Júgóslavía og Azerbajdan 25½ v.,
9.–10. Bandaríkin og Tékkland 25 v.
65. Ísland 19 v.
Árangur íslenska kvennaliðsins er
vel viðunandi og lenti liðið aðeins fyrir
ofan það sem vænta mátti miðað við
stigatölu liðsins. Liðið átti marga
góða spretti á mótinu, en gaf nokkuð
eftir í lokin.
Heiðursbikarmót Hreyfils
hefst á morgun
Fjórða heiðursbikarmót Hreyfils
verður haldið 13. til 20. nóvember kl.
19:30. Teflt verður í félagsheimili
Hreyfils. Að þessu sinni er mótið
haldið til heiðurs Brynleifi Sigurjóns-
syni. Tefldar verða 7 umferðir eftir
Monrad-kerfi, hálftíma skákir. Allir
eru velkomnir.
Fimm sigrar í röð og
besti árangur frá 1996
SKÁK
Bled, Slóvenía
35. ÓLYMPÍUSKÁKMÓTIÐ
25. okt. – 10. nóv. 2002
Daði Örn Jónsson
Þröstur
Þórhallsson
Helgi
Ólafsson
Helgi Áss
Grétarsson
Hannes Hlífar
Stefánsson
Málverk á hvolfi
Málverk eftir Kristínu Geirsdótt-
ur sneri vitlaust í blaðinu á dögun-
um. Verk Kristínar má nú sjá á
„Café Fashion Gallery“ Bæjarlind
12, Kópavogi.
Örnefnastofnun
Í fyrirsögn í frétt í sunnudags-
blaðinu um Örnefnastofnun er rang-
lega fullyrt að ákveðið hafi verið að
stofnunin verði lögð niður. Hið rétta
er að fyrirhugað er að leggja stjórn
Örnefnastofnunar niður eins og
kemur fram í fréttinni sjálfri.
Rangt föðurnafn
Rangt var farið með föðurnafn
leikkonunnar Margrétar Guðmunds-
dóttur í blaðinu á laugardag í um-
sögn gagnrýnanda blaðsins um
frumsýningu Þjóðleikhússins á
Halta Billa.
LEIÐRÉTT
UM helgina var tilkynnt
um 32 umferðaróhöpp
og var í einu þeirra um
minniháttar meiðsl að
ræða. 32 ökumenn voru kærðir fyrir
of hraðan akstur og 11 voru grunaðir
um ölvun við akstur.
Frekar fámennt var í miðbænum
um helgina, enda vindstrekkingur og
kalt í veðri. 9 innbrot voru tilkynnt,
21 þjófnaður og 14 skemmdarverk.
Þá voru 4 minniháttar brunar til-
kynntir.
Í síðasta mánuði voru stöðvaðar
áfengisveitingar á 10 veitingastöðum
vegna þess að leyfi til áfengisveitinga
voru útrunnin og ekki sinnt um að
endurnýja þau. Þá var lagst gegn því
að einn veitingastaður fengi endur-
nýjað áfengisveitingaleyfi vegna end-
urtekinna brota. Áfram verður hald-
ið uppi öflugu eftirliti með veitinga-
húsum og því fylgt eftir að þau hafi
tilskilin leyfi til starfseminnar og fari
eftir settum reglum.
Fátt fær að vera í friði fyrir þjóf-
unum. Á föstudagsmorgun var til-
kynnt um að brotist hafi verið inn í
bifreið í Fossvogi. Telst varla frétt-
næmt að öðru leyti en því að úr bif-
reiðinni var stolið tveimur innbrots-
kerfum sem geymd höfðu verið í
bifreiðinni.
Á föstudag var tilkynnt um vinnu-
slys í Höfðahverfinu. Þar hafi maður
sem vann við að mála hús fallið úr
stiga. Var fallið um 4 til 5 metrar.
Maðurinn var með meðvitund en
hafði hlotið opið ökklabrot. Þá var
sama dag tilkynnt um annað vinnu-
slys í austurborginni en þar hafði
maður lent með hendina í hakkavél
og missti við það litlafingur.
Sambýlisfólk úr austurborginni
hafði verið úti að skemmta sér, en er
heim var komið, sinnaðist þeim og
kom til átaka. Enduðu þau með því
að maðurinn sló sambýliskonuna sem
kjálkabrotnaði. Var hún flutt á slysa-
deild.
Snemma á sunnudagsmorgun var
tilkynnt um mann í austurborginni
sem gengi á milli húsa og virtist vera
að kanna hvort hann kæmist inn. Var
maðurinn handtekinn og færður á
stöð. Þar gat hann litla grein gert
fyrir ferðum sínum og eins kom í ljós
að hann var með um helmingi meiri
fjármuni á sér en hann hélt fram
sjálfur. Var maðurinn vistaður í
fangageymslu meðan málið væri
rannsakað frekar. Upp úr hádegi var
svo tilkynnt um innbrot í hús í þeirri
sömu götu og maðurinn hafði verið
tekinn og kom í ljós að þaðan hafði
verið stolið um 140.000 krónum sem
kom heim og saman við það sem mað-
urinn hafði verið með í fórum sínum.
Úr dagbók lögreglunnar 8.–11. nóvember
Nokkuð um hrað-
akstur og þjófnaði
Ísland og Evrópusambandið
Heimssýn, hreyfing sjálfstæðissinna
í Evrópumálum, Politica, félag
stjórnmálafræðinema og Orator, fé-
lag laganema standa fyrir opnum
fundi um Ísland og Evrópusam-
bandið í Lögbergi, stofu 103, í dag
þriðjudaginn 12. nóvember, kl.
12.15. Framsögumenn verða Sig-
urður Líndal, fyrrum prófessor við
lagadeild Háskóla Íslands, og Guð-
mundur Hálfdanarson, prófessor við
heimspekideild Háskóla Íslands.
Verður fyrst og fremst fjallað um
fullveldishugtakið í tengslum við
Evrópuumræðuna og þá spurningu
hvort fullveldi Íslands yrði fórnað
við aðild að ESB segir í fréttatil-
kynningu
Ristilkrabbamein. Krabbameins-
félag Reykjavíkur, Styrkur og
Stómasamtök Íslands halda opinn
fræðslufund um ristilkrabbamein í
húsi Krabbameinfélagsins í Skógar-
hlíð 8 í Reykjavík í dag, þriðjudag-
inn 12. nóvember klukkan 20. Ásgeir
Theódórs læknir ræðir um ristil-
krabbamein og kynnir vitundar-
vakningu sem nú stendur yfir.
Nokkrir einstaklingar sem greinst
hafa með sjúkdóminn segja frá
reynslu sinni. Pallborðsumræður og
fyrirspurnir verða að erindum lokn-
um og hollar veitingar.
Í DAG
Nám og tunga Miðvikudaginn, 13.
nóvember kl. 12–13 flytur Hafþór
Guðjónsson erindið Nám og tunga.
Fyrirlesturinn er í stofu 101 í Odda,
Háskóla Íslands, og er öllum opinn.
Í erindinu segir hann stuttlega frá
doktorsverkefni sínu sem hann varði
nýlega við Háskólann í Bresku Kol-
umbíu (UBC) í Vancouver í Kanada.
Þetta verkefni beinist að kennara-
námi, þ.e. spurningunni um hvernig
fólk lærir að kenna. Til að kljást við
þessa spurningu rýnir hann í eigin
rann og þá sérstaklega í reynslu sína
af efnafræðikennslu í framhalds-
skóla og reynslu af kennslufræðilegu
námskeiði sem hann hefur verið að
þróa á undanförnum árum við Há-
skóla Íslands og er einkum ætlað
verðandi raungreinakennurum.
Hafþór Guðjónsson stundaði nám í
efnafræði við Háskólann í Osló og
lífefnafræði við Háskólann í Tromsö
í Noregi, þar sem hann lauk mast-
ersprófi árið 1976. Hann var efna-
fræðikennari við Menntaskólann við
Sund árið 1979 til ársins 1997. Haf-
þór er höfundur þriggja námsbóka
um efnafræði fyrir framhaldsskóla
sem Mál og menning gaf út á ár-
unum 1988 til 1992. Árið 1997 hóf
hann nám við Háskólann í Bresku
Kolumbíu og lauk þaðan doktors-
prófi í ágúst síðastliðnum.
Skyndihjálp. Reykjavíkurdeild
RKÍ gengst fyrir námskeiði í al-
mennri skyndihjálp sem hefst mið-
vikudaginn 13. nóvember. Kennt
verður frá kl. 20 til 23 dagana 13.,
14., 18., og 19 nóvember. Námskeiðið
er opið öllum 15 ára og eldri. Nám-
skeiðið telst vera 16 kennslustundir.
Námskeiðið verður haldið í Fákafeni
11, 2 hæð. Þeir sem hafa áhuga á að
komast á þetta námskeið geta skráð
sig hjá Reykjavíkurdeild RKÍ frá kl.
8 til 16.
Evrópusambandið. Miðvikudaginn
13. nóvember nk., kl. 12.15, flytur
Stefán Már Stefánsson fyrirlestur
um framtíðarskipan Evrópusam-
bandsins í stofu L-101 í Lögbergi á
vegum Lagastofnunar Háskóla Ís-
lands. Stefán Már er prófessor og
hefur umsjón með kennslu og rann-
sóknum á sviði Evrópuréttar í laga-
deild Háskóla Íslands.
Umhverfisáhrif. Miðvikudaginn 13.
nóvember kl. 16.15, heldur Kjartan
Bollason fyrirlestur um meistara-
prófsritgerð sína í umhverfisfræði
sem heitir Hagnýt notkun staðbund-
innar þekkingar í mati á umhverfis-
áhrifum. Fyrirlesturinn verður flutt-
ur í stofu 157 í VRII, húsi verkfræði-
og raunvísindadeildar Háskóla Ís-
lands við Hjarðarhaga 2–6, og eru
allir velkomnir.
Hlutverk málstefnu. Fyrsta mál-
stofa Mannfræðifélags Íslands verð-
ur haldin miðvikudagskvöldið 13.
nóvember kl. 20.30 í Alþjóðahúsinu
við Hverfisgötu. Formaður félagsins
dr. Hallfríður Þórarinsdóttir flytur
erindi um hlutverk málstefnu í mót-
un íslenskrar þjóðarímyndar. Erind-
ið ber yfirskriftina: Pólitískur rétt-
trúnaður og íslensk málstefna.
Á MORGUN ♦ ♦ ♦
GUÐMUNDUR Árni Stefánsson al-
þingismaður hefur sent yfirlýsingu
þar sem hann þakkar öllum þeim
sem lögðu Samfylkingunni lið í próf-
kjörinu 9. nóvember. Hann þakkar
líka meðframbjóðendum sínum.
„Ennfremur þakka ég það afdrátt-
arlausa traust sem mér var sýnt með
kosningu í 1. sæti listans. Það er mér
mikil hvatning í þeirri kosningabar-
áttu sem framundan er. Þeir aðrir
sem völdust í efstu sæti listans eru
öflugir frambjóðendur Samfylking-
arinnar. Flokksmenn völdu sitt
sterkasta lið. Með samhentu átaki
okkar frambjóðenda og í góðu sam-
starfi við fjölmenna og kraftmikla
sveit flokksmanna eru okkur allir
vegir færir.
Framundan er viðburðaríkur
kosningavetur. Nú brettum við jafn-
aðarmenn í Suðvesturkjördæmi upp
ermar og hefjum kosningavinnuna.
Kjördagur, 10. maí, er ekki langt
undan. Þar stefnum við jafnaðar-
menn á sigur. Þjóðinni er nauðsyn á
nýrri ríkisstjórn – ríkisstjórn með
fjölmenna sveit jafnaðarmanna inn-
anborðs.
Þakkar
stuðnings-
mönnum