Morgunblaðið - 12.11.2002, Page 44

Morgunblaðið - 12.11.2002, Page 44
KVIKMYNDIR 44 ÞRIÐJUDAGUR 12. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ NÝJASTA kvikmynd Madonnu, Swept Away, verður ekki sýnd í kvik- myndahúsum í Bretlandi heldur fer beint á myndbandaleigurnar. Myndin hefur fengið slæma dóma og gekk illa í Bandaríkjunum. Tekjur af myndinni vestanhafs frá því að hún var frum- sýnd í síðasta mánuði nema aðeins um rúmum 50 milljónum króna. „Vegna lítillar aðsóknar í Banda- ríkjunum verður mynd Guy Ritchies, Swept Away, ekki tekin til sýninga í kvikmyndahúsum í Bretlandi,“ sagði talsmaður Columbia Tristar. Í dómi New York Daily News segir að myndin sé „viðvaningsleg“ og marki „nýja lægð í frama“ Madonnu. Söngkonan þekkta leikur ríkan Bandaríkjamann í myndinni, sem hagar sér illa gagnvart ítölskum sjó- manni, sem leikinn er af Adriano Giannini. Samband þeirra tekur síðan stakkaskiptum eftir að snekkjan ferst og þau hafna saman á eyju. Nýjasta mynd Madonnu gengur illa Beint á myndband í Bretlandi Reuters Madonna og Adriano Giannini í hlutverkum sínum í rómantísku gamanmyndinni Swept Away, en eiginmaður Madonnu, Guy Ritchie, leikstýrði myndinni. EASTWOOD lætur ekki deigan síga þótt hann sé kominn á 73. aldurs- árið. Það er ekkert nema gott um það að segja – ef hann hagaði seglum eftir vindi. Blood Work er að mörgu leyti ágætur fjöldamorðingjatryllir sem hefði orðið mun betri ef leikstjórinn Eastwood hefði valið einhvern annan en leikarann Eastwood í aðalhlutverk alríkislöggunnar Terry McCaleb. Ástæðurnar blasa við. Eastwood er – þrátt fyrir aðdáunarvert útlit og ásig- komulag – greinilega á áttræðisaldri. Sem er ekki trúverðugt fyrir mann sem heillar konu um þrítugt uppúr skónum og hleypur, slæst og skýtur líkt og í spaghettívestrunum sem gerðu hann frægan uppúr miðri síð- ustu öld. Líkt og það hálfa sé ekki nóg er McCaleb nýstiginn upp úr líffæra- flutningum, reyndar með hjarta úr ungri konu. Á það að gera gæfumun- inn? Myndin hefst á eltingaleik McCal- ebs við afkastamikinn fjöldamorð- ingja sem kemur skilaboðum til lögg- unnar á hverjum morðstað. McCaleb kemst að lokum í skotfæri við kauða en geldur fyrir með hjartaáfalli. Tvö ár líða. McCaleb liggur á sjúkrahúsi að jafna sig eftir hjarta- ígræðslu þegar til hans kemur ung kona, Graciela Rivers (Wanda De Jesus), sem krefst þess að McCaleb aðstoði hana við að hafa uppá morð- ingja systur sinnar. Honum renni blóðið til skyldunnar í orðsins fyllstu merkingu, þar sem McCabe gangi með hjarta systur sinnar! Nokkuð góð flétta ef handritshöf- undurinn tæki ekki upp á þeim fjára að láta þau verða ástfangin, McCaleb og Rivers. Eastwood er greinilega kominn með geðflækjuna sem ég kenni við Woody Allen; afneita útliti sínu og árafjölda og telja sig enn hæf- an til að leika kvennagull. Þessir höfð- ingjar blekkja því miður enga aðra en sjálfa sig. Fjölda- eða raðmorðingjamyndir eru hver annarri líkar, munurinn ligg- ur einkum í mismunandi subbuskap og blóðflæði. Hér má segja að sé far- inn millivegurinn og lausn gátunnar (en morðingjar af þessu tagi skilja jafnan eftir sig vísbendingar í Holly- woodmyndum), liggur loks í augum uppi þegar smádrengur (sonur hjartagjafans), ræður í talnaþulur sem drápsmaðurinn skilur eftir á vettvangi. Handritshöfundurinn Brian Hel- geland er manna mistækastur. Er kunnastur fyrir Óskarsverðlauna- handritið L.A. Confidential en lauk á sama ári við The Postman og Conspiracy Theory, tvö önnur sem hann vill örugglega gleyma. Blood- work er einhvers staðar þarna á milli, hefði virkað betur með talsvert yngri karlleikara en bragðdaufur endir og rökleysur í framvindunni væru áfram til staðar. Tónlistin er í hæsta gæða- flokki (eins og jafnan í Eastwood- myndum), leikhópurinn þokkalegur þótt Anjelica Huston sé útundan í marklausu hlutverki. Clint Eastwood sem Terry McCaleb, FBI-maður sem látið hefur af störfum … þar til örlögin banka upp á, það er að segja. Æ sér gjöf til gjalda Sæbjörn Valdimarsson KVIKMYNDIR Sambíóin, Háskólabíó Leikstjóri: Clint Eastwood. Handrit: Brian Helgeland, byggt á sögu e. Michael Connelly. Kvikmyndatökustjóri: Tom Stern. Tónlist: Lennie Niehaus. Aðalleik- endur: Clint Eastwood, Jeff Daniels, Wanda De Jesus, Anjelica Huston, Tina Lifford, Paul Rodriguez, Dylan Walsh, Mason Lucero. 110 mín. Warner Bros. Bandaríkin 2002. BLOOD WORK (BLÓÐRANNSÓKN)  Restaurant Pizzeria Gallerí - Café Bjóðum einnig upp á notalega aðstöðu, fyrir 15 til 30 manna hópa, í Djúpinu og Galleríinu. Hafnarstræti 15, sími 551 3340 "Grettissaga er stórkostleg leikhúsupplifun." S.S og L.P. Rás 2 Grettissaga saga Grettis leikrit eftir Hilmar Jónsson byggt á Grettissögu fim 14. nóv kl. 20. uppselt, lau 16. nóv kl. 20 nokkur sæti, lau 23. nóv kl. 20, nokkur sæti, föst 29. nóv, laus sæti Sellófon eftir Björk Jakobsdóttur þri 12. nóv, örfá sæti, mið 13, nóv, uppselt, föst 15. nóv, AUKASÝNING, uppselt, sun 17. nóv, uppselt, þri. 19. nóv, örfá sæti, mið 20. nóv, uppselt, sun 24. nóv, uppselt, þri 26. nóv, uppselt, mið 27. nóv, uppselt, sun 1. des, örfá sæti, mið 4. des, laus sæti Sýningarnar á Sellófon hefjast kl 21.00 Veisla í Vesturporti! ..ef ykkur langar til að eiga stund þar sem þið getið velst um af hlátri, ekki missa af þessari leiksýn- ingu... (SA, Mbl.) fim. 14. nóv. kl. 21.00 lau. 16. nóv. kl. 23.30 sun. 17. nóv. kl. 21.00 fös. 22. nóv. kl. 21.00 Ósóttar pantanir seldar tveimur dögum fyrir sýningu Vesturport, Vesturgata 18 Miðasala í Loftkastalanum, Sími 552 3000 loftkastali@simnet.is www.senan.is Stóra svið SÖLUMAÐUR DEYR e. Arthur Miller Fi 14/11 kl 20 , su 17/11 kl 20, fö 22/11 kl 20 HONK! LJÓTI ANDARUNGINN e. George Stiles og Anthony Drewe Gamansöngleikur fyrir alla fjölskylduna Su 17/11 kl 14 ,Lau 23/11 kl 20 ATH: Kvöldsýning, Su 24/11 kl 14 MEÐ VÍFIÐ Í LÚKUNUM e. Ray Cooney Lau 16. nóv kl 20 - AUKASÝNING Fim 21. nóv kl 20 - AUKASÝNING Fö 29. nóv kl 20 - AUKASÝNING KRYDDLEGIN HJÖRTU e. Laura Esquivel Fö 15/11 kl 20, Lau 30/11 kl 20 Síðustu sýningar AND BJÖRK, OF COURSE .. e. Þorvald Þorsteinsson Fö 15 nóv. kl 20 - AUKASÝNING Allra síðasta sinn LEIKHÚSMÁL - ÁHRIFAVALDAR Hverjir eru áhrifavaldar leikhúsfólks? Frummælendur: Egill Anton Heiðar Pálsson, Halldóra Geirharðsdóttir, Stefán Baldursson og Þórhildur Þorleifsdóttir Má 11/11 kl 20 Nýja sviðið Þriðja hæðin Litla svið Miðasalan er opin kl. 13-18 og fram að sýningu sýningardaga. Sími miðasölu opnar kl. 10 virka daga. Fax 5680383 midasala@borgarleikhus.is Miðasala: 568 8000 SUSHI NÁMSKEIÐ með Snorra Birgi og Sigurði Í kvöld kl. 20 HERPINGUR e. Auði Haralds og HINN FULLKOMNI MAÐUR e.Mikael Torfason í samstarfi við DRAUMASMIÐJUNA Fö 15/11 kl 20, Lau 16/11 kl 20 RÓMEÓ OG JÚLÍA e. Shakespeare í samstarfi við VESTURPORT FRUMSÝNING mi 20/11 kl 20 Lau 23/11 kl. 16.30, Su 24/11 kl 17 Ath. breyttan sýningartíma JÓN OG HÓLMFRÍÐUR e. Gabor Rassov frekar erótískt leikrit í þrem þáttum Lau 16/11 kl 20, fim 21/11, fö 22/11, lau 23/11 15:15 TÓNLEIKAR Lau 16/11 Snorri Sigfús Birgisson og Þorsteinn Hauksson. CAPUT - Benda MUGGUR - KÓMEDÍULEIKHÚSIÐ Fi 14/11 kl 20:00, Su 17/11 kl 20:00 Kvöldverður fyrir og eftir sýningar Fim 14/11 kl. 21 Örfá sæti Fös 15/11 kl. 21 Uppselt Lau 16/11 kl. 21 Uppselt Lau 16/11 kl. 23 Aukasýning Örfá sæti Fim 21/11 kl. 21 Nokkur sæti Fös 22/11 kl. 21 Uppselt Lau 23/11 kl. 21 Örfá sæti Fös 29/11 kl. 21 Uppselt Lau 30/11 kl. 21 Nokkur sæti Fim 5/12 kl. 21 Nokkur sæti Fös 6/12 kl. 21 50. sýning - Örfá sæti Munið gjafakortin Miðasala er opin frá kl. 10-16 virka daga, kl. 14-17 um helgar, frá kl. 19 sýnd. Ósóttar pantanir seldar 4 dögum fyrir sýningar. Sími 562 9700 SKÝFALL eftir Sergi Belbel Mið. 13. nóv. kl. 20 Fim. 14. nóv. kl. 20 Fös. 15. nóv. kl. 20 Lau. 16. nóv. kl. 20 Síðustu sýningar! 552 1971, nemendaleikhus@lhi.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.