Morgunblaðið - 12.11.2002, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 12.11.2002, Qupperneq 45
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. NÓVEMBER 2002 45 KOKO er 31 árs gömul górilla og býr í San Fransisco þar sem rek- in er miðstöð og rannsóknarstofa í górillufræðum. Hún kann nú yfir 1.000 tákn í bandarísku táknmáli og hefur nú skrifað texta fyrir plötu sem hún mun gefa út í vikunni sem kemur. „Lögin hennar búa yfir mikilli tilfinningalegri dýpt,“ segir Jennifer Patterson, einn gæslu- liða Koko. „Hún er flókinn per- sónuleiki, rétt eins og við.“ Platan mun bera nafnið Fine Animal Gorilla en svo lýsir Koko sér sjálf með táknmálinu. Á plöt- unni verður m.a. framsækið rapp, reggí og barnagælur. Koko lætur öðrum eftir það að syngja en textana skrifar hún sjálf. „Hún sat yfir okkur í hljóð- blönduninni og hjálpaði okkur að velja bestu útgáfurnar,“ segir Skip Haynes, upptökustjóri en ekki fylgdi sögunni um hvað textar Koko eru. Ætli skiptist ekki á sögur af einmanalegu lífi í fjöllum Afríku og pólitískir bar- áttutextar fyrir varðveislu górill- ustofnsins? Górillan Koko gefur út disk Koko Spears? Koko í stuði. TENGLAR ..................................................... www.koko.org ENGINN þurfti að stíga jafn oft á svið og Baltasar Kormákur til að taka við verðlaunum á Edduverð- launahátíðinni í Þjóðleikhúsinu á sunnudaginn. Mynd hans Hafið fékk átta verðlaun. „Þetta var mjög ánægjuleg kvöldstund og það var verulega gaman að fá þessa við- urkenningu frá kollegum sínum og líka þeim, sem tóku þátt í kosning- unum á mbl.is,“ segir Baltasar. „Tilfinningin þegar þjóðin er með manni er eins og þegar mamma manns stendur með manni,“ segir Baltasar og segir gaman að fá við- urkenningu frá heimafólki. Hann út- skýrir að það sé ekki nóg að ganga vel á erlendri grund. „Maður vill líka hafa meðbyrinn heiman frá. Tilfinn- ingin sem ég fékk í gær er að fólk sé ánægt með myndina,“ segir hann. Stærri Edda Baltasar er glaður með við- urkenninguna, sem reyndir leikarar hlutu á hátíðinni. „Mér fannst svo gaman að sjá þetta fólk sem er búið að stunda þetta í 15 til 50 ár fá þessa viðurkenningu í Þjóðleikhúsinu. Mér finnst það gera Edduna að ákveðnu leyti stærri,“ segir Baltasar og bætir því við að verðlaunin afsanni þær sögur að sviðsleikarar geti ekki leik- ið í kvikmyndum. „Mér finnst þetta eiga að vera eins og uppskeruhátíð fyrir fagið þar sem við umbunum hverju öðru fyrir velunnin störf og höfum gaman af,“ segir Baltasar og ítrekar að honum hafi fundist það ganga eftir á sunnu- dagskvöldið. Fær klappið til baka Elva Ósk Ólafsdóttir var útnefnd leikkona ársins í aðalhlutverki á há- tíðinni fyrir hlutverk sitt í Hafinu. „Ég er alsæl og ennþá í sæluvímu,“ lýsir hún yfir og segir verðlaunin vera mikla hvatningu. „Þetta eru fagverðlaun. Þau ýta við manni og hjálpa manni til að finna kraft til að langa að gera eitthvað meira og enn betur,“ segir hún. „Í leikhúsinu er maður vanur að fá klapp á móti en í bíómyndunum kemur oft tómleikatilfinning eftir tökur. Þarna fær maður klappið til baka,“ útskýrir hún. Elva Ósk er ánægð með verð- launahátíðina í heild sinni. „Það var svo þægilegt andrúmsloft þarna og notalegt.“ Hún var í svörtum síðkjól á hátíð- inni. „Ég keypti hann fyrir tveimur árum í lítilli búð í Hamraborginni, sem reyndar er ekki til lengur. Ég var búin að horfa á þennan kjól í meira en mánuð en tímdi ekki að kaupa hann því hann var frekar dýr. Ég ákvað þá að bíða fram yfir jól og stökk á hann þegar hann var lækk- aður í verði. Ég hef varla notað hann fyrr en núna,“ segir Elva Ósk, sem fékk eins og aðrir gestir hátíð- arinnar fátítt tækifæri til að klæða sig upp á á sunnudagskvöldið. Morgunblaðið/Jim Smart Baltasar er ánægður með að fá stuðning frá heimafólki en Hafið hlaut átta verðlaun á Edduverðlaunahátíðinni. Klapp á bakið frá mömmu Edduverðlaunahafar tjá sig um hátíðina Bómullar-satín og silki-damask rúmföt Skólavörðustíg 21, sími 551 4050                              Hádegisverðarfundur SAU Hvernig á að búa til betri auglýsingar? Samtök auglýsenda standa fyrir hádegisverðarfundi miðvikudaginn 13. nóvember kl. 12:00-13:30 á Hótel Loftleiðum, Þingsölum 1-3. Fjallað verður um gerð auglýsinga frá ýmsum hliðum. Svo sem hverju er raunhæft að búast við að auglýsing fái áorkað? Jón Árnason frá Góðu Fólki/McCann Ericsson Sverrir Björnsson frá Hvíta Húsinu Elías Héðinsson frá IMG Gallup (sérfræðingur í for- og eftiráprófunum auglýsinga) Friðrik Eysteinsson, formaður SAU Með léttum veitingum og kaffi 2.500 - fyrir félagsmenn 3.500 - fyrir aðra Á www.sau.is Með framsögu verða: Fundarstjórn Verð: www.sau.is Skráning:

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.