Morgunblaðið - 28.12.2002, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 28.12.2002, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 303. TBL. 90. ÁRG. LAUGARDAGUR 28. DESEMBER 2002 mbl.is Greipar dauðans Smásaga úr nýju smásagnasafni Davíðs Oddssonar Lesbók Ólafur og Jón Arnór í kjöri til íþróttamanns ársins Íþróttir 4 Hvað var efst á baugi Stiklað á stóru í menningarlífi á árinu Lesbók Bræður í hópi 10 efstu VLADÍMÍR Pútín Rússlandsforseti segir að sjálfsmorðsárásin á stjórnsýsluhúsið í Grozní, höfuðstað Kákasushéraðsins Tétsníu, í gær- morgun hafi verið ?ómennskt athæfi?. Að minnsta kosti 46 manns fórust og um 100 slös- uðust í tilræðinu. Liðsmenn héraðsstjórnar sem er hliðholl Rússum hafa aðsetur í húsinu. Tveim bílum, hlöðnum dínamíti, var ekið gegnum öryggisgirðingar við fjögurra hæða hátt stjórnsýsluhúsið um kl. 11:30 að íslensk- um tíma, þeir sprungu með stuttu millibili og myndaðist djúpur gígur, um sex metrar í þver- mál, þar sem annar sprakk. Líkamsleifar fund- ust á víð og dreif, skelfingu lostið skrifstofufólk reikaði örvinglað og alblóðugt um húsagarð- inn. Slasaðir hermenn reyndu af veikum mætti að halda uppi einhverri reglu, ekkert rafmagn var í hverfinu og því erfitt um vik fyrir lækna og hjúkrunarfólk. ?Þeir skera upp við birtuna frá kertaljósum,? sagði Gennadí Korotkín, að- stoðarráðherra neyðarhjálpar í Rússlandi. Áfall fyrir stefnu Pútíns Húsið skemmdist mikið, ein álma þess er gerónýt og aðeins útveggirnir standa uppi, enda er talið að í bílunum, UAZ-herjeppa og stórum Kamaz-vörubíl, hafi verið sprengiefni er jafnist á við um hálft tonn af TNT. Tilræðið er mikið áfall fyrir Pútín og stjórn hans sem hefur að undanförnu sagt að ástandið í héraðinu sé að færast í eðlilegt horf. Forset- inn sagði að þeir sem hefðu staðið fyrir tilræð- inu ættu í stríði við sína eigin þjóð. Leiðtogi héraðsstjórnarinnar, Ahmad Kad- yrov, var staddur í Moskvu. Kadyrov sagði óskiljanlegt að takast skyldi að brjótast í gegn- um girðingarnar en gagnslaust væri að stöðva alla bíla sem ækju fram hjá. ?Hve oft höfum við eiginlega stöðvað þessa bíla og hvaða gagn er að því? Hryðjuverkamennirnir haga sér enn eins og þeir séu herrar Grozní,? sagði Kadyrov. AP ILLA sært fórnarlamb leitt út úr stjórnsýslu- húsinu í Grozní skömmu eftir tilræðið í gær- morgun. Myndin var tekin af sjónvarpsskjá. Vitað er að minnst 46 manns féllu í sjálfs- morðsárásinni og um 100 særðust. ?Haga sér enn eins og þeir séu herrar Grozní? Moskvu. AP, AFP. Á vígvellinum NORÐUR-Kóreumenn sögðust í gær ætla að reka úr landi eftirlitsmenn á vegum Alþjóða- kjarnorkumálastofnunarinnar og hefja aftur endurvinnslu á úrani sem talið er gera þeim kleift að framleiða plútón til notkunar í kjarn- orkusprengjur. Talsmaður George W. Bush Bandaríkjaforseta, Claire Buchan, hvatti í gær N-Kóreustjórn til að endurskoða stefnuna. ?Við viljum finna friðsamlega lausn á þeim vanda sem Norður-Kóreumenn hafa skapað,? sagði Buchan. Hún varaði jafnframt kommún- istastjórnina í Pyongyang við því að Banda- ríkjamenn myndu ekki láta ótta við hótanir N- Kóreumanna þvinga sig til samninga. Reuters Yongbyon-endurvinnslustöðin í Norður- Kóreu en þar verður framleitt plúton. Reka eftirlits- menn úr landi Crawford í Texas. AFP. L52159 Norður-Kórea/18 YFIRVÖLD í Ahtubinsk-héraði í Suður- Rússlandi hafa gripið til þess ráðs vegna fólksfækkunar að bjóða hjónum ókeypis hús- næði fallist þau á að eignast börn. Að sögn breska blaðsins The Daily Tele- graph þurfa hjónin að vera á þrítugsaldri og leggja fram meðmæli frá vinnuveitendum. Eiginmaðurinn þarf að sanna að hann sé ekki áfengissjúklingur og konan þarf að gangast undir læknisrannsókn til að sýna að hún geti eignast börn. Lofi þau að eignast þrjú börn fá þau hús- næði án endurgjalds fyrstu fimm árin og haldi þau samninginn eignast þau íbúðina. Ókeypis húsnæði ef þau eignast börn ?Þarna er verið að gera ráð fyr- ir því að ég hætti sem borgarstjóri og eigi ekki afturkvæmt. Ég bauð á móti, til þess að bjarga Reykja- víkurlistanum, að ég fái tíma- bundna lausn frá störfum, standi m.ö.o. upp úr stól borgarstjóra fram til vors og Helga Jónsdóttir borgarritari taki við starfi mínu á meðan. Þetta taldi ég að væri far- sælast fyrir borgina, fyrir starfs- menn borgarinnar, fyrir Reykja- víkurlistann og fyrir borgarbúa. Þetta var mín breytingartillaga,? segir Ingibjörg Sólrún. ,,Að auki má bæta við að í [til- lögu framsóknarmanna] felst að það eru engin tímamörk á því hversu lengi þessir aðilar héldu þessum embættum,? segir hún. Árni Þór Sigurðsson sagði í gærkvöldi að enn væri allt opið varðandi stöðu Ingibjargar Sól- rúnar. Aðspurður um afstöðu hans til þeirrar tillögu er lögð var fram á fundinum með borgarstjóra sagði hann: ?Þetta er tillaga sem framsóknarmenn báru fram í dag [gær] og við einfaldlega lýstum því yfir að við gætum staðið að henni ef um hana yrði samkomu- lag. En það er ekkert eitt atriði í þessu sem er úrslitaatriði af okkar hálfu, það hefur skýrt komið fram og kom einnig skýrt fram á fundi okkar í dag.? Málin rædd og útkljáð á fundi á morgun Ingibjörg Sólrún sagðist að- spurð ekki hafa fengið bein við- brögð við breytingartillögu sinni. Spurð um þá niðurstöðu fundar framsóknarmanna síðdegis í gær að um lokatilboð af þeirra hálfu hafi verið að ræða segir Ingibjörg Sólrún að haldinn verði fundur í borgarstjórnarflokki R-listans á morgun. Þar verði þessi mál rædd og útkljáð í þeim hópi. Forystumenn Samfylkingar- innar í Reykjavík komu saman á fundi um hádegisbilið í gær og var á fundinum samþykkt ályktun þar sem lýst er yfir ?fullum stuðningi við störf Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur borgarstjóra?. Þá seg- ir að Samfylkingin harmi þær harkalegu yfirlýsingar fulltrúa samstarfsflokkanna sem leitt hafa til þess að samstarfið um Reykja- víkurlistann er nú í hættu. Gæti ekki staðið við fyrir- heit gagnvart kjósendum Árni Þór segir enn allt opið varð- andi stöðu Ingibjargar Sólrúnar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri hafnar tillögu framsóknarmanna INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir borgarstjóri hafnar tillögu sem framsóknarmenn í Reykjavík lögðu fyrir hana í gær. Tillagan kveður á um að Ingibjörg Sólrún láti af störfum borgarstjóra 15. janúar. Árni Þór Sigurðsson verði borgarstjóri í hennar stað, Steinunn Valdís Óskarsdóttir forseti borgarstjórnar, Alfreð Þorsteinsson formaður borgarráðs og að þessi skipan mála gildi þar til annað verði ákveðið. ?Þessari tillögu hef ég hafnað af þeirri einföldu ástæðu að þetta kemur í veg fyrir að ég geti stað- ið við mín fyrirheit gagnvart kjósendum um það að vera borg- arstjóri í Reykjavík og fyrirheit sem samstarfsflokkarnir gáfu einnig,? segir Ingibjörg Sólrún í samtali við Morgunblaðið. L52159 Segja yfirlýsingar/6 FULLTRÚAR Blindrafélagsins og Slysavarnafélagsins Lands- bjargar afhentu hópi barna og unglinga flugeldagleraugu í gær- dag en hópurinn er fulltrúi þeirra 18.500 barna og unglinga á aldrinum 11?15 ára sem fá send heim gjafabréf á sérstök hlífð- argleraugu til þess að nota um áramótin. Þetta er í þriðja sinn sem Blindrafélagið og Landsbjörg snúa bökum saman við dreif- ingu á hlífðargleraugum til barna og unglinga en aldrei áður hef- ur gjafabréfum verið dreift til jafnmargra og nú. Morgunblaðið/Sverrir Gefa 18.500 gleraugu ???
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.