Morgunblaðið - 28.12.2002, Page 11
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. DESEMBER 2002 11
STUTTU fyrir jólafrí fengu nem-
endur Grunnskóla Bolungarvíkur
sendar frá jafnöldrum sínum í
Póllandi afar skemmtilegar jóla-
skreytingar sem þau höfðu unnið
að í jólaundirbúningi sínum
heima fyrir.
Þessari gjöf frá nemendunum í
Póllandi var fylgt eftir í Grunn-
skólanum með kynningu á pólsku
jólahaldi, þar sem nemendur
grunnskólans fræddust meðal
annars um það að Pólverjar
borða aldrei kjöt á aðfangadag
hins vegar er á borðum fjölbreytt
úrval fiskrétta.
Alltaf lagt á borð
fyrir óvæntan gest
Fjöldi rétta á borðinu verður
að standa á oddatölu og þess er
alltaf gætt að leggja einn auka
diskur á borðið við jólamáltíðina
ef óvæntan gest kynni að bera að
garði.
Jólaguðsþjónustan er alltaf
klukkan tólf á miðnætti og í
kirkjunni fær sá sem elstur er í
fjölskyldunni stóra oblátu sem
hann fer með til þess næsta í fjöl-
skyldunni, óskar gleðilegra jóla,
friðar og alls hins besta um leið
og brotið er af oblátunni, alli fá
þannig brot af henni með jóla-
kveðju.
Engar hefðir á jóladag
Á jóladag eru engar fastar
hefðir en fólk fer þá mikið í
heimsóknir til ættingja og vina.
Í Grunnskóla Bolungarvíkur
eru þrír pólskir nemendur sem
koma úr sömu fjölskyldunni.
Þeim til stuðnings við námið er
Zofía Marciniak sem dvalið hefur
á Íslandi um árabil.
Ljósmynd/Gunnar Hallsson
Systkinin Monkia, Klaudia og Patryk Gawek kynntu pólska jólasiði fyrir skólasystkinum sínum við Grunnskólann í
Bolungarvík. Lengst til hægri á myndinni er skólabróðir þeirra, Örn Steinn Arnarson.
Jólaskreytingar
pólskra nemenda
HÉRAÐSDÓMUR Vestfjarða hef-
ur dæmt Vesturbyggð til að greiða
grunnskólakennara á Bíldudal 40
þúsund krónur í staðaruppbót sem
hann taldi sig eiga rétt á 1. apríl
2001 þótt sveitarfélagið hefði í maí
1999 ekki samþykkt greiðslu stað-
aruppbótar lengur en til 1. sept-
ember 2000. Er þetta annar dóm-
urinn sem fellur í sömu vikunni þar
sem leyst er úr ágreiningi um launa-
mál kennara.
Á miðvikudag í síðustu viku
dæmdi Héraðsdómur Reykjaness
kennara einnig í vil og voru honum
dæmd viðbótarlaun óháð kjara-
samningi frá 9. janúar 2001, þar
sem talið var að Kennarasamband
Íslands og Félag grunnskólakenn-
ara hefðu ekkert umboð haft til að
semja um afnám viðbótarráðning-
arkjara í kjarasamningnum. Sigur
kennarans í máli sínu gegn Vest-
urbyggð var hins vegar háður
kjarasamningnum. Þungamiðja
málanna beggja er túlkun á bókun
eða yfirlýsingu í kjarasamningi
Launanefndar sveitarfélaga og
Kennarasambands Íslands um
ákvarðanir um að viðbótarráðning-
arkjör stæðu til og með 31. júlí 2001
en féllu þá úr gildi. Byggði kenn-
arinn á Bíldudal á því að Vestur-
byggð og grunnskólakennarar í
sveitarfélaginu hefðu komist að
samkomulagi um viðbótarráðning-
arkjör og þannig samið um yfir-
borganir til kennara umfram það
sem sagði í kjarasamningi aðila.
Með nýja kjarasamningnum hefði
verið samið um áframhaldandi
greiðslur viðbótarráðningarkjara til
31. júlí 2001 og því væri krafa hans
um greiðslu staðaruppbótar innan
þeirra tímamarka.
Tilgangurinn að ná yfir
viðbótarráðningarkjör
Í vitnisburði Eiríks Jónssonar,
formanns Kennarasambands Ís-
lands, kom fram að tilgangur um-
ræddrar bókunar hefði verið að ná
yfir viðbótarráðningarkjör sem
hafði verið samið um frá því að
kjarasamningur aðila frá 1997 var
gerður og þannig tryggja óbreytt
ástand hvað slík kjör varðaði, þar til
kerfisbreytingar hins nýja kjara-
samnings væru komnar í fram-
kvæmd. Þá var lögð fyrir dóminn
yfirlýsing Finnboga Sigurðssonar,
formanns Félags grunnskólakenn-
ara, og fyrrverandi formanns, Guð-
rúnar Ebbu Ólafsdóttur. Segir þar
að af hálfu Launanefndar sveitarfé-
laga hafi verið óskað eftir að kerf-
isbreyting sem fólst í nýjum kjara-
samningi (frá 9. jan 2001) kæmi ekki
til framkvæmda fyrr en í upphafi
nýs skólaárs 1. ágúst 2001. Flest
viðbótarráðningarkjör, sem fjöl-
mörg sveitarfélög hefðu samið um,
hefðu aðeins náð til áramóta 2000/
2001, eða þar til nýr kjarasamn-
ingur yrði gerður. Því hafi þurft að
brúa bilið fram til 1. ágúst og hafi
það verið tilefni bókunarinnar. Við
gerð hennar hafi ekki verið vitað ná-
kvæmlega um efnisinnihald þeirra
viðbótarkjara sem um hefði verið
samið. Því hefði ekki verið unnt að
tiltaka sérstaklega þær greiðslur
sem ættu að framlengjast, enda
hefði það ekki komið til tals við
samningagerðina. Hefði ætlun aðila
verið sú að framlengja alla sérsamn-
inga um viðbótarráðningarkjör.
Dómurinn taldi samkvæmt þessu
að ekki yrði annað séð en að til-
gangur aðila með umræddri bókun
hefði verið að viðhalda til loka skóla-
ársins þeim yfirborgunum sem í
gangi voru er kjarasamningur (frá
9. jan. 2001) var gerður. Við túlkun
bókunarinnar yrði að horfa til þessa
markmiðs sem átti að ná með gerð
hennar. Taldi dómurinn að bókunin
tæki til allra greiðslna, sem hafði
verið samið um að greiða til við-
bótar gildandi kjarasamningi og
voru í eðli sínu laun, hverju nafni
sem þær voru nefndar. Samkvæmt
því félli hin umdeilda staðaruppbót
hér undir. Bar Vesturbyggð því
samkvæmt bókuninni að greiða
kennaranum staðaruppbótina.
Erlingur Sigtryggsson dómstjóri
kvað upp dóminn.
Annað dómsmálið sem grunnskólakennarar vinna í sömu vikunni
Fær staðaruppbót á
grundvelli kjarasamnings
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur
hefur vísað frá dómi máli Nátt-
úruverndarsamtaka Íslands og
nokkurra einstaklinga sem kröfð-
ust þess að íslenska ríkinu og
Landsvirkjun yrði gert að leggja
skýrslu Landsvirkjunar um mat á
umhverfisáhrifum Kárahnjúka-
virkjunar að nýju undir athugun
og úrskurð Skipulagsstofnunar.
Héraðsdómur segir aðalkröfu
stefnenda grundvallast á því að
umhverfisráðherra hafi ekki farið
að lögum við meðferð og úrlausn
endurskoðunar á úrskurði Skipu-
lagsstofnunar um mat á umhverfis-
áhrifum Kárahnjúkavirkjunar.
Lyti krafan þó ekki að því að úr-
skurðurinn verði ómerktur eða
felldur úr gildi af þessum sökum
heldur væri gerð sú krafa að rík-
inu og Landsvirkjun væri með
dómi gert að leggja matsskýrslu
Landsvirkjunar að nýju undir at-
hugun og úrskurð Skipulagsstofn-
unar.
Héraðsdómi þótti að dómi í sam-
ræmi við aðalkröfuna fæli í sér
ómerkingu á úrskurði umhverfis-
ráðherra en jafnframt að ráðherra
væru gefin bindandi fyrirmæli um
að vísa málinu aftur til meðferðar
Skipulagsstofnunar. Þótti héraðs-
dómi stefnendur því ekki hafa lög-
varða hagsmuni af því að efnis-
dómur gangi um aðalkröfu þeirra
og var henni því vísað frá dómi.
Til vara kröfðust stefnendur að
úrskurður umhverfisráðherra frá
20. desember 2001 um umhverf-
ismat Kárahnjúkavirkjunar yrði
ómerktur. Var ekki á það fallist
þar sem stefnendur hefðu ekki
gætt þess að stefna tveimur sveit-
arfélögum og einum landeiganda á
Jökuldal til fullrar aðildar í málinu.
Máli vegna
umhverfismats
vísað frá dómi
KRISTÍN Inga Brynjarsdótt-
ir, þriggja barna einstæð móð-
ir, sem lenti ásamt börnum
sínum í bílslysi undir Hafnar-
fjalli um miðjan ágúst og lam-
aðist varanlega fyrir neðan
axlir, fékk afhenta íbúð í Hafn-
arfirði fyrir helgi. Fasteigna-
salan Eignanaust ehf. kom því
til leiðar að Sparisjóður Hafn-
arfjarðar, sem átti íbúðina,
lækkaði verðið verulega og
fékk auk þess nokkur fyrir-
tæki til að sameinast um að
gera fokhelda íbúðina íbúðar-
hæfa. Stuðningurinn nemur
milljónum króna.
„Það er stórkostlegt að fá
allar þessar góðu gjafir og við
erum orðlaus yfir því hvað fólk
hefur brugðist vel við,“ segir
Jóna Benediktsdóttir, móðir
Kristínar Ingu, sem er enn
rúmliggjandi á Grensási, end-
urhæfingardeild Landspítala –
háskólasjúkrahúss, en Jóna og
eiginmaður hennar hafa séð
um börnin eftir slysið.
Jóna segir að íbúðin hafi átt
að kosta 20 milljónir en Spari-
sjóðurinn hafi lækkað verðið
niður í 17,1 milljón og Eigna-
naust ætli að selja gömlu íbúð
fjölskyldunnar án söluþóknun-
ar. Egill Árnason ehf. gefur
parket og innihurðir, Tengi
ehf. gefur hreinlætistæki,
Pípulagnaverktakar ehf. koma
tækjunum fyrir, Húsasmiðjan
gefur 300.000 kr., Öndvegi ehf.
leðursófasett, sófaborð og
borðstofuhúsgögn, Slippfélag-
ið ehf. málningu, Litagleði ehf.
sér um spörslun og undirvinnu
fyrir málningu, Reykjafell ehf.
gefur allt raflagnaefni, Raf-
kaup ehf. gefur alla lýsingu,
Rafsetning ehf. leggur raf-
magnið og setur upp ljós,
Brúnás ehf. gefur 300.000 kr. í
innréttingar, Bræðurnir
Ormsson ehf. 70.000 kr. upp í
tæki og Galíleó ehf. gefur sól-
argluggatjöld.
Stefnt er að því að fjölskyld-
an flytji í íbúðina í vor.
Söfnun vegna Krist-
ínar Ingu Brynj-
arsdóttur hefur
gengið mjög vel
Íbúð með
öllu senn
tilbúin
NOKKUÐ er um að bíógestir
kvarti yfir hávaða á kvikmynda-
sýningum, þótt reglulegar hávaða-
mælingar Umhverfis- og heilbrigð-
isstofu hafi ekki leitt í ljós að farið
sé yfir gildandi hávaðamörk. Jafn-
vel svokallaðar „kraftsýningar“
eða „Powersýningar“ hafa ekki
þótt of hávaðasamar eftir hávaða-
mælingu. Rósa Magnúsdóttir,
deildarstjóri hollustuhátta hjá
Umhverfis- og heilbrigðisstofu,
segir þó einstaklingsbundið hversu
viðkvæmt fólk sé fyrir hávaða.
Einkum geti það átt við um börn
og gamalt fólk og því full ástæða
til að hafa varann á sér. Dæmi eru
um að fólk hafi kvartað yfir var-
anlegum heyrnarskaða eftir eitt
kvöld á hávaðasömum stað. „Þetta
eru alvarleg mál og því mikilvægt
að fara ekki yfir skaðleg hávaða-
mörk. Það geta skaddast heyrn-
arfrumur og slíkur skaði er óaft-
urkræfur,“ segir Rósa. Hún tekur
þó fram að erfitt sé að staðfesta
eða hrekja slíkar kvartanir.
Við hávaðamælingar, sem gerð-
ar eru m.a. á diskótekum og kvik-
myndahúsum, er miðað við að
stöðugur hávaði, þ.e. jafngildis-
hljóðstig, megi ekki fara yfir 95
desíbel. Er talið að venjulegt fólk
eigi að geta þolað slíkan hávaða í
tiltölulega skamman tíma án þess
að bera skaða af. Til samanburðar
skal geta þess að sársaukamörk
hljóðstyrks er um 120 desíbel og
gnýr frá þotuhreyfli er 170 desí-
bel.
Þýska rokkhljómsveitin Ramm-
stein mun hafa slegið hávaðamet á
tónleikum hérlendis frá því mæl-
ingar hófust. Á tónleikum sveit-
arinnar í Laugardalshöll 15. júní
2001 mældist hæsta hljóðbilið 128
desíbel. Hljóðmenn á tónleikunum
tóku tilmælum hljóðmælinga-
manna vel og lækkuðu aðeins í
græjum sínum eftir hlé.
Misjafnt hvað fólk
þolir mikinn hávaða