Morgunblaðið - 28.12.2002, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 28.12.2002, Qupperneq 48
48 LAUGARDAGUR 28. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ                           BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. UM hver áramót er skotið upp ógrynni öll af flugeldum, með til- heyrandi ljósadýrð og gleði. Þetta getur þó breyst í harmleik ef ekki er farið eftir öll- um leiðbeiningum og fyllsta öryggis gætt. Um hver ára- mót verða að meðaltali tæplega 20 slys tengd flugeldum á land- inu, þar af eitt al- varlegt augnslys. Undantekning var um síðustu áramót þegar ekkert al- varlegt augnslys varð og má þakka það almennri notkun öryggisgler- augna. Handarslysin eru þó algeng- ust eða rúmlega helmingur slysana. Algengasta orsök þessara slysa er vangá eða vankunnátta, þ.e. að leið- beiningar eru ekki lesnar, eða í rúm- lega 60% tilfella. Ef horft er síðan á það tímabil frá því að byrjað er að selja flugelda og þar til því lýkur, eða eftir þrettándann, eru slysin í heild- ina 30 til 35. Þau slys sem verða fyrir utan áramótin sjálf verða flest í ald- urshópnum 15 ára og yngri og eru þar strákar í meirihluta eins og oft vill verða þegar slys eru annars veg- ar. Stærsta vandamálið í þessum ald- urshópi eru heimatilbúnu sprengj- urnar, þar sem púður er tekið úr flugeldum og sett t.d. í sultukrukkur eða rörabúta. Slys tengd þessum sprengjum hafa verið mjög alvarleg þar sem einstaklingar hafa jafnvel misst hluta af útlim, fengið ævilangt lýti eða tapað sjón. Til að geta sporn- að við þessum slysum er mikilvægt að foreldrar ræði þessi mál við börn- in sín og fylgist vel með hver iðja þeirra er dagana kringum áramótin. Til að fyrirbyggja slys er mikil- vægt að gera hlutina rétt. Geyma þarf flugelda á öruggum stað, ekki þar sem börn hafa aðgang að þeim og ekki skal setja þá í vasa þegar verið er að skjóta upp. Umgangast skal flugelda með varúð. Ekki á að vera með leikaraskap og læti þar sem þeir eru notaðir og muna að áfengi og flugeldar eiga ekki sam- leið. Öryggisgleraugu eiga allir að nota, ekki bara þeir sem eru að skjóta upp heldur líka þeir sem eru að horfa á. Fara þarf vel yfir allar leiðbeiningar sem fylgja flugeldun- um og fara eftir því sem þar stendur. Mörgum börnum finnst mjög spenn- andi þegar verið er að skjóta upp og því þarf að gæta vel að því að þau fari ekki of nærri. Skorða þarf alla flug- elda og kökur vel áður en þeim er skotið upp til að fyrirbyggja að skot- eldurinn fari á hliðina og skjótist í þá sem standa nærri. Til að varna handarslysum sem eru algengustu slysin þarf sá sem er að skjóta upp og þeir sem eru með blys að nota ullar- eða skinnhanska þar sem þeir veita vernd gegn bruna. Þegar skotið er upp skal ekki halla sér yfir flugeldana heldur kveikja í þeim með útréttri hendi og víkja vel frá um leið og logi er kominn í kveiki- þráðinn. Ef eldur hefur verið borinn að kveikiþræði en flugeldur ekki tek- ið við sér skal ekki reyna að kveikja aftur í honum heldur hella vatni yfir. Glóð getur leynst í marga klukku- tíma og skoteldurinn farið upp án nokkurs fyrirvara. Ef slys verður skal kæla brunasárið strax með vatni. Megið þið eiga ánægjuleg og slysalaus áramót. SIGRÚN A. ÞORSTEINSDÓTTIR, Slysavarnasviði Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Flugeldar og slysavarnir Frá Sigrúnu A. Þorsteinsdóttur: Sigrún A. Þorsteinsdóttir ÉG vil gjarnan leggja Ingibjörgu Sólrúnu lið með smá bréfkorni en ég tel að hún sé málsvari þeirra hugsjóna sem ég hef, en það er að vera Evrópubandalagssinni sem er ekkert lítið mál í íslenskri pólitík. Hún hefur þorið og kjarkinn, það vita allir Reykvíkingar vænti ég. Ég skrifa þetta bréf vegna þess að ég tel að hún þori að gera okkur að efnahagssinnum en ég hef ekki farið í felur með að ég er hlynntur því. Það þarf endurnýjun og ég vil því eindregið að Ingibjörg Sólrun verði næsti forsætisráðherra. Hún hefur frumkvæði og þor til að taka afdrifaríkar ákvarðanir eins og hún þorði sem borgarstjóri. Ég er ekki að taka afstöðu til þeirra augnablikssjónarmiða sem ríkja í borgarstjórn. Við þurfum nýja stjórn og Ingibjörg er eina lausnin að mínu mati, það er ein- faldlega ekki til önnur perla í ís- lensku þjóðlífi en hún nú til dags. Ég hvet því alla hugsandi verur að hugleiða það hvað okkur áskotn- ast með henni Ingibjörgu. Ég velti lítilli þúfu en hún Ingibjörg er þungt hlass sem taka skyldi mark á. Ég hvet því alla sem hafa ritmálið á færi sínu að hlusta á Ingibjörgu Sól- rúnu. Var ekki Ingibjörg borgarstjóri þegar Reykjavík var menningar- borg Evrópu árið 2002? Ekki man ég annað. Var það ekki haldið af mikilli reisn? Ekki man ég annað. Nei, Ingibjörg er ný hugsjón og skilningur okkar á umhverfinu í kringum okkur. Hún er ekki ríg- bundin þorskveiðikvóta. Ég hvet því alla hugsandi menn að velta því fyr- ir sér hversu mikill akkur hún Ingi- björg Sólrún er fyrir land og þjóð. BJARNI ÞÓR ÞORVALDSSON, Asparfelli 12, Reykjavík. Ingibjörgu Sólrúnu lagt lið Bjarni Þór Þorvaldsson skrifar:

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.