Morgunblaðið - 28.12.2002, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 28.12.2002, Blaðsíða 55
ferðaþjónustu í Hvalfirðinum. Hér eru nokkurn veginn upptaldar for- sendur atburðarásar sem nær sér aldrei á strik. Klaufalega er unnið úr flestum þráðum framvindunnar, einkum þeim sem hvað þyngst vega, þ.e. skopmyndinni sem dregin er upp af pólitískri orðræðu, og hrakförum Salómons á heimavelli Antons flug- stjóra. Þáttur Stellu sjálfrar fer til dæmis að miklu leyti forgörðum vegna þess púðurs sem eytt er í að draga fremur ýkta og stirðbusalega mynd af kýtingi og umræðum á flokksfundum, og gengur framboðs- ferli Stellu fremur snubbótt fyrir sig. Sama er að segja um hinn ástsæla Salómon. Hans þáttur í myndinni er ómarkviss og verður á köflum sorg- legur fremur en fyndinn. Á heildina litið er Stella í framboði sundurlaus og kallar það á talsverða yfirlegu að átta sig á þeirri plottupp- byggingu sem liggur farsanum að baki. Þó svo að myndin eigi e.t.v. fyrst og fremst að ganga út á gamanatriði og spuna með hinar gamalkunnu per- sónur sögunnar, þarf eitthvað til að halda ósköpunum saman, og knýja farsakennda frásögnina áfram svo að áhorfandinn hrífist með. Þetta er lík- lega ástæðan fyrir því að mörg dramatísk gamanatriði í myndinni vekja ekki þann hlátur sem þeim er ætlað og fara í súginn, því ekki hefur tekist að hrífa áhorfandann inn í fars- ann. Hinir fínlegri og beittu brand- arar myndarinnar eru margir en drukkna einhvern veginn í illa skipu- lögðu hugmyndaflæðinu og falla í skuggann af hinum hreinræktaða aulahúmor myndarinnar, þar sem menn detta á hausinn, kasta upp súru hvalrengi, reka við, lenda á gráu svæði hvað meinta kynhneigð varðar, festast inni í kamri og bílar eru klesstir og sprengdir í loft upp. Hvað tæknilega vinnslu varðar minnir Stella í framboði oftar á gamanefni unnið fyrir sjónvarp en heildstæða gamanmynd. Tökur eru oft undir- eða yfirlýstar, og fær myndin því á sig hroðvirknislegt yfirbragð. Víða skilar framsögn leikara sér ekki nægilega skýrt í gegnum hljóðrásina, og kemur það sér einkar illa þar sem mikilvægum plottupplýsingum er oft- ar en ekki komið á framfæri í gegnum orðaflaum og hröð orðaskipti hinna og þessara persónanna. Fyrir vikið verður söguframvindan enn ruglings- legri, a.m.k. við fyrstu áhorfun. Vert er að taka fram að frumsamin tónlist Ragnhildar Gísladóttur er mjög góð og faglega færð inn í heildarsam- hengi myndarinnar. Þá koma margir góðir leikarar við sögu, og gefur breiddin í leikaravali myndinni fersk- an blæ. Stella lifnar strax við í túlkun Eddu Björgvinsdóttur, en atriðin þegar hin skemmtilegu persónuein- kenni Stellu ná að blómstra, (eins og þegar hún segir meðlimum centrum- listans til syndanna og þegar hún reynir að útskýra hvað sæbjúga er fyrir sonarsyni sínum), eru bara allt of fá. En með því að tefla fram svo mörgum leikurum og leitast við að gefa þeim öllum sína „senu“, er sög- unni um Stellu drepið um of á dreif og grunninum þannig kippt undan myndinni. Það er helst hægt að hafa gaman af Stellu í framboði með því að nálgast hana eins og áramótaskaup með mjög afmörkuðu sögusviði. Stella í framboði er framhald hinnar vinsælu myndar Stella í orlofi. Heiða Jóhannsdóttir MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. DESEMBER 2002 55 www.regnboginn. is Sýnd kl.2. Sýnd kl. 2.30, 4.30, 6.30, 8.30 og 10.30. YFIR 50.000 GESTIR DV RadíóX Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10. B.i.12 ára “Besta Brosnan Bond-myndin” GH Kvikmyndir.com i Hverfisgötu  551 9000 Sýnd kl. 2. Nýr og betri 1/2SV. MBL “Besta mynd ársins” SV. MBL Kvikmyndir.com 1/2HK DV “Mögnuð upplifun” FBL EN SANG FOR MARTIN Sýnd kl. 2, 4 og 6 með íslensku tali. www.laugarasbio.is DVRadíóX YFIR 50.000 GESTIR. Sýnd kl. 8 og 11. B. i. 12 ára. “Besta Brosnan Bond-myndin” GH Kvikmyndir.com i Stórkostlegt ævintýri frá Disney byggt á hinu sígilda og geysivinsælu ævintýri um Gull Eyjuna eftir Robert Louis Stevenson l i i i i í il i i l i i ll j i i Sýnd kl. 2.15, 3.30, 5.40, 7, 9, 10.30 og powersýning 12.30 eftir miðnætti. POWE RSÝN ING kl. 1 2.30 eftir miðn ætti Á STÆ RSTA THX tJALD I LAN DSINS “Besta mynd ársins” SV. MBL Kvikmyndir.com 1/2HK DV “Mögnuð upplifun” FBL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.