Morgunblaðið - 28.12.2002, Page 56

Morgunblaðið - 28.12.2002, Page 56
56 LAUGARDAGUR 28. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Jólamyndin 2002 Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10. Sýnd kl. 2, 4 og 6 með íslensku tali. Sýnd kl. 2 og 5 íslenskt tal. Sýnd kl. 8 enskt tal. E I N N I G M E Ð Í S L E N S K U Sýnd kl. 6.20, 8.10 og 10.10. Sýnd kl. 1.45, 4, 8 og 10.20. H.K. DV GH. Vikan SK RadíóX SV. MBL GH. Kvimyndir.com B.Ö.S. Fréttablaðið Tónlist eftir Sigur Rós. Gleðileg jól Loksins, Loksins Framhald af Stellu í Orlofi, einni vinsælustu grínmynd íslendinga fyrr og síðar Kvimyndir.is Sýnd kl. 5.55 með enskum texta, 8 og 10.05. B.i. 12 ára. Y F I R 6 0 . 0 0 0 G E S T I R Stórkostlegt ævintýri frá Disney byggt á hinu sígilda og geysivinsælu ævintýri um Gull Eyjuna eftir Robert Louis Stevenson l i i f i i í il i i l i i ll j f i i Yfir 55.000 áhorfendur 8 Eddu verðlaun WITH ENGLIS H SUBTIT LES AT 5.5 5 Sýnd kl. 1.50 og 3.55. Roger Ebert Kvikmyndir.is DVRadíóX HL MBL Það voru 1200 manns um borð þegar það týndist fyrir 40 árum.. nú er það komið aftur til að hrella þig! Sýnd kl. 11 og 12.50. B.i. 16. Sýnd kl. 10.10. B.i. 16. KRINGLAN ÁLFABAKKI Y F I R 6 0 . 0 0 0 G E S T I RRoger Ebert Kvikmyndir.is RadíóXDV HL MBL Sýnd kl. 4, 8 og 11.30. Vit 482. B.I. 12 ára E I N N I G M E Ð Í S L E N S K U T A L I KRINGLAN Sýnd kl. 2, 5 og 8 með íslensku tali. “Besta mynd ársins” SV. MBL Kvikmyndir.com 1/2HK DV “Mögnuð upplifun” FBL KRINGLAN Ýmsir Bumsquad Castor og Pollox Bumsquad, safndiskur með íslensku hip- hopi. Á disknum eiga lög O.N.E., Bæj- arins bestu, Mezzías MC, Skytturnar, Tiny, Betarokk, Kritikal Mazz. Afkvæmi guðanna, Móri, Bent og 7berg, MC Stein- bítur, Evilmind, Uranuz og Vivid Brain. Ca- stor og Pollox gefur út. BUMSQUAD-diskurinn er gef- inn út í samvinnu við félagsskap sem kallar sig Bumsquad og heldur meðal ann- ars úr vefsetri þar sem Bakkus er blótaður af miklum móð. Bumsquad-félagar eiga og fyrsta lagið á disknum og í því eru góðir sprettir, mjög groddalegar rímur, en þreytandi til lengdar, þ.e. það er gaman að heyra það tvisvar til þrisvar en síðan ekki meir. O.N.E. á bráðskemmtilegt lag með fyndnum texta, undirleikur vel heppnuð djassskotin sveifla. Bæjarins bestu standa sig einn- ig vel, með lag sem einnig er á disknum Tónlist til að slást við, Í klúbbnum, mikið stuðlag. Mezzías MC er með mjög gott lag, músíkin góð og rímurnar líka, yrkisefnið einmitt rímnasmíðin sjálf og hvernig höfundurinn nær að sigrast á hversdagsleikanum með rímuna að vopni. Skyttulagið Ess-Ká-Ufsilon er frábært lag, það besta sem ég man eftir að hafa heyrt með Skyttun- um, rímurnar góðar, flutningur á þeim framúrskarandi og mjög skemmtilegt lag undir. Tiny á líka mjög gott lag, kemur sterkur inn sem rímnamaður en höfundur lagsins fær líka plús fyr- ir mjög skemmtilegar taktlínur. Betarokk sendi frá sér fyrsta hiphoplag sitt. Mjög gaman að heyra Nintendo-sampl sem bassa- línu. Kritikal Mazz hafa verið óhemju duglegir á árinu, sent frá sér breiðskífu og eru á þremur safn- skífum. Þeir eiga á disknum lagið Can’t Stop sem hljómar ágætlega. Afkvæmi guðanna hamast að bandarískri heimsvaldastefnu í laginu Þjóðsöngur, vel studdir af Kjarra úr Bæjarins bestu. Mjög flott tónleikalag og virkar líka vel á plasti. Móri á gott lag á skífunni, Brot- inn taktur, sem er eitt það besta af framúrskarandi plötu hans sem kom út í haust. Bent og 7berg eru skrifaðir fyrir laginu Tímapressa sem þó virðist vera að öllu leyti eftir þann síð- arnefnda. Það er góð pæling og gengur skemmtilega upp, gefur hlustandanum innsýn í hugarheim rapparans frá því þeir Bent og 7berg gerðu plötusamning í sumar og þar til að platan þeirra kom út í október sl. Lagið undir er mjög gott, dramatískt og hart. MC Steinbítur er enn einn nýlið- inn sem lætur í sér heyra á diskn- um, á lagið Vopna alda, og kemst mjög vel frá sínu. Evilmind er líka góður með lag sitt Þegar sólin sest, mjög efnileg- ur, og þær stöllur í Uranuz lofa góðu þó þær eigi nokkuð í land í flæðinu. Mér finnst nafnið sem þær hafa valið sér aftur á móti af- leitt. Lokalag disksins er svo vel ort og mergjuð ríma Vivid Brain, Vocabulary Dictionary, sem hann flytur af íþrótt en með full miklum íslenskum hreim þó. Skemmtilega vírað undirspil gerir mikið fyrir lagið. Sem safndiskur er Bumsquad- diskurinn hreint afbragð, skemmtileg blanda af nýliðum og ráðsettari listamönnum, með áherslu á nýliðana. Hann hefði orðið enn sterkari ef menn hefðu beitt skærunum aðeins, sleppt tveimur eða þremur lögum. Það er einnig galli hve mikið er af staf- setningarvillum í bæklingnum. Árni Matthíasson Tónlist Skemmtileg blanda

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.