Morgunblaðið - 19.01.2003, Síða 11

Morgunblaðið - 19.01.2003, Síða 11
afskipti og skapa þar með neikvæða umræðu um svæðið.“ Engu að síður hélt lögreglan á Ísafirði ótrauð áfram á sömu braut. „Núna dettur engum í hug að amast við okkur eða aðferðum okkar í bar- áttunni gegn þessum vágesti. Al- menningur vill fá upplýsingar um ástandið þó að fréttirnar séu ekki alltaf jafngóðar. Með tímanum hafa líka í ríkari mæli borist fréttir í fjöl- miðlum af afskiptum lögreglunnar af fíkniefnabrotum í flestum umdæm- um landsins,“ segir Hlynur. „Þannig á það að vera að mínum dómi. Áður en lengra er haldið verð ég líka að fá að koma því að hérna að mitt nánasta starfsumhverfi í lög- reglunni á Ísafirði er ákaflega já- kvætt og hvetjandi. Hér er sérstak- lega góður vinnuandi og lögreglumennirnir eru áfram um að vinna að forvarnarstarfi, meðvitaðir um mikilvægi þessa þáttar ásamt því að hafa bein afskipti af þeim sem ekki fara að lögum. Þá eru yfirmenn mínir tveir, þau Önundur Jónsson yfirlögregluþjónn og Sigríður Björk Guðjónsdóttir sýslumaður, sérstak- lega hvetjandi og áhugasöm um störf lögreglunnar, þ.á m. forvarn- arstarfið.“ VáVest og Gamla apótekið Einn liður í starfi Hlyns sem lög- reglumanns er verkefnastjórn fyrir svokallaðan VáVesthóp. „VáVest- hópurinn er í raun eins konar verk- taki sveitarfélaganna á norðanverð- um Vestfjörðum í forvörnum. Núna skipum við hópinn Helga Dóra Kristjánsdóttir frá Önundarfirði, Vilborg Arnardóttir frá Súðavík, Halldóra Kristjánsdóttir, aðstoðar- skólastjóri í Bolungarvík, og Ingi- björg María Guðmundsdóttir, for- stöðumaður skóla- og fjölskylduskrifstofu Ísafjarðarbæj- ar, og svo er ég eini karlmaðurinn. Ekki þarf að orðlengja að kvenna- veldið var fljótt að setja mig í þræls- hlutverkið, þ.e. gera mig að verkefn- isstjóra hópsins. Ég sinni verkefnisstjórninni því ásamt öðrum störfum mínum við lögregluembætt- ið, stundum á hverjum degi, stund- um ekki nema vikulega. Allt eftir því hvað er í gangi hverju sinni. Grín- laust hentar raunar ágætlega að ég sinni verkefnistjórninni því að oft fléttast hún inn í forvarnarstarf mitt fyrir embættið,“ segir Hlynur. „Sem dæmi um verkefni er hægt að nefna að við höfum verið að aðstoða sveit- arfélögin við að móta sérstaka vímu- varnarstefnu og verður stefnan kynnt með tilheyrandi lúðrablæstri innan skamms. Annar liður vinnunn- ar felst í því að fara í gegnum hvers kyns forvarnarefni og komast að því hvaða leiðir skili mestum árangri í baráttunni gegn fíkniefnavandan- um. Við erum t.a.m. ekkert áfjáð í að sveitarfélögin eyði háum upphæðum í einstaka uppákomur eins og leikrit því að árangurinn getur oft orðið meiri með samfelldari og ódýrari leiðum. Loks get ég nefnt að eitt af verkefnum okkar hefur verið að leiða saman þá aðila sem eðli málsins samkvæmt þurfa að ræða saman og finna jákvæðar lausnir.“ Þegar kemur að hlut Gamla apó- teksins stingur Hlynur upp á að rölt sé yfir í kaffi- og menningarhúsið hinum megin götunnar. Á meðan hann gengur með blaðamanni um brakandi gólfin vekur hann athygli á því hvað starfsemin í Gamla apótek- inu sé gott dæmi um öflugt grasrót- arstarf innan bæjarfélagsins. Að starfseminni standa RKÍ-deildirnar á norðanverðum Vestfjörðum,Vá- Vesthópurinn og Hollvættir Menntaskólans á Ísafirði. „Þessir þrír aðilar fundu tilfinnanlega fyrir því að koma þyrfti til móts við ungt fólk á aldrinum 16 til 18 ára. Þessi aldurshópur væri eiginlega hvergi velkominn. Hann væri vaxinn uppúr félagsmiðstöðvunum og ekki orðinn nógu gamall til að vera á veitinga- húsum með vínveitingar eftir kl. 20. Uppúr þessum þankagangi spratt Gamla apótekið og hefur verið að festa sig í sessi allt frá árinu 2000,“ segir Hlynur og bætir við að hluti af starfi hans við verkefnisstjórn Vá- Vesthópsins felist einmitt í stjórn- arsetu í þriggja manna stjórn Gamla apóteksins. Sérstök hússtjórn skip- uð 6 til 8 ungmennum mótar innri starfsemi hússins. Yfir kaffibolla og meðlæti í kaffi- húsi Gamla apóteksins útskýrir Hlynur að hlutverk Gamla apóteks- ins sé í raun tvíþætt, þ.e. að skapa vettvang og styðja við frumkvæði ungs fólks á svæðinu. „Einu skilyrð- in fyrir því að sækja Gamla apótekið er að þeir sem þar eru inni séu ekki undir áhrifum áfengis eða fíkniefna og reykingar eru að sjálfsögðu ekki leyfðar. Hérna geta allir mæst og gert eitthvað eða ekki neitt – hvort sem þeir eru íþróttafrík, antísport- istar eða eitthvað allt annað.“ Svart á hvítu jákvæður árangur Nú verður ekki lengur undan því vikist að spyrja Hlyn að því hver ár- angurinn af öllu þessi starfi hafi ver- ið. „Við hjá lögreglunni viljum meina að við höfum náð verulegum árangri í baráttu okkar gegn fíkniefnaneyslu á svæðinu frá því uppúr 1990. Að vísu kom greinilegur árangur ekki í ljós fyrir en nokkrum árum eftir að átakinu var ýtt úr vör og veruleg tímamót urðu ekki fyrr en árið 1997. Árin á undan höfðum við verið að berjast við hóp svokallaðra dagneyt- enda á svæðinu, þ.e. bæði hvað varð- aði neyslu og innbrot,“ segir Hlynur og útskýrir að fljótlega eftir að neysla sé orðin að dagneyslu flosni neytendurnir upp úr heiðarlegri vinnu og fari að sjá sér farborða með ýmsum auðgunarbrotum. „Þarna fyrir 5 árum riðlaðist þessi hópur dagneytenda. Sumir fóru í meðferð, aðrir sprungu á neyslunni, enn aðrir fluttust burtu eða fóru í afplánun refsidóma. Þarna má segja að tekist hafi að koma ákveðnu jafnvægi á hlutina, þ.e. ef einhvern tíma er hægt að nota slíkt orðalag um fíkni- efnamál.“ Hlynur segist ekki síður ánægður með hvaða árangur hafi náðst í minnkandi áfengis-, tóbaks- og hass- neyslu ungmenna á svæðinu. „Við sjáum merki um þróunina svart á hvítu í árlegum könnunum Rann- sóknar & greiningar á vímuefna- neyslu ungmenna í 10. bekk alls staðar á landinu á árabilinu 1997 til 2001. Ég get nefnt sem dæmi að nið- urstöðurnar gefa til kynna að 8% nemenda í 10. bekk á Ísafirði og 4% nemenda í Bolungarvík og Súðavík hafi notað hass einu sinni eða oftar á ævinni miðað við 11% landsmeðaltal árið 2001. Tölurnar eru síðan enn já- kvæðari hvað reykingar varðar því að 8% nemenda í 10. bekk á Ísafirði og enginn nemandi í Bolungarvík og Súðavík segist reykja daglega miðað við 15% landsmeðaltal sama ár. Hlutfallið er ekki alveg jafnjákvætt hvað ölvun varðar því að 35% nem- enda í 10. bekk á Ísafirði og 28% nemenda í 10. bekk í Bolungarvík og á Súðavík segjast hafa orðið ölvaðir einu sinni eða oftar síðustu 30 daga miðað við 33% landsmeðaltal árið 2001. Við vonum auðvitað að þessi hlutföll verði jákvæðari þegar nýj- ustu niðurstöðurnar fyrir árið 2002 verða kynntar í vor.“ Hlynur segir að jákvæður árang- ur í baráttunni gegn fíkniefnum komi fram á fleiri en einu sviði sam- félagsins. „Ég get nefnt þrennt því til sönnunar. Fyrsta er að flestir eru sammála um að unglingamenningin í bæjarfélaginu hafi tekið gífurlegum framförum á síðustu árum. Annað er að á sama tíma og vímuefnaneysla meðal ungmenna hefur verið að fær- ast undir landsmeðaltalið hefur námsárangurinn á samræmdu próf- unum verið að komast upp í lands- meðaltalið og jafnvel enn hærra í sumum greinum. Að lokum hafa skólastjórnendur tekið eftir því að núorðið heyrir til algjörra undan- tekninga að eigur skólanna séu vís- vitandi skemmdar.“ Hlynur tekur margsinnis fram á meðan við tölum saman að árang- urinn af baráttunni gegn vímuefna- neyslu ungmenna á svæðinu sé ekki honum einum að þakka heldur hafi allir þeir sem að uppeldi ungmenna komi í byggðarlaginu lagst á árarn- ar, þ.m.t. foreldrar. „Mér finnst við- horf foreldra hafa verið að breytast á síðustu árum. Ekki eru mörg ár síð- an að algengt var að foreldrar litu svo á að afskipti lögreglunnar af börnum þeirra eftir löglegan útivist- artíma væru árás á fjölskylduna. Núna heyrir til algjörra undantekn- inga ef foreldrar eru okkur ekki þakklátir fyrir að koma með börnin þeirra heim. Þeir átta sig flestir á því að lögreglan er aðeins að leggja sitt á vogarskálarnar til að búa börnum þeirra betra samfélag, m.a. með því að kenna börnunum að virða lög og reglur frá unga aldri,“ segir Hlynur og bætir hugsi við að þó að foreldrar séu farnir að bera meira saman bæk- ur sínar varðandi uppeldið megi gera enn betur. „Fólk stofnar klúbba og ber saman bækur sínar um hluti eins og bíla af ákveðnum tegundum. Hins vegar virðist áhuginn á því ekki vera jafnmikill þegar kemur að „gimsteinunum“ okkar og alveg sér- staklega ekki þegar þeir komast á unglingsárin og handleiðsla foreldr- anna er hvað mikilvægust.“ Hlynur leggur áherslu á að til séu þrír hópar foreldra. „Fyrsti hópur- inn er ávallt vakandi fyrir velferð barnanna sinna. Hann hikar ekki við að setja þeim ákveðnar reglur og búa svo um hnútana að eftir þeim sé farið,“ segir Hlynur og tekur fram að sem betur fer fari þessi hópur for- eldra stækkandi. „Annar hópur for- eldra er svokallaðir „neutral“ for- eldrar. Þeir eru eftirgefanlegur og telja sig fara eftir ríkjandi viðhorfum í þjóðfélaginu hverju sinni. Þriðji hópurinn aðhyllist nánast fullt frjálsræði í uppeldinu. Í staðinn fyrir að setja barninu ákveðinn ramma verður þeim oft að orði „ég treysti barninu mínu“ sem felur í sér full- kominn misskilning. Þú hendir ekki ósynda barninu þínu út í miðja djúpu laugina og segist treysta því til að ná bakkanum hinum megin. Hlutverk okkar foreldra er að veita börnunum okkar leiðsögn og styðja þau fram á fullorðinsárin til að verða sjálfbjarga í samfélaginu.“ Bið eftir kórónu og ljósakorti Hvernig gengur þér annars með gítarinn? „Hvernig fréttir þú þetta?“ segir Hlynur hlæjandi og viðurkenn- ir að hafa lengi haft áhuga á því að læra á hljóðfæri. „Þessi dilla byrjaði eiginlega þegar ég var á Skógum og keypti mér rafmagnsgítar af því að ég ætlaði að verða frægur hljóm- sveitargaur. Þegar ég hafði ekki náð valdi á gítarnum eftir þrjár vikur ákvað ég að skipta því fyrir trommu- sett – en allt fór á sömu leið. Eftir að ég flutti hingað var ég í saxafóntím- um í tvö eða þrjú ár eða alveg þang- að til ein hreinskilin vinkona mín ráðlagði mér af mestu vinsemd að hætta.“ Varðstu ekki svolítið spæld- ur út í hana? „Nei, nei, alls ekki því að ef ég hefði ekki hætt að læra á saxafóninn hefði ég aldrei kynnst gítarnum og hann á mun betur við mig. Við fórum tveir saman fé- lagarnir á svona vinnukonunámskeið hjá Bryndísi Friðgeirsdóttur bæjar- fulltrúa í Listaskóla Rögnvaldar Ólafssonar og höfum síðan verið að hittast og æfa okkur á helstu hljóm- unum í félagi við annan vin okkar og reyndar fleiri. Ég hef líka verið að gutla á gítarinn þegar vinahópurinn hittist og spila stundum uppundir 5 tíma samfleytt. Annars er ég alls ekkert góður, t.d. get ég ekki spilað neitt eftir eyranu og verð að treysta á heimasíðu vinar míns í Reykjavík varðandi hljóma og texta. En ég held áfram af því að ég hef gaman af þessu og gítargutlið er góð leið til að slaka á í erli hversdagsins.“ Nú spyr ég þig eins og fegurðar- drottningu. Kom þér á óvart að vera kosinn Vestfirðingur ársins? Hlynur hlær. „Já, ég var satt að segja rosa- lega hissa þegar hringt var í mig. Þótt nokkrir vinur mínur hefðu sagt mér frá því að þeir hefðu kosið mig datt mér ekki í hug að ég hefði fengið flest atkvæðin. Annars varð ég nátt- úrulega voða glaður og lít svo á að titillinn sé skilaboð til mín um að Vestfirðingar séu ánægður með störf mín í þágu forvarna og vilji hvetja mig til að halda áfram á sömu braut. Svo bíð ég bara eftir að fá kór- ónu og ljósakort eins og hinar feg- urðardrottningarnar …“ um mér og umhverfinu Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörns „...örugglega erfiðara en þau vilja vera láta,“ segir Hlynur þegar hann er spurður að því hvort börnunum finnist ekki erfitt að hann skuli vera lögreglumaður. Hlynur og Helga Þuríður, Alma Björk, Einar Ægir og Tinna Hrund. ago@mbl.is ’ „Á sama tíma ogvímuefnaneysla meðal ungmenna hefur verið að færast undir landsmeð- altalið hefur náms- árangurinn á sam- ræmdu prófunum verið að komast upp í landsmeðaltalið og jafnvel enn hærra í sumum greinum.“ ‘ ’ „Þú hendir ekkiósynda barninu þínu út í miðja djúpu laugina og segist treysta því til að ná bakkanum hinum megin.“ ‘ ’ „Núna heyrir tilalgjörra undantekn- inga ef foreldrar eru okkur ekki þakk- látir fyrir að koma með börnin þeirra heim.“ ‘ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. JANÚAR 2003 11

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.