Morgunblaðið - 19.01.2003, Síða 14

Morgunblaðið - 19.01.2003, Síða 14
14 SUNNUDAGUR 19. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ U m hátíðarnar heyrðust þær raddir að fólk hefði greinilega minna fé handa á milli en áður. Heildar- jólaverslun var að vísu sögð svipuð og árið áður í magni, en fólk keypti ódýrari vörur og sneiddi hjá dýrum merkjavörum. Lægri upp- hæðir fóru til matarkaupa, leigu- bílstjórar kvarta undan lélegum viðskiptum og áramótafagnaðir voru færri og sumir smærri í snið- um en undanfarin ár. Þótt ofangreint gæti við fyrstu sýn talist merki um samdrátt eru fyrirvararnir fjölmargir. Til dæmis er það hæpið að fólk hafi neytt minni matar um þessi jól en á síð- ustu árum, enda væri það nú held- ur betur saga til næsta bæjar, heldur gerði mikið framboð af ódýru kjöti það t.d. að verkum að jólasteikin var miklu ódýrari en menn eiga að venjast. Svo ódýr raunar að sumum þótti nóg um og göntuðust með að hamborg- arhryggur gæti vart talist boðleg hátíðarsteik, því hvernig gat eitt- hvað sem var svo ódýrt sómt sér á íslensku veisluborði um sjálf jólin? Kjötverðið eitt réði því ekki að jólamaturinn var ódýrari en áður, t.d. lækkaði grænmeti líka veru- lega í verði á síðasta ári vegna breytinga og í sumum tilvikum niðurfellinga á tollum. Lágvöruverðsverslanir virðast æ betur sóttar, sem kannski er merki um samdrátt, en með bjartsýni mætti líka halda því fram að það væri merki um aukna skynsemi. Nýjustu fregnir herma að Hag- kaupsversluninni í Njarðvík verði lokað og því er haldið fram, þótt ekki sé það staðfest enn, að Bónus hyggist opna þar verslun í staðinn. Við það ætti matarreikningur heimilanna í Njarðvík að lækka töluvert, því í verðkönnunum hefur margoft komið fram að Bónus býð- ur lægra verð en Hagkaup. Varla borða Njarðvíkingar þó minna. Tekið skal fram, að í vikunni birti Hagstofan nýjustu vísitölu neysluverðs og þar kom fram að verð á mat- og drykkjarvörum hækkaði um 1,3% milli desember og janúar. Hagstofan gerir könn- unina að vísu fyrstu tvo virka daga hvers mánaðar, svo ýmis tilboð sem voru fyrir jólin, til dæmis á svínakjöti, höfðu gengið til baka þegar nýjasta könnunin var gerð. Benda má á að í vísitölunni, sem birt var í desember, hafði mat- vöruverð lækkað um 1,3% á milli mánaða. Þá hefur Hagstofan tekið tillit til verslunar í lágvöruverðs- verslunum, en ætlar að endur- skoða þá hlutfallsreikninga í mars nk. Enn samdráttur hjá leigubílum Notkun leigubíla getur vissulega verið vísbending um stöðu efna- hagsmála, en þar eru fyrirvararnir líka ótal margir. Leigubílstjórar, sem Morgunblaðið ræddi við, sögðu stöðuna afleita og nefndu sem dæmi að viðskiptin á gamlárs- kvöld hefðu ekki verið skömminni skárri en gerist á rólegu laug- ardagskvöldi. Reyndar er sam- dráttur engin ný bóla hjá leigubíl- stjórum, ástandið hefur farið versnandi jafnt og þétt undanfarin ár. Og hefur þó innflutningur á nýjum bílum dregist verulega sam- an á undanförnum árum, sem þýð- ir að bílaflotinn er að eldast. Hins vegar hægði verulega á samdrætti í bílainnflutningi í fyrra. „Fólk kýs fremur að eiga tvo bíla á heimili en að taka leigubíl einstaka sinnum, þótt það sé miklu ódýrara,“ segir Jóhannes Sigfús- son, formaður Átaks, félags leigu- bílstjóra. „Fargjald leigubíla hefur ekki hækkað í takt við verðbólgu. Fólk er vissulega farið að velta fyrir sér aurunum, en það kemst einfaldlega að vitlausri niðurstöðu þegar það ákveður að nota ekki leigubíla, en eignast frekar fleiri einkabíla. Og svo munar um það hjá leigubílstjórum að fyrirtæki hafa greinilega dregið töluvert úr leigubílanotkun. En greiða þá bara bílapeninga í staðinn, sem ég efast um að komi betur út.“ Ummæli Jóhannesar styðja hreint ekki áðurnefnda kenningu um aukna skynsemi landans. Bjarni Pálmason, kollegi Jóhann- esar og leigubílstjóri í áratugi, kennir rekstrarleigu, kaupleigu, bílaleigu og hvað þetta heitir nú allt saman um vanda leigubílanna. „Það eru allir að róa á sömu mið,“ segir Bjarni, sem hefur ekki séð það svartara frá 1950. „Það er ekkert að gera.“ Hann segir að leigubílstjórar hafi margir gefist upp. „Þeir eru sumir farnir að keyra strætisvagna og aðrir, sem hafa iðnmenntun, hafa snúið sér að faginu sínu aft- ur.“ Og enn er hægt að tína til dæmi, þar sem hvert virðist rekast á ann- ars horn. Dómsmálum hjá héraðs- dómstólum landsins fjölgaði mikið á síðasta ári og þar af fjölgaði van- skilamálum langmest. Sigurður T. Magnússon, formaður dómstól- aráðs, sagði í samtali við Morg- unblaðið 8. janúar sl. að um og yfir 95% einkamála væru vanskilamál. Erfitt væri að segja til um ástæður fyrir fjölgun þeirra, hugsanlega hafi lántakendur verið of bjartsýn- ir, afkoma þeirra versnað eða inn- heimtuaðgerðir séu orðnar harðari. Kortin sýna neysluna Ekki eru þetta fagrar fréttir. Ánægjulegra var að lesa frétt í Morgunblaðinu daginn áður, þar sem skýrt var frá því að árið 2002 hafi verið metár hjá Íbúðalánasjóði hvað varði húsbréfaútgáfu, sölu húsnæðisbréfa, útlán viðbótarlána og leiguíbúðarlána. Vanskil við sjóðinn voru í sögulegu lágmarki á síðasta ári, en hins vegar tvöfald- aðist fjöldi mála þar sem tekið var á greiðsluerfiðleikum, þótt enn sé nokkuð í að fjöldi slíkra mála nái því sem var á árunum 1995 og 1997. Hinn skynsami Íslendingur forðast þrátt fyrir allt vanskilin og leitar aðstoðar vegna greiðsluerf- iðleika. Greiðslukortareikningar lands- manna endurspegla auðvitað neysluna. Velta greiðslukortafyr- irtækjanna Visa Ísland og Euro- pay Ísland jókst um 5,3% eða um 3% að raungildi í desember sl. miðað við sama mánuð 2001. Best er að átta sig á versluninni með því að líta á greiðslur í gegnum posakerfið svokallaða, því ef litið er á heildartölur koma þar inn í alls konar fastagreiðslur sem færð- ar eru á kortareikninga, á borð við afnotagjöld RÚV, áskrift að Stöð 2 eða dagblöðum og orkureikninga, svo dæmi séu tekin. Þar eru ýmsar tölur, sem breytast ekki svo glatt þótt sveiflur verði í efnahagslífinu. Samkvæmt tölum frá Europay Ísland um posagreiðslur vörðu ein- staklingar rúmlega 3% lægri upp- hæð til matar- og drykkjarkaupa í desember sl. en í sama mánuði ár- ið 2001 og eyddu nær 4% minna í fatnað. Á móti kemur að hærri fjárhæðum var varið í ýmsa aðra liði, t.d. byggingavörur (14,19%) og ferðakostnað (19,36%). Alls hækk- aði heildarvelta á einstaklings- kortum sem fóru um posakerfið um 4,94%. Ýmsa fyrirvara er hægt að gera við þessar tölur. Þannig má benda á, að þótt debetkort og kreditkort séu að ryðja ávísunum burtu, þá er Horft í aurana Íslendingar halda nokkuð þétt um budduna sína núna, a.m.k. eru vísbendingar um að þeir ætli að snúa af þeirri braut að eyða meiru en þeir afla. Ragnhildur Sverrisdóttir leitaði uppi vísbendingar um breytta hegðun landans. EFTIR að hafa þurft að takast á viðlátlausa verðbólgu og jafnvel óða-verðbólgu í rúma hálfa öld eru hag-fræðingar á Vesturlöndum farnir að beina athyglinni að möguleikanum á verð- hjöðnun. Þeir sjá ýmis teikn um að verð- hjöðnun sé yfirvofandi og vara við því að hún geti reynst erfið viðfangs ef hugs- unarháttur neytenda breytist og þeir fari al- mennt að gera ráð fyrir því að vöruverð lækki. Verðbólguhugsunarhátturinn er hins veg- ar orðinn svo rótfastur að erfitt verður fyrir almenning að venja sig af honum, eftir að hafa aðeins kynnst verðbólgu í rúm 50 ár. Dagblaðið Financial Times fjallaði nýlega um þetta mál og sagði að þrátt fyrir verð- lækkanir á Vesturlöndum að undanförnu og lítinn hagvöxt geri flestir neytendur enn ráð fyrir verðbólgu á næstu árum. Blaðið bendir á að verð á ýmsum raftækj- um lækkaði óvenju mikið fyrir jólin. Til að mynda gátu Bretar keypt DVD-spilara og upptökutæki, sem kostaði 1.300 pund (166.000 kr.) fyrir ári, á aðeins 500 pund (64.000 kr.) og stafræn myndavél lækkaði úr 500 pundum í rúm 200 (úr 64.000 í 25.000 kr.). Verð á ýmsum öðrum varningi lækkaði einnig á liðnu ári, til að mynda lækkaði með- alverðið á klæðnaði og skóm um 2% í Bandaríkjunum og rúm 3% í Bretlandi. Þótt neytendur fagni þessari þróun telja nokkrir hagfræðingar að hún sé ills viti og óttast að verðhjöðnun sé yfirvofandi. Lítill hagvöxtur í heiminum og vaxandi atvinnu- leysi auka líkurnar á frekari verðlækkunum. Drægi úr neyslu Financial Times segir að venji neytendur sig af verðbólguhugsunarhættinum geti það haft alvarlegar afleiðingar fyrir fjár- málamarkaðina, fasteignamarkaðina og efnahag heimsins. Verðhjöðnun sé ekki erf- ið viðfangs nema neytendur og fyrirtæki bú- ist fastlega við því að verðið lækki. Menn hætti þá að kaupa vörur vegna þess að þeir telji sig geta gert betri kaup síðar og hætti að taka lán vegna þess að þeir telji að erf- iðara verði að standa í skilum. Góðu fréttirnar fyrir Bandaríkin og Evr- ópuríki eru þær að enn virðist langt í að menn geri almennt ráð fyrir verðhjöðnun. Að sögn Financial Times hafa komið fram vísbendingar um að fjármálamarkaðirnir búist við því að verðbólgan minnki en hverfi ekki, verði um það bil 1,5% að meðaltali næstu 10 árin. Nýleg skoðanakönnun bendir til þess að aðeins 14% Breta telji að vöru- verð haldist óbreytt eða lækki á árinu. Þessi hugsunarháttur er ekki óeðlilegur í ljósi þess að Vesturlandabúar þurfa að vera fast að áttræðu til að muna hvernig verð- hjöðnun er. Verðbólgan hefur t.a.m. verið rúm 4% að meðaltali á ári á fullorðinsárum 65 ára Bandaríkjamanna. Óttast aukið atvinnuleysi Lág verðbólga er sérlega þrálát, að sögn Financial Times, vegna andstöðu við kaup- lækkanir meðal launþega og einnig atvinnu- rekenda. Forstjóri breskrar stálverksmiðju gat lækkað laun starfsmanna hennar um 12% árið 1892 en flestir atvinnurekendur nútímans myndu vera tregir til að grípa til þess ráðs af ótta við að það kæmi niður á starfsandanum, ef marka má bandaríska rannsókn. Kenneth Rogoff, aðalhagfræðingur Al- þjóðagjaldeyrissjóðsins, segir að verulegar launahækkanir að undanförnu í löndum eins og Þýskalandi, þrátt fyrir lága verðbólgu, geti leitt til aukins atvinnuleysis og hrinu gjaldþrota. Hagfræðingar óttast einnig að fyrirtæki, sem eigi erfitt með að standa í skilum með greiðslur lána, þurfi að segja upp starfsfólki vegna verðlækkana og það hafi slæm áhrif á fasteigna- og neyt- endamarkaðina. Financial Times segir að verðhjöðnun geti haft sérlega mikil áhrif á neytendur í löndum eins og Bandaríkjunum og Bret- landi þar sem hækkun fasteignaverðs og vaxandi skuldir hafa haldið uppi hagvexti. Líkurnar á verðhjöðnun séu þó tiltölulega litlar í Bandaríkjunum, Bretlandi og fleiri löndum þar sem fjármálayfirvöld hafa alla burði til að berjast gegn henni og gera sér grein fyrir vandanum. Hættan sé hins vegar meiri í löndum eins og Þýskalandi þar sem Evrópski seðlabankinn ákveður stefnuna í peningamálum með tilliti til evrusvæðisins í heild og þar sem yfirvöld hafa meiri áhyggj- ur af verðbólgu en verðhjöðnun. Financial Times segir að reynslan hafi sýnt á áttunda og níunda áratugunum að efnahagssamdráttur geti orðið þótt vöru- verð hækki. Nauðsynlegt sé að afstýra verð- hjöðnun en það dugi ef til vill ekki til að tryggja varanlegan efnahagsbata vegna lít- ils hagvaxtar í heiminum, umróts á fjár- málamörkuðum og ófyrirsjáanlegra afleið- inga hugsanlegs stríðs í Írak. Teikn um verðhjöðnun á Vesturlöndum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.