Morgunblaðið - 19.01.2003, Page 32
UMRÆÐAN
32 SUNNUDAGUR 19. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ
ÞEIR eru líklega fáir sem geta
svarað spurningunni í fyrirsögninni
í fljótu bragði. Enda er það svo að
velferðarkerfið er í raun margbrot-
ið og flókið. Það er ekki í höndum
eins aðila, heldur eru ýmsir aðilar
sem veita þjónustu á mörgum ólík-
um sviðum. Flestir sjá væntanlega
velferðarkerfið fyrir sér sem ein-
hvers konar öryggisnet. Hlutverk
þess er þá að veita einstaklingum
bætur sem ekki geta séð fyrir sér,
vegna t.d. elli, örorku, slysa, sjúk-
dóma eða atvinnuleysis. Bæturnar
felast þá annars vegar í beinum
(oftast) mánaðarlegum styrkjum til
framfærslu, og hins vegar í styrkj-
um til að greiða kostnað við þætti
sem einstaklingurinn hefur ekki
efni á en eru álitnir nauðsynlegir til
að geta lifað mannsæmandi lífi.
Dæmi um það fyrra eru bætur al-
mannatrygginga en dæmi um það
síðara eru styrkir sem sveitarfélög
veita vegna ferminga eða gler-
augnakaupa.
Það að skilgreina velferðarkerfið
sem öryggisnet er aftur á móti
nokkuð þröng skilgreining, a.m.k.
ef höfð er í huga sú þjónusta sem
ríki, sveitarfélög og aðrir veita. Til
dæmis veitir Tryggingastofnun rík-
isins (TR) öllum þeim Íslendingum
sem eru 67 ára og eldri og hafa lát-
ið af störfum grunnlífeyri. Þeir sem
hafa litlar sem engar tekjur eiga
rétt á tekjutryggingu, auk þess
sem þeir sem búa einir eiga rétt á
heimilisuppbót. Hins vegar eiga
þeir sem hafa verið á vinnumark-
aðnum og greitt í lífeyrissjóð rétt á
ellilífeyri úr sínum lífeyrissjóði og
þurfa því ekki á tekjutryggingu eða
heimilisuppbót að halda. Þó að líf-
eyrissjóðir séu þar af leiðandi ekki
beinlínis öryggisnet í strangasta
skilningi þess orðs má þó líta á þá
sem hluta af velferðarkerfinu, þar
sem lög skylda launþega og at-
vinnurekendur til að leggja fyrir
hluta af launum, þannig að lífsgæði
launþegans ættu að vera meiri en
hann hefði ef hann þyrfti að lifa
eingöngu af bótum almannatrygg-
inga.
Fáir hafa yfirsýn yfir allt vel-
ferðarkerfið í heild sinni og gildir
einu hvort átt sé við fólk sem starf-
ar við velferðarkerfið, stjórnmála-
menn sem taka þátt í mótun þess,
eða fólk sem þarf á því að halda til
að geta lifað mannsæmandi lífi.
Einstakir aðilar velferðarkerfisins,
t.d. TR, lífeyrissjóðir og sveitar-
félög, veita góðar upplýsingar á
sínum vefsvæðum um eigin þjón-
ustu. Hins vegar er mikilvægt að
opinberir aðilar beiti sér fyrir því
að bæta upplýsingar um hvernig
einstakir þættir velferðarkerfisins
vinni saman. T.d. er ekki nóg að
upplýsa um hversu margir fái
lægstu bætur almannatrygginga í
lífeyri ef það vantar upplýsingar
um hversu margir þeirra njóta eða
njóta ekki framfærslu eða styrkja
úr öðrum þáttum velferðarkerfis-
ins.
Tilgangur velferðarkerfisins er
ekki eingöngu að tryggja fram-
færslu og greiða kostnað. Ríki og
sveitarfélög styðja líka menntun og
menningu með ýmsum hætti.
Þekktustu dæmin eru líklega rekst-
ur skóla og styrkir til menningar-
starfsemi.
Undanfarin ár hefur áhuga-
mannahópur unnið að kortlagningu
velferðarkerfisins, þ.e. að safna
saman á einn stað upplýsingum um
velferðarkerfið. Upplýsingar felast
í því hver greiðir, tilgangi bótanna,
skilyrði greiðslu, greiðslumáta og
fjármögnun. Árangur þessarar
vinnu má sjá á vefsvæðinu www.-
baetur.is.
Safnað hefur verið saman upp-
lýsingum um þá aðila sem veita
bætur, styrki, þjónustu, hlunnindi
eða niðurgreidd lán sem má líta á
sem hluta af opinbera velferðar-
kerfinu. Meðal þeirra eru TR,
sveitarfélög, lífeyrissjóðir, sjúkra-
sjóðir, ráðuneyti, Atvinnuleysis-
tryggingasjóður og LÍN. Kortlagt
hefur verið hvaða bætur þessir að-
ilar veita og í hvaða tilgangi. Fyrir
alla þá sem vilja umbætur á vel-
ferðarkerfinu er slík kortlagning
nauðsynleg. Það er mikilvægt að
geta séð að þó að TR sé vissulega
hjarta velferðarkerfisins, þá eru
sveitarfélögin með húsaleigubætur
og aðra styrki, lífeyrissjóðir með
elli-, örorku-, maka- og barnalífeyri
og sjúkrasjóðir með sjúkradagpen-
inga mikilvæg viðbót við velferð-
arkerfið. Auk þess er að finna á
vefsíðunni upplýsingar um stuðning
ríkis og sveitarfélaga við menntun
og menningu sem segja má að nýt-
ist öllum borgurum þessa lands.
Grundvöllur þessarar kortlagn-
ingar er bótaskráin sem finna má á
vefsvæðinu. Þar má sjá samantekt
um þær upplýsingar sem hópurinn
hefur þegar aflað. Ekki er sjálf-
gefið að þessar upplýsingar séu all-
ar réttar. Velferðarkerfið tekur
stöðugum breytingum og því gætu
upplýsingar hafa breyst síðan þær
voru skrásettar. Auk þess vitum
við fyrir víst að skráningu allra
bóta er ekki lokið. Ég hvet því alla
þá sem búa yfir þeirri sérþekkingu
að þeir gætu aðstoðað okkur við
öflun upplýsinga að leita í skránni
að bótum á sínu sérsviði og athuga
hvort eitthvað vantar, einhverju sé
ofaukið eða hvort þeir eru ósam-
mála þeim upplýsingum sem koma
fram um einstakar bætur.
Það er von okkar sem að þessu
verkefni stöndum að kortlagningin
leiði til skilvirkara og vonandi ein-
faldara velferðarkerfis. Það er oft
áberandi að fólk veit ekki hvert það
á að leita. Það er nefnilega ekki
sjálfgefið að ef það leitar á einn
stað og fær ekki fullnægjandi bæt-
ur þar sé því ráðlagt að leita annað.
Ástæðan er einfaldlega sá skortur
á yfirsýn sem áður hefur verið
minnst á. Einnig er algengt að fólk
haldi að starfsmenn kerfisins séu
vísvitandi að reyna að svindla á því.
Örugglega er hægt að minnka þau
áhrif með einfaldara kerfi og skýr-
ari lögum þar sem á hreinu er
hvaða skilyrði eru fyrir einstaka
bótum.
Að lokum vil ég benda á spjall-
þræðina sem er að finna á vefsvæð-
inu. Þeir eru ætlaðir fyrir umræður
um velferðarkerfið og ég hvet al-
menning til að nýta þennan vett-
vang til að taka þátt í mótun vel-
ferðarkerfisins. Það er mikilvægt
að fleiri en stjórnmálamenn ræði
um og móti velferðarkerfið. Heima-
síðan er því góður vettvangur fyrir
almenning til að koma skoðunum
sínum á framfæri um það hvernig
velferðarkerfi hann vill sjá í fram-
tíðinni.
Hvað er
velferðarkerfi?
Eftir Sigurð Frey
Jónatansson
„Fólk veit
ekki hvert
það á að
leita.“
Höfundur er
tryggingastærðfræðingur.
ÉG hygg að flestir Íslendingar
séu þeirrar skoðunar að nefskattur
sé óeðlilegt form skattheimtu, og
að hann eigi ekki rétt á sér. En
svo kemur í ljós að slíkur skattur
er við lýði hér; það eru afnota-
gjöldin. Megi þau fara veg allrar
veraldar!
Nefskattar
Nefskattur einkennist af því að
hver og einn borgar sömu upphæð.
Þá er ekki talað um sömu pró-
sentutölu heldur sömu krónutölu.
Til að mynda mætti ímynda sér að
einhver ákveðinn skattur, segjum
útsvarið, væri ekki hlutfall af
tekjum heldur ákveðin upphæð. Í
þessu dæmi mundi fólk ekki greiða
um 12 til 13% af launum til sveit-
arfélags síns, heldur til dæmis 200
þúsund krónur á ári. Skipti þá
engu hvort fólk hefði milljón í
mánaðarlaun eða hundrað þúsund
krónur.
Þetta virðist félagshyggjufólki
harla óréttlátt, þar sem við göng-
um út frá þeirri hugmynd að þeir
sem meira hafa handa á milli eigi
að greiða meira til samfélagsins
heldur en þeir efnaminni.
Þeir ríku eru sjálfsagt ekki á
sama máli því þeir vilja halda sem
mestu í sjóðum sínum. Þeirra fólk
í stjórnmálum vill helst koma á
nefskatti, eða fyrirkomulagi sem
líkist honum sem mest, hvar sem
því verður við komið. Dæmi um
þetta er nýlegt frumvarp Gunnars
Birgissonar varðandi erfðaskatt,
þar sem öllum er ætlað að greiða
jafn háa prósentutölu, hversu mik-
ið sem þeir erfa og hversu mikill
sem skyldleikinn er.
Félagshyggjufólk lætur sér annt
um þá fátæku. Vegna þessa ætti
það að rísa upp andspænis nefs-
köttum og gera það sem í þess
valdi stendur til að koma þeim fyr-
ir kattarnef. Og hér á landi blasir
einmitt einn slíkur við okkur, sem
verður að greiða í mánuði hverj-
um. Það eru afnotagjöldin.
Afnotagjöldin
Afnotagjöldin verður hver fjöl-
skylda að greiða sem hefur annað
tveggja sjónvarp eða útvarp. Nú
eiga allar fjölskyldur hér á landi
að minnsta kosti útvarp – nema ef
til vill þeir allra tæknivæddustu
sem geta horft á sjónvarp og
hlustað á útvarp í tölvum – og því
verða allar fjölskyldur að greiða
þessi gjöld. Öll heimili eru látin
greiða sömu upphæð.
Að vísu mætti segja að hér sé
ekki eiginlegur nefskattur á ferð-
inni, því hann miðast við fjölskyld-
ur en ekki einstaklinga. Þetta væri
þó hártogun þar sem fjöldi ein-
staklinga er svipaður í fjölskyldum
á Íslandi, hvort sem þær eru ríkar
eða fátækar. Því greiðir hver ein-
staklingur í raun sömu upphæð.
Nú er því stundum haldið fram
að afnotagjöldin skipti litlu vegna
þess að þau eru aðeins rúmlega
tvö þúsund krónur á mánuði. Hér
liggur hundurinn grafinn: Þau eru
lítilsverð fyrir þá efnuðu, en ekki
hina. Svo ekki sé minnst á þá sem
skrimta!
Í sannleika sagt búa margar
fjölskyldur hér á landi við þær að-
stæður að eftir að greitt hefur ver-
ið fyrir nauðsynjar – húsaleigu,
strætókort eða bílskrjóð, fátækleg-
an mat – eru örfáir þúsundkallar
eftir, í mánuði hverjum, fyrir ann-
að. Fyrir þetta fólk eru tvö þúsund
krónur á mánuði umtalsverð upp-
hæð. Þeir sem þéna hundruð þús-
unda taka vart eftir því hvort þeir
greiða afnotagjöldin eða ekki. Þó
verða allir að láta jafn mikla upp-
hæð af hendi rakna. Það er óhæfa!
Bölvaður nefskatturinn
Eftir Jóhann M.
Hauksson
„Fyrir þetta
fólk eru tvö
þúsund
krónur á
mánuði um-
talsverð upphæð.“
Höfundur er doktor í
stjórnmálafræði.
MIKIL rigning sl. laugardag
hamlaði ekki þátttöku Suðurnesja-
manna í athöfn til að fagna upphafi
framkvæmda við tvöföldun Reykja-
nesbrautar sunnan Hafnarfjarðar.
Mikill mannfjöldi var viðstaddur
minningar- og blessunarathöfn við
krossinn neðan vegar í Kúagerði
sem reistur var til minningar um
þá sem farist hafa í umferðinni um
Reykjanesbraut og síðan við fyrstu
skóflustungu að framkvæmdinni
ofan vegarins. Að þeirri athöfn lok-
inni var með táknrænum hætti ekið
suður brautina á báðum akreinum
nokkurn spöl og síðar að félags-
heimilinu Stapa þar sem boðið var
upp á kaffiveitingar og stutta dag-
skrá af þessu tilefni. Fjölmennið
var gott vitni um þá sterku sam-
stöðu sem ríkt hefur á Suðurnesj-
um um bætt öryggi vegfarenda um
Reykjanesbraut er varð hvati að
stofnun átakshóps sem hefur unnið
ötullega að úrbótum og bættu ör-
yggi á brautinni. Nú sjá allir fram
á góðan og ánægjulegan árangur af
starfi allra þeirra sem lagt hafa
hönd á plóginn. Fyrir okkur þing-
menn sem höfum beitt okkur lengi
fyrir þessu máli á þingi, stundum
við misjafnar undirtektir en síð-
ustu ár við eindreginn stuðning
Suðurnesjabúa, var þessi dagur
mjög ánægjulegur.
Þjóðþrifamál
Skiljanlegt er að einhverjir velti
því fyrir sér hvað veldur því að
tvöföldun Reykjanesbrautar sunn-
ar Hafnarfjarðar hefst nú, því
mörg brýn og nauðsynleg verkefni
bíða í vegagerð. Ástæður þess eru
ljósar þegar að er gáð.
Um fjórir áratugir eru liðnir frá
því að Reykjanesbraut sunnan
Hafnarfjarðar, eða Keflavíkurveg-
urinn var byggður. „Hraðbraut“
með steinsteyptu slitlagi var þá al-
gjör nýjung í vegagerð á Íslandi og
skipti sköpum fyrir athafnalíf á
Suðurnesjum og samgöngur við
aðra landshluta. Nýr Keflavíkur-
vegur var grundvöllur þess að
milliríkjaflugið var flutt til Kefla-
víkurflugvallar, eina fullkomna al-
þjóðaflugvallar landsmanna og eins
af stærstu og best búnu flugvöllum
í heimi. Þegar liðið var á þriðja
áratug frá byggingu vegarins hófu
þingmenn Reykjaneskjördæmis
baráttu fyrir næstu úrbótum. Síð-
ustu misseri hefur átakshópurinn
fyrr nefndi tekið forystu um bar-
áttu almennings á Suðurnesjum
fyrir þessu framfaraskrefi.
Nauðsyn úrbóta
Í tímans rás hafa orðið miklar
framfarir í framkvæmdum m.a.
vegna aflmeiri véla og betri verk-
fræðiþekkingar. Vegir byggðir á
síðustu áratugum eru gjörólíkir
Reykjanesbrautinni og skapa veg-
farendum meira öryggi en áður.
Lagfæringar hafa ekki dugað til.
Umferð um Reykjanesbraut er
mest af þjóðvegum utan höfuð-
borgarsvæðisins. Á síðustu árum
hefur umferð um Vesturlandsveg
milli Reykjavíkur og Mosfellsbæjar
aukist mjög. Því höfum við þing-
menn Reykjaneskjördæmis beitt
okkur fyrir miklum vegabótum
sem þar eru í undirbúningi. Þær
hafa hins vegar tafist m.a. vegna
skipulagsáætlana Reykjavíkur, en
á sama tíma hafa verið byggð ný
mannvirki á leið vegarins gegn um
Mosfellsbæ og mjög umferðarþung
vegamót hafa verið brúuð í gegn-
um Reykjavík. Um Suðurlandsveg
hefur umferð aukist verulega og
nálgast nú Reykjanesbraut. Mest
þörf úrbóta er innan marka
Reykjavíkur- og Reykjaneskjör-
dæma og þeirra bíða Sunnlend-
ingar.
Fyrir nokkrum árum urðu á
Reykjanesbraut sunnan Hafnar-
fjarðar mörg og mjög alvarleg um-
ferðarslys, þau allra verstu á land-
inu. Mikill fjöldi slysa og
geigvænlegar afleiðingar þeirra
urðu kveikjan að stofnun átaks-
hópsins fyrr nefnda. Hann hefur
staðið fyrir fræðslu, og lögregla í
Hafnarfirði og á Suðurnesjum fyrir
sameiginlegu átaki um aukna um-
ferðargæslu til að hvetja ökumenn
til aukinnar varfærni. Slysum á
Reykjanesbraut hefur fækkað síð-
ustu misseri.
Bætt
umferðaröryggi
Það sem ekki hefur breyst er að
slys á Reykjanesbraut eru verstu
umferðarslys á þjóðvegum lands-
ins. Því veldur byggingargerð
brautarinnar. Allar athuganir og
skýrslur sýna svo ekki verður um
villst, að slys á fólki eru meiri og
verri vegna óhappa á Reykjanes-
braut en á öðrum þjóðvegum, og á
það jafnt við um beina árekstra og
útafakstur. Það er meginástæða
þess að brýnast er að bæta öryggi
fólks í umferðinni á Reykjanes-
braut.
Suðurnesjamenn fagna nú fram-
förum sem bæta öryggi fólks í um-
ferðinni um Reykjanesbrautina,
sem hefur kostað mörg mannslíf.
Barátta þeirra fyrir þeim fram-
förum hefur ekki verið háð á
kostnað annarra.
Tvöföldun
Reykjanes-
brautar hafin
Eftir Árna Ragnar
Árnason
Höfundur er alþingismaður.
„Suður-
nesjamenn
fagna nú
framförum
sem bæta
öryggi fólks.“
mbl.isFRÉTTIR