Morgunblaðið - 19.01.2003, Síða 39

Morgunblaðið - 19.01.2003, Síða 39
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. JANÚAR 2003 39 til ánægjuauka er vináttan dýrmætust. (Epikuros.) Fyrir hartnær 40 árum kynnt- umst við Þórarni þegar við Guðlaug, tvær ungar hjúkrunarkonur, unnum saman á sjúkrahúsinu Sólheimum. Þrátt fyrir að Þórarinn væri e.t.v. seintekinn tókst fljótlega mikil vin- átta með okkur hjónum. Oft höfum við sagt að við þau kynni hafi ham- ingjan verið okkur hliðholl. Þórarinn og Guðlaug voru barn- góð og komust strax í gott samband við dætur okkar, þá ungar að árum, en þeim fannst alltaf sérstök hátíð þegar Gulla og Þórarinn komu í heimsókn. Sömu sögu hafa barna- börnin að segja á seinni árum. Ekki voru síðri ánægjustundir okkar á heimili þeirra þegar þau dekruðu við gesti sína. Einnig minnumst við margra skemmtilegra ferðalaga bæði innan- lands og utan. Einkennilegt var að oft þegar Þórarinn átti stórafmæli á erlendri grund, opnuðust flóðgáttir himins með tilheyrandi þrumum og elding- um. Var um kennt nafntengslum hans við þrumuguðinn Þór. Þegar við fluttum í Ofanleitið hugsuðum við okkur gott til glóð- arinnar að nú væri stutt að ganga á milli, en grínuðumst líka með að Ingibjörg Sólrún ætti að byggja brú yfir Miklubraut til að stytta okkur leið. Brúin kom loksins, en þá var Þórarinn orðinn svo veikur að aldrei gátum við mæst á henni miðri eins og til stóð. Hver veit nema við mæt- umst seinna á gullinni brú í öðrum heimi. Við þökkum Þórarni áratuga vin- áttu og tryggð og biðjum honum Guðsblessunar. Elsku Gulla, síðastliðið ár hefur reynt mikið á þig, þá hefur enn bet- ur komið í ljós þinn mikli sálarstyrk- ur og þrek, ekki síst síðustu sólar- hringana sem þú vaktir yfir Þórarni dag og nótt. Á erfiðum tímum er dýrmætt að eiga góðar minningar að orna sér við því minning góðs ást- vinar skýrist og skín bjart um ókomna tíð. Við, öll fjölskyldan, sendum þér okkar innilegustu samúðarkveðjur og biðjum góðan Guð að styrkja þig og hugga. Stella og Hannes. Fyrir rúmum tuttugu árum urðu miklar breytingar í mínu lífi. Bæði var ég að eignast lítið systkini og flytja á nýjan stað með foreldrum mínum. Þetta voru allavega miklar breytingar í augum átta ára gam- allar stúlku. Nýja heimilið var á Háaleitisbrautinni og var íbúðin beint á móti íbúð Gullu og Þórarins. Betri nágranna var ekki hægt að hugsa sér og varð ég fljótt heima- gangur hjáþeim. Gulla og Þórarinn voru einstaklega barngóð og skein góðmennskan úr augum þeirra. Það kom því ekki á óvart að litla systir mín sótti einnig í þau þegar hún fór að hafa vit á. Gulla og Þórarinn voru alla tíð mjög samrýnd hjón og því synd að þau hafi ekki fengið að njóta hvort annars lengur. Elsku Þórarinn, við systurnar viljum þakka þér fyrir að hafa orðið þess heiðurs aðnjótandi að kynnast þér og vitum að þú munt fylgjast með Gullu þinni þar sem þú ert. Elsku Gulla, missir þinn er mikill og vonum við að guð veiti þér styrk í sorg þinni. Elísabet og Gerður. Afmælis- og minningargreinum má skila í tölvupósti, netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfkrafa um leið og grein hef- ur borist. Ef greinin er á disklingi þarf út- prentun að fylgja. Nauðsynlegt er að síma- númer höfundar og/eða sendanda (vinnusími og heimasími) fylgi með. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna frests. Nánari upplýsingar eru á mbl.is. Um hvern látinn einstakling birtist formáli og ein aðalgrein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar skulu ekki vera lengri en 300 orð, u.þ.b. 1.500 slög (með bilum) eða um 50 línur í blaðinu (17 dálk- sentimetrar). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Einnig er hægt að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–15 línur, og votta virðingu án þess að það sé gert með langri grein. Grein- arhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Innilegar þakkir til allra þeirra fjölmörgu, sem sýndu okkur samúð, hlýhug og styrk við andlát og útför okkar ástkæra eiginmanns, föður, tengdaföður, sonar, tengdasonar, bróður og mágs, JÓNS GUNNARS ÞÓRMUNDSSONAR múrarameistara, Borgarholtsbraut 46, Kópavogi. Jóhanna S. Hannesdóttir, Hannes Sigurbjörn Jónsson, Bergþóra Sigurjónsdóttir, Halldór Gunnar Jónsson, Auður M. Guðmundsdóttir, Heimir Snær Jónsson, Þórmundur Hjálmtýsson, Hólmfríður Jónsdóttir, Hannes Halldórsson, María Steinþórsdóttir, Óskar Þórmundsson, Helga Ragnarsdóttir, Sigurjón Þórmundsson, Ragnheiður Georgsdóttir, Þórður Þórmundsson, Ingibjörg Harðardóttir, Sóley Þórmundsdóttir, Gunnar Magnússon, Fanney Þórmundsdóttir, Hilmar Jóhannesson, Sigurbjörn Þórmundsson, Anna Guðný Friðleifsdóttir, Bjarni Gaukur Þórmundsson, Sóley Ægisdóttir, Þorbjörg Hannesdóttir, Guðmundur Magnússon, Gylfi Sigurðsson, Anna Rósa Traustadóttir og fjölskyldur. Ástkær móðir mín, amma og langamma, AÐALHEIÐUR ÁRNADÓTTIR, Hjallabraut 5, Hafnarfirði, verður jarðsungin frá Víðistaðakirkju þriðju- daginn 21. janúar kl. 13.30. Jónhildur Guðmundsdóttir, Guðmundur Helgi Önundarson, Íris Ósk Kristjánsdóttir, Aðalheiður Rut Önundardóttir, Örvar Karlsson, Sverrir Stefán Sigurjónsson og langömmubörn. Innilegar þakkir sendum við öllum, er sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður minnar, tengdamóður, ömmu og lang- ömmu, INGIBJARGAR SIGURGEIRSDÓTTUR, Álfaskeiði 72, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki hjarta- deildar, Landspítala við Hringbraut fyrir frábæra umönnun í veikindum hennar. Súsanna Kr. Stefánsdóttir, Páll Ólason, Þuríður Pálsdóttir, Knútur Kristinsson, Súsanna Kr. Knútsdóttir, Hólmfríður Knútsdóttir, Páll Óli Knútsson. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, MIKAEL GABRIELSSON Mijo Benkovic leigubílstjóri, verður jarðsunginn frá Kristskirkju, Landakoti, þriðjudaginn 21. janúar kl. 14.00. Sigríður Ósk Guðmundsdóttir, Anna Benkovic Mikaelsdóttir, Paula van der Ham, Stefán Benkovic Mikaelsson, Hildur Björg Hafstein, Elísabet Benkovic Mikaelsdóttir, Ólafur H. Jónsson og barnabörn. Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, ÁRNA GESTSSONAR, Efstaleiti 14, Reykjavík. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki líknar- deildar LSH í Kópavogi. Jónína Árnadóttir, Már Jónsson, Gestur Árnason, Judith Anna Hampshire, Börkur Árnason, Lísa-Lotta Reynis Andersen, Ásta Árnadóttir, Jón Grétar Margeirsson, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, KRISTBERG MAGNÚSSON vélfræðingur, Gullsmára 7, Kópavogi, verður jarðsunginn frá Digraneskirkju miðviku- daginn 22. janúar kl. 15.00. Ragna G. Ágústsdóttir, Elísabet Kristbergsdóttir, Guðmundur Hjaltason, Halldóra Kristbergsdóttir, Magnús Kristbergsson, Helena Árnadóttir Bjarman, barnabörn og langafabarn. Systir mín og móðursystir okkar, BIRNA GUÐMUNDSDÓTTIR, áður til heimilis á Aflagranda 23, Reykjavík, lést á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund mið- vikudaginn 15. janúar. Útförin fer fram frá Fossvogskapellu miðviku- daginn 22. janúar kl. 13.30. Helga Guðmundsdóttir, Anna Laufey Þórhallsdóttir, Lúðvík Lúðvíksson, Guðrún Þorbjarnardóttir, Guðmundur Sigurðsson, Sigríður Þorbjarnardóttir, Guðbjörg Þorbjarnardóttir, Jónas Matthíasson, Laufey Þorbjarnardóttir, Jón Sigurðsson, Njáll Þorbjörnsson, Jóna Jónsdóttir, Guðmundur Þorbjörnsson, Auðbjörg Ingimundardóttir. Okkar ástkæra, BIRNA HARALDS NJÁLSDÓTTIR YOUNG, lést á heimili sínu föstudaginn 3. janúar. Útför hennar fór fram í heimabæ hennar, Lindsay, Ontario, Kanada, miðvikudaginn 8. janúar. Aron Rúnar Young, Jennifer Boksman, Neil Young, Helen Young, Rúnar Lake Lorette, Ingigerður Karlsdóttir, Njáll Haraldsson, Guðrún, Jónína, Tinna, Haraldur, Þórunn og aðrir aðstandendur. Maðurinn minn, HJÁLMAR JÚLÍUSSON, Fellsmúla 12, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Grensáskirkju mánu- daginn 20. janúar kl. 15.00. Fyrir hönd aðstandenda, Guðrún Guðjónsdóttir. Ástkær móðir mín, GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR, Melahvarfi 6, Kópavogi, sem andaðist á hjúkrunarheimilinu Skjóli laug- ardaginn 11. janúar sl., verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn 21. janúar kl. 13.30. Fyrir hönd aðstandenda, Auður Pedersen.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.