Morgunblaðið - 19.01.2003, Page 53

Morgunblaðið - 19.01.2003, Page 53
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. JANÚAR 2003 53 ÁÐUR HEFUR verið getiðum það á þessum stað aðþað besta sem sé að gerast ínýrri tónlist vestan hafs og austan sé gamalt, eða felur í það minnsta í sér andblæ frá liðinni rokk- öld. Ekkert er út á það að setja, rokk- ið er nú einu sinni þess eðlis að þeir sem lengst ná eru frekar að segja gamla hluti á nýjan hátt en að gera eitthvað glænýtt. Það hefur og ein- kennt nafnorðasveitirnar svonefndu sem áberandi hafa verið síðustu tvö ár eða svo, sveitir eins og hinar ís- lensku Leaves og F. og útlending- arnir í The Strokes, The Datsuns, The Hives og nú síðast The Libert- ines svo dæmi séu tekin. Allar leika þær gítarrokk, grípandi léttsaltað popp, en með ólíkum áherslum. Ekki verður hér spáð í íslensku sveitirnar en bandarísku rokkarana The Stro- kes þekkja flestir, skemmtilegt rokk- band, Svíarnir í The Hives voru sama skrípamyndin á sviðinu í Laugardals- höll og þeir eru á plasti og The Dats- uns, sem eru frá Nýa-Sjálandi, eru skelfilegir. The Libertines eru ann- arrar sortar, breskir rokkarar sem menn hafa líkt við The Strokes, segja Libertines reyndar einskonar breska útgáfu af The Strokes, en líka grípa menn til samlíkinga við Jam, Kinks og ekki síst The Clash, en þess smá geta til gamans að Mick Jones, sem eitt sinn lék á gítar í Clash, stýrði upptökum á fyrstu breiðskífu The Li- bertines sem kemur út á morgun. Ólíkur bakgrunnur Libertines-félagar eru þeir Carl Barat, gítarleikari og söngvari, Peter Doherty, sem einnig leikur á gítar og syngur, John Hassall, sem leikur á bassa, og Gary Powell, sem leikur á trommur og ýmiskonar slagverk. Þeir Doherty og Barat kynntust sem unglingar þegar sá fyrrnefndi var fimmtán ára, en að sögn sá Doherty Barat fyrst þar sem sá síð- arnefndi tók þátt í flutningi á Purple Haze í danstónlistarbúningi og þeir segjast hafa náð vel saman frá fyrsta degi þrátt fyrir ólíkan bakgrunn; áttu fátt sameiginlegt, allra síst lífsskoð- anir. Doherty er af traustri verka- lýðsstétt en Barat, sem er ári eldri, öllu óheflaðri. Tónlistaráhuginn varð til að sameina þá og síðan eru þeir bestu vinir að sögn, nota gælunöfnin Carlos og Pigman hvor um annan. Það slettist þó stundum upp á vin- skapinn og frægar eru krytur þeirra á síðasta ári þegar Doherty gerði prufuupptökur af nokkrum lögum einn síns liðs, en greri um heilt að nýju og sem stendur eru þeir í það minnsta einarðir í áhlaupi sínu á vin- sældalista víða um heim. Bassaleikarinn Hassall hefur einn- ig verið í fjölda hljómsveita, segir þær á annan tug, en hann ólst upp við ýmiskonar sígilda tónlist; segir að plötusafn föður síns hafi verið upp fullt af munkasöng og trúarlegri tón- list. Eitt sinn sem oftar er hann var að róta í plötusafninu, úrkula vonar, eins og hann rekur söguna, rakst hann á lúið eintak af Revolver Bítl- anna sem var mikil opinberun, svo mikil reyndar að hann ákvað á staðn- um að læra á gítar. Enginn var þó gítarinn á heimilinu og ekki hægt að kaupa slíkt hljóðfæri þar sem þetta var um helgi, en hann var ekki af baki dottinn, smíðaði sér gítar úr kassafjöl og nælonstrengjum. Frá þeim tíma er Bítlaárátta hans, hann segist ekki hafa linnt látum fyrr en hann var búinn að eignast allar plöt- urnar og enn er hann að kaupa Bítla- plötur. Úr Bítlunum lá leiðin í sýru- tónlist áttunda áratugarins og alltaf var gítarinn við höndina. Þegar kom að því að hann komst í hljómsveit var ekkert pláss laust nema fyrir bassa- leikara og síðan hefur hann leikið á bassa, segist kunna því mæta vel og betur reyndar en gítarleik. Lúðrasveitartrommari Powell er alinn upp á strangtrúar- heimili, en þar var líka mikið af tón- list sem hann segir að hafi verið sér skjól þegar trúræknin keyrði úr hófi. Hann tók til við slagverk og síðan trommur og var lengi í lúðrasveit vestur í Bandaríkjunum þar sem hann átti heima um hríð, en einnig stundaði hann trommuleik í Kanada, var í hernum og svo má telja. Um hríð hafði Powell í sig og á sem slag- verkskennari en ákvað síðan að flytj- ast aftur heim til Bretlands. Við heimkomuna keypti hann sér trommusett, en gekk illa að komast í hljómsveit; segir að viðkvæðið sem hann fékk hafi verið að hann væri of góður. Um tíma lagði hann tónlistina á hilluna en sneri sér aftur að tommuleiknum og fékk vinnu við að spila inn á plötur með ýmsum tónlist- armönnum. Á sama tíma æfði hann með nokkrum hljómsveitum, mest þó með sveitinni sem síðar varð The Li- bertines, og á endanum gekk hann í sveitina fyrir fullt og fast fyrir rúmu ári. Þá höfðu nokkrar hræringar átt sér stað í mannaskipan og meðal annars hætti Hassall um tíma, leiður á sundurlyndi og almennum blank- heitum. Samið fyrir 50.000 kr. Á síðasta ári gekk Libertines allt í haginn, ekki er bara að bresk popp- blöð kepptust um að segja hana bestu nýju hljómveit Bretlands, held- ur bauðst henni að hita upp fyrir fjölda hljómsveita sem voru mun lengra komnar. Þeir félagar hafa og látið þau orð falla að það hafi verið hálf sérkennilegt að byrja eiginlegan tónleikaferil með því að spila fyrir þúsundir, en þeir voru þó búnir að vera að basla í smáklúbbum í nokk- urn tíma þó ekki hafi færst alvara í leikinn fyrr en Hassall gekk til liðs við sveitina aftur fyrir réttu ári. Rough Trade, sem stökk einmitt til og gerði útgáfusamning við The Strokes, varð fyrst til að bjóða sveit- inni samning en ekki voru miklir pen- ingar í spilinu, einhverjir tugir þús- unda. Þeir segja reyndar að samningurinn sem þeir eru með við umboðsmann sinn sé mjög sérkenni- legur og eigi eflaust eftir að verða til vandræða ef fyrsta breiðskífan selst í einhverjum mæli, en málið hafi bara verið það að þeir Barat og Doherty voru báðir heimilislausir og illa blankir í þokkabót þegar samnings- tilboðið kom og treystu sér ekki til að slá hendinni á móti 50.000 kalli. Innblástur úr ýmsum áttum Breiðskífan var eins og svo margt annað í sögu sveitarinnar, hún varð bara til, að því þeir segja sjálfir. Þeir segjast hafa farið í hljóðver og byrjað taka upp án þess að hafa spáð í hvernig platan ætti að verða eða yf- irleitt hvaða lög ættu að vera á henni. Fyrir vikið er skífan að mestu tekin upp beint á band og lítið legið yfir lögunum. Afraksturinn var fullt af lögum en þegar á reyndi voru þau ekki öll útgáfuhæf og skýrir vænt- anlega að einhverju leyti hve stutt platan er, en einnig er vert að minn- ast þess að frumraun The Strokes var í styttra lagi; kannski Rough Trade sé að boða siðaskipti. Hvað innblásturinn varðar segjast þeir Libertines-félagar Barat og Doherty hafa talsvert frá sveitum eins og The Specials, The Smiths, Billy Holiday, The Doors og The Vel- vet Underground. Ýmisleg áhrif heyrast og í tónlistinni, en með því fyrsta sem menn taka eftir er að textar sveitarinnar eru eftirtekt- arverðir. Þeir sýna sérkennilegar hliðar á mannlífinu, snúast gjarnan um lífið í ræsinu sem þeir þekkja býsna vel, með furðulegum vísunum í heimasmíðaða goðafræði þar sem bregður fyrir hálf goðsagnakenndum verum úr breskri fornsögu og ein- kennilegum draumkenndum minn- um. Tónlist á sunnudegi Árni Matthíasson Hverjir eru bestir? „Besta nýja hljómsveit Bretlands“ hljóða bresku poppblöðin oft á ári og þykir flestum nóg um hamaganginn. Það kemur þó fyrir að þau hafi rétt fyrir sér eins og sannast á The Libertines. Kvikmyndir.is HL MBL E I N N I G M E Ð Í S L E N S K U T A L I Kl. 2 og 5 Ísl. tal./Kl. 6 enskt tal. / Kl. 3 Ísl. tal. / Kl. 2 Ísl. tal. Frábær mynd frá leikstjóra L.A.Confidential þar sem rapparinn EMINEM fer á kostum í sínu fyrsta hlutverki. ÁLFABAKKI ÁLFABAKKI KRINGLAN AKUREYRI KEFLAVÍK  ÓHT Rás 2 Hún var flottasta pían í bænum  1/2 Kvikmyndir.is Sýnd kl. 2, 4, 8 og 10.20 / Sýnd kl. 6. / Sýnd kl. 4. / Sýnd kl. 6. ÁLFABAKKI KRINGLAN AKUREYRI KEFLAVÍK ÁLFABAKKI AKUREYRI KEFLAVÍK Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10. / Sýnd kl. 3, 5, 7, 8 og 9. / Sýnd kl. 6, 8 og 10. ÁLFABAKKI KRINGLAN AKUREYRI EINNIG SÝND Í LÚXUS VIP Í ÁLFABAKKA KL. 5.40, 8 og 10.20. B. I. 16. / / / Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20. B. i. 14. Kl. 1.45 og 3.45 ísl. tal. / Kl. 2, 3, 4 og 5 ísl. tal. / Kl. l. 2 ísl. tal. / Kl. l. 2 og 4. ísl. tal. Langbesti leikmaður NBA deildarinnar fær ævilangt bann frá deildinni og dettur það „snjallræði“ í hug að dulbúa sig og keppa í kvennadeildinni. Bráðskemmtileg gamanmynd!  1/2 Kvikmyndir.is  Kvikmyndir.com

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.