Morgunblaðið - 21.01.2003, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 21.01.2003, Qupperneq 2
AFFÖLLIN MINNKA ENN Afföll húsbréfa minnka nú dag frá degi og hafa lækkað um 10 prósentu- stig frá því að þau voru mest sl. vor. Verðmæti bréfanna hefur því aukist að sama skapi. Á sama tíma hafa fjárfestingar útlendinga í íslenskum skuldabréfum aukist stórlega. Á síð- asta ári er talið að slíkar fjárfest- ingar hafi numið allt að 40 millj- örðum króna. Írakar heita betra samstarfi Írakar hétu Sameinuðu þjóðunum í gær betra samstarfi við vopnaeft- irlit í landinu. Samkomulag náðist í tíu liðum um hvernig störf eftirlits- manna SÞ í Írak verði skilvirkari. Samstarf með Norðmönnum Alþjóðamálastofnun Háskóla Ís- lands og Norska utanríkismálastofn- unin eru að hefja samstarf í rann- sókn á svæðisbundinni fiskveiðistjórnun á Norðaustur- Atlantshafi, sem talið er að geti jafn- vel auðveldað inngöngu í Evrópu- sambandið fyrir Noreg og Ísland. Ódýrt álver hjá Alcoa Samkvæmt skýrslu frá greining- ardeild bankans Credit Suisse First Boston er byggingarkostnaður fyr- irhugaðs álvers Alcoa í Reyðarfirði lágur miðað við framleiðslugetu upp á 322 þúsund tonn á ári. Stærsti sigur Íslands Sigur Íslendinga á Áströlum í fyrsta leik liðsins á HM í handbolta í Portúgal, 55:15, er sá stærsti í sögu landsliðsins. Jafnframt var sett heimsmet því engu landsliði hefur tekist að skora 55 mörk í einum leik. Ný ferðaskrifstofa Sumarferðir, ný ferðaskrifstofa í eigu Helga Jóhannssonar og fleiri, ætla að bjóða upp á beint leiguflug til Alicante á Spáni í sumar. Samn- ingur hefur verið gerður við Kenn- arasamband Íslands um sölu á hag- stæðri Spánarferð en í Alicante eru mörg íslensk stéttarfélög farin að leigja út sumarhús. Fjarðabyggð kom best út Niðurstöður samræmdra prófa í stærðfræði og íslensku sem fram fóru í 4. og 7. bekk grunnskólanna sl. haust liggja nú fyrir. Samkvæmt þeim eru nemendur í Fjarðabyggð með hæstu meðaleinkunnir. Y f i r l i t FRÉTTIR 2 ÞRIÐJUDAGUR 21. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ Verð á mann frá 19.800* kr. þegar bókað er á www.icelandair.is www.icelandair.is Netsmellur - alltaf ódýrast á Netinu Flugsæti á broslegu verði ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S IC E 19 89 0 01 /2 00 3 *Innifalið: Flug og flugvallarskattar Í dag Sigmund 8 Viðhorf 32 Viðskipti 12/13 Hestar 37 Erlent 14/16 Minningar 32/36 Höfuðborgin 17 Bréf 40 Akureyri 18 Dagbók 42/43 Suðurnes 19 Kvikmyndir 48 Landið 20/21 Fólk 49/53 Neytendur 25 Bíó 50/53 Listir 22/23 Ljósvakar 54 Forystugrein 28 Veður 55 * * * Þriðjudagur 21. janúar 2003 Prentsmiðja Morgunblaðsins blað C Kjörhiti í hverju herbergi Í dag þriðjudag og á morgun miðvikudag milli kl. 15 og 17 gefst þér kostur á að skoða eina af okkar glæsilegu íbúðum að Laugarnesvegi 87 (íbúð 404). Þar mun sölumaður okkar taka á móti þér og svara öllum þínum spurningum. Íbúðirnar að Laugarnesvegi 87 og 89 eru glæsilega hannaðar, 2ja, 3ja og 4ra herbergja, og allar með sérinngangi af yfirbyggðum svalagangi. Húsin eru með lyftu, einangruð að utan og klædd áli og harðviði og þarfnast því lágmarksviðhalds. Íbúðirnar verða tilbúnar til afhendingar 25. apríl nk. Komdu og skoðaðu glæsilega sýningaríbúð Góðir kostir: • Sér bílastæði í bílageymsluhúsi. • Þvottahús innan íbúðar. • Dyrasími tengdur myndavél í anddyri. Söludeild okkar er að Höfðabakka 9, sími 530 4200. Ítarlegar upplýsingar um eignirnar eru á www.iav.is. Laugarnesvegur 87 og 89 • Möguleiki á sjónvarps-, síma- og nettengingum í öll herbergi. • Vandaðar innréttingar og hurðir. • Lögð er sérstök áhersla á góða hljóðeinangrun. Dæmi um 3ja herbergja íbúð Þvottur 3,2 fm Eldhús 14,3 fm Svalir 9,7 fm Baðh. 5,5 fm Svefnherb. 9,1 fm Svefnherb. 14 fm Þúsundir fasteigna af öllum stærðum og öllum gerðum alls staðar á landinu Fasteignirí Fjarðabyggð Vaxandi eftirspurn 26 Rétt hitastýring Stofnun húsfélaga Sjálfvirkir ofnlokar 29 Réttindi og skyldur 36                                                                     ! "# $! "#     %&'()* %&' ( )* +  +     !  "#$ "%$ &##' ,$-#."# $!.**$ /0$12* 345"/ * '0*0.6* * 7*12* &$!8* ! ! 9#*: $!9#*: # *$-* ! 9#*: $!9#*:      (     '$<( !$!*# =$*.)0!$(>>>0*              =! .?*@;;A ) ) ) ) " "#+ "# " $ %   )*   .?@A   %" " + ", "% + " "#% "$+-+ "-.% ' '".- "#.+ ;;  / !  0   ! $ "'$ "1$ &##' 7$!*"#  %! $!!* ##  #    ;             $  $  NÚ er mögulegt að skoða án endur- gjalds fasteignamat og brunabóta- mat allra fasteigna í landinu á heimasíðu Fasteignamats ríkisins. Ekki kemur fram hver er eigandi viðkomandi fasteignar. Hægt er að fletta upp á fasteign á þrennan hátt; eftir heimilisfangi, landnúmeri eða fastanúmeri. Í frétt frá FMR segir, að þessi nýi möguleiki gefi fasteignaeigendum kost á að fletta upp á matsfjárhæð- um árið um kring en brunabótamat breytist mánaðarlega í samræmi við breytingar byggingarvísitölu. Eftir sem áður er boðið upp á aðgang að ýtarlegum upplýsingum úr Landskrá fasteigna í áskrift. Rangir tilkynningarseðlar Á tilkynningarseðlum frá Fast- eignamati ríkisins um fasteignamat og brunabótamat 31. desember 2002, sem nú eru að berast fast- eignaeigendum, voru fyrir mistök áritaðar upplýsingar frá árinu 2001 í stað þeirra, sem giltu 31. desember sl. Dreifing á tilkynningarseðlunum hefur verið stöðvuð en ætla má að meirihluti seðlanna hafi þegar verið borinn út til fasteignaeigenda. Tilkynningarseðlar með réttum upplýsingum um matsfjárhæðir verða sendir út í vikunni 27. - 31. janúar nk. og er undirbúningur þeg- ar hafinn. Vegna þessara tafa verð- ur frestur til að óska breytinga á fasteignamati frá 31. desember sl. framlengdur frá 15. mars nk. til 1. apríl nk. Brunabótamat 2.467 milljarðar Um síðustu áramót nam bruna- bótamat á landinu 2.467 milljörðum króna en var 2.214 milljarðar króna þann 31. desember 2001. Nemur breytingin 11,5%. Hún stafar af skráningu nýrra fasteigna sem metnar hafa verið á árinu að frá- dregnu mati eigna sem teknar hafa verið af skrá, afgreiðslu á athuga- semdum vegna endurmats bruna- bótamats 2001, breytingum á bygg- ingarkostnaði hinna ýmsu tegunda húseigna og árlegum afskriftum. Fasteignamat 1.781 milljarður Fasteignamat á landinu öllu nam 1.781 milljarði króna um síðustu áramót en var 1.657 milljarðar króna þann 31. desember 2001. Nemur breytingin 7,5%. Hún stafar af mörgum ástæðum svo sem skráningu nýrra fasteigna sem metnar hafa verið á árinu að frádregnu mati eigna sem teknar hafa verið af skrá, afgreiðslu á at- hugasemdum vegna endurmats fast- eignamats 2001, ákvörðun yfir- fasteignamatsnefndar um fram- reiknistuðla, breytingu á bygg- ingarkostnaði og afskriftum. Fasteigna-og brunabótamat allra fasteigna á heimasíðu FMR Morgunblaðið/Golli Á heimasíðu FMR, en slóðin er www.fmr.is er hægt er að fletta upp á fasteign á þrennan hátt; eftir heimilisfangi, land- númeri eða fastanúmeri. SVÆÐISBUNDIN fiskveiðistjórnun Noregs og Íslands á Norðaustur-Atlantshafi er meðal þess sem Norska utanríkismálastofnunin (NUPI) er með til skoðunar í samstarfi við Alþjóðamála- stofnun Háskóla Íslands. Frá þessu var greint í norskum fjölmiðlum í gærkvöld og vitnað í starfs- mann NUPI, Sverre Jervell, sem flutti erindi á fiskeldisráðstefnu í Þrándheimi í gær. Er þetta hluti af rannsókn Norðmanna á kost- um og göllum sjávarútvegsstefnu Evrópusam- bandsins (ESB) og hvort stefnan heimili svæð- isbundna fiskveiðistjórnun sem þessa. Haft er eftir Jervell í norskum fjölmiðlum að slík stjórnun geti jafnvel auðveldað inngöngu í ESB fyrir Norðmenn og Íslendinga. Stjórnun fiskveiðanna á hafsvæðinu geti þá farið fram ann- aðhvort í Reykjavík eða Tromsö. Jervell segir að m.a. verði ábyrg auðlinda- stjórnun lögð til grundvallar í verkefninu, t.d. bann við brottkasti og svæðalokanir og jafnframt skoðað hvernig verjast megi svokölluðu kvóta- hoppi. Með því er átt við að erlend skip geti eign- ast kvóta í tilteknu ríki en landað afla sínum í öðru ríki. Rætt við hagsmunaaðila hér Baldur Þórhallsson, formaður stjórnar Al- þjóðamálastofnunar HÍ, staðfesti í samtali við Morgunblaðið að stofnunin væri að fara af stað í þetta verkefni með Norðmönnum. Ekki væri búið að skipa íslenska sérfræðinga í rannsóknarhóp- inn. Er stofnuninni ætlað að afla upplýsinga og ræða við hagsmunaaðila í íslenskum sjávarútvegi og kanna möguleika á sameiginlegum snertifleti með norskum sjávarúvegi. Að sögn Baldurs er von á tveimur fulltrúum NUPI til Íslands síðar í vikunni til að kynna verk- efnið nánar. Norðmenn hafa átt frumkvæði að þessu og leit- uðu fyrst til utanríkisráðuneytisins, sem taldi rétt að óháður aðili ynni verkefnið hér á landi. Fékk Alþjóðamálastofnun HÍ styrk frá ráðuneytinu vegna þessa. Áætlanir NUPI gera ráð fyrir að skýrsla verði tilbúin í apríl næstkomandi. Norska utanríkismálastofnunin í samstarfi við Alþjóðamálastofnun HÍ Fiskveiðistjórnun á NA- Atlantshafi til skoðunar Nokkrar breytingar hafa verið gerðar á aftasta hluta Morgun- blaðsins, sem sumar hverjar má rekja til fjölgunar útgáfudaga. Veigamesta breytingin er sú að íþróttaumfjöllun blaðsins er færð úr sérstökum fjórblöðungi yfir í meginblaðið [44–47 í blað- inu í dag] þar sem hún er fyrir framan Fólk í fréttum, dægur- málaumfjöllun blaðsins, og á ekki síst að höfða til ungs fólks. Sér- stakt íþróttablað mun þó hér eft- ir koma út á mánudögum og einnig þegar umfjöllun krefst aukins rýmis. Fólk í fréttum fær jafnframt aukið rými [48–53], bæði fyrir framan þann hluta blaðsins sem hýst hefur þennan efnisflokk og fyrir aftan þar sem lögð verður áhersla á ljósvaka- tengt efni í tengslum við dag- skrár þessara miðla [55]. Á móti kemur að felld er að stórum hluta niður svokölluð þjónustusíða þar sem finna hefur mátt upplýsingar um ýmiss kon- ar almenn félagasamtök og opn- unartíma safna sem nú má auð- veldlega fá upplýsingar um annars staðar, m.a. á vefnum. Þó standa eftir upplýsingar um neyðarþjónustu, læknavaktir og afgreiðslutíma lyfjaverslana [38]. Þjóðmáladálkurinn Stakstein- ar færist við þetta yfir á dagbók- arsíðu [42] þar sem hann verður eftirleiðis í slagtogi með þeim fé- lögum Velvakanda og Víkverja. Til lesenda ÞAÐ getur reynst afdrifaríkt að sveifla sundpokanum sínum of hátt, eins og þessir ungu herramenn í Kópavogi virðast hafa fengið að reyna er þeir voru á heimleið frá skóla. Þar sem ekki barst aðstoð frá sér hærri mönnum urðu drengirnir sér úti um prik til að ná sundföt- unum niður af skiltinu. Morgunblaðið/Golli Komdu niður, komdu niður… ÞAU mistök urðu við gerð tilkynn- ingarseðla frá Fasteignamati ríkis- ins um fasteigna- og brunabótamat í lok árs 2002 að á seðlana voru prent- aðar upplýsingar frá árinu 2001 en ekki 2002. Alls eru um 110 þúsund seðlar sendir út og er kostnaðurinn við þessi mistök um 4,3 milljónir króna. Dreifing tilkynningarseðlanna hefur verið stöðvuð. „Þessi mistök urðu vegna þess að það var notuð röng tölvuskrá við útkeyrsluna á þessum upplýsingum. Við erum auð- vitað afar leið yfir því að það skyldi gerast. Þetta eru mannleg mistök,“ segir Haukur Ingibergsson, for- stjóri Fasteignamats ríkisins. Mistök við útsendingu 110 þúsund tilkynninga KONA barði mann í höfuðið með kjötexi sl. sunnudag. Maðurinn var með minniháttar áverka á höfði og var fluttur af lögreglu á slysadeild Landspítalans í Fossvogi. Málsatvik voru þau að maðurinn kom til að sækja muni sem hann átti í íbúð fv. eiginkonu sinnar. Missætti kom upp milli þeirra. Við höggið brotnaði skaft axarinnar. Barði mann með kjötexi ♦ ♦ ♦ RÚMLEGA 50% 10. bekkinga hafa aldrei spilað í söfnunarkassa sam- kvæmt niðurstöðum úr nýrri könnun sem Íslenskir söfnunarkassar (ÍSK), rekstraraðili söfnunarkassa fyrir Rauða kross Íslands, Slysavarna- félagið Landsbjörg og SÁÁ, fólu Gall- up að gera. Samkvæmt þessum nið- urstöðum telur ÍSK ásókn unglinga í söfnunarkassa hafa minnkað töluvert frá síðustu könnun sem Rannsóknir og greining gerðu vorið 2001. Samkvæmt könnuninni nú hafa tæplega 20% unglinga spilað á síðustu 6 mánuðum, 11,3% síðastliðna 6–12 mánuði og 18,5% fyrir meira en ári. Samkvæmt frétt frá ÍSK er það stefna félagsins að reyna með öllum ráðum að koma í veg fyrir misnotkun á söfnunarkössunum. Það er m.a. gert með því að reka þjónustuvef og hjálp- arlínu fyrir spilafíkla. Úrtakið í könn- uninni var 600 manns úr hópi barna fæddum árið 1987. Færri unglingar stunda söfn- unarkassa ALÞINGI Íslendinga kemur saman að nýju í dag eftir jólahlé. Þingfund- ur hefst kl. 13.30. Umræður munu fara fram um fjögur frumvörp ríkisstjórnarinnar, þ.e. frumvarp um vísinda- og tækni- ráð, frumvarp um opinberan stuðn- ing við vísindarannsóknir, frumvarp um opinberan stuðning við tækniþróun og frumvarp um vatns- veitur sveitarfélaga. Þinghald verður með styttra móti á þessu vorþingi vegna alþingiskosn- inganna í vor. Samkvæmt starfs- áætlun þingsins mun þingið standa fram til 14. mars nk. Alþingi kemur saman að nýju ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.