Morgunblaðið - 21.01.2003, Side 12
HEILDARVELTA fyrirtækja á Ís-
landi nam 1.069 milljónum króna á
fyrstu tíu mánuðum ársins 2002,
skv. tölum frá Hagstofu Íslands
sem byggðar eru á virðisaukaskatt-
skýrslum. Veltan jókst um 3,6% frá
sama tímabili árið 2001, var þá 1.032
milljónir króna.
Samkvæmt hálf fimm fréttum
Búnaðarbankans dróst heildarvelt-
an í hagkerfinu saman um rúm 2%
að raungildi miðað við hækkun á
vístölu neysluverðs á þessu tímabili.
„Veltan í smásöluverslun dróst sam-
an um rúmlega 1% að raungildi á
sama mælikvarða sem gefur vís-
bendingu um að einkaneyslan hafi
dregist saman á þessu tímabili eins
og almennt hefur verið reiknað með.
Greinilegt er að hlutur stórmarkaða
í matvöruversluninni fer vaxandi á
kostnað minni verslana, en veltan í
stórmörkuðum jókst um tæp 14%
en veltan í minni matvöruverslunum
dróst saman um tæp 8%,“ að því er
fram kemur í hálf fimm fréttum.
Að mati Greiningardeildar Ís-
landsbanka skýrist veltuaukningin
að hluta til af 5,5% verðbólgu sem
var á tímabilinu.
Innflutningur minnkar
en útflutningur eykst
Séu einstakar atvinnugreinar
skoðaðar sést að velta í fiskveiðum
jókst um tæp 12% og velta málm-
framleiðslu um tæplega 9%. Sala
bíla jókst um tæp 2% á milli tíma-
bila.
Í Morgunkornum greiningar ÍSB
í gær segir að innflutningur hafi í
heildina minnkað um 4% á milli
tímabila. Að sama skapi hafi út-
flutningur aukist um ríflega 9%,
sem sjáist helst á aukinni veltu í
fiskveiðum. Telur greiningardeildin
að tölurnar lýsi hagkerfi þar sem
misjafnt gengi sé í útflutningsat-
vinnugreinum og þeim greinum sem
selja vörur og þjónustu á innlendum
markaði.
Sé litið á smásölu eingöngu má
sjá að velta stórmarkaða jókst um
14% á meðan velta matvöruverslana
í minni en 400 fermetra húsnæði
dróst saman um 8%. Velta smásölu-
verslunar jókst samtals um 4,6% á
milli tímabila. Heildarvelta umboðs-
og heildverslunar jókst um rétt tæp
2%.
Samdráttur í veltu fyr-
irtækja að raungildi
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
12 ÞRIÐJUDAGUR 21. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ
DALSMYNNI ehf. hefur krafið Jón
Ásgeir Jóhannesson og Þorstein Má
Baldvinsson um 227 milljónir króna
til greiðslu vegna sölu á hlut Dals-
mynnis í Orca SA, og þar með Ís-
landsbanka, fyrir um ári. Telja eig-
endur fjárfestingarfélagsins
Dalsmynnis, þeir Eyjólfur Sveinsson,
Sveinn R. Eyjólfsson o.fl., að leiðrétta
beri verðið sem fékkst í viðskiptun-
um. Orca-hópurinn átti á þessum tíma
rúm 18% í Íslandsbanka en hlutur
Dalsmynnis nam rúmum 4%. Málið er
rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur
og lögðu málsaðilar fram gögn í gær
en líklegt er að málið verði tekið fyrir
í febrúar.
Ástæða þess að Dalsmynni stefnir
Jóni Ásgeiri og Þorsteini Má og kref-
ur þá um greiðslu er sú að félagið tel-
ur sig hafa rétt á að nýta svokallað
leiðréttingarákvæði í samningnum
sem gerður var þegar félagið var
leyst út úr Orca-hópnum. Í samningn-
um, sem gerður var í janúar 2002,
segir að seljendur bréfanna, Dals-
mynni ehf., hafi rétt á að endurskoða
hann ef aðrir eigendur verði leystir út
með sama hætti fyrir ágúst 2002. Í
mars í fyrra dró Jón Ólafsson sig svo
út úr Orca-hópnum. Jón seldi hlut
sinn í Orca, og þar með Íslandsbanka,
á genginu 5,0 krónur á hlut sem var
um 4% yfir markaðsgengi bankans á
þeim tíma. Nefndur samningur Dals-
mynnis við Jón Ásgeir og Þorstein
Má um að leysa Dalsmynni út úr Orca
kvað hins vegar á um gengið 4,3 krón-
ur á hlut. Í kjölfar hans var þó haft
eftir Eyjólfi Sveinssyni, einum eig-
anda Dalsmynnis, að væru viðbótar-
greiðslur sem berast áttu í áföngum
taldar með yrði gengið í raun 4,7–4,8
krónur á hlut. Hlutur Dalsmynnis
nam um 412 milljónum að nafnvirði
og var verðmæti viðskiptanna því
tæplega 1,8 milljarðar króna, sé mið-
að við gengið 4,3 krónur á hlut.
Deilan snýst því um það hvort
Dalsmynni fær leiðréttingu á verðinu
til samræmis við það gengi sem Jón
Ólafsson fékk þegar hann seldi sinn
hlut. Að mati forsvarsmanna Dals-
mynnis ehf. er mismunurinn 227
milljónir króna en þessu mótmæla
stefndu. Að sögn Gísla Baldurs Garð-
arssonar hrl., lögmanns Jóns Ásgeirs
og Þorsteins Más, eru málsaðilar ekki
á einu máli um hvort sala Jóns Ólafs-
sonar á sínum hlut falli undir hugtak-
ið innlausn, en gert hafi verið ráð fyrir
í samningnum að verð komi til endur-
skoðunar ef hlutir annarra eigenda
verði leystir inn með sama hætti og
gert var með hlut Dalsmynnis. Lög-
maður stefnenda, Jón Steinar Gunn-
laugsson hrl., sagði í samtali við
Morgunblaðið að deilt væri um hvort
skilyrði fyrir leiðréttingu á verði
hefðu komið fram eða ekki. Hvorugur
lögmanna taldi ástæðu til að tjá sig
frekar um málið, enda hafi það ekki
verið tekið fyrir í gær heldur einungis
lögð fram gögn.
Deilt um verðmæti hlut-
ar Dalsmynnis í Orca
Fyrrum hluthafar Orca-hópsins eru
ósáttir við verðið sem þeir fengu fyrir
hlut sinn og vilja fá leiðréttingu til
samræmis við það verð sem Jón Ólafs-
son fékk fyrir sinn hlut í Orca.
Morgunblaðið/Ásdís
Dalsmynni ehf. hefur krafið Jón Ásgeir Jóhannesson og Þorstein Má Bald-
vinsson um 227 m. kr. til greiðslu vegna sölu á hlut Dalsmynnis í Orca SA.
Gylfi Rútsson hefur verið ráðinn
framkvæmdastjóri fjármála- og rekstr-
arsviðs PharmaNor hf. Umrædd staða
varð til við skipulagsbreytingar hjá fé-
laginu sem kynntar
voru í september
síðastliðnum, en
forstjóri félagsins
hefur gegnt henni
tímabundið síðan
þá. Í starfinu felst
m.a. umsjón með
fjármálum, bók-
haldi, upplýs-
ingakerfum, birgða-
stýringu, dreifingu
og almennum rekstrarmálum. Gylfi mun
hefja störf í byrjun febrúar.
Gylfi útskrifaðist sem stúdent frá Verzl-
unarskóla Íslands árið 1982 og sem
viðskiptafræðingur af markaðssviði frá
Háskóla Íslands 1986. Eftir nám starf-
aði hann sem ráðgjafi hjá fjármögn-
unarfyrirtækinu Glitni hf. til ársins
1991. Þá var Gylfi ráðinn sem fjár-
málastjóri tölvufyrirtækisins Sameindar
hf., sem sameinaðist tölvufyrirtækinu
Tæknivali hf. ári síðar.
Var Gylfi framkvæmdastjóri fjár-
málasviðs Tæknivals á árunum 1992 til
1999.
Það sama ár tók hann við stöðu fram-
kvæmdastjóra fjármálasviðs Tals og
hefur gegnt því starfi síðan. Gylfi er
kvæntur Ágústu Kristjánsdóttur, fótaað-
gerða- og snyrtifræðingi, sem rekur
snyrtistofuna Ágústu í Hafnarstræti, og
eiga þau þrjú börn.
Gylfi Rútsson til
PharmaNor hf.
● Hugur hefur tekið við samstarfs-
samningi við finnska hugbúnaðarfyr-
irtækið QPR Management Software
af BSC ráðgjöf og gerst samstarfs-
aðili þeirra hér á landi. Jón Sigurðs-
son eigandi BSC ráðgjafar hefur í
kjölfarið tekið til starfa hjá Hug hf.
QPR var stofnað 1991 og framleiðir
lausnir til að fylgja eftir að-
ferðafræði samhæfðs árangurs-
mats (e. Balanced Scorecard), ABC
kostnaðargreiningar og ferlastjórn-
unar. Hjá QPR starfa 120 manns,
þar af 60 í nýsköpun og þróun.
QPR velti 12,1 milljón evra árið
2001. Meðal viðskiptavina QPR eru
m.a. finnska ríkið, NOKIA, KLM, Ca-
non og stofnanir Sameinuðu þjóð-
anna, að því er fram kemur í frétta-
tilkynningu frá Hug. Hugur hf. er
hluti af EJS samstæðunni. Hugur
hf. sérhæfir sig í viðskiptalausnum
og hjá fyrirtækinu starfa rúmlega
100 manns.
Hugur í samstarf
við Finna● PHILIP Green, athafnamaðurinnsem á síðasta ári yfirtók breska fyr-
irtækið Arcadia, íhugar nú að bjóða
2,9 milljarða punda í smásölukeðj-
una Safeway, eða sem nemur um
368 milljörðum íslenskra króna. Til-
boðið yrði í reiðufé. Green er ekki
fyrstur til að lýsa yfir áhuga á yfirtöku,
því bandaríski risinn Wal-Mart, J.
Sainsbury, annað stærsta smásölu-
fyrirtæki Bretlands, og Kohlberg
Kravis Roberts (KKR) í Bandaríkj-
unum hafa gefið út yfirlýsingar í svip-
aða veru. Áður hafði fyrirtækið Wm
Morrison Supermarkets gert yfirtöku-
tilboð upp á 2,54 milljarða punda.
Green sagði í yfirlýsingu að hann
væri að íhuga málið, sem væri á
frumstigi. Ekki væri víst að af tilboði
yrði. Hann keypti sem fyrr segir smá-
sölufyrirtækið Arcadia síðasta haust
og nam kaupverðið 850 milljónum
punda, eða um 108 milljörðum ís-
lenskra króna. Baugur-ID seldi þá
hlut sinn í Arcadia með 8 milljarða
króna hagnaði.
Green íhugar
boð í Safeway
● VIÐSKIPTAVINIR stærstu bank-
anna í Japan munu á næstunni
þurfa að greiða aukalega fyrir það að
taka út úr hraðbanka á laugardegi.
Greint er frá þessu í vefútgáfu BBC.
Bank of Tokyo-Mitsubishi ætlar að
taka upp sérstakt gjald í febrúar
næstkomandi að jafnvirði um 70 ís-
lenskar krónur fyrir hverja færslu í
hraðbanka, að því er fram kemur í
frétt BBC. Þá segir að Sumitomo
Mitsui-bankinn ætli að leggja á svip-
að gjald í marsmánuði og Mizuho-
bankinn stefni einnig að þessu síðar
á árinu. Það var UFJ-bankinn sem
hóf gjaldtöku fyrir úttekt úr hrað-
banka á laugardögum í síðasta mán-
uði.
Haft er eftir talsmanni Sumitomo
Mitsui-bankans í frétt BBC, að þegar
útibú bankans hafi verið opin á laug-
ardögum hafi því ekki fylgt nokkur
aukakostnaður fyrir bankann að við-
skiptavinir hans notuðu hraðbanka.
Nú þegar bankinn hafi hins vegar
verið lokaður á laugardögum í nærri
áratug vilji bankinn ekki lengur bera
þann aukakostnað sem því fylgir að
halda hraðbönkunum opnum fyrir
hluta viðskiptavinanna. „Kominn sé
tími til að þeir sem nota þjónustuna
greiði fyrir hana,“ er haft eftir tals-
manninum. Hann segir að hins veg-
ar komi á móti þessu að bankinn
hafi komið upp punktakerfi þar sem
þeir er noti netbanka safni punktum,
sem geti vegið upp á móti auka-
kostnaði vegna laugardagsúttektar
úr hraðbanka.
Aukagjald fyrir
úttekt úr hrað-
banka í Japan
BÚNAÐARBANKINN hefur
fengið tvo lögfræðinga utan
bankans til að gefa álit á þeirri
ákvörðun Kauphallar Íslands að
beita bankann févíti
að fjárhæð 4,5 millj-
ónir króna fyrir að
hafa brotið flöggun-
arreglur í tengslum
við gerð samnings
um meðferð hluta-
bréfa í Fjárfesting-
arfélaginu Straumi í
júní í fyrra.
Magnús Gunnars-
son formaður banka-
ráðs Búnaðarbank-
ans segir að málið
hafi verið rætt í gær
innan bankans.
„Okkur þykir mjög miður að
þessi umræða er komin af stað
um bankann og vildum fara yfir
stöðuna. Við sjáum hver svör og
forsendur Kauphallarinnar eru í
þeirra ákvörðun um að beita
bankann févíti. Við höfum líka
farið yfir röksemdir okkar lög-
fræðinga í þessu sem
telja að bankinn hafi
ekki þurft að tilkynna
þessi viðskipti. Það
sem við höfum gert er
að fara fram á það við
tvo lögfræðinga utan
bankans að þeir gefi
okkur umsögn um
þetta þannig að við
fáum fleiri skoðanir á
þessu,“ segir Magnús.
Aðspurður segir
hann að umsagnirnar
liggi vonandi fljótlega
fyrir, annaðhvort í
þessari viku eða í byrjun þeirrar
næstu. Ákvörðun um framhaldið
verði tekin þegar þær liggi fyr-
ir.
Févíti á Búnaðarbankann
Utanaðkomandi
umsagnar leitað NOKKUR munur er á hagvaxtar-spám Greiningardeilda Kaupþings
og Íslandsbanka fyrir árið í ár, eða
0,4–0,6 prósentustig.
Kaupþing endurmat sína spá
fyrr í þessari viku til lækkunar í
samræmi við áætlun Landsvirkjun-
ar þar sem sagt er að fjárfesting
vegna Kárahnjúkavirkjunar verði
20 milljarðar í ár, en ekki 30 millj-
arðar eins og Kaupþing gerði ráð
fyrir í fyrri spá sinni. Miðað við þá
spá var gert ráð fyrir 3,8% hag-
vexti á þessu ári en miðað við hinar
nýju forsendur er gert ráð fyrir að
hagvöxtur verði 2,3–2,5%.
Spá Íslandsbanka frá því í haust
gerði hins vegar ráð fyrir 2,9%
hagvexti í ár með virkjun.
Að sögn Ingólfs Bender, hag-
fræðings hjá Íslandsbanka, er nú
verið að endurskoða hagvaxtar-
spána og telur hann að ekki verði
um að ræða neinar verulegar
breytingar. Hann segir það eðlilegt
að eitthvað beri á milli hjá grein-
ingaraðilum vegna ýmissa óvissu-
þátta. „Frá því síðastliðið haust
höfum við gengið út frá því í okkar
spám að stóriðjuframkvæmdir
færu af stað af fullum krafti á
þessu ári.
Þó að umfang framkvæmdanna
vegna álvers Alcoa sé þekkt þá eru
margir óvissuþættir í spánni. Það
er t.d. óvissa hvaða áhrif fram-
kvæmdirnar hafi á almenna fjár-
festingu í landinu, neyslu, gengi
krónunnar, vexti, stöðu vinnu-
markaðarins og fleiri þætti.
Auk þess er óvissa um stöðu hag-
kerfisins að öðru leyti t.d. þróun
fiskverðs, olíuverðs og stöðu veiði-
stofna og hvort farið verður af stað
í stækkun Norðuráls á árinu.
Það er því eðlilegt að eitthvað
beri á milli hjá greiningaraðilum.
Þegar horft er á stóru myndina er-
um við samt að öllum líkindum að
horfa á rétt ríflega jafnvægishag-
vöxt í ár, 2,5–3,0% sem er rétt ríf-
lega vaxtargeta hagkerfisins til
lengri tíma,“ sagði Ingólfur í sam-
tali við Morgunblaðið.
Munur á hagvaxt-
arspám 0,4–0,6%