Morgunblaðið - 21.01.2003, Side 27

Morgunblaðið - 21.01.2003, Side 27
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. JANÚAR 2003 27 MBA-nám • Öll kennsla fer fram á ensku. • 11 mánaða almennt MBA-nám með áherslu á stefnumótun, stjórnun og fjármál. • Nemendur alls staðar að, hámark 40 þátttakendur. • Meðalaldur 32 ár og 7 ára starfsreynsla. • „Hands-on“ ráðgjafarverkefni. ERTU AÐ SPÁ Í ALÞJÓÐLEGT MBA-nám haustið 2003? Ef þú óskar eftir að komast að í MBA-námið sem hefst í byrjun ágúst vinsamlegast hafðu samband við BI Norwegian School of Management, P.O. Box 9386 Grønland, N-0135 Oslo, Noregi. Sími +47 22 57 62 00, eða mba@bi.no Vefsíða: http://www.bi.no/mba Kynningarfundur á Radisson Hótel Sögu mánudaginn 27. janúar kl. 18:00. Eftir MBA kynninguna verður kynning á tveggja ára alþjóðlegu Master of Science in Business námi við sama skóla. Í JÓLALAGI einu, sem komið hefur Íslendingum í hugljúft hátíð- arskap árum saman, og fólk venju- lega tekur undir klökkt alveg þangað til það opnar pakkastaflann, í því lagi segir svo: Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Að vísu heyrði ég þetta lag aldrei leikið um jólin núna. Kannski var það vegna þess að ég hlustaði ekki nógu mikið á útvarp; nema hafi nagað út- varpsmenn samviskubit af því síð- ustu mánuði hefur þjóðin alls ekki viljað leiða hugann að minnstu bræðrum, öðru nær. Hún hefur vart haldið vatni yfir þeirri kröfu Evrópu- sambandsins að við tökum þátt í að hjálpa fátækum þjóðum upp úr eymd og volæði, upp úr rústum sov- éts. Það er svo sem engin nýlunda að málsvarar auðvalds og einkahags- muna sjái ofsjónum yfir aðstoð til handa fátækum bræðrum. Svo má skýra þessa afstöðu út frá mannleg- um eiginleikum; sagt er að ríkir menn séu ekki ríkir nema af því þeir eru nirflar og Íslendingar eru vissu- lega ein ríkasta þjóð í heimi, þótt því ríkidæmi sé undarlega skipt. Hitt vekur aftur á móti furðu, þegar gamlir talsmenn sósíalisma, jafn- réttis og bræðralags, jafnvel gamlir marxistar sem einu sinni börðust fyrir alþjóðlegu framtíðarlandi, þeg- ar þeir alltíeinu gleyma fornum hug- sjónum og gefa skít í alla fátækt utan Íslands stranda. Nei, nú sameinast fornir fjendur um fræga spurningu: Á ég að gæta bróður míns? Og al- menningur tekur undir feginsam- lega í skoðanakönnun. Eru eigingirni engin takmörk sett? Vér nískupúkar Eftir Gunnar Þorstein Halldórsson Höfundur er íslenskufræðingur. „Nei, nú sameinast fornir fjend- ur um fræga spurningu: Á ég að gæta bróður míns?“ VIÐ úttekt endurskoðunar á fjar- hagsstöðu Hafnarfjarðar hefur kom- ið í ljós að viðvaranir mínar varðandi fjármálastjórn bæjarins hafa verið á rökum reistar. Hér er um alvörumál að ræða sem óábyrgt orðskrúð leysir ekki. Skuldir 619 þúsund krónur á hvern íbúa, einkaframkvæmdir með- taldar, sýna upphæð sem er um 12 milljarðar króna og verður ekki komist undan því að greiða hana ásamt vöxtum. 23 milljarðar Ef miðað er við að greiða skuld- irnar upp á 23 árum, það er þessu kjörtímabili og 5 þeim næstu sýnist mér að greiðslubyrðin verði ekki undir einum milljarði króna á ári miðað við 6% vexti og jafnar ár- greiðslur í 23 ár. Ekki er reiknað með verðbólgu. Engin tekjuskapandi eignamynd- un yrði hjá Hafnarfjarðarbæ í sam- bandi við þessar gífurlegu greiðslur. Jafngreiðslulán gæti létt greiðslu- byrðina. Afborganir mundu þá flytj- ast á framtíðina af meiri þunga og berast uppi af fleiri gjaldendum. Eignasala Hægt væri að minnka skuldir með sölu eigna. Þar er t.d. um að ræða eignir í orkufyrirtækjum, vatnsveit- una, húseignir og höfnina sem er mjög skuldsett. En væri slíkt hag- kvæmt? Getur bæjarfélagið boðið upp á góða framtíð gerist bærinn leiguliði á flestum sviðum? Er ekki hér um eignir að ræða sem gefa þann arð að þær styrki efnahagsstöðu bæjarfélagsins? Eftir því sem bærinn gerist leigu- liði á fleiri sviðum hefur hann minna svigrúm til að gæta hagsmuna bæj- arbúa. Allt eru þetta mál sem þarf að taka stefnumarkandi ákvarðanir um til frambúðar. Samstarf er nauðsynlegt Ég óttast það að mál þessi verði ekki leyst á grundvelli pólitískrar togstreitu. Menn verði að viður- kenna það hvernig komið er og taka höndum saman til að leysa vandann. Það er krafa bæjarbúa að fjármun- um þeirra verði vel varið og ekki síst þegar svo horfir að það verði að leggja verulegar byrðar á fólk með hækkandi skattheimtu og lakari þjónustu. Það verður hver bæjar- fulltrúi að skilja að hann ber ábyrgð gagnvart bæjarbúum. Ný stefna Það gæti verið athugandi að taka um 12 milljarða króna að láni og reyna að komast út úr núverandi skuldasúpu og losa sig úr viðjum samninga um einkaframkvæmdir. Bærinn mundi þá eignast húsnæðið sem á bak við samningana standa. Þó er hætt við að eigendur þeirra verði tregir til að sleppa svo feitum bita. Ef slíkt lán væri jafngreiðslulán með 6% vöxtum tekið til 40 ára sýn- ist mér að árleg greiðslubyrði yrði um 800 milljónir króna. Ráðgjafaráð Eftir eitt heildstæðasta framfara- tímabil í sögu Hafnarfjarðar sem hófst 1962 og stóð óslitið til 1986 þeg- ar við var réttur mjög bágur fjár- hagur bæjarins og bærinn var orð- inn nær skuldlaus og til stórra átaka búinn hófst skuldasöfnun á ný og ár- lega jukust skuldir nema árið 1996. Áður nefnd úttekt sýnir ljóslega hvernig komið er. Það gæti verið skynsamlegt fyrir bæjarstjórn að eiga í bakhöndinni þriggja manna hóp utanaðkomandi fjármálamanna til ráðgjafar. Það mundi sýna ákveð- inn vilja og festu til að taka á erf- iðleikum bæjarins og leysa þá á far- sælan hátt. Breyta þarf lögum Mörg sveitarfélög eru mjög skuld- sett og væri athugandi að breyta lög- um á þann hátt að óheimilt yrði að taka lán sem ekki greiddust innan viðkomandi kjörtímabils til verkefna sem greiða þarf með skatttekjum. Það kæmi í veg fyrir óeðlilega skuldasöfnum og tryggði það að sveitarstjórn hvers kjörtímabils hefði fullan ráðstöfunarrétt yfir tekjum þess. Út af þessu mætti ekki bregða nema allir sveitarstjórnar- menn samþykktu slíka lántöku og fé- lagsmálaráðuneytið staðfesti hana. Fjárhagsstaða Hafnarfjarðar Eftir Pál V. Daníelsson „Það er krafa bæj- arbúa að fjármunum þeirra verði vel varið.“ Höfundur er viðskiptafræðingur. ALLT frá því að stjórnvöld tóku ekki besta tilboði í SR og einka- vinahugtakið varð til hefi ég oftar en ekki verið ósáttur við ríkisfyr- irtækjabraskið. Ekki skilið tilgang þess að selja eignir, sem skila arði í sameiginlega sjóði þjóðarinnar. Deilur um „rétt“ sölugengi ríkis- fyrirtækja sýna að fleiri hafa verið og eru ósáttir. Eini ljósi punkt- urinn var yfirlýst stefna að sölu- verð skyldi nota í niðurgreiðslu er- lendra skulda. Það var svo um haustið 2000 að birtist mynd af Geir Haarde í Mbl. og frétt um að söluverð Símans og ríkisbanka skyldi ekki fara í að greiða niður skuldir. Mig hryllti við væntanlegum deilur um hvernig aurunum skyldi eytt. Í sama blaði var frétt eða deilur um bága stöðu öryrkja og ellilífeyrisþega. Við lest- ur blaðsins sá ég einfalda lausn á þessu öllu. Lausnin felst í því að afhenda landsmönnum hlutabréf í ríkisfyr- irtækjunum í réttu hlutfalli við hvað hver og einn hefur lengi greitt skatta til ríkisins. Þannig væri tryggt að kynslóðin, sem á stærstan þátt í uppbyggingunni, fengi mest. Þeir sem þess þurfa gætu selt bréf sér til framfærslu. Hinir gætu selt bréf og látið gott af sér leiða t.d. til hjálpar öryrkjum og fátækum. Markaðurinn myndi sjá um að rétt gengi kæmi á hluta- bréfin svo ekki þyrfti að rífast um það eins og jafnan áður. Ekki er ólíklegt að aftur kæmi svipað góð- æri og þegar kvótakóngar kepptust við að eyða gjafakvótanum. Loks væri þjóðin laus við einkavæðing- arnefnd og kostnað, sem henni hef- ur fylgt. Hugmyndina fékk ég í flugvél á leið til landsins. Var svo heppinn að lenda í sæti það framarlega að ég fékk að deila Mogganum með fimm öðrum. Lengi gerði ég mér ekki grein fyrir, hvað hún er mikið snjallræði. Taldi hana eitthvert há- loftarugl, sem best væri að halda fyrir sig sjálfan. Nú tveimur árum seinna, þegar litið er yfir farinn veg, finnst mér rétt að koma henni á framfæri. Ekki er búið að selja Símann, en einkavæðingin þó komin það langt, að hann er nú leiguliði í „eigin“ húsnæði. Á sama tíma hefur ríkið kostað 100 millj. kr. í endurbætur á leiguhúsnæði fyrir Alþingi. Hefði ekki verið nær að kaupa hús Sím- ans við hlið Alþingis? Síminn er með þrjá forstjóra á launum. Þar af einn með svo stóran heiman- mund að renturnar eru æviráðning um alla eilífð. Ráðherrann sem ber ábyrgð á sukkinu situr sem fastast og mun væntanlega fljóta aftur inn á þing í skjóli vafasams prófkjörs svo ekki sé meira sagt. LÍ var seldur nokkrum mánuð- um áður en hann var seldur. Það dróst bara að skrifa undir, því að tvær virtar endurskoðunarskrif- stofur voru ekki sammála um verð- ið. Sagt var að munaði tveimur milljörðum (aðeins). Á meðan hækkaði gengi krónunnar og mað- ur velti fyrir sér, hvað Samson ávaxtaði sjóðinn mikið fram að undirskrift og greiðslu, því óvíða eru vextir og ávöxtun eins há og á Íslandi. Nú er búið að skrifa undir á gamla genginu og ýmsum spurn- ingum enn ósvarað. Drottningin segir reyndar að gengið skipti engu máli. Peningarnir komi aldrei inn í landið. Áður var hún óspör á yf- irlýsingar um að drjúgur hluti færi í byggðamál. Skipti gengið engu máli geta þá ekki þeir, sem nú fá greitt fyrir útfluttar afurðir, gert kröfu um að fá yfirfært í krónur á gamla genginu, t.d. hjá LÍ? Það kæmi sér örugglega vel fyrir hinar dreifðu byggðir landsins. Í sambandi við gengið og verð- mat bankans vaknar sú spurning, hvort verðmæti hans hefði ekki átt að hækka í réttu hlutfalli við hærra gengi á krónu? Bankinn ábyrgist há lán í erlendum gjaldmiðlum, sem lækka í krónum talið við hækkandi gengi krónu. Áður hefur komið fram og ekki veriðsvarað óvissa um mat á lista- verkum bankans. Í því sambandi hefi ég spurt mig hvernig skyldu fasteignir bankans um land allt metnar? Á hvað er t.d. húsið í Austurstræti metið? Þetta eru ef- laust barnalegar spurningar og kannski kemur mér þetta ekkert við, en fyrir u.þ.b. 55 árum tæmdi ég í fyrsta skipti sparibaukinn minn í þessu húsi. Hvað um það, enn er hægt að senda landsmönnum hlutabréf sín í Símanum t.d. í umslagi með skatt- skýrslunni. Reykvíkingar hafa væntanlega ekkert á móti því að fá hlut sinn í Landsvirkjun. Það væri margfalt giftusamlegra en að hneppa okkur í ábyrgð fyrir Kára- hnjúkum, þar til verðgildi fyrirtæk- isins er komið það langt niður að einhver kjölfestufjárfestirinn getur „keypt“ það og selt. Gjafabréf Eftir Sigurð Oddsson Höfundur er verkfræðingur. „Lausnin felst í því að afhenda lands- mönnum hlutabréf í ríkisfyrir- tækjunum í réttu hlut- falli við hvað hver og einn hefur lengi greitt skatta til ríkisins.“ Stretchbuxur kr. 2.900 Konubuxur frá kr. 1.690 Dragtir, kjólar, blússur og pils. Ódýr náttfatnaður. Brandtex fatnaður Nýbýlavegi 12, sími 5544433 Stretchbuxur kr. 2.90 Konubux r frá kr. 1.790 ragtir, kjólar, blús ur og pils. Ódýr nát fatna Síðumúla 34 - sími 568 6076 Antik er fjárfesting Antik er lífsstíll

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.