Morgunblaðið - 21.01.2003, Page 34

Morgunblaðið - 21.01.2003, Page 34
MINNINGAR 34 ÞRIÐJUDAGUR 21. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Erna GeirlaugÁrnadóttir Mathiesen fæddist á Austurgötu 29 í Hafn- arfirði 12. apríl 1928. Hún lést á kvenna- deild Landspítalans við Hringbraut 12. janúar síðastliðinn. Erna var elst þriggja barna hjónanna Svövu Einarsdóttur Mathiesen húsmóður, f. 28. júlí 1906, d. 23. mars 1995, og Árna M. Mathiesen, lyfja- fræðings og verslun- armanns, f. 27. júlí 1903, d. 8. apríl 1946. Bræður Ernu eru: Matthías, f. 6. ágúst 1931, kvæntur Sigrúnu Þorgilsdóttur, þau eiga þrjú börn, og Einar Þ., f. 25. júní 1935, d. 25. júlí 1993, kvæntur Ernu Ingi- björgu Sveinbjörnsdóttur, þau eiga fimm börn, en Einar átti son fyrir hjónaband. Hinn 17. desember 1949 giftist Erna Sigurði Erni Hjálmtýssyni, f. 28. maí 1918, d. 20. ágúst 1994. Sigurður Örn var sonur hjónanna Lucindu, fædd Hansen, Sigurðs- son, f. 13. mars 1890, d. 17. júní 1966, og Hjálmtýs Sigurðssonar, f. 14. apríl 1878, d. 5. júlí 1956. Erna og Sigurður eignuðust fjögur börn: 1) Árni Matthías, f. 21. maí 1950, kvæntur Eygló Hauksdóttur, þau eiga soninn Sigurð Örn, í sam- búð með Margréti Valdimarsdótt- ur og dótturina Ernu Geirlaugu. 2) Valgerður, f. 5. nóvember 1953, gift Friðbirni Björnssyni, þau eiga þrjár dætur, þær eru: a) Lucinda Svava, gift Erlingi Arnari Óskarssyni, þau eiga fjögur börn, þau Friðbjörn Óskar, Tinnu, Erling Arnar og Valgerði, b) Theó- dóra, í sambúð með Sveini Pálssyni, þau eiga eina dóttur Birgittu og c) Ólafía. 3) Hjálmtýr, f. 1. des- ember 1956, í sam- búð með Kristínu Edvardsdóttur. Hjálmtýr á soninn Daníel Guðmund, Kristín á þrjú börn, þau Edvard, Berglindi og Geir. 4) Hrafnhildur, f. 4. febrúar 1960, gift Lárusi Bjarnasyni, þau eiga þrjú börn Svövu, Árna Geir og Ingibjörgu. Erna útskrifaðist frá Kvenna- skólanum í Reykjavík vorið1946, að námi loknu dvaldi hún í Eng- landi við nám á árunum 1946– 1947. Er heim kom starfaði Erna við Verslun Einars Þorgilssonar og síðar í viðskiptaráðuneytinu. Hún var heimavinnandi húsmóðir á uppvaxtarárum barna sinna, fór síðan aftur út á vinnumarkaðinn þar sem hún starfaði við skrif- stofustörf, síðast hjá Trygginga- stofnun ríkisins. Erna sinnti félagsstörfum vel og var um árabil formaður Kven- félags Garðahrepps. Útför Ernu Geirlaugar verður gerð frá Hafnarfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Elsku Erna, það er með söknuði og þakklæti sem ég kveð þig. Þegar ég hugsa til baka er mér efst í huga þegar ég kom fyrst til ykkar Sigga í Aratúnið og hitti þig þessa glæsilegu og stoltu konu og fallegra heimili var vandfundið. Eftir að við Árni giftum okkur og Öddi var kominn í heiminn fórum við að líta í kringum okkur og ætluðum að leigja okkur íbúð, þá sagðir þú okkur frá því að það ætti að fara að byggja blokkir í norðurbænum í Hafnarfirði, okkur fannst þetta nú hálf skrítið því að þar var bara hraun, en þú dreifst okkur á skrifstofuna sem var að auglýsa íbúðir í þessu nýja hverfi og það gekk eftir, við keyptum íbúð í blokk sem ekki var búið að reisa, en það var ekkert vandamál, því að ekkert var sjálfsagðara hjá þér og Sigga en að við byggjum hjá ykkur í Aratúninu þar til íbúðin yrði tilbúin, þessi hjálp var okkur ómetanleg. Þetta lýsir þér mjög vel, alltaf varst þú tilbúin til að hvetja okkur í öllu sem við tókum okkur fyrir hendur, þú fylgdist alltaf vel með börnum, tengdabörnum barnabörnum og barnabarnabörnum og margar góðar stundir áttum við öll saman hjá þér fyrst í Aratúninu síðan í Grafarvog- inum og núna síðast á Hringbraut- inni. En nú er kveðjustundin komin elsku Erna, minningarnar um þig munu alltaf lifa í hjarta mínu, guð geymi þig og varðveiti. Þín tengdadóttir Eygló. Í dag er borin til foldar elskuleg tengdamóðir mína Erna Á. Mathie- sen. Fréttin af andláti Ernu kom flatt upp á fjölskylduna þrátt fyrir und- anfarandi veikindi því útlit var fyrir góðan bata í kjölfar erfiðra læknisað- gerða. Margs er að minnast og margt ber að þakka. Kynni okkar Ernu hafa staðið frá því árið 1979. Þau Erna og Sigurður voru ásamt foreldrum mín- um sú stoð sem studdi okkur Hrafn- hildi til dáða og án þeirra fulltingis hefðum við að öllum líkindum ekki náð að ljúka námi okkar og koma undir okkur fótunum í lífsbaráttunni. Erna var ætíð boðin og búin að gæta fyrir okkur barnanna og lagði á sig löng og ströng ferðalög til þess bæði fyrir sunnan, vestur á firði og austur á land, allt eftir því hvar við bjuggum hverju sinni. Þá fengu þau Hrafnhild- ur og Árni Geir inni hjá þeim hjónum meðan Hrafnhildur var í námi í Þorskaþjálfaskólanum og eins skaut Erna skjólshúsi yfir Svövu okkar þegar hún var í Kvennaskólanum. Loks gistum við nær undantekninga- laust hjá þeim í fjölmörgum Reykja- víkurferðum. Allt þetta þökkum við nú að leiðarlokum. Margar góðar samverustundir koma upp í hugann. Ber þar hæst frá- bærar móttökur og góða gestrisni þeirra hjóna í Fannafold 10, þar sem stórfjölskyldan kom jafnan saman til veislu- og hátíðahalda. Þá var áber- andi hversu mikil móðir og amma Erna var. Hélt hún um taumana og sá til þess að hin góðu fjölskyldugildi fengju notið sín og sá um að sam- bandið á milli fjölskyldna barna hennar og barnabarna trosnaði ekki. Allt gerði hún þetta af svo mikilli lip- urð, að það er ekki fyrr en eftir á að maður áttar sig á því hve hönduglega var að staðið og hversu mikilvægt er að huga að slíku. Þá er og að minnast margra góðra stunda sem við áttum á ferðalögum bæði innanlands og er- lendis. Ég kveð því með söknuði og hrygg- um huga góða vinkonu, sem reynst hefur mér og mínum frábærlega. Efst er mér í huga þakklæti fyrir að hafa verið þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að vera samferðamaður Ernu í lífs- ins ólgusjó. Nú ertu leidd, mín ljúfa, lystigarð Drottins í, þar áttu hvíld að hafa hörmunga’ og rauna frí, við Guð þú mátt nú mæla, miklu fegri en sól unan og eilíf sæla er þín hjá lambsins stól. (Hallgrímur Pétursson.) Lárus Bjarnason. Elsku amma Erna, nú er komið að kveðjustund. Ég kveð þig með miklum söknuði en jafnframt miklu þakklæti fyrir að hafa átt ömmu eins og þig. Síðustu daga hef ég verið að hugsa um allar þær yndislegu stundir sem við áttum saman og veit satt að segja ekki hvar ég á að byrja. Hæst ber þó þegar þú komst í heimsókn til mín til Ítalíu þegar ég stundaði þar nám. Við nöfnurnar vor- um mikið á ferðinni og sátum oft á kaffihúsum í Mílanó og spjölluðum um heima og geima. Ferðin til Rómar var toppurinn á tilverunni. Þar vorum við viðstaddar messu hjá páfanum og skoðuðum saman helstu perlur Rómar. Skemmtilegast fannst þér þó að sitja í spænsku tröppunum og virða fyrir þér fjölskrúðugt mannlífið. Þessi tími okkar saman á Ítalíu er mér ómet- anlegur. Elsku amma mín, ég kveð þig með miklum söknuði og þakka fyrir allar þær góðu stundir sem við áttum sam- an. Þín Erna Geirlaug Árnadóttir. Við andlát tengdamóður minnar Ernu, kveð ég hana með virðingu og þakklæti fyrir vináttu alla, tryggð, hjálpsemi og heilindi þau rúmu þrjá- tíu ár sem við höfum átt samleið. Það er sárt til þess að hugsa að samveru okkar í þessu lífi sé nú lokið. Minning um góða konu mun lifa með mér. Friðbjörn Björnsson. Elskuleg amma mín og góð vin- kona er nú fallin frá. Ég er heppin að hafa deilt því með frændsystkinum mínum að hafa átt yndislegustu ömmu í heimi. Amma var mjúk, hlý og falleg með sitt dökka hörund og leiftrandi brúnu augu. Hún var eins og suðræn gyðja. Ég var alltaf svo stolt af henni, hvar sem hún kom hafði fólk á orði við mig hvað hún væri sjálfstæð og dugleg kona, það gustaði af henni ömmu dugnaðurinn og ákveðnin. Amma bjó yfir miklum fróðleik. Hún var hreinskilin og sjálfri sér samkvæm. Ömmu mun ég sakna allt mitt líf. Sárt er að kveðja góða og fallega vinkonu eins og hana ömmu mína. Elsku hjartans amma mín, þér vil ég þakka fyrir allt sem þú hefur gefið mér af fallega hjartalagi þínu, ég mun halda minningunni um þig á lofti við litlu Birgittu mína sem þér þótti svo vænt um. Ég er svo ánægð að þú varst fyrst í fjölskyldunni til að koma og sjá hana nýfædda, Það er svo mik- ill heiður fyrir okkur mæðgurnar. Elsku amma hafðu þökk fyrir allt og allt. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Þín dótturdóttir Theódóra Friðbjörnsdóttir. Elsku amma. Ég fékk algjört áfall sunnudagsmorguninn 12. janúar þeg- ar mamma hringdi úr bílnum og sagði mér að hún og pabbi væru á leiðinni til þín á spítalann því þú værir svo veik. Ég fékk í magann en ég hugs- aði: ,,nei þetta getur ekki verið satt því þér var að batna“. Næstu tuttugu mínúturnar voru lengi að líða. Þegar síminn hringdi aftur ætlaði ég ekki að þora að svara. Það var þá Habba frænka sem sagði mér að þú hefðir verið farin nokkrum mínútum áður en þau komu. Og elsku Árni frændi, elsti sonur þinn, fastur erlendis og komst ekki til þín. Mikið fann ég til með honum. Elsku amma, þessi dag- ur fór fyrir ofan garð og neðan þenn- an dag hjá mér eins og öllum hinum. Ég er svo þakklát að hafa komið suður um áramótin og hitt þig. Ég man að það síðasta sem þú sagðir við mig var að þú hefðir svo miklar áhyggjur af mér keyrandi ein með börnin í bílnum alla leið austur á Seyðisfjörð. Þú varst svo dugleg. Þú varst búin að fara í tvær svo stórar og ERNA GEIRLAUG ÁRNADÓTTIR MATHIESEN Faðir okkar, tengdafaðir, sonur, bróðir og afi, GUÐNI SIGVALDASON, er lést í Svíþjóð miðvikudaginn 8. janúar, verð- ur jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju miðviku- daginn 22. janúar kl. 10.30. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Um- hyggju, félag langveikra barna. Gísli Guðnason, Soffía Pálmadóttir, Erla Guðnadóttir, Sigurrós Heiða Guðnadóttir, Bjarni Óskarsson, Elsa Guðnadóttir, Erla Gunnarsdóttir, Sigvaldi Búi Bessason, Jón Magngeirsson, Margrét Snorradóttir, Gunnar Sigvaldason, Aðalheiður Sigurðardóttir, Ástríður Sigvaldadóttir, Kristinn Páll Ingvarsson, Þórarinn Sigvaldason, Jóhanna Jóhannesdóttir, Kristinn Sigvaldason, Guðrún Jóhannesdóttir og barnabörn. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, TÓMAS JÓNSSON fyrrverandi brunavörður, Hafnarstræti 21, Akureyri, sem lést mánudaginn 13. janúar, verður jarð- sunginn frá Akureyrarkirkju miðvikudaginn 22. janúar kl. 13.30. Jón Tómasson, Þórey Bergsdóttir, Skjöldur Tómasson, Björk Nóadóttir, Hreinn Tómasson, Þórveig B. Káradóttir, Guðbjörg Tómasdóttir, Axel Guðmundsson, Svala Tómasdóttir, Rafn Herbertsson, Helga Tómasdóttir, Gústaf Eggertsson, barnabörn og barnabarnabörn. Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, bróðir og afi, BJÖRN ÞÓRLEIFSSON skólastjóri, Borgarsíðu 5, Akureyri, lést föstudaginn 17. janúar. Jarðarförin fer fram frá Akureyrarkirkju mánu- daginn 27. janúar kl. 13.30. Júlíana Þórhildur Lárusdóttir, Þórleifur Stefán Björnsson, Rósa Mjöll Heimisdóttir, Héðinn Björnsson, Lárus Arnór Guðmundsson, Þóra Sif Ólafsdóttir, Þórhildur Björnsdóttir, Jóhann Þórhallsson, Sigríður Ásta Björnsdóttir, Þóra Þórleifsdóttir Mothes, Christian Mothes, Hörður Þórleifsson, Svanfríður Larsen, Aron Örn, Katla Þöll og Þórey Edda Þórleifsbörn. Okkar hjartkæri bróðir og fósturfaðir, BJARNI MARINÓ STEFÁNSSON, Lindargötu 63, Reykjavík, lést á heimili sínu laugardaginn 18. janúar. Kjartan Stefánsson, Axelína Stefánsdóttir, Vilborg Björgvinsdóttir, Birgir Björgvinsson, Björk Björgvinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, BJÖRN GUÐMUNDSSON frá Grjótnesi, lést á Landspítalanum við Hringbraut sunnudaginn 19. janúar. Jarðarförin verður auglýst síðar. Þorbjörg Guðmundsdóttir, Þórey Björnsdóttir, Jens Kjartansson, Margrét Björnsdóttir, Jón Hrafnkelsson, Guðmundur Ásgeir Björnsson, Sæunn Gísladóttir, barnabörn og barnabarnabarn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.