Morgunblaðið - 21.01.2003, Síða 39

Morgunblaðið - 21.01.2003, Síða 39
KIRKJUSTARF MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. JANÚAR 2003 39 Áskirkja. Opið hús fyrir alla aldurshópa kl. 10–14 í neðri safnaðarsal kirkjunnar. Byrj- að á kaffisopa og kl. 10.30 er boðið upp á skemmtigöngu um Laugardalinn eða upp- lestur úr góðum bókum fyrir þá sem ekki treysta sér í gönguna. Bæna- og fyrirbæna- stund kl. 12. Fólk sem býr eða starfar í sókninni er hvatt til að koma og eiga kyrrð- arstund í önnum dagsins. Fyrirbænum má koma til starfsfólks kirkjunnar. Að lokinni bænastund gefst þátttakendum kostur á léttum hádegisverði. 12 spora fundur í kvöld kl. 19. Bústaðakirkja. TTT-æskulýðsstarf fyrir 10–12 ára kl. 17. Grensáskirkja. Kyrrðarstund í hádegi kl. 12. Orgelleikur, ritningarlestur, altaris- ganga, fyrirbænir. Léttur málsverður að samverustund lokinni. 10–12 ára starf KFUM-K kl. 17. Hallgrímskirkja. Fyrirbænaguðsþjónusta kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. Eldriborg- arastarf kl. 13. Leikfimi, súpa, kaffi og spjall. Háteigskirkja, eldri borgarar. Á morgun er stutt messa, fyrirbænastund, kl. 11. Súpa og brauð kl. 12. Brids kl. 13. Laugarneskirkja. Fullorðinsfræðsla kl. 20. Bjarni Karlsson sóknarprestur talar. Efni: „Bindindi í ljósi biblíulegarar trúar“. Gott að koma. Gengið inn um dyr á aust- urgafli kirkjunnar. Þriðjudagur með Þor- valdi kl. 21. Lofgjörðarstund þar sem Þor- valdur Halldórsson leiðir söng við undirleik Gunnars Gunnarssonar, en sóknarprestur flytur Guðs orð og bæn. Fyrirbænastund kl. 21.30 í umsjá Margrétar Scheving sál- gæsluþjóns og hennar samstarfsfólks. (Sjá síðu 650 í Textavarpi). Neskirkja. Litli kórinn – kór eldri borgara kl. 16.30. Stjórnandi Inga J. Backman. All- ir velkomnir. Kynning á Alfa kl. 20. Innihald og saga námskeiðs- ins kynnt. Almennar umræður yfir kaffi og veitingum. Umsjón sr. Örn Bárður Jóns- son. Foreldramorgunn miðvikudag kl. 10– 12. Kaffi og spjall. Umsjón Elínborg Lár- usdóttir. Árbæjarkirkja: Foreldramorgunn í safnað- arheimilinu kl.10–12. Hittumst, kynn- umst, fræðumst. Kl.16.15–17.15. STN- starf fyrir 7–9 ára börn. Breiðholtskirkja: Bænaguðsþjónusta með altarisgöngu kl.18.30. Bænaefnum má koma til sóknarprests í viðtalstímum hans. Digraneskirkja: Kirkjustarf aldraðra hefst kl. 11.15 með leikfimi ÍAK. Léttur máls- verður, helgistund, samvera og kaffi. KFUM & KFUK í Digraneskirkju fyrir 10–12 ára krakka kl. 17–18.15. Fræðslusalur opinn fyrir leiki frá 16.30. Alfa kynning- arfundur kl. 20. (sjá nánar www.digranes- kirkja.is) Fella- og Hólakirkja: Fjölskyldustund kl. 10–12 í umsjón Lilju, djákna í safnaðar- heimilinu. Kaffi og notalegheit þar sem heimavinnandi foreldrar hittast í góðu um- hverfi kirkjunnar. Starf fyrir 11–12 ára stúlkur kl. 16.30. Grafarvogskirkja: „Opið hús fyrir eldri borgara kl. 13.30–16. Helgistund, handa- vinna, spil og spjall. Kaffiveitingar og alltaf eitthvað gott með kaffinu. Æskulýðsfélag í Rimaskóla kl. 20–22, fyrir unglinga í 8. bekk. Æskulýðsfélag í Grafarvogskirkju kl. 20–22, fyrir unglinga í 9. og 10. bekk. Hjallakirkja: Bæna- og kyrrðarstund kl. 18. Kópavogskirkja: Foreldramorgunn í dag kl. 10–12 í safnaðarheimilinu Borgum. Lindakirkja: Kl. 10. Mömmumorgunn í safnaðarheimili Lindasóknar, Uppsölum 3. Seljakirkja: mömmumorgunn. Opið hús milli kl. 10 og 12. kaffi og spjall. Æsku- lýðsfundur fyrir 13 ára unglinga (ferming- arbörn) kl. 20. Vídalínskirkja. Opið hús fyrir eldri borgara í safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli kl. 13–16 á vegum kirkjunnar. Spilað og spjallað. Helgistund kl. 16. Fjölbreytt æskulýðs- starf fyrir 9–12 ára stúlkur í safnaðarheim- ilinu Kirkjuhvoli kl. 17.30–18.30 í umsjón KFUK. Víðistaðakirkja. Barnastarf fyrir 8–9 ára börn í dag kl. 17. Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús fyrir 10–12 ára börn í safnaðarheimilinu Strandbergi, Vonarhöfn frá kl. 17–18.30. Fríkirkjan í Hafnarfirði. Opið hús fyrir 7–9 ára börn kl. 16.30–18. Æskulýðsstarf 8. og 9. bekkur kl. 20–22. Lágafellskirkja, barnastarf. Kirkjukrakkar í Lágafellsskóla í dag fyrir 6–7 ára börn kl. 13.15 og 8–9 ára börn kl. 14.30. Umsjón Þórdís djákni. Landakirkja í Vestmannaeyjum. Kl. 15 Kirkjuprakkarar, 6–8 ára krakkar í kirkj- unni. Gæludýradagur. Allt um gæludýr. Sr. Þorvaldur og leiðtogarnir Grindavíkurkirkja. Foreldramorgnar alla þriðjudaga kl. 10–12. Hveragerðiskirkja. Kl. 10 foreldramorg- unn. Skraf og ráðgerð yfir kaffibolla um fyr- irlesara á vorönn. Borgarneskirkja. TTT tíu – tólf ára starf alla þriðjudaga kl. 17–18. Helgistund í kirkjunni sömu daga kl. 18.15– 19. Þorlákskirkja. Fermingarfræðsla í dag kl. 13.40. Krossinn. Almenn samkoma kl. 20.30 í Hlíðasmára 5. Allir velkomnir. Kefas. Bænastund kl. 20.30. Allir vel- komnir. Aðaldeild KFUK. Fundur kl. 20. Lofgjörðar og bænasam- vera í umsjá Þórdísar Ágústsdóttur, Hrann- ar Sigurðardóttur og Kristínar Bjarnadótt- ur. Akureyrarkirkja. Morgunsöngur kl. 10. Fermingarfræðsla kl. 15.30. Hópur 1 (8.A Brekkuskóla og 8.A Lundarskóla). Hveragerðiskirkja. Kl. 10 Foreldramorg- unn, uppbyggjandi samvera fyrir heima- vinnandi foreldra. Safnaðarstarf NÚ hefjast þær að nýju, samverur eldriborgara í Laugarneskirkju, annan hvern fimmtudag. Fimmtu- daginn 23.1. mun Sigurbjörn Þor- kelsson framkvæmdastjóri safn- aðarins stýra samverunni í samvinnu við þjónustuhóp kirkj- unnar og kirkjuvörð. Að dagskrá lokinni verður boðið upp á kaffi- veitingar eins og alltaf er á þess- um samverum. Hver einasta sam- vera er tilhlökkunarefni því margt ber á góma og ætíð er gleðin við völd og er óhætt að hvetja eldra fólk í Laugarnes- hverfi til að fjölmenna áfram og nýta sér þennan vettvang í kirkj- unni sinni. Sóknarprestur. Eldri borgarar í Laugarneskirkju FRÉTTIR UM helgina voru sjö ökumenn grunaðir um ölvun við akstur, 34 um of hraðan akstur og 8 um akstur gegn rauðu ljósi. Aðfaranótt laugardags var eft- irlit með umferð og stöðvaðar rúmlega eitt hundrað bifreiðar. Einn ökumaður reyndist ölvaður, 2 voru ekki með ökuskírteini með- ferðis og 3 voru með útrunnið öku- skírteini en aðrir voru í lagi. Á laugardag féll kona á hálku í Fellahverfi og slasaðist talsvert á hægri hendi. Var hún flutt á slysa- deild með sjúkrabifreið. Á laugardagskvöld var hringt og sagt að rétt í þessu hafi bifreið verið stolið utan við söluturn í Rangárseli en ökumaður brá sér inn og sá á eftir bifreiðinni í átt að Skógarseli er hann kom út. Skömmu síðar var maður stöðv- aður í akstri á bílnum á Stekkjar- bakka. Hann var handtekinn og fluttur á stöð til skýrslutöku og blóðsýnistöku en maðurinn var grunaður um ölvun við akstur. Aðfaranótt sunnudags voru rösklega 300 bifreiðar stöðvaðar við umferðareftirlit og ástand öku- manna kannað. Tveir ökumenn voru grunaðir um ölvun við akstur. Á sunnudagskvöld var tilkynnt um slys á Miklubraut við afrein að Reykjanesbraut. Þarna missti ökumaður vald á bifreið sinni og hafnaði hún á ljósastaur. Ökumað- urinn ætlaði sjálfur til læknis vegna eymsla en bifreiðin var fjar- lægð með kranabifreið. 15 með fíkniefni Um helgina var sem oftar tals- vert svipast um eftir mönnum sem gætu haft fíkniefni meðferðis og fundust 15 slíkir sem höfðu ýmsar tegundir efna í sínum fórum en oftast voru þetta kannabisefni. Á föstudag hafði maður hringt í byggingavöruverslun og pantað parket fyrir talsverða upphæð á nafni annars manns sem á reikn- ing þar. Sá maður var óvænt staddur í versluninni síðar um daginn og þá hafði önnur pöntun komið inn á hans nafni og því var hann spurður út í málið en þá komst svindlið upp. Síðari pönt- unin var fyrir talsvert hærri upp- hæð en sú fyrri. Málið er í rann- sókn. Á föstudagskvöld var tilkynnt um innbrot í skúr í Vesturbænum. Þaðan hafði verið stolið veiðistöng- um, hjólum og fleiru tengdu veið- um auk beisla og svipu. Aðfaranótt laugardags var afar rólegt í miðborginni en töluverð ölvun. Kalt var í veðri. Þá var hringt úr íbúð í aust- urbænum og óskað eftir aðstoð vegna ölvunar og áfloga. Þarna hafði gestkomandi maður veist að tveimur konum. Þær voru með minniháttar áverka á höfði og lög- regla flutti þær á slysadeild. Lögreglumenn voru staddir í Hafnarstræti þegar þeir sáu tvo dyraverði liggja ofan á kvenmanni fyrir utan veitingahús. Þeir tóku stúlkuna inn í lögreglubifreiðina til að ræða við hana. Að sögn dyra- varðanna réðst hún á gest inni á staðnum og þegar henni var vísað út sparkaði hún í dyraverðina. Í lögreglubifreiðinni var ekki hægt að ræða við konuna því hún byrj- aði á því að sparka í einn lögreglu- mann og hrækja á annan. Var því ekki annað hægt að gera en vista konuna í fangaklefa. Síðdegis á laugardag tóku ör- yggisverðir í Kringlunni 13 ára dreng sem var að selja DV en gat ekki gert grein fyrir því hvar hann fékk blöðin. Öryggisverðir höfðu samband við dreifingarstjóra DV sem ekki kannaðist við málið. Talið er að blöðin séu stolin og hafi drengurinn verið að selja þau fyrir aðra. Drengurinn var fluttur heim til foreldra sinna. Þá var maður staðinn að þjófn- aði úr 3 verslunum í Kringlunni en hann hafði stolið fatnaði sem kost- aði tugi þúsunda. Maðurinn var laus að lokinni skýrslutöku. Skömmu eftir miðnætti aðfara- nótt sunnudags kom maður á lög- reglustöðina og sagði að þá skömmu áður hefðu dyraverðir hent honum út úr samkomuhúsi fyrir það að hann hefði verið ókurteis við einn af dyravörðun- um. Þeir hefðu hrint manninum á rúðu sem hefði brotnað. Maðurinn hefði síðan farið í burtu í bifreið með kunningjum en dyraverðirnir hefðu elt þá og lamið í hlið bifreið- arinnar með þeim afleiðingum að hægri framhurð hennar hefði dæl- dast. Maðurinn kvaðst vilja koma þessu á framfæri við lögregluna ef dyraverðirnir kærðu hann fyrir rúðubrot en þeir yrðu kærðir fyrir skemmdir á bifreiðinni. Aðfaranótt sunnudags var mað- ur stöðvaður af öryggisvörðum í verslun en hann hafði stungið inn á sig 2 hangikjötslærum. Ekki varð af því að maður þessi hefði hangi- kjöt í matinn. Talsverður erill var aðfaranótt sunnudags í miðborginni vegna ölvaða manna, áfloga þeirra og óláta. Snemma á sunnudagsmorgun var stór hópur af mjög æstu fólki í Hafnarstræti. Lögreglumenn reyndu að róa mannskapinn en einn maður réðst á lögreglumann. Maðurinn var tekinn og settur í handjárn. Hann kvartaði svo und- an eymslum í hendi og var fluttur á slysadeild en var síðan frjáls ferða sinna. Á sunnudagsmorgun var til- kynnt um innbrot í fyrirtæki í Höfðahverfi. Brotin hafði verið rúða baka til með því að skjóta í gegnum hana með haglabyssu. Stolið var fartölvu og fleiru. Farið var inn í starfsmannaað- stöðu í fyrirtæki í vesturbænum og tekin taska sem í var ferðageisla- spilari, myndavél, GSM-sími og seðlaveski með skilríkjum, greiðslukortum, peningum o.fl. Dagbók LR helgina 17.–20. jan. 2003 Mikið um áflog og ölvun Þorrablót Vals verður haldið í fé- lagsheimilinu á Hlíðarenda laug- ardaginn 25. janúar, húsið opnað kl.19. Boðið verður upp á þorramat og skemmtun. Miðapantanir í Vals- heimilinu í síma eða á netfangi sveinn@valur.is Á NÆSTUNNI Styrkir úr Letter- stedska sjóðnum LETTERSTEDTSKI sjóðurinn hefur það hlutverk að styrkja nor- rænt samstarf og samstarf við Eystrasaltsríkin á sviði rannsókna, lista, vísinda og fræða. Íslands- deild sjóðsins auglýsir eftir um- sóknum um styrki úr sjóðnum árið 2003 og er umsóknarfrestur til 15. febrúar nk. Ekki er um eiginlega náms- styrki að ræða, heldur koma þeir einir til greina, sem lokið hafa námi og hyggja á frekari rann- sóknir eða þekkingaleit á starfs- sviði sínu, svo sem við rannsóknir á vísinda- eða fræðastofnun eða með þátttöku í fundum eða ráð- stefnum. Athygli er vakin á að aðalstjórn sjóðsins veitir einnig styrki til ráð- stefnuhalds, útgáfu rita, norræns samstarfs á sviði lista og til rann- sókna á norrænu samstarfi. Frek- ari uppl. eru á heimasíðu sjóðsins: www.letterstedtska.org. Styrkir eru einungis veittir til ferða milli norrænu landanna og Eystrasaltsríkjanna, en hvorki til ferða innan landanna né til uppi- halds. Umsóknir með greinargóðum upplýsingum um tilgang fararinn- ar skal senda til ritara Íslands- deildar Letterstedska sjóðsins, Snjólaugar G. Ólafsdóttur, Vest- urbrún 36, 104 Reykjavík, fyrir 15. febrúar nk. FEF veitir námsstyrki FÉLAG einstæðra foreldra auglýsir eftir umsóknum um námsstyrki úr námssjóði Félags einstæðra for- eldra. Námssjóðurinn var stofnaður með framlagi frá Rauða krossi Ís- lands árið 1995 og úthlutanir fara fram tvisvar á ári á vor- og haustönn. Styrkirnir eru ætlaður einstæðum foreldrum sem stunda bóknám, verknám eða nám í listgreinum. Markmið styrkjanna er að bæta stöðu einstæðra foreldra á vinnu- markaði. Styrkurinn er fyrst og fremst ætlaður þeim sem ekki njóta námslána hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna eða annarra styrkja. Allir félagsmenn í Félagi einstæðra foreldra árið 2003 geta sótt um styrk. Fjárhagsstaða, félagslegar aðstæður og vottorð frá skóla eru lögð til grundvallar styrkveitingum. Umsóknareyðublöð liggja fyrir á skrifstofu Félags einstæðra foreldra og á heimasíðu félagsins fef.is. Þeir félagsmenn sem búa á Reyjavíkur- svæðinu komi á skrifstofu með um- sóknir en þeim sem búa úti á landi er bent á að þeir geta sent fax (562- 8270) til skrifstofu félagsins eða haft samband við Skrifstofu félagsins í síma eða netfang félagsins fef@fef.- is. Umsóknarfrestur er til 3. febrúar, segir í fréttatilkynningu. Mótmæla hækkunum í heilbrigðis- þjónustu „STJÓRNARFUNDUR Bárunnar, stéttarfélags haldinn 13. janúar sl. mótmælir harðlega þeim hækkunum sem boðaðar hafa verið í heilbrigð- isþjónustunni. Slíkar hækkanir bitna verst á öryrkjum, barnafjölskyldum og þeim sem minnst mega sín. Þá telur stjórn Bárunnar að með þessum hækkunum sé hið opinbera að eyðileggja þá vinnu og viðleitni sem Alþýðusamband Íslands og Samtök atvinnulífsins hafa lagt fram við að halda verðlagi í skefjum,“ seg- ir í frétt frá Bárunni stéttarfélagi. LEIÐRÉTT Rangur fæðingardagur Í formála minningargreina um Boga Ólafsson á blaðsíðu 29 í Morg- unblaðinu fimmtudaginn 16. janúar síðastliðinn var rangt farið með fæð- ingardag hins látna. Bogi fæddist á Hofsstöðum í Álftaneshreppi í Mýra- sýslu 1. nóvember 1910. Clyne Castle Í umfjöllun síðastliðinn laugardag um strand togarans Clyne Castle á Bakkafjöru í Öræfum 1919 er sagt frá því að Jóhann Hansson á Seyð- isfirði hafi keypt skipið og reynt að bjarga því. Þess var ekki getið að Valdór Bóasson, sjómaður og út- vegsbóndi á Hrúteyri við Reyðar- fjörð, var meðeigandi Jóhanns að togaranum og stóð einnig að björg- uninni. Hlutaðeigandi eru beðnir vel- virðingar á þessum mistökum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.