Morgunblaðið - 21.01.2003, Blaðsíða 45
ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. JANÚAR 2003 A 45
FORRÁÐAMENN enska liðsins
Liverpool hafa staðfest að tyrkn-
eska liðið Galatasaray vilji fá varn-
armanninn Abel Xavier að láni út
leiktíðina. Hinn þrítugi landsliðs-
maður frá Portúgal hefur ekki náð
að festa sig í sessi frá því að hann
var keyptur frá Everton á sl. leiktíð.
EVERTON hefur leyst kínverska
leikmanninn Li Weifeng frá samn-
ingi sínum við félagið en hinn 24 ára
gamli varnarmaður fór í desember
til Kína til þess að láta laga nefbrot.
Forráðamenn Everton sögðu í gær
að leikmaðurinn hafi ekki náð að að-
lagast nógu vel á Englandi og hafi
sjálfur óskað eftir því að fá að leika
á ný með liðinu Shanzhen Jian Lia
Bao í Kína.
BOLTON Wanderers tilkynnti í
gær að félagið hafi orðið við ósk
framherjans Michael Ricketts, þess
efnis að hann yrði settur á sölulista
hjá félaginu. Hinn 24 ára gamli
Ricketts hefur verið í herbúðum
Bolton frá því að hann var keyptur
frá Walsall árið 2000 fyrir um 53
milljónir ísl. kr. en Bolton vill fá um
530 milljónir fyrir kappann.
ANNIKA Sörenstam frá Svíþjóð
er besti kvenkylfingur veraldar og
náði besta árangri á mótaröð at-
vinnukvenna í 40 ára sögu keppn-
innar á sl. keppnistímabili en
sænskir íþróttasérfræðingar hafa
hinsvegar ekki útnefnt hana í hóp
þeirra sem koma til greina sem
íþróttakona ársins.
SÆNSKIR íþróttafréttamenn út-
nefndu Sörenstam sem íþróttkonu
ársins á dögunum en í þessu kjöri er
það sérstök dómnefnd sérfræðinga
sem stendur að kjörinu. Sörenstam
segir sjálf að hún sé ósátt við þessa
niðurstöðu enda geti hún vart bætt
árangurinn hún sem náði á sl.
keppnistímabili.
SVISSNESKA knattspyrnuliðið
Wil, sem er sem stendur í fjórða
sæti efstu deildar þar í landi, fékk í
gær leyfi til þess að taka þátt í
deildarkeppninni út leiktíðina eftir
að forráðamenn liðsins gátu sýnt
fram á að félagið hefði nægt fjár-
magn til áframhaldandi reksturs.
Stuðningsmenn liðsins, fyrirtæki
sem og leikmenn, öngluðu saman
tæplega 30 millj. ísl. kr. til þess að
bæta fjárhag liðsins.
FORRÁÐAMENN Tottenham
hafa gefið West Ham leyfi til að
ræða við Les Ferdinand, sem er 36
ára, en hann hefur misst sæti sitt
hjá Tottenham til Robbie Keane.
Ferdinand kom til Lundúnaliðsins
1997 frá Newcastle á sex millj.
punda og skoraði hann fimmtán
mörk í 33 leikjum sl. keppnistímabil,
en hefur aðeins byrjað inná í fimm
leikjum í vetur – skorað tvö mörk.
STEVE Bruce, knattspyrnustjóri
Birmingham, vonast til að geta
gengið frá því að miðjumaðurinn
Piotr Swierczewski, fyrirliði pólska
landsliðsins, komi til liðsins frá
franska liðinu Marseille í dag.
Bruce vill fá hann að láni út keppn-
istímabilið.
ÞÁ hefur Bruce kallað á Robert
Vittek, miðherja Slóvakíu, til æf-
inga á ný hjá liðinu. Hann hefur hug
á að fá hann að láni frá Slovan Brat-
islava út keppnistímabilið.
TYRKNESKA liðið Galatasaray
vill fá portúgalska varnarmanninn
Abel Xavier að láni út keppnistíma-
bilið. Xavier, sem Liverpool keypti
frá Everton, hefur ekki náð að festa
sér í sessi hjá liðinu í vetur.
KÍNVERSKI leikmaðurinn Li
Weifeng er farinn frá Everton, eftir
að ljóst var að hann myndi ekki
komast í liðið. Þessi 24 ára varn-
armaður, sem fór til Kína um fyrir
áramót, er hann nefbrotnaði, mun
ekki koma til Goodison Park á ný.
ALEX Ferguson, knattspyrnu-
stjóri Manchester United, er mjög
spenntur fyrir James Beattie, mið-
herja Southampton, sem er metinn
á 12 millj. punda.
FÓLK
Olson segir að þjóðirnar þrjárhafi keyptu sér allar þátttöku-
réttinn á HM. „Sádi-Arabar borguðu
Suður-Kórumönnum fyrir að stilla
ekki upp sínu sterkasta liði gegn sér
í riðlakeppninni,“ segir Olsson, en
Sádi-Arabar unnu þann leik með
nægilegum markamun til að komast
í undanúrslitin á kostnað Japana.
Einkennileg úrslit litu dagsins ljós í
úrslitunum um HM-sætin, Katar
vann Suður-Kóreu með 15 marka
mun og Sádi-Arabía vann síðan Suð-
ur-Kóreu í úrslitaleik um þriðja sæt-
ið og þar með þátttökurétt í Portú-
gal.
Olsson stýrði liði Sádi-Araba í
heimsmeistarakeppninni í Frakk-
landi fyrir tveimur árum. „Á þeim
tíma var allt í lagi hjá okkur. Við vor-
um bestir í Asíu, að Suður-Kóreu
undanskilinni, og unnum okkur
keppnisréttinn verðskuldað,“ segir
Olsson. Hann hætti að þeirri keppni
lokinni þegar í ljós kom að Sádarnir
hefðu lítinn áhuga á að leggja hart að
sér við að bæta lið sitt og ætluðu sér
að komast á HM með öðrum leiðum.
Samkvæmt Aftonbladet er upp-
lýsingaráðherra Kúveit, furstinn
Ahmed Al-Fahad Al-Sabah, maður-
inn sem stjórnar handknattleiknum í
Asíu, innan vallar og utan, en hann
er jafnframt ráðandi afl í asíska
handknattleikssambandinu. Furst-
inn er einnig sagður vera maðurinn
sem beri mesta ábyrgð á því að Tún-
is hreppti heimsmeistarakeppnina
árið 2005 en ekki Þýskaland og olli
með því alvarlegum klofningi innan
Alþjóðahandknattleikssambandsins.
Olle Olsson, fyrrverandi þjálfari Sádi-Araba
Arabaþjóðirnar
keyptu HM-sætin
OLLE Olsson, fyrrverandi landsliðsþjálfari Sádi-Araba í handknatt-
leik, fullyrðir að arabaþjóðirnar þrjár sem taka þátt í HM í Portúgal,
Sádi-Arabía, Kúveit og Katar, hafi komist þangað með mútu-
greiðslum. Það sé ástæða þess að sterkustu handknattleiksþjóðir
Asíu, Suður-Kórea og Japan, séu ekki með í keppninni að þessu
sinni. Olsson sagði þetta í samtali við sænska dagblaðið Af-
tonbladet.
Sigurður skoraði fimmtugastamark Íslands úr hraðaupp-
hlaupi, 50:13, það var jafnframt 300.
mark hans í landsleik eins og getið er
um annarsstaðar. Svíar voru áður
næst því að rjúfa fimmtíu marka
múrinn. Það var þegar þeir lögðu
Ástralíumenn að velli í HM í Egypta-
landi 1999, 49:17.
Sigurður er nú að leika í sinni ann-
arri HM en hann var með í Svíþjóð
1995. Þá lék hann 5leiki og skoraði
sjö mörk. Sigurður var ekki valinn til
að leika í HM 1995 á Íslandi, 1997 í
Kumamoto og 2001 í Frakklandi.
Gústaf ekki nefbrotinn
Gústaf Bjarnason, hornamaður ís-
lenska landsliðsins í handknattleik,
hóf leikinn gegn Ástralíu í Viseu í
gær og skoraði alls þrjú mörk í leikn-
um. Hann varð hins vegar fyrir því
óláni að fá högg á nefið um miðjan
fyrri hálfleik og blæddi hressilega
úr. „Ég er ekki nefbrotinn en það
blæddi það mikið á eftir þannig að ég
gat ekki farið inn á aftur. Það var
bara troðið í nasirnar bómull til þess
að stöðva blæðinguna og ég horfði á
það sem eftir var. Það er ekki mikið
um leikinn að segja. Yfirburðir okk-
ar voru miklir og nú tekur við næsta
verkefni gegn Grænlendingum og ég
verð tilbúinn í slaginn í þann leik,“
sagði Gústaf í gærkvöld.
Sigurður gerði
sögulegt mark
SIGURÐUR Bjarnason, lands-
liðsmaður í handknattleik og
leikmaður með þýska liðinu
Watzlar, skoraði afar sögulegt
mark gegn Ástralíu. Hann var
fyrsti leikmaðurinn í sögu HM til
að skora fimmtugasta mark fyrir
landslið í leik.
Morgunblaðið/Sverrir
Róbert Sighvatsson, línumaðurinn sterki, skoraði 1.400. HM-
mark Íslands, þegar hann skoraði 25. markið gegn Ástralíu,
25:6, eftir línusendingu frá Degi Sigurðssyni.
/. & 0
1
/2
! 34 5 *4
1
/2
! 34 5 *4
! 34 5 *4
5
5
5
5
5
4
3
5
4
3
6
4
7 -)6
6868
&
&
5
-)4
5
-)4
5 9
: *
; %< 3
&<)
&)
3+6 *
1 <
= - 3
2 4
= - 3
&> *-
4
&*?-.
@>. . *
2 4
A. 3
B 3
@>. . *
#C #C #C :
7
/
/55
/55
/55
/556
/557
/557
/55
/543
/543
/5
/5
/53/
/564
D4
/
/
7
/
/
/
/
5
4
3
6
7
/
/ Sigurður Bjarnason skoraði
sögulegt mark á HM.
GUÐMUNDUR Þ. Guð-
mundsson landsliðsþjálfari
tilkynnti í gærmorgun um 15
leikmenn sem hann hyggst
nota á heimsmeistaramótinu,
en fyrir mótið verður hvert
land að tilkynna formlega til
mótsstjórnar hvaða leikmenn
það ætlar að nota. Alls má
hvert landslið tefla fram 16
leikmönnum. Snorri Steinn
Guðjónsson var sá eini úr ís-
lenska hópnum sem ekki var
tilkynntur til mótsstjórnar í
gær. Guðmundur hyggst
halda einu sæti opnu fram
eftir móti og að öllu for-
fallalausu má reikna með að
hann kalli Snorra Stein inn í
hópinn þegar á mótið líður
nema meiðsli markvarða
komi upp á, þá verður feng-
inn markmaður frá Íslandi
og mun Birkir Ívar Guð-
mundsson, Haukum, vera í
startholunum.
Snorri
Steinn
bíður
LJÓSIN í hinni nýju íþrótta-
höll í Viseu í Portúgal gáfu sig
þegar Guðjón Valur Sigurðs-
son skoraði 45:13 þegar 8,30
mín. voru til leiksloka. Þau
komu ekki aftur á fyrr en eftir
32 mínútur. Ástæðan fyrir því
að ljósin gáfu sig er talin sú að
skammhlaup hafi orðið vegna
mikilla rigninga sem hafa ver-
ið í Portúgal..
Ljósin gáfu
sig í Viseu