Morgunblaðið - 01.02.2003, Page 41

Morgunblaðið - 01.02.2003, Page 41
Bob Hansen frá Bandaríkjunum kynnir nýjungar frá Apollo mánudaginn 3. og þriðjudaginn 4. febrúar. Af því tilefni erum við með sérstakt tilboð þessa daga. POTTÞÉTT MEIRA HÁR! Hárþynning er vandamál -og þú er ekki ein um það Hringbraut 119 Tímapantanir í síma 552-2099 SKOÐUN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. FEBRÚAR 2003 41 Í VIÐTALI einhvers fjölmiðils við þig kom fram að þú teldir að stefna Samfylkingar í sjávarútvegsmálum væri hin sama og Frjálslynda flokks- ins. Þetta er mikill misskilningur, raunar grundvallar misskilningur. Ég mun í orðsendingu þessari upp- lýsa þig um stöðu mála hjá Samfylk- ingu eins og ég veit hana réttasta. Muntu þá væntanlega sjá að þú átt verk að vinna að sveigja stefnu þeirr- ar fylkingar inn á þína ákveðnu braut í útvegsmálum, sem margoft hefir fram komið í einörðum skrifum þín- um og á fulla samleið með stefnu Frjálslynda flokksins. Það verður að segja hverja sögu eins og hún gengur. Satt bezt að segja hefir þeim flokkum, sem sam- einuðust í Samfylkingu, gengið ákaf- lega illa að samræma sjónarmið sín. Það má kannski kalla flimtan, þegar kallsað er með að þessi nýi flokkur sé rótklofinn í flestum málum sem máli skipta. Ekki tvíklofinn heldur þríklof- inn lengstum. Og sá góði og geðugi drengur, Össur, hefir af kappi stritað við að standa samtímis í þrjá fætur – en gengið misjafnlega sem vonlegt er. Raunalegt var t.d. að sjá afstöðu nýju hjáleigunnar þinnar í deCode- málinu. Þar stóð Össur í einn fót og greiddi götu glapræðisins með hjá- setu. Hinir tveir hlupu útundan sér: Annar andvígur en hinn flúði á dyr við afgreiðslu málsins í alþingi. Og þá að aðalefni orðsendingar: Það hefir áður margsinnis komið fram að við erum fullkomlega sam- mála um svikabrögð stjórnarflokk- anna, sem forysta Sjálfstæðisflokks- ins átti frumkvæði að, að lýsa sáttfýsi í sjávarútvegsmálum fyrir kosning- arnar 1999. Það hefir einnig komið fram álit okkar á því hvernig svika- leiðin var þrædd með skipan hinnar svonefndu Auðlindanefndar. Ég leyfi mér að vitna í grein þína í Morgunblaðinu 30. sept. 2001: ,,Nefndin góða sem ríkisstjórnin skipaði til að finna sættir um fisk- veiðistjórnina, hefur lokið störfum. Ekki náðist samkomulag í nefndinni og meirihluti hennar leggur til að tekið verði upp auðlindagjald, mála- myndagjald upp á einn milljarð, enda verði felld niður gjöld á móti, nokk- urn veginn sem því nemur. Og svo er þeim gert að greiða hálfan milljarð til viðbótar ef afkoman leyfir! Má ég minna á að samanlagt er kvótinn metinn á þrjú hundruð milljarða. Ef þetta verður niðurstaðan og rík- isstjórnin og sjávarútvegsráðherra gegna tillögum meirihluta nefndar- innar, er ljóst, að engar sættir hafa náðst, enginn friður er fyrirsjáanleg- ur, og engin málamiðlun eru uppi á borðinu hjá þeim ráðamönnum sem settu nefndina á laggirnar og töluðu til þjóðarinnar í sáttatón. Mér er nær að fullyrða að þessi málalok flokkist undir ögrun gagn- vart þjóðarviljanum og hagsmunum heildarinnar. Hún er móðgun og brigð á loforðum sem gefin voru fyrir síðustu alþingiskosningar, þess efnis að koma til móts við þá kröfu og þann vilja íslensku þjóðarinnar að fiskur- inn í sjónum væri ekki gefinn ókeypis til nokkurra útvaldra einstaklinga og fyrirtækja; að hann væri ekki hafður að féþúfu sérhagsmuna; að hann væri ekki einkaeign lénsherra og sæ- greifa. Afkomutengt auðlindagjald er kattarþvottur. Yfirklór.“ Undir nefndarálitið, sem þú ert þarna að vitna til, skrifuðu allir þrír þingmenn Samfylkingar, sem sæti áttu í Auðlindanefnd – fyrirvaralaust. Var þó augljóst af fyrirvörum fulltrúa sægreifanna hvor leiðin yrði valin, auðlindagjaldið afkomutengda, sem þú lýsir svo vel eða fyrning veiði- heimilda. Aðeins þrír þingmenn Samfylking- ar hafa haft afstöðu í fiskveiðistjórn- unarmálinu, sem einsýnt er að okkur tveim er að skapi, Jóhann Ársælsson, Karl Matthíasson og Gísli Einarsson. Enda er fylkingin að losa sig við hina tvo síðarnefndu af þingi. Greinarhöfundur hefir það eftir manni nákomnum Sighvati Björg- vinssyni að Sighvatur hafi sagt af sér þingmennsku, af því sem honum hafi sýnzt örlög Vestfjarða ráðin, þar sem borin von virtist að gereyðingarvopni kvótakerfisins yrði bægt frá kjör- dæmi hans. Mun tvískinnungur – eða öllu heldur þrískinnungur – hins nýja þingflokks Samfylkingar í málinu hafa ýtt undir ákvörðun hans öðru fremur. Fyrir einarða baráttu þremenn- inganna var ofin værðarvoð að breiða yfir tvískinnunginn. Fyrningarleiðin skyldi valin og hún nái fram að ganga á 20 – tuttugu – árum! Svo harkalega láta nú lénsherrar greipar sópa um auðlind okkar, að við getum séð í hendi okkar hvernig fara muni á aldarfimmtungi! Aðalerindi mitt raunar, með þessu tilskrifi, er að vekja athygli þína á hver mestu ræður í Samfylkingu um afstöðu til auðlindamála. Sá heitir Ágúst Einarsson, hinn sami sem fékk gefins hinn svonefnda skipstjóra- kvóta um árið, metinn á tæpa 3 – þrjá – milljarða króna, enda á nú greifinn um 20% í Granda hf. sem er á fullu skriði að leggja undir sig þriðjung fiskveiðiheimilda þjóðarinnar á móti Eimskipi og Samherja. Eftir landsfund Sjálfstæðisflokks- ins í október 2001, birtist eftirfarandi á vefsíðu Ágústs, og einnig í Frétta- blaðinu 16. október undir fyrirsögn- inni: ,,Merk tíðindi af landsfundi Sjálfstæðisflokksins“. Þar segir hinn nýi sessunautur þinn í þjóðmálum m.a.: ,,Yfirgnæfandi stuðningur Sjálf- stæðisflokksins við veiðileyfagjald eru stórmerk tíðindi en flokkurinn hefur tafið framgang þess í mörg ár. Þetta er langmikilvægasta ákvörðun landsfundarins og í vetur verða því afgreidd lög á Alþingi um að taka upp veiðileyfagjald. Það hillir einnig í lausn gagnvart smábátum. Það var snjallt á landsfundinum að láta málin ganga skýrt til atkvæða þannig að af- dráttarlaus niðurstaða fékkst. Minni- hlutinn verður að sætta sig við hlut- skipti sitt þótt baráttan haldi áfram en þetta er dæmi um góð lýðræðisleg vinnubrögð. Hins vegar hefði verið miklu betra fyrir alla ef þessi niður- staða hefði fengist fyrir nokkrum ár- um …“ Þá veiztu það. Þarna talar einn af valdamestu mönnum Samfylkingar, sem greiðir helftina af herkostnaði flokksins, m.a. kostnað við framboð þitt í Reykjavík norður. Ágúst er ný- stiginn niður úr stól formanns fram- kvæmdastjórnar Samfylkingarinnar og mun náðarsamlegast hafa leyft flokknum að veifa 20 ára fyrningar- flagginu. Þegar sett höfðu verið lögin um auðlindagjald skrifaði Ágúst kvótagreifi: ,,Ríkisstjórnin hefur tek- ið deiluna um sjávarútvegsmál út af dagskrá.“ Í hinni áður áminnztu grein þinni segir þú í lok hennar: ,,Nú bendir hinsvegar flest til þess að hinn ráðandi meirihluti á Alþingi ætli sér að ulla framan í okkur, hundsa með öllu þá biðlund og bón, að bragarbót verði gerð sem dugi. Af- komutengt auðlindagjald! Ef þetta er svarið, ef þetta verður sáttatilboðið, þá er það lítilsvirðing og létt spaug, sem ekki er hægt annað en að hlæja við, ef manni væri hlátur í hug. En þetta er ekkert aðhlátursefni. Því miður.“ Vegna drengilegrar afstöðu þinnar til fiskveiðistjórnarfargansins frá upphafi set ég allt mitt traust á þig sem nýjan áhrifamann í Samfylk- ingu. Að þér takist að gera hana að einlægum stuðningsflokki gagnbylt- ingar í sjávarútvegsmálum, sem ís- lenzkri þjóð liggur lífið á að hrundið verði strax af stað. Í því sambandi þarft þú sérstaklega að vara þig á Ágústi ullara. Mundu orð mín: Ef Samfylkingin á eftir að semja við annan hvorn kvóta- flokkanna um stjórn landsins, verður hin yfirborðskennda sjávarútvegs- stefna þeirra fyrsta málið sem þeir taka út af dagskrá. ORÐSENDING TIL E.B. SCHRAM Eftir Sverri Hermannsson „Aðalerindi mitt raunar, með þessu tilskrifi, er að vekja at- hygli þína á hver mestu ræður í Samfylkingu um afstöðu til auðlinda- mála.“ Höfundur er formaður Frjálslynda flokksins. DILBERT mbl.is Gjafavara – matar- og kaffistell . All ir verðflokkar. - Gæðavara Heimsfrægir hönnuðir m.a. Gianni Versace. VERSLUNIN Laugavegi 52, s. 562 4244. POTTÞÉTT MEIRA HÁR! Hárþynning er vandamál -og þú er ekki einn um það Bob Hansen frá Bandaríkjunum kynnir nýjungar frá Apollo mánudaginn 3. og þriðjudaginn 4. febrúar. Af því tilefni erum við með sérstakt tilboð þessa daga. Hringbraut 119 Tímapantanir í síma 552-2099

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.