Morgunblaðið - 02.02.2003, Page 14
14 SUNNUDAGUR 2. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ
H
VAÐ gerir lítill bóka-
ormur þegar uppáhalds-
rithöfundurinn hans flyt-
ur í næsta hús? Hann
neytir auðvitað allra
bragða til að komast í ná-
vígi við hann, þ.m.t. að
klifra upp á húsþökum –
rétt eins og Didda, 9 ára
stelpuhnokki úr Reykjanesbæ, veigrar sér
ekki við að gera til að ná athygli rithöfundarins
Filiphusar í nýrri kvikmynd eftir Kristlaugu
Maríu Sigurðardóttur „Didda og dauði kött-
urinn.“ Hvaða síðan gerist fá íslenskir kvik-
myndahúsagestir brátt að sjá því að kvikmynd-
in verður frumsýnd í Sambíóinu í Keflavík
fimmtudaginn 6. febrúar og fer daginn eftir í
almennar sýningar.
Heimilisföst á skemmtistað
Didda og dauði kötturinn er byggð á sam-
nefndri sögu Kristlaugar Maríu eða Kikku eins
og hún er oftast kölluð og gerist í Reykja-
nesbæ. Eins og kemur í ljós þegar slegið er á
þráðinn til Kristlaugar til að falast eftir viðtali
festu þau hjónin einmitt kaup á húsi í bænum
fyrir tveimur árum. „Við áttuðum okkur fljótt á
því þegar við fórum að svipast um eftir stærri
eign að við hefðum tæpast efni á að kaupa
nema risíbúð í miðbæ Reykjavíkur. Maðurinn
minn er úr Keflavík og endirinn varð sá að við
keyptum hérna 300 fm einbýlishús fyrir sama
pening. Húsið okkar er reyndar ekkert venju-
legt einbýlishús því að áður en við fluttum
hingað var í því safnaðarheimili Keflavíkur-
kirkju og samkvæmt Fasteignaskrá ríkisins
búum við á skemmtistað!
Ég þekki sögu hússins ekkert sérstaklega
vel að öðru leyti en því að ég veit að Rögnvald-
ur Ólafsson arkitekt hannaði húsið fyrir Þor-
grím lækni Þórðarson árið 1912. Upp úr því
hefur sjálfsagt verið hafist handa við fram-
kvæmdir. Okkur líður rosalega vel í þessu húsi
– og reyndar bæjarfélaginu sjálfu. Viltu endi-
lega muna eftir að skrifa í viðtalinu að Keflavík
sé dásamlegur bær?“ biður Kristlaug og gerir
ekki mikið úr fjarlægðinni á milli Reykjanes-
bæjar og höfuðborgarsvæðisins. „Ég hef aldrei
getað skilið hvers vegna fólk talar um Keflavík
eins og bæjarfélag á annarri plánetu. Héðan er
aðeins 30 mínútna akstur til Hafnarfjarðar og
45 mínútna akstur til Reykjavíkur á góðum
vegi.“
Fyrstu skrefin í eigin rekstri
Kristlaug er tekin á orðinu. Samtalið við
hana og Helgu Brögu Jónsdóttur, eina af aðal-
leikkonunum í kvikmyndinni, fer því fram í
Morgunblaðið/Golli
Didda og dauði kötturinn er
ekki einföld í roðinu. Anna G.
Ólafsdóttir spjallaði við Krist-
laugu Maríu Sigurðardóttur
handritshöfund og Helgu
Brögu Jónsdóttur leikkonu um
þessa fjölskyldu-, spennu- og
gamanmynd.
Upphafið að
stórveldi
Kristlaug María og Helga Braga eru gamlar vinkonur. Helga Braga segist hafa notið þess að leika Vöndu, „Vondu“: „Hlutverkið var eins og sniðið fyrir mig.“