Morgunblaðið - 02.02.2003, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 02.02.2003, Qupperneq 14
14 SUNNUDAGUR 2. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ H VAÐ gerir lítill bóka- ormur þegar uppáhalds- rithöfundurinn hans flyt- ur í næsta hús? Hann neytir auðvitað allra bragða til að komast í ná- vígi við hann, þ.m.t. að klifra upp á húsþökum – rétt eins og Didda, 9 ára stelpuhnokki úr Reykjanesbæ, veigrar sér ekki við að gera til að ná athygli rithöfundarins Filiphusar í nýrri kvikmynd eftir Kristlaugu Maríu Sigurðardóttur „Didda og dauði kött- urinn.“ Hvaða síðan gerist fá íslenskir kvik- myndahúsagestir brátt að sjá því að kvikmynd- in verður frumsýnd í Sambíóinu í Keflavík fimmtudaginn 6. febrúar og fer daginn eftir í almennar sýningar. Heimilisföst á skemmtistað Didda og dauði kötturinn er byggð á sam- nefndri sögu Kristlaugar Maríu eða Kikku eins og hún er oftast kölluð og gerist í Reykja- nesbæ. Eins og kemur í ljós þegar slegið er á þráðinn til Kristlaugar til að falast eftir viðtali festu þau hjónin einmitt kaup á húsi í bænum fyrir tveimur árum. „Við áttuðum okkur fljótt á því þegar við fórum að svipast um eftir stærri eign að við hefðum tæpast efni á að kaupa nema risíbúð í miðbæ Reykjavíkur. Maðurinn minn er úr Keflavík og endirinn varð sá að við keyptum hérna 300 fm einbýlishús fyrir sama pening. Húsið okkar er reyndar ekkert venju- legt einbýlishús því að áður en við fluttum hingað var í því safnaðarheimili Keflavíkur- kirkju og samkvæmt Fasteignaskrá ríkisins búum við á skemmtistað! Ég þekki sögu hússins ekkert sérstaklega vel að öðru leyti en því að ég veit að Rögnvald- ur Ólafsson arkitekt hannaði húsið fyrir Þor- grím lækni Þórðarson árið 1912. Upp úr því hefur sjálfsagt verið hafist handa við fram- kvæmdir. Okkur líður rosalega vel í þessu húsi – og reyndar bæjarfélaginu sjálfu. Viltu endi- lega muna eftir að skrifa í viðtalinu að Keflavík sé dásamlegur bær?“ biður Kristlaug og gerir ekki mikið úr fjarlægðinni á milli Reykjanes- bæjar og höfuðborgarsvæðisins. „Ég hef aldrei getað skilið hvers vegna fólk talar um Keflavík eins og bæjarfélag á annarri plánetu. Héðan er aðeins 30 mínútna akstur til Hafnarfjarðar og 45 mínútna akstur til Reykjavíkur á góðum vegi.“ Fyrstu skrefin í eigin rekstri Kristlaug er tekin á orðinu. Samtalið við hana og Helgu Brögu Jónsdóttur, eina af aðal- leikkonunum í kvikmyndinni, fer því fram í Morgunblaðið/Golli Didda og dauði kötturinn er ekki einföld í roðinu. Anna G. Ólafsdóttir spjallaði við Krist- laugu Maríu Sigurðardóttur handritshöfund og Helgu Brögu Jónsdóttur leikkonu um þessa fjölskyldu-, spennu- og gamanmynd. Upphafið að stórveldi Kristlaug María og Helga Braga eru gamlar vinkonur. Helga Braga segist hafa notið þess að leika Vöndu, „Vondu“: „Hlutverkið var eins og sniðið fyrir mig.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.