Morgunblaðið - 02.02.2003, Page 18

Morgunblaðið - 02.02.2003, Page 18
18 SUNNUDAGUR 2. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ Á VÖXTUN lífeyris- sjóða skiptir miklu máli því flestir Ís- lendingar byggja fjárhagslegt öryggi sitt að verulegu leyti á greiðslum úr sjóð- unum á efri árum. Undanfarin þrjú ár hefur ávöxtun íslenskra lífeyr- issjóða verið slök miðað við árin á undan. Ávöxtunartölur einstakra sjóða eru gjarnan bornar saman árlega. Í þessari grein er fjallað um hvað þarf að hafa í huga þegar ávöxtun lífeyrissjóða er borin sam- an því að ávöxtunartölur mismun- andi lífeyrissjóða eru ekki sam- bærilegar. Leitað er svara við því af hverju margir lífeyrissjóðir skila neikvæðri raunávöxtun í ljósi þess að auðvelt er að reka sjóð sem skil- ar alltaf jákvæðri raunávöxtun. Einnig er ávöxtun íslenskra lífeyr- issjóða borin saman við ávöxtun erlendra lífeyrissjóða. Uppgjörsaðferðir innanlands Ávöxtun lífeyrissjóða er mæli- kvarði á verðmætaaukningu eigna á ákveðnu tímabili og til þess að hægt sé að reikna ávöxtun er nauðsynlegt að verðmeta eignir sjóðanna. Almenna reglan við mat á eignum er að miða við síðasta viðskiptaverð á verðbréfamörkuð- um enda gefur það til kynna mark- aðsverð eignanna. Á þessu er veigamikil undantekning hjá lífeyr- issjóðum því að ekki er samræmi milli sjóða á verðmati skuldabréfa. Yfir 70% af eignum lífeyrissjóða er í innlendum skuldabréfum. Skuldabréfaeignin er að lang- stærstum hluta í ríkisskuldabréf- um sem ganga kaupum og sölum á markaði og því er auðvelt að meta þau miðað við það. Almenna reglan hjá lífeyrissjóðunum er hins vegar að meta skuldabréf miðað við kaupverð og það felur í sér að þrátt fyrir að markaðsverð á skuldabréfum breytist verulega hefur það ekki áhrif á ávöxtun líf- eyrissjóða. Verðbreytingar á skuldabréfum hafa ekki áhrif á ávöxtun nema þau séu seld. Auð- velt er að færa rök fyrir þessu mati hjá lífeyrissjóðunum því sjóð- irnir eru í eðli sínu langtímafjár- festir og ef skuldari stendur í skil- um og sjóðurinn selur ekki skuldabréfin er ávöxtunin þekkt þegar bréfin eru keypt. Hins vegar er rétt að geta þess að ekki er sjálfgefið að skuldarinn standi í skilum og markaðsverð á skulda- bréfum tekur meðal annars tillit til þess. Í stað þess að fjárfesta í skuldabréfum geta lífeyrissjóðir fjárfest í skuldabréfasjóðum en þeir eru gerðir upp á markaðsvirði og ávöxtun þeirra ræðst af mark- aðsverði skuldabréfa. Skuldabréfa- eign lífeyrissjóða, sem er í skulda- bréfasjóðum, er því gerð upp á markaðsvirði. Hægt er að hugsa sér tvo lífeyr- issjóði, sjóð A og sjóð B, sem eiga eins skuldabréfasöfn. Sjóður A á skuldabréfin í gegnum skulda- bréfasjóð en B á sömu skuldabréf og eru í skuldabréfasjóðnum sem sjóður A fjárfesti í. Þannig eru skuldabréfasöfn sjóðanna í raun nákvæmlega eins, eini munurinn er að sjóður A á skuldabréfin í gegn- um skuldabréfasjóð. Á mynd eitt má sjá hvernig raunávöxtun skuldabréfa þessara sjóða hefði verið á árunum 1999–20021. Eins og sjá má er verulegur munur á raunávöxtun skuldabréfanna milli sjóðanna eftir því hvaða uppgjörs- aðferð er notuð þrátt fyrir að um sömu skuldabréfasöfn sé að ræða, munurinn er sérstaklega mikill á árunum 2000 og 2002. Árið 2000 hækkuðu vextir mikið sem olli nei- kvæðri raunávöxtun á skuldabréf- um en á árinu 2002 lækkuðu vextir sem olli hárri raunávöxtun skulda- bréfa. Við samanburð á ávöxtunar- tölum lífeyrissjóðanna myndi koma í ljós að sjóður B (5,5%) hefði náð mun betri ávöxtun en sjóður A (-5,6%) árið 2000. Þessi munur liggur eingöngu í mismunandi upp- gjörsaðferðum því að lífeyrissjóð- irnir eiga nákvæmlega sömu skuldabréfin. Augljóst er að á árinu 2002 munu lífeyrissjóðir, sem gera upp skuldabréfaeign sína á markaðsvirði, skila hærri ávöxtun en sjóðir sem gera skuldabréf sín upp á kaupkröfu. Í ljósi þess að eignir lífeyrissjóða eru að stærst- um hluta skuldabréf er markleysa að bera saman ávöxtun lífeyris- sjóða, sem nota mismunandi upp- gjörsaðferðir á skuldabréfum, jafn- vel þótt sjóðirnir eigi nákvæmlega eins skuldabréfasafn. Einnig getur verið vafasamt að bera saman tvo sjóði sem gera upp á kaupkröfu því að skuldabréfin, sem þeir eiga, geta verið keypt á mismunandi tíma og þar með getur ávöxtun skuldabréfa verið ólík hjá tveimur sjóðum, sem eiga eins skuldabréfa- safn, þrátt fyrir að þeir geri báðir upp á kaupkröfu. Samanburður á ávöxtun lífeyr- issjóða er því vandasamur og sér- staklega er varasamt að bera ávöxtunartölur stuttra tímabila saman. Skynsamlegra er að bera saman ávöxtun lífeyrissjóða yfir lengra tímabil og eðlilegt væri að miða við 5 eða 10 ára meðalávöxt- un ef meta á og bera saman ávöxt- un sjóðanna. Fjárfestingastefna Einstaklingar eru mismunandi og hafa mismunandi þarfir, það sem hentar einum þarf ekki að henta öðrum. Sjóðsfélagar eru á mismundi aldri og því má gera ráð fyrir að 25 ára einstaklingur muni greiða lengur í lífeyrissjóð en 65 ára einstaklingur. Lífeyrissjóðir fjárfesta einkum í hluta- og skuldabréfum og á mynd 2 er raunávöxtun erlendra hlutabréfa og innlendra hlutabréfa og skulda- bréfa sýnd.2 Fjárfestingar í hluta- bréfum eru áhættusamari en fjár- festingar í skuldabréfum en að sama skapi hefur langtímaávöxtun verið mun hærri á hlutabréfum en skuldabréfum. Eins og sjá má á mynd 2 hefur ávöxtun bæði inn- lendra og erlendra hlutabréfa ver- ið frá því að vera mjög góð í að vera mjög slæm. Árið 1999 var mjög gott fyrir ávöxtun hlutabréfa og eins og sjá má var raunávöxtun á bæði innlendum og erlendum hlutabréfum mjög góð. Árið 2000 er sérstakt því að ávöxtun allra eignarflokka er neikvæð. Innlend hlutabréf lækka mikið, gengi krón- unnar lækkar og það leiðir til þess að raunávöxtun erlendra hluta- bréfa verður betri en þrátt fyrir það lækka erlend hlutabréf. At- hyglisvert er að raunávöxtun er neikvæð á innlendum skuldabréf- um og má rekja það til mikilla vaxtahækkana á árinu. Á árinu 2001 heldur krónan áfram að veikj- ast og það leiðir til þess að erlend hlutabréf lækka ekki jafnmikið í krónum og í erlendri mynt. Inn- lend hlutabréf halda áfram að lækka og raunávöxtun skuldabréfa er í samræmi við það sem vænta má til lengri tíma. Á nýliðnu ári lækkaði hlutabréfaverð á erlendum mörkuðum mjög mikið ásamt því að gengi krónunnar styrktist veru- lega og leiddi það til þess að raun- ávöxtun á erlendum hlutabréfum var um -39%. Innlend hlutabréf skiluðu ágætri raunávöxtun og skuldabréf mjög góðri raunávöxtun því að vaxtastig lækkaði á árinu. Fyrir 25 ára einstakling, sem mun greiða í lífeyrissjóð í 40 ár, leiðir 1% aukning raunávöxtunar til a.m.k. 25% aukningar á inneign í lífeyrissjóði við starfslok. Aug- ljósir langtímahagsmunir hafa því verið af því að fjárfesta í hlutabréf- um þrátt fyrir að það hafi leitt til þess að raunávöxtun verði neikvæð yfir styttri tímabil. Í sögulegu samhengi hefur raun- ávöxtun erlendra hlutabréfa verið 8–10%. Langtímaraunávöxtun ís- lenskra ríkisskuldabréfa hefur ver- ið milli 4 og 6% undanfarin ár. Neysla Íslendinga samanstendur að stórum hluta af innfluttum vörum og þjónustu. Þess vegna er áhugavert að bera saman raun- ávöxtun innlendra skuldabréfa og erlendra hlutabréfa í erlendri mynt. Á mynd 3 er raunávöxtun í Bandaríkjadölum borin saman fyr- ir bandarísk hlutabréf og íslensk ríkisskuldabréf sem skila 5% raun- ávöxtun. Myndina má túlka sem samanburð á ávöxtun kaupmáttar í erlendri mynt. Á myndina eru dregnar leitnilínur sem sýna lang- tímaávöxtun. Gula línan sýnir að meðalraunávöxtun erlendra hluta- bréfa hefur verið 5,5% á árunum 1980–2002. Hins vegar sýnir bláa leitnilínan að meðalraunávöxtun hlutabréfa hefur verið um 8,5% á ári frá 1980–2002 en samkvæmt því þurfa erlend hlutabréf að hækka mikið á næstu misserum til þess að ná 8,5% raunávöxtun. Með- alraunávöxtun íslenskra ríkis- skuldabréfa var 4,4% á síðustu 22 árum reiknað í Bandaríkjadölum. Augljóst er að minni sveiflur eru í ávöxtun skuldabréfa en hlutabréfa en að sama skapi er ávöxtun hluta- bréfa hærri til lengri tíma. Óvissa meðalávöxtunar minnkar, í sögulegu samhengi, ef horft er til lengri tíma og þess vegna er oft talað um að hlutabréfafjárfestingar séu í eðli sínu langtímafjárfesting- ar. Eins og sést á mynd 3 er ávöxt- un hlutabréfa mun hærri en ávöxt- un skuldabréfa en að sama skapi felst meiri áhætta í hlutabréfum. Eftir því sem sjóðsfélagar eiga eft- ir að greiða lengur í lífeyrissjóði er eðlilegt að hafa meira hlutfall hlutabréfa í eignarsafninu en fyrir sjóðsfélaga sem eru nálægt því að fara á eftirlaun. Í sjálfu sér má segja að markmið ávöxtunar lífeyr- issjóða sé tvíþætt, í fyrsta lagi að fá sem besta ávöxtun og í öðru lagi að sveiflur ávöxtunar séu litlar. Fyrir yngri sjóðsfélaga skiptir fyrra markmiðið höfuðmáli en seinna markmiðið skiptir eldri sjóðsfélaga mun meira máli. Á mynd 4 má sjá sveiflur á 12 mánaða ávöxtun áranna 1980–2002. Eins og sjá má á bláu línunni eru sveiflur í ávöxtun hlutabréfa veru- legar og tímabil með neikvæðri raunávöxtun hefur verið óumflýj- anlegur fylgifiskur fjárfestinga í hlutabréfum. Hins vegar er athygl- isvert að sveiflur á 5 ára með- alávöxtun hlutabréfa eru mun minni og ávöxtun nánast alltaf já- kvæð. Sjóðsfélagar eru eðlilega ekki hrifnir af neikvæðri raun- ávöxtun og til að bregðast við því gætu lífeyrissjóðir ákveðið að kaupa einungis verðtryggð ríkis- skuldabréf og með því móti verður raunávöxtun alltaf jákvæð ef gert er upp á kaupkröfu, svo framar- lega sem íslenska ríkið stendur í skilum. Hins vegar hefur langtíma- ávöxtun verið hærri á hlutabréfum og með því að blanda hlutabréfum saman við skuldabréfin hefur verið hægt að hækka langtímameðal- raunávöxtun. Rauða línan á mynd 4 sýnir sveiflur í ávöxtun, ef miðað er við að raunávöxtun hefði þurft að vera jákvæð (með 99% líkum) yfir 12 mánaða tímabil og miðað er við að skuldabréf skili 5% raun- ávöxtun. Til þess að það hefði verið                                                 !         " #     $% &  %     "    #  $ % &  '(   '   ) (                         * + $&,*--./ '  01 01 01+ 012 011 0 0 0+ 02 01 0 0                 2 + *   1 2 +  3 3+ '  01 01+ 012 011 0 0 0+ 02 01 0 0     !"        !"     #  $ %  & 4& 5 Ávöxtun líf- eyrissjóða á árinu 2002 Fjárfestingastefna lífeyrissjóða hefur mikil áhrif á ávöxtun þeirra og sú samsetning skuldabréfa og hlutabréfa sem þeir sér kjósa. Sama fjárfestinga- stefna hentar þó öllum viðskiptamönnum, segir Marinó Örn Tryggvason, sem hér kynnir ávöxtun lífeyrissjóða á liðnu ári. Morgunblaðið/Ásdís Ekki hentar sama lífeyrissjóðskerfi öllum aldurshópum. Fyrir þá sem eldri eru eru sjóðir sem byggja að mestu á skulda- bréfum hentugastir á meðan hinir yngri hagnast betur á lífeyrissjóðum sem byggja meira á hlutabréfum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.