Morgunblaðið - 02.02.2003, Side 28

Morgunblaðið - 02.02.2003, Side 28
LISTIR 28 SUNNUDAGUR 2. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ J ENNIFER Lopez er dá-in og Ben Affleck liggurmilli heims og helju, þaulentu í bílslysi. Þessa sögu heyrði ég í vikunni og það úr fleiri en einni átt. Ég átta mig ekki á því hversu útbreidd sagan var en eitthvað gekk hún manna á milli. Í smá stund (áður en ég fór á netið og gekk úr skugga um að þetta væri ekki satt) trúði ég sögunni og und- arlegar kenndir fóru um mig. Var Jennifer Lopez í alvör- unni dáin. En hræðilegt. En af hverju finnst mér það? Ég fíla hana ekkert sérstaklega. Og allt í einu fékk ég samviskubit yfir því að hafa gert grín að henni sem týpu og hæðst að inntaki texta nýjasta smellsins hennar; Jenny from the block. ,,Einu sinni átti ég lítið, nú á ég mikið. En ég er ennþá Jenny úr hverfinu.“ Og nú á hún ekki neitt, hugsaði ég. En auðvitað var þetta bara kjaftasaga. Og líklega segir slík kjaftasaga sitt um stöðu Lopezar á stjörnuhimninum. Hún er með allra frægustu konum í heimi í dag. Fólk kemst ekki hjá því að vera með hana á heilanum og lætur líf hennar og örlög sig varða. Og ekki í fyrsta sinn sem sög- ur af þessu tagi spretta upp um hina ofurfrægu. Í júní 2001 komu tveir djók- arar og útvarpsmenn í Dallas þeirri sögu af stað að Britney Spears hefði dáið í bílslysi og að Justin Timberlake, þáver- andi kærasti hennar, hefði slasast lífshættulega. Saga þessi, sem er sambærileg sög- unni af stjörnuparinu Lopez og Affleck, fór eins og eldur í sinu um allan heim og frétta- stofur víða um lönd, þar á meðal CNN og BBC, þurftu að bera fréttina til baka, sem og talsmenn Spears og Tim- berlake. Hressu útvarps- mennirnir, sem báru fyrir sig að hafa viljað kanna hversu hratt og víða ,,góð“ saga gæti borist, munu hafa verið reknir úr starfi fyrir uppátækið. Í október sama ár dó Britney Spears aftur í bílslysi, en þá náði tölvuhakkari að búa til nákvæma eftirlíkingu af vef CNN þar sem frétt af sviplegu fráfalli söngkonunnar olli miklu fjaðrafoki. Nokkrum mánuðum áður hafði annar hakkari notað sömu aðferð til að greina frá því að rapparinn Eminem hefði látist í bílslysi og þurftu fjölmiðlar að bera þá sögu til baka. Kvittur um andlát Bill Gates hefur líka nokkrum sinnum farið af stað og margir muna eflaust eftir sögusögnum um dauða Paul McCartney á seinni hluta sjö- unda áratugarins. Þá orðaði Mark Twain viðbrögð fólks sem verður fyrir kjaftagangi af þessu tagi eflaust fyrir fullt og allt þegar hann sagði að fréttir af andláti sínu væru stórlega ýktar. Í þessu sambandi má ekki gleyma hinni hliðinni á pen- ingnum, en þar eru sögur af því að látnar stórstjörnur séu í raun og veru á lífi. Elvis lifir, eins og allir vita. Stundum er líka sagt að James Dean og Jim Morrison hafi ekki dáið á sínum tíma og einhverjir vilja meina að það sama gildi um Marilyn Monroe. Þarna kem- ur til sögunnar ákveðin afneit- un sem hlýtur að gefa til kynna að almenningur bregð- ist tilfinningalega við andláti frægs fólks. Reyndar er óþarfi að leita langt yfir skammt til að færa rök fyrir slíku, en skemmst er að minnast tár- anna sem flóðu um gjörvallt Bretland, og þó víðar væri leitað, þegar Díana prinsessa lést í bílslysi. Það hlýtur að teljast athyglisvert að fólk skuli upplifa sterkar tilfinn- ingar við andlát ókunnugrar manneskju. Má vera að slíkt sé sambærilegt því þegar maður grætur vegna dauða sögupersónu í bók eða kvik- mynd. Hins vegar er ljóst að þess háttar ,,sorg“ varir ekki lengur en það tekur mann að lesa bókina eða horfa á kvik- myndina. Sorgin vegna Díönu varði lengi, lengi hjá heitustu aðdáendum hennar, sem gráta enn á dánardegi hennar nokkrum árum síðar líkt og um nána vinkonu hafi verið að ræða. Samúð og samkennd með hinum frægu er merkilegt fyr- irbæri. Fólkið sem um ræðir er í senn ævintýralega langt frá hinum almenna borgara og stór hluti af lífi hans. Fólk veit ,,allt“ um einkalíf stjörnunnar sinnar, finnst það þekkja hana eftir að hafa lesið viðtöl og til verða einhverskonar tilfinn- ingar, og þá skiptir engu sú staðreynd að stjarnan veit ekki að viðkomandi er til. Þannig er þetta einskonar ein- hliða samband eða vinátta, en slíkt virðist vera næg forsenda sterkra tilfinninga, svona eins og þegar fólk er skotið í ein- hverjum úr fjarlægð – sætasta stráknum/stelpunni í bekkn- um, eða kennaranum… Og eftir stendur spurningin um hver sé ásetningur al- mannaróms þegar hann ýmist drepur fólk sem er á lífi eða reisir hina látnu frá dauðum. Kannski togast þar á andstæð sjónarmið hinna óraunsæju og raunsæju. Hinir fyrrnefndu vilja trúa því að til sé fólk sem er stærra en lífið sjálft – sam- anber Elvis. Hinir síð- arnefndu gera sér grein fyrir því þrátt fyrir takmarkalausa frægð og ríkidæmi þurfa stærstu stjörnur heims að lúta sömu lögmálum og aðrir dauð- legir menn – samanber Jenny from the block. Birna Anna á sunnudegi Morgunblaðið/Jóra Stórlega ýktar fréttir bab@mbl.is G EÐVEIKASTI maður í heimi“, „snillingur“, „algjört ógeð“, „einstaklega indæll“. Þessum persónulýsingum hefur dæg- urtónlistarmaðurinn Michael Jackson náð að sanka að sér í gegnum tíð- ina, lýsingum sem virðast allar fela í sér ein- hver sannleikskorn, í mismiklum mæli þó. Það þarf aðeins að líta framan í þennan um- deildasta dægurtónlistarmann síðustu ára til að sannfærast um að ekki hefur hann fetað troðna vegi í gegnum tíðina. Ótrúlegur lista- ferill mannsins styður þetta ennfremur. En hvað nákvæmlega kom honum í þá stöðu sem hann er í núna? Hvað veldur því að ung- ur, með eindæmum hæfileikaríkur drengur er orðinn að einhvers konar lifandi fyrirbæri á miðjum aldri (Jackson er fæddur 1958 og var aðeins ellefu ára er hann varð heims- frægur). Gangandi brandari og gríð- arstór skotspónn þeirra sem á móti honum eru en sömu- leiðis þrotlaus upp- spretta furðulegheita og skringilegra uppá- tækja, sæmandi poppstjörnu í hans stöðu. Í augum aðdáenda er hann enn sjarmerandi, næsta ævintýraleg vera, ósnertanlegur okk- ur dauðlegum mönnum. Jackson hugsaði stórt frá degi eitt. Hannvakti fyrst heimsathygli ásamt bræðr-um sínum sem meðlimur í Jackson 5, og saman drógu þeir hið áhrifamikla Mo- town-fyrirtæki, sem hafði verið gríðarlega umsvifamikið á þeim sjöunda, inn í áttunda áratuginn þar sem það gat enn um sinn haldið áfram að rúlla sem smellaverkmiðja. Fyrsta plata sveitarinnar, Diana Ross Pres- ents the Jackson 5, kom út 1969. Á plötunni er m.a. að finna fyrstu smáskífu sveit- arinnar, „I Want You Back“, meistaralegt popplag sem sló í gegn og kom bræðrunum loksins á kortið. Sveitin hafði nefnilega verið í bransabarningi í árafjöld undir styrkri en strangri hendi föðurins, Joe. Fjölskyldan, sem var mannmörg, bjó við þröngan kost í verksmiðjubænum Gary, Indiana og þegar Joe uppgötvaði hæfileikana í sonum sínum (Joe var sjálfur uppgjafa-tónlistarmaður) sá hann gullið tækifæri á að koma sér og sínum í álnir. Þetta minnir ótneitanlega á erfið uppvaxtarár Wilson-bræðranna Brians, Carls og Dennis, sem áttu eftir að stofnsetja Beach Boys. Þeir voru reknir áfram með harðri hendi af skapstyggum föður. Hann var einnig misheppnaður tónlistarmaður, að eigin dómi alltént. Ásamt Jackson er elsti bróðirinn og lagasmiðurinn, Brian Wilson, skínandi gott dæmi um snilling sem stigið hefur darraðardans við geðheilsuna. Af þeim Jackson-bræðrum var það Mich- ael sem skein hvað skærast. Algjört nátt- úrubarn í söng eða dansi, geislandi af orku og sjarma. Ekki nóg með það heldur var hann óvenju einbeittur í því sem hann var að gera, vann þrotlaust að markmiðum sínum, staðráðinn í að fara eins langt og hann kæm- ist í poppheimum. Upp úr 1975 fóru vinsældir Jackson 5að dala en Michael var þegar meðannað og stærra á prjónunum. Ásamt upptökustjóranum Quincy Jones gerðu þeir plötuna Off the Wall árið 1979 (reyndar höfðu fjórar miðlungsgóðar sóló- plötur komið út áður á Motown, á tímabilinu ’72 til ’75). Sérstætt og að mörgu leyti tíma- mótaverk, þar sem Jackson lagði grundvöll- inn að vinsældum sínum með snilldarlegri samsuðu af diskói, sálartónlist, fönki, rokki, poppi og stingandi ballöðum. Og enn var það tónlistin sem var í brennideplinum, eitthvað sem átti eftir að breytast svo um munaði. Næsta plata, Thriller (’82), hratt svo hinu furðulega ævintýri um Michael Joseph Jack- son af stað. Í dag er þessi plata næst sölu- hæsta breiðskífa frá upphafi, með 26 millj- ónir eintaka seld (The Eagles tróna á toppnum með safnplötuna Their Greatest Hits frá 1976). Fyrir utan sölutölur er hér hörkuplata á ferð og það merkilegasta er hiklaust sú staðreynd að Michael ætlaði að gera þessa plötu. Mörgum árum fyrr var hann búinn að ákveða að hann ætlaði að gera stærstu, bestu og flottustu plötu í heimi. Að þessu hafði hann verið að vinna í mörg ár og útkoman varð honum í hag. Árið 1982, er Michael var tuttugu og fjögurra ára gamall var hann búinn að gera stærstu plötu í heimi. Það var því aðeins ein leið fær upp úr þessu og síðustu tuttugu ár hefur Michael Jackson verið á hægri en öruggri niðurleið, tónlistarlega sem „manneskjulega“. Síðan Bad (’87) kom út hefur Michaelstjórnað skrýtnum sirkus, þar semhann sem furðufyrirbæri skyggir æ meira á tónlistina sem frá honum kemur – og er hún aukreitis ekki svipur hjá sjón í dag. Hinn sjúklega feimni Michael býr í ein- hvers konar rammgirtri töfrahöll, sem kall- ast Aldreiland (Neverland), sefur í súrefn- iskút og gengur um með grímu á andliti. Upp úr 1990 sendi hann tilkynningu til allra helstu tónlistarblaða heims að hér eftir ætti að vísa í hann sem konung poppsins og besti vinur hans var api að nafni Bubbles!? Árið 1993 komst svo kvittur á kreik um að Jackson hefði beitt og væri að beita unga drengi kynferðislegu ofbeldi. Mánuði áður hafði okkar maður stofnsett samtökin Heal the World, sem ætlað var að vekja athygli á nauðþurftum bágstaddra barna. Það var engu líkara en heimsbyggðin væri búin að fá nóg af Jackson við þetta og æsi- fréttablöðin átu hann með húð og hári og kjamsa enn. Þegar maður er kominn í stöðu Jacksons losnar maður aldrei undan svona löguðu – og rétt er að benda á að hann hefur aldrei verið ákærður fyrir þessa meintu hluti. En ástæða offorsins í garð Jacksons liggur eðlilega í þeirra áru sem hann hefur sjálfur átt þátt í að skapa – þó að maður losni heldur ekki undan þeirri hugsun að á einhverju tímabili (á milli Thriller og Bad) hafi honum hætt að vera sjálfrátt. Á dög- unum varð uppi fótur og fit er Jackson hélt barni sínu út af svölum (á fremur klunnaleg- an hátt). Hefðu orðið viðlíka læti ef einhver annar hefði átt í hlut? Hér verður ekki spáð frekar um þá mörgu þætti sem hafa leitt Jackson í þá miður væn- legu stöðu sem hann er í nú. Hann sjálfur hefur ýjað að því, á nokkuð torkennilegan hátt innan í einu plötuumslagi sínu, að hættulegt sé að dæma þann sem gengið hef- ur í gegnum víti. En heimsbyggðin fylgist grannt með, líkt og hann vildi á sínum tíma. Fylgist með skringilegu sjálfskaparvíti hins hæfileikaríka en um leið sorglega Michaels Jacksons. Michael, hvað gerðist? Reuters Michael Jackson, 3. desember, 2002. AF LISTUM Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.