Morgunblaðið - 02.02.2003, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 02.02.2003, Blaðsíða 31
MYRKIR Músíkdagar, tónlist- arhátíð Tónskáldafélags Íslands hefst í dag. Frá upphafi hefur íslensk tónlist verið í öndvegi á dagskrá há- tíðarinnar ásamt nýlegum erlendum tónverkum. Að sögn Kjartans Ólafs- sonar, formanns Tónskáldafélagsins, verður hátíðin með hefðbundnu sniði; á dagskránni verða meðal annars tónleikar með Kammersveit Reykja- víkur, kórtónleikar með Hljómeyki, strengjakvartettstónleikar með Eþos-strengjakvartettinum, flautu- kórstónleikar, raftónleikar og fleira. Að sögn Kjartans verða 65 tónverk eftir um 60 tónskáld flutt á tólf tón- leikum hátíðarinnar. Á annan tug ís- lenskra tónverka verður frumflutt, og má þar meðal annars nefna tón- leika með Sinfóníuhljómsveit Ís- lands, þar sem fjögur íslensk hljóm- sveitarverk heyrast í fyrsta sinn – þar af eitt samið á þessu ári. Fjölóma raftónverk verða frumflutt í Salnum og nýr íslenskur strengjakvartett ef- ir Svein Lúðvík Björnsson verður frumfluttur á kvartettatónleikum Eþos-kvartettsins. Á þeim tónleikum verður einnig leikinn Strengjakvart- ett Þórðar Magnússonar sem til- nefndur var til Íslensku tónlist- arverðlaunanna. Sibyl Urbancic kemur til landsins með spunahóp sinn, Voces spontanae og segir Kjartan að það verði spenn- andi tónleikar. „Þau gefa bara upp drög að efnisskrá og tónleikarnir geta svo farið í hvaða átt sem er. Það gæti jafnvel verið að einhverjir þeirra sem mæta sem áheyrendur, endi sem flytjendur, þegar upp er staðið.“ Charles Ross, Breti sem búið hefur á Íslandi, verður með tónleika með eigin verkum sem tengjast álf- um og umhverfi. Hljómeyki verður með kórtónleika og frumflytur meðal annars verk eftir Stefán Arason og Jónas Tómasson. Steindór kveður með lúðrasveit „Við verðum með tvenna lúðra- sveitartónleika. Annars vegar tón- leika Blásarasveitar Reykjavíkur undir stjórn Kjartans Óskarssonar. Þar verða frumflutt verk eftir ungu tónskáldin Áka Ásgeirsson og Inga Garðar Erlendsson og verk eftir Tryggva M. Baldvinsson sem hann samdi fyrir Sveinhildi Torfadóttur sem frumflutti það á lokaprófi sínu í Belgíu fyrir stuttu. Hátíðinni lýkur með tónleikum Lúðrasveitar Reykja- víkur, þar sem verður meðal annars flutt verk Lárusar Grímssonar, Ann ég dýrust drósa, með Steindóri And- ersen kvæðamanni og Lúðrasveit- inni. Upphaflega er þetta ballettverk, en verður nú flutt sem sjálfstætt verk í konsertsal. Lúðrasveitin leikur verk eftir Pál Pampichler Pálsson sem var lengi stjórnandi sveitarinnar og nokkur létt erlend verk.“ Kjartan nefnir fleiri áhugaverða og spennandi tónleika – org- eltónleika Eyþórs Jónssonar, tón- leika í samvinnu við nemendur Listaháskólans og tónleika einstaks flautukórs. „Á flaututónleikunum koma saman allir helstu flauturleik- arar landsins og blása í sínar blístr- ur,“ segir Kjartan. „Þetta verða mjög spennandi tónleikar. Þetta hefur sjaldan, ef þá nokkurn tíma verið gert hér að stefna saman svona mörgum flautuleikurum á eina tón- leika.“ Meðal verka á flaututónleik- unum eru fimmtán af tuttugu og einni músíkmínútu eftir Atla Heimi Sveinsson, Ra’s Dozen fyrir eftir Þorkel Sigurbjörnsson fyrir tólf flautur, verk eftir Harvey Sollberger og Steve Reich fyrir ellefu og tólf flautur. Kolbeinn Bjarnason og Ás- hildur Haraldsdóttir frumflytja verk eftir Doina Rotaru Uroboros og Ref- ill, nýtt verk eftir Þuríði Jónsdóttur fyrir sjö flautur verður frumflutt. Kammersveitin gefur tóninn Kjartan segist ekki vita hvernig hægt væri að byrja Myrka mús- íkdaga, öðru vísi en með Kamm- ersveit Reykjavíkur, en sú hefð hefur skapast að Kammersveitin leiki á fyrstu tónleikum hátíðarinnar. „Þar verður frumflutt á Íslandi verk eftir Úlfar Inga Haraldsson Luce di Transizione,“ segir Kjartan, en hin verkin eru: The Unanswered Ques- tion eftir Charles Ives, Concordanza eftir Sofiu Gubaidulinu og Næturgal- inn eftir John Speight Næturgalinn. Einleikarar þar verða Sigurður Bjarki Gunnarsson sellóleikari, í hlutverki keisarans, og Daði Kol- beinsson óbóleikari í hlutverki næt- urgalans. The Unanswered Question eftir Charles Ives er í einfalt verk sem býður upp á heimspekilegar vanga- veltur. Verkið er eins konar harmljóð á þremur ólíkum plönum. Tromp- etinn varpar fram sömu spurning- unni sjö sinnum og fær ekkert nema staðreyndir frá tréblásturshljóðfær- unum. Á meðan á þessu stendur und- irstrikar strengjasveitin hlutlausa og tímalausa lausn. Hin margverðlaun- aða, rússneska, Sofia Gubaidulina samdi Concordanza fyrir Musica Viva hópinn í Prag 1971. Eins og í flestum verka Sofiu er titillinn eins konar útgangspunktur tónverksins, einnig í þessu verki, Concordanza, sem þýðir samhljómur eða eining. Hér eru ekki hefðbundin stef sem takast á, heldur hljóðeiningar sem skarast og skiljast að. Verkið Luce di Transizione var samið árið 1995 og frumflutt í Bandaríkjunum sama ár. Á íslensku gæti verkið heitið „ljós umbreytinganna“ og tengist hug- myndinni um ljósið sem fylgir manni og leiðir gegnum erfiða tíma – ljósið við enda gangsins, – ljósið sem í fjarska flöktir í myrkrinu, en umlyk- ur allt að lokum. Næturgalinn er samið eftir samnefndu ævintýri H.C. Andersens. Þegar verkið var frum- flutt árið 1996 við ballett Láru Stef- ánsdóttur, var vitnað í tónskáldið í efnisskrá: „Þetta verk var skrifað á 10 mánuðum, frá ágúst 1987 til apríl 1988, og var upphaflega hugsað sem ballett, en einnig er hægt að líta á það sem konsertverk fyrir óbó, selló og kammerhljómsveit. Á þessu tíma- bili var ég mjög upptekinn af rann- sóknum Oliviers Messiaens á fugla- söng og fannst sagan um Næturgalann gefa mér tækifæri til að koma þessum hugrenningum á framfæri.“ Í Næturgalanum má heyra fuglasönginn tvinnast í tónvef verksins. Tónleikar Kammersveitarinnar hefjast í Listasafni Íslands kl. 20 í kvöld. Margt og mikið á Myrkum músíkdögum Úlfar Ingi Haraldsson, Sveinn Lúðvík Björnsson, Áki Ásgeirsson, Hróðmar Sigurbjörnsson og Kjartan Ólafsson eiga allir verk á Myrkum músíkdögum; Sibyl Urbancic kemur til landsins frá Vín með spunasönghóp sinn. LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. FEBRÚAR 2003 31 Það hefur aldrei verið hagstæðara að ferðast en núna í sumar, því Heimsferðir lækka verðið til vinsælasta áfangastaðar Íslend- inga í sólinni og bjóða nú vikulegt flug til Costa del Sol á betra verði en nokkru sinni fyrr. Þeir, sem bóka fyrir 15. mars, geta tryggt sér allt að 32.000 afslátt fyrir fjölskylduna í valdar brott- farir, eða kr. 8.000 á manninn. Á Costa del Sol bjóðum við þér vinsælustu gististaðina á ströndinni, spennandi kynnisferðir í fríinu og þjónustu reyndra fararstjóra Heimsferða til að tryggja þér ánægjulega dvöl í fríinu. Þeir fyrstu tryggja sér lægsta verðið og bestu gististaðina Verðlækkun til Costa del Sol og að auki 32.000*kr. afsláttur af ferðinni Vinsælasti áfangastaður Íslendinga í sólinni Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Verð kr. 45.762 M.v hjón með 2 börn, 2–11 ára, 25. júní í 2 vikur, El Pinar, með 8.000 kr. afslætti. * Verð kr. 49.950 M.v. 2 í stúdíói, Santa Clara, 25. júní, vikuferð, með 8.000 kr. afslætti. * Við lækkum verðið Verð kr. 36.962 M.v. hjón með 2 börn, 21. maí í viku, Santa Clara, m. 8.000 kr. afslætti * Aldrei meiri afsláttur 8.000 kr. afsláttur fyrir maninn af ferðum í eftirtaldar brottfarir: 21. maí • 11. júní • 25. júní 11. júlí • 23. júlí 27. ágúst • 3. sept • 10. sept. Gildir af fyrstu 300 sætunum ef bókað er fyrir 15. mars. *32.000 kr. afsláttur, m.v. hámark 4 í bókun. Þeir fyrstu tryggja sér lægsta verðið og bestu gististaðina Alltaf á þriðjudögum SIGRÚN Steingrímsdóttir organisti dvaldi í Nuuk á Grænlandi í annað sinn síðla árs í fyrra í því skyni að æfa og raddþjálfa þarlendan kór, Nordisk kvindekor, og halda með þeim tónleika. „Í kórnum eru rúmlega 20 konur en sá hængur er á að þær hafa eng- an fastráðinn, tónlistarmenntaðan kórstjóra. Þær æfa þó samvisku- samlega einu sinni í viku undir stjórn kórfélaga, sem er vel læs á nótur. Hún útvegar nótur, fjölfald- ar, kennir þeim raddirnar og út- vegar þeim svo gestakennara einu sinni á ári. Hann æfir þær svo dag- lega í 3-4 vikur fyrir tónleika og stjórnar þá kórnum,“ segir Sigrún. „Margrét Pálmadóttir hefur verið með þeim nokkrum sinnum, Sibyl Urbancic tvisvar sinnum, í fyrra fengu þær norskan kórstjóra og nú ég hef svo verið með þeim tvisvar sinnum, árið 2000 og nú 2002. Námskeiðinu lauk svo með tón- leikum í Hans Egedes kirkju, þar sem kórinn söng verk eftir íslensk og erlend tónskáld og ég spilaði inná milli á orgelið. Þetta var ægi- lega skemmtilegt. Stelpurnar eru sólgnar í leiðsögn og það er gaman að kenna svo áhugasömu fólki. Það er mikilvægt að við höldum menn- ingartengslum við þessa nágranna okkar og þau þarf að efla,“ segir Sigrún. Sólgnar í leiðsögn Hluti grænlenska kórsins ásamt stjórnandanum, Sigrúnu Steingrímsdóttur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.