Morgunblaðið - 02.02.2003, Síða 32

Morgunblaðið - 02.02.2003, Síða 32
32 SUNNUDAGUR 2. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ 30. janúar 1983: „Fyrir réttu ári voru stjórnmálamenn að byrja að setja sig í stellingar vegna sveitarstjórnakosning- anna sem fram fóru í maí. Einmitt á þessum tíma fyrir ári tóku sjálfstæðismenn að vekja athygli á því hvílíkt slys það yrði í skipulagsmálum ef haldið yrði áfram á þeirri braut vinstrimanna að ætla framtíðarbyggð höfuðborg- arinnar stað í hæðunum við Rauðavatn, miklu nær væri að byggja meðfram ströndinni. Helstu gagnrök vinstrimanna voru þau, að borgin hefði ekki eignarhald á löndum meðfram ströndinni, ekki hefði tekist á rúmum áratug að ná sam- komulagi um landið umhverfis tilraunastöðina á Keldum og rannsóknastofnanirnar á Keldnaholti. Sjálfstæðismenn létu þennan andróður ekki aftra sér og í kosningunum höfnuðu Reykvíkingar vinstri- mönnum. Sjálfstæðismenn fengu traustan meirihluta og strax eftir kosningar hófu þeir markvissa stjórn á málefnum Reykjavíkur.“ . . . . . . . . . . 27. janúar 1963: „Menn halda að vonum, að þessi orð sé að finna í kommúnistamálgagn- inu, en svo er ekki. Það er málgagn Framsóknarflokks- ins, sem í gær er að lýsa yfir stuðningi sínum við komm- únista í Dagsbrún og öðrum launþegafélögum. Enn sem fyrr er samvinnan svo náin milli Framsóknarmanna og kommúnista og málflutningur þeirra svo samræmdur, að ekki gengur hnífurinn á milli. Kommúnistar reka kosning- arnar í Dagsbrún að þessu sinni með geysimikilli hörku, enda telja þeir mikið í húfi, því að þeir hafa að undanförnu tapað verulegu fylgi í félaginu. Og ekki stendur á Framsókn- armönnum að veita þeim fyllsta stuðning.“ . . . . . . . . . . 30. janúar 1943: „Það hefur lostið upp miklu harmakveini í blöðum vinstri flokkanna við andlát bifreiðaeinkasölufrum- varpsins á Alþingi. Það hefir áður verið bent á það hjer í blaðinu, hversu vinstri flokkarnir sjeu nú lík- legir til sameiginlegra úr- lausna hinna margvíslegu vandamála og stjórnarsam- starfs, þegar heilindin milli þeirra eru ekki meiri en svo, að þeir láta sameiginlegt stefnumál, einkasölu- ástfóstrin, andast í höndum sjer, vegna ómerkilegrar tog- streitu um minni háttar at- riði.“ Fory s tugre inar Morgunb laðs ins Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. Á RNI Kristjánsson er án efa meðal merkustu frum- kvöðla íslensks menningar- lífs á tuttugustu öld. Hon- um verður seint fullþakkað það óeigingjarna og mikla starf sem hann hefur innt af hendi um áratugaskeið við að leiða þjóðina inn í heim klassískrar tónlist- ar, sem píanóleikari og tónlistarkennari, skóla- stjóri Tónlistarskólans í Reykjavík og loks tónlist- arstjóri Ríkisútvarpsins. Lífshlaup Árna, sem fæddur er árið 1906, spannar tímabil mikilla umbreytinga í íslensku samfélagi. Ekki þótti sjálfgefið að fólk af hans kynslóð gengi menntaveginn, hvað þá að það færi á unga aldri utan til náms. Eins og Böðvar Guð- mundsson orðaði það í grein sem birtist í Lesbók 30. mars 1996 og fjallaði um Árna hafði kynslóð hans „ekki mikið af neinu nema framfaravilja“. Óhætt er að segja að sá vilji hafi verið leiðarljós Árna allan hans starfsaldur. Sjálfur hefur Árni þó sagt frá því í viðtali við Guðrúnu Guðlaugsdóttur hér í Morgunblaðinu, að hann hafi verið svo upp- burðarlítill sem barn að fyrsti tónlistartími hans fór út um þúfur vegna feimni. Það bráði þó nægi- lega fljótt af honum til þess að einungis tólf ára gamall fór hann í sína fyrstu tónleikaferð. Sextán ára var hann sendur til Berlínar til tónlistarnáms, á þeim tímum er þýskt efnahagslíf var í rúst og einn mesti hildarleikur tuttugustu aldar í uppsigl- ingu. Að Þýskalandsdvölinni lokinni hélt hann áfram píanónámi sínu í Danmörku, en á þeim rúma áratug sem Árni dvaldi kornungur erlendis fékk hann þann smjörþef af heimsmenningunni er hann bar í farteski sínu hingað heim og hefur æ síðan haldið á lofti. Í starfi sínu sem tónlistarkennari og skólastjóri átti Árni drjúgan þátt í því að móta marga helstu tónlistarmenn þjóðarinnar og um leið það tónlist- arumhverfi sem þjóðin býr enn að. Sem tónlistar- stjóri Ríkisútvarpsins gegndi hann að sjálfsögðu álíka mikilvægu og mótandi uppfræðsluhlutverki í íslensku menningarlífi. Hann hefur einnig sinnt ritstörfum og þýðingum allt fram á þennan dag, en greinasafn eftir hann kom út hjá Almenna bókafélaginu árið 1986 undir heitinu „Hvað ertu tónlist?“. Á síðustu árum hefur Árni haldið rit- störfum sínum ótrauður áfram, með þýðingum og útgáfu á bókum um tónlist sem mikill fengur er í fyrir íslenska tónlistarunnendur. Bækurnar í þessari ritröð eru nú orðnar fimm og kom sú síð- asta þeirra út nú fyrir síðustu jól. Þær eru: „Um Johann Sebastian Bach, líf hans, list og listaverk“ eftir Johann Nikolaus Forkel í þýðingu Árna; „Bréf Mozarts“, úrval sem Árni tók saman; „Tón- list sem lifir“ eftir Carl Nielsen í íslenskri þýðingu hans; „Um Fryderyk Chopin, ævi hans og einstök verk“, sem Árni er sjálfur höfundur að; og að lok- um „Beethoven í bréfum og brotum“, en efnivið þeirrar bókar tók hann saman og þýddi. Af formálsorðum Árna að þessum bókum má ráða hversu mikil áhrif þessi frægu tónskáld hafa haft á líf hans og hugarheim. Í bókinni um Beethoven segir hann t.d. frá því að tónskáldið hafi eitt sinn birst honum í draumi: „Ég var þá, er hann birtist mér í draumsýn, honum mjög háður. Mun ég þá hafa verið á aldrinum tólf til þrettán ára, harmóníumnemandi hjá Sigurgeiri [Jóns- syni] söngkennara á Akureyri, og hafði kynnst vel sorgarmarsi Beethovens í b-moll, lokaverkefninu í Staphs Harmonium Album. Marsinn sá var mín eina huggun, er eitthvað angursamt sótti að mér. Skyldi Beethoven vilja banna mér misnotkun mína á hinum hugarstyrkjandi og hjartnæma sorgarmarsi sínum?“ Það fylgir síðan sögunni að Árni áttaði sig fljótt á því að tilgangurinn með tónlist Beethovens var einmitt sá sem hann hafði sjálfur uppgötvað; að láta gleðina spretta úr þján- ingunni. Árni vísar til þeirra orða Beethovens að ekkert sé „háleitara en að nálgast guðdóminn öðr- um mönnum fremur og stafa þaðan geislum hans yfir mannkynið“, og túlkar það á þann veg að „ríki Beethovens [hafi verið] í óendanleikanum en mannheimur vettvangur hans“. Þótt margir kynnist listum með áhrifaríkum hætti eru þeir fáir sem ánetjast listum af þeim krafti sem hér er lýst. Enn færri eru þeir sem helga sig því að miðla þeim krafti til annarra með svo margvíslegum og langvarandi hætti sem Árni Kristjánsson. Tónlistarsjóður í undirbúningi Menntamálaráðherra, Tómas Ingi Olrich, til- kynnti við afhendingu íslensku tónlistarverð- launanna í Borgarleikhúsinu fyrir skömmu að verið væri að undirbúa tillögur um stofnun tón- listarsjóðs í ráðuneytinu. Hlutverk sjóðsins mun verða að veita styrki til tónlistarverkefna hér á landi og erlendis, en að auki á sjóðurinn að veita styrki til útrásar íslenskrar tónlistar, sem er nýtt viðfangsefni. Þessi tilkynning ráðherra ber óneit- anlega vott um aukinn áhuga menntamálaráðu- neytisins á því að koma íslenskri listsköpun á framfæri á erlendum vettvangi og án efa er það sá hluti þessarar tillögu sem tónlistarmenn binda mestar vonir við. Eins og oft hefur komið fram er ákaflega mik- ilvægt að huga að framgangi íslenskrar listsköp- unar í stærra samhengi en því sem við búum við hér heima. Að öðrum kosti er hætta á að menntun og hæfileikar sem oft standast samanburð við það sem aðrar þjóðir eiga best njóti ekki sannmælis nema í mun þrengra samhengi íslensks listheims. Eins og dæmin sanna eiga íslenskir tónlistar- menn, úr öllum greinum tónlistarinnar, fullt er- indi við umheiminn. Fyrr á tímum vakti Jón Leifs athygli erlendis fyrir tónsmíðar sínar, og þótt sagan yrði síðan til þess að minna varð úr þeirri vegsemd á þeim tíma en efni stóðu til hefur hróð- ur hans erlendis aukist aftur í seinni tíð. Á und- anförnum árum hafa tónskáld á borð við Þorkel Sigurbjörnsson og Atla Heimi Sveinsson komið verkum sínum á framfæri erlendis í nokkrum mæli og vakið verðskuldaða eftirtekt. Hafliði Hallgrímsson er einnig gott dæmi um íslenskt tónskáld sem ákaflega vel hefur vegnað erlendis, en hann hefur um langt árabil verð búsettur utan landsteinanna og þar af leiðandi verið nær hring- iðu hins erlenda tónlistarheims en þeir sem starfa að mestu leyti hér á landi. Velgengni Áskels Más- sonar nýverið á erlendum vettvangi er einnig fagnaðarefni, en fyrir stuttu var sagt frá því hér í blaðinu er tveir frægustu slagverksleikarar heims, þau Evelyn Glennie og Gert Mortensen, frumfluttu nýjan slagverkskonsert, „Crossings“, eftir hann. Í því tilfelli fóru aðstandendur tón- leikanna fram á það við Áskel að hann skrifaði verkið fyrir þessa ákveðnu hljóðfæraleikara, en ekki þarf að orðlengja hversu miklu máli það skiptir um framtíðarhlutskipti nýrra konserta að koma þeim strax inn á efnisskrá svo þekktra hljóðfæraleikara. Dæmi um tónlistarfólk sem fyllilega stendur undir væntingum erlendis eru ekki síður fyrir hendi í heimi íslenskrar dægurtónlistar. Björk Guðmundsdóttur ber þar að sjálfsögðu hæst, en hljómsveitir á borð við Sigur Rós, Quarashi og Múm hafa einnig staðið sig vel undanfarin miss- eri. Ef horft er lengra aftur er einnig full ástæða til að minnast velgengni Þóris Baldurssonar og hljómsveitarinnar Mezzoforte. Allir þeir lista- menn sem hér hafa verið taldir upp hafa náð ótrú- legum árangri þrátt fyrir að ekki hafi verið til neinn formlegur farvegur hér á landi til þess að koma listsköpun þeirra á framfæri utan heima- haganna. Leiða má líkur að því að mun fleiri hefðu getað náð lengra ef íslenskum tónlistarmönnum hefði ekki reynst jafn erfitt að fylgja sínum fyrstu tækifærum eftir og raun ber vitni. Í því sambandi hefur oft verið vísað til þess á Norðurlöndum hversu vel Svíum tókst að halda utan um útrás hljómsveitarinnar Abba á sínum tíma, en það var ekki síst Stig Anderson, umboðs- manni þeirra og framkvæmdastjóra, að þakka. Með markvissri skipulagningu og eftirfylgni í kjölfar þeirra fyrsta stóra ávinnings var reyndin sú að frægð hljómsveitarinnar og það sem vel- gengni hennar leiddi af sér fyrir sænskan tónlist- ariðnað gekk Svíum ekki úr greipum. Allar helstu plötur Abba voru t.d. gefnar út í Svíþjóð af fyr- irtækinu Polar Records, og margföldunaráhrifin af þeirri staðreynd einni skiptu miklu fyrir sænskt tónlistarlíf. Óhætt er að segja að Svíum hafi tekist að snúa meðbyrnum af þeim sköpunar- krafti sem í útrás sænskrar popptónlistar bjó til baka inn í atvinnu- og efnahagslífið í tilfelli Abba. Sú staðreynd varð seinna meir að áhrifamikilli táknmynd í gegnum hin konunglegu sænsku tón- listarverðlaun, Polar-tónlistarverðlaunin, því það var einmitt Stig Anderson sem varð upphafsmað- ur þeirra með því að stofna sjóðinn utan um rausnarlegan hluta Abba-auðsins, öðrum tónlist- armönnum til hvatningar. Augljósasta hliðstæðan við Abba hér á landi hvað vinsældir og heimsfrægð varðar er auðvitað Björk. Jákvæð áhrif velgengni hennar hafa skilað sér með margvíslegum hætti inn í íslenskt tónlist- arlíf, eins og margir hafa orðið til að benda á. Að sjálfsögðu deilir enginn um rétt hennar til að gefa tónlist sína út hvar svo sem henni sýnist í heim- inum, en það er óneitanlega freistandi að velta því fyrir sér hver margföldunaráhrifin hefðu orðið ef sá iðnaður, hönnun, listsköpun og markaðssetn- ing er tengist hennar útgáfustarfsemi hefði átt sér samastað hér á landi í ríkari mæli. Slíkt hefði þó vitaskuld aldrei verið mögulegt nema farvegur til markvissrar útrásar hefði verið fyrir hendi til að byrja með. Það er því einstaklega ánægjulegt að mennta- málaráðuneytið skuli nú ætla að sjá til þess að þau HAVEL Vaclav Havel lætur af embættisem forseti Tékklands í dag.Með brotthvarfi hans úr embætti verða ákveðin þáttaskil. Fulltrúi andófsmannanna, sem gengu fram fyrir skjöldu nánast einir síns liðs og tókust á við ofurafl kommúnistastjórnanna, dregur sig í hlé. Á valdaárum kommúnista í Sov- étríkjunum og leppríkjum þeirra í Austur-Evrópu vakti fámennur hóp- ur einstaklinga aðdáun umheimsins fyrir kjark og dirfsku, þegar þetta fólk bauð einræðisstjórnunum byrg- inn. Yfirleitt var um að ræða skáld, rithöfunda og aðra listamenn. And- staða þeirra við kúgunaröfl komm- únismans birtist í verkum þeirra sem yfirleitt voru bönnuð en var dreift eftir neðanjarðarkerfum og náðu þannig til fólksins. Það er kaldhæðni í því fólgin að á sama tíma og andstaðan við komm- únismann kom sterkust fram í kommúnistaríkjunum hjá þessum hópum lögðu kommúnistar annars staðar áherzlu á að fá skáld og listamenn til fylgis við sig og tókst það í ríkum mæli, meðal annars hér á Íslandi. Sá pólitíski mælikvarði, sem lagður var á verk skálda og annarra listamanna í áratugi af þessum sökum markaði líf heillar kynslóðar. Enn búum við við leifar þessa pólitíska mats. Að því hlýtur að koma að faglegt endurmat á verkum þessa fólks úr báðum fylk- ingum fari fram. Havel var í fremstu röð andófs- manna í kommúnistaríkjunum. Verk hans voru bönnuð. Hann var sjálfur settur í fangelsi. Hann varð tákn andstöðunnar við kúgun kommún- ismans í heimalandi sínu og víða um heim. Það urðu því söguleg umskipti þegar Havel varð leiðtogi þjóðar sinnar eftir fall kommúnismans og flutti úr fangelsinu í kastalann í Prag. Í forsetatíð sinni skapaði Havel sér sérstöðu meðal þjóðarleiðtoga. Eftir því var tekið sem hann sagði enda talaði hann á annan veg en aðrir þeir sem slíkum stöðum gegna. Nú eru nýir tímar. Andófsmenn- irnir sem börðust fyrir þeim sjálf- sagða rétti fólks að tjá skoðanir sín- ar hverfa af sviðinu og nýjar kynslóðir taka við. Með sama hætti og Havel varð eitt helzta tákn þeirra er brottför hans úr embætti merki um þáttaskil. Á nýjum kyn- slóðum hvílir sú mikla ábyrgð að tryggja að barátta andófsmannanna hafi ekki orðið til einskis. STALÍNGRAD Í dag eru sextíu ár liðin frá því aðorrustunni um Stalíngrad lauk með ósigri Þjóðverja. Í þeirri orr- ustu og skriðdrekaorrustunni við Kúrsk urðu þáttaskil í heimsstyrj- öldinni síðari og herir nazista hófu undanhaldið sem endaði með hinum örlagaríku atburðum í neðanjarð- arbyrgi Adolfs Hitlers í Berlín vor- ið 1945. Á tíma Sovétríkjanna og komm- únismans áttu Vesturlandabúar erfitt með að viðurkenna hve stór hlutur Rússa og fylgiþjóða þeirra var í falli nazismans. Það er liðin tíð og sagnfræðingar nútímans draga fram í dagsljósið ítarlegar upplýsingar um þessa atburði alla. Orrustan um Stalíngrad – sem og skriðdrekaorrustan við Kúrsk – einkenndist af óhugnanlegum átök- um, þar sem að lokum var barizt götu úr götu, hús úr húsi og maður við mann. Haldi einhverjir að stríð séu eft- irsóknarverð ættu þeir hinir sömu að lesa frásagnir af þessari orr- ustu. Þar unnu Rússar og banda- menn þeirra í austri hetjudáð sem lengi mun lifa í sögunni.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.