Morgunblaðið - 02.02.2003, Page 35
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. FEBRÚAR 2003 35
NEYTENDUR og jafnvel fagfólk í
líkamsræktargeiranum er orðið mjög
ruglað í ríminu á öllum þeim upplýs-
ingum og rangfærslum sem eru uppi
um það hlutverk sem fita og kolvetni
spila í heilsu manna og áhrif þeirra á
fitusöfnun á líkamann. Hér eru
nokkrar upplýsingar til glöggvunar á
málinu.
Eru kolvetni slæm fyrir okkur?
Gróflega eru kolvetni flokkuð í ein-
föld og flókin kolvetni. Flókin kol-
vetni finnast í kornmat s.s. brauði,
pasta og morgunkorni. Sumar græn-
metistegundir innihalda talsvert af
flóknum kolvetnum, sérstaklega rót-
argrænmeti, og það sama má segja
um sumar tegundir ávaxta. Einföld
kolvetni eru flokkuð í einsykrur og
tvísykrur. Sykrur er ekki aðeins að
finna í ýmsum matvælum sem við-
bættur sykur heldur eru þær einnig
til staðar í hollustuafurðum eins og
ávöxtum, grænmeti og mjólkurvör-
um. Sumra kolvetnaríkra fæðuteg-
unda mættum við neyta sparlega s.s.
goss, sælgætis og bakkelsis margs-
konar. Slík fæða hefur lítið næring-
arlegt gildi en gefur mikið magn hita-
eininga. Ráðleggingar fagaðila eru á
þeim nótunum að um helmingur
neyttra hitaeininga komi úr kolvetn-
um.
Fáum við nóg af vítamínum?
Vítamín og steinefni er vitanlega
hægt að fá í töfluformi en hafa skal
hugfast að ýmis önnur mikilvæg efni
eru að finna í fæðu eins og kornmeti,
baunum, ávöxtum og grænmeti sem
fást ekki í töflum. Sem dæmi má
nefna að jurtafæði inniheldur t.d.
trefjar sem eru mikilvægar góðri
heilsu og einnig þörfnust við ótal ann-
arra jurtaefna sem finnast í plöntum,
m.a. andoxunarefnis ofl., sem geta
dregið úr líkum á myndun alvarlegra
sjúkdóma s.s. krabbameins og
hjartasjúkdóma.
Verður aukin fitusöfnun
af neyslu kolvetna?
Insúlín er hormón sem hjálpar til
við að halda blóðsykursmagni í réttu
jafnvægi. Insúlín hækkar þegar blóð-
sykurmagn eykst. Það er rétt að
blóðsykur hækkar eftir neyslu kol-
vetna en sú hækkun er ekki vanda-
mál fyrir flest fólk. Það er rétt að
sumir eiga í vandræðum með að
halda blóðsykrinum í jafnvægi t.d.
fólk með sykursýki 2 eða forstigsein-
kenni þess. Engu að síður þurfa þeir
á kolvetnum að halda en ættu að
vanda vel til kolvetnavalsins og leita í
næringarríkan mat svo sem gróf-
kornmeti, baunir, ávexti og græn-
meti. Nokkuð sem við reyndar öll
mættum gera. Vert er að hafa í huga
aðblóðsykur hækkar hægar þegar
trefja, próteina og fitu er neytt sam-
hliða kolvetnum. Insúlín lækkar blóð-
sykur með því að hjálpa sykrinum að
komast úr blóðstreyminu til frumn-
anna þar sem hann getur nýst sem
orka eða hann geymist sem glýkógen
eða fita. En það að insúlín sé til staðar
er ekki meginástæðan fyrir fitusöfn-
un. Fitusöfnun er fyrst og fremst af-
leiðing þess að við borðum fleiri hita-
einingar en við brennum. Og þegar
haft er í huga að fita gefur meira en
helmingi fleiri hitaeiningar en kol-
vetni og prótein (9 hitaeiningar á
móti 4) ætti að vera ljóst að auðveld-
ast er að borða yfir sig ef fæðið er
fituríkt. Sem dæmi má nefna að 200 g
af soðnum kartöflum gefa um 130
hitaeiningar á móti um 500 he. sem
leynast í 200 g af djúpsteiktum
frönskum.
Hver er besta leiðin
til að léttast?
Besta leiðin til að léttast er að
neyta næringarríkrar fæðu í skyn-
samlegu magni og fá næga hreyfingu.
Fólk virðist geta grennt sig eftir
ýmsum leiðum en oftast er það tíma-
bundinn árangur. Þegar fólk tekur
upp sinar „gömlu“ neysluvenjur á ný
fá flestir fá á sig aukakílóin að nýju og
jafnvel fleiri. Lykillinn að því að ná að
halda sér í kjörþyngd er reglubundin
hreyfing og varanlegar breytingar á
mataræði. Og þar sem um varanlegar
breytingar er að ræða verður fólk að
passa sig á að mataræðið verði ekki
einhæft því það leiðir til leiða og upp-
gjafar fyrir langflesta. Það fólk sem
léttist varanlega er nánast undan-
tekningarlaust þeir sem hreyfa sig
reglubundið. Þjálfun brennir hitaein-
ingum og eykur grunnbrennslu lík-
amans.
Hófsemi er dyggð
Hættum að eltast við hina og þessa
skyndikúra. Leggjum áherslu á að
temja okkur hófsemi. Skömmtum
okkur hæfilega á diskinn og leitumst
við að borða hollt og fjölbreytt fæði.
Góðar neysluvenjur fela í sér kol-
vetni, prótein og fitu. Góð uppspretta
af kolvetnum eru ávextir, grænmeti,
gróft korn og baunir. Heilsusamlegar
olíur eru ein- og fjölómettaðar olíur
t.d. ólífuolíu og repjuolía (canola).
Einnig finnst holl fita í feitum fiski,
hnetum, fræjum og avókadó.
En jafnvel holl og góð fæða getur
valdið aukakílóum ef neytt er í of
miklu magni. Jafnvægi í neyslu og
hreyfingu er eina raunhæfa leiðin til
að stuðla að langvarandi þyngdar-
stjórn og góðri almennri heilsu.
Kolvetni og
aukakílóin
Eftir Ágústu
Johnson
„Hættum að
eltast við
hina og
þessa
skyndikúra.
Leggjum áherslu á að
temja okkur hófsemi.“
Höfundur er framkvæmdastjóri
Hreyfingar, heilsuræktar.
SMS FRÉTTIR mbl.is
Lithimnulestur
Með David Calvillo
fimmtudag og
föstudag
Lithimnulestur er gömul fræðigrein þar sem
upplýsingar um heilsufar, mataræði og
bætiefni eru lesnar úr lithimnu augans.
Á fimmtudag og föstudag mun David Calvillo
vera með lithimnulestur í Heilsubúðinni, Góð
heilsa gulli betri. Njálsgötu 1, uppl. og tímapantanir í s:561-5250.
alltaf á föstudögum