Morgunblaðið - 02.02.2003, Side 55
konar tónlist. Áhuginn dvínaði ekki
með árunum og Whitman segist hafa
eytt lunganum af unglingsárunum á
plötuhátíðum víða um New Jersey í
leit að alls kyns framúrstefnu allt frá
tilraunamennsku í djassi upp úr
seinni heimsstyrjöldinni.
Á unglingsárunum lærði Whitman
gítarleik og lék á rafgítar í ýmsum
hljómsveitum. Á námsárum sínum
skrifaði hann meðal annars dálk í gít-
artímaritið Guitar World, Metal De-
tector, og fjallaði þar um ýmiskonar
jaðarþungarokk. Hann hætti því
1992, en var þá tekinn til við að skrifa
fyrir útgáfuna / dreifingarfyrirtækið
Forced Exposure, sem var um tíma
eitt helsta fyrirtæki á sínu sviði vest-
an hafs, og er reyndar enn býsna öfl-
ugt.
Whitman nam tölvutónlist við
Berklee-tónlistarskólann og naut það
meðal annars handleiðslu Richards
Boulangers. Á námsárunum stofnaði
hann ýmsar tilraunsveitir, þar á með-
al dúóið El-Ron, The Finger Lakes
og Sheket/Trabant sem léku hvert
fyfir sig ólíkar gerðir af bræðingi, en
að því hann segir var hvert verkefni
yfirleitt tveggja vikna æfingar eða
svo, síðan einir tónleikar og svo ekki
söguna meir. Hann lauk BSc. námi
1996, en lokaverkefnið, Error, var
umdeilt, þriggja klukkustunda verk
sett saman úr hljóðum úr biluðum
DAT-tækjum, rispuðum geisla-
diskum, ógreinilegu þruski, braki og
brotnum hljóðum.
Á næstu mánuðum sendi Whitman
frá sér tugi laga undir ýmsum nöfn-
um, en hann hefur látið þau orð falla
að helst vildi hann búa til óend-
anlegan fjölda aukasjálfa sem hver sé
í sérstakri gerð tónlist með hlust-
endahóp sem skarast ekki við hin
aukasjálfin. Smám saman náði
Hrvatski þó yfirhöndinni, en sagan
segir að Whitman hafi rekist á það
heiti á auglýsingaspjaldi í tungumála-
skóla í Boston og tekið til hand-
argagns þar sem því svipaði til nafns
tónlistarmanns sem hann hafði dá-
læti á, Steinski (Hrvatski þýðir Kró-
ati á króatísku). Whitman lýsir verka-
skiptingu aukasjálfsins og aðal- svo
að Hrvatski eigi næturnar og Keith
Fullerton Whitman dagana, þetta séu
mjög ólíkir persónuleikar um margt
eins og heyra megi af tónlistinni.
Reckankreuzungsklankewerkzeuge
1998 stofnaði Whitman útgáfuna
Reckankreuzungsklankewerkzeuge
Recordings Limited of Cambridge,
en nafnið Reckankreuzungs-
klankewerkzeuge sótti hann í spaug
sem Wagner lét frá sér fara er hann
heyrði í saxófón í fyrsta sinn („það er
eins og verið sé að segja Reck-
ankreuzungsklankewerkzeuge“).
Merkið stofnaði Whitman til að gefa
úr breiðskífuna Attention: Cats sem
var með verkum fjórtán ólíkra lista-
manna (eða svo virtist á yfirborðinu,
þeir voru allir aukasjálf Keiths Full-
ertons Whitmans). Þó platan hafi
ekki vakið ýkja mikla athygi bar hún
hróður Whitmans víða. Endurgerð af
þeirri plötu, rkk13cd kom út fyrir
tveimur árum, en á henni fara hönd-
um um lögin Thurston Moore, Jim
O’Rourke, Kid606 og Chessie, svo
dæmi séu tekin, en skífan var þrjú ár
í smíðum.
Fyrsta breiðskífan sem Whitman
gaf út sem Hvratski, Oiseaux 96–98,
vakti síðan talsverða athygli og var
meðal annars valin níunda besta raf-
tónlistarskífa ársins í tónlistar-
tímaritinu The Wire. Hún er meðal
annars merkileg fyrir það að á henni
er Whitman að vinna meira og minna
með sama trommubútinn, break sem
fengið er úr laginu Amen Brother (og
kallast fyrir vikið Amen Break, notað
í hundruð drum ’n bass laga) með
gospelsveitinni The Winstons, sem
minnst er fyrir að hafa leikið undir
hjá The Impressions.
Endurvinnsla til skemmtunar
Í framhaldinu bauðst Whitman
fjöldi verkefna, sem hann segist
reyndar eiga erfitt með að hafna. þó
hann kunni jafnvel ekki að meta lista-
manninn finnst honum spennandi að
fá að hræra í verkum hans. Fræg (al-
ræmd) er endurgerð hans af Kid 606
laginu Catstep, þar sem hann forrit-
aði tölvu til að rappa svívirðingar um
Kid 606 á bjagaðri ensku – undir-
strikar að þó Whitman sé talinn
býsna alvarlegur tónlistarmaður
verður að taka öllu með fyrirvara.
Annað nýlegt dæmi um endur-
vinnslu hans má til að mynda heyra á
plötunni Painted Black þar sem fjöldi
listamanna endurgerir Rolling Sto-
nes slagarann Paint it Black, auk
hans meðal annars Stilluppsteypa,
Acid Mothers Temple, Kit Clayton,
The Tape Beatles og Fennesz. Annað
verkefni má nefna; Whitman var beð-
inn að endurgera Laurie Anderson-
lagið O Superman og þó hann segist
alls ekki kunna að meta Anderson,
geti hann ekki sleppt því að hræra í
laginu, en þess má geta að yfirleitt
tekur hann lítið eða ekkert fyrir slíka
vinnu. Framundan eru svo end-
urgerðir á lögum með Merzbow,
Dose One og Jel.
Auknar vinsældir, ef vinsældir má
kalla í svo fámennum hópi sem
áhugamenn um tilraunatónlist eru,
kölluðu á tónleikahald og sem
Hrvatski lék Whitman á fjölda tón-
leika á næstu mánuðum, hitaði meðal
annars upp fyrir Mouse on Mars á
tónleikum vestan hafs og síðan fyrir
Labradford, Pan Sonic, Suicide,
Thurston Moore & Lee Ranaldo og
µ-Ziq, svo dæmi séu tekin.
Til viðbótar við plöturnar tvær sem
komu út á síðasta ári og hafa fengist í
12 tónum, má benda á skífuna 21:30
for Acoustic Guitar sem kom út 1991.
Á henni er tónleikupptaka þar sem
Whitman leikur á kassagítar í gegn-
um tölvu sem breytir hljóðunum eftir
forskrift hans, gítarhljómar verða að
sínusbylgjum sem síðan koma af stað
öðrum hljóðum og svo má telja. Óget-
ið er og plötunnar Piano Quartets þar
sem Whitman skeytir saman upp-
tökum hljóma úr öllum píanóum sem
hann hefur komist í tæri við á und-
anförnum árum.
Frekari upplýsingar um tónlist
Whitmans og annarra álíka tónlistar-
manna má nálgast á vefsetrinu reck-
ankomplex.com (hann segist hafa
heykst á þvi að nota fullt nafn útgáf-
unnar í lénsheitinu, lái honum hver
sem vill).
Keith Fullerton Whitman/Hrvatski
FÓLK Í FRÉTTUM
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. FEBRÚAR 2003 55
Skemmtifundur
í Glæsibæ í dag kl. 15.00
Meðal þeirra, sem koma fram, eru Guðbjörn Kristinsson
og hljómsveit félagsins, auk margra annarra.
Kaffikonur sjá um veitingar.
Skemmtinefndin.
Félag harmoniku-
unnenda í Reykjavík