Morgunblaðið - 02.02.2003, Qupperneq 61

Morgunblaðið - 02.02.2003, Qupperneq 61
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. FEBRÚAR 2003 61 Inni held ur e fni s em þú h efði r ald rei feng ið a ð sj á í sjón varp i. Sjúklegasta grínmynd ársins er komin í bíó. Kvikmyndir.is Radíó X ÁLFABAKKI KRINGLAN AKUREYRIÁLFABAKKI AKUREYRI EINNIG SÝND Í LÚXUS VIP Í ÁLFABAKKA KL. 5 og 8. B. I. 16. Náðu þeim í bíó í dag. í mynd eftir Steven Spielberg. SV MBL / Kvikmyndir.is  Kvikmyndir.com  HJ. MBL  Radio X Sýnd kl. 8 og 10. / Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.30. Sýnd kl. 5.45, 8 og 10 KEFLAVÍK ÁLFABAKKI Sýnd kl. 8. Sýnd kl. 6, 8 og 10. B. i. 14. / Sýnd kl. 6, 8 og 10. B. i. 14. / Sýnd kl. 6 og 8. B. i. 14. SKYLDUDAGAR / / Sími 552 3030 vikulegur þáttur tileinkaður ís- lenskri tónlist hefur ekki verið gerður áður. Núna er svo mikil gróska í tónlistinni og af mörgu að taka,“ segir Ómar. Framleiðandi þáttanna er ekki SkjárEinn heldur Filmus. „Það er mjög vant fólk, sem vinnur við gerð þeirra.“ Rappaði á íslensku Ómar hefur verið í hinum og þessum hljómsveitum í gegnum tíð- ina. Hann var í fyrstu rapp- hljómsveitinni, sem rappaði á ís- lensku í Músíktilraunum. Hún hét Tríó Óla Skans og lenti í öðru sæti árið 1997. Eftir það tók Ómar virk- ari þátt í rappsenunni, gekk á tíma- bili undir nafninu Móri, og endaði í Quarashi. Þrátt fyrir að Höskuldur Ólafs- son, Hössi, sé hættur í Quarashi hefur hljómsveitin langt í frá lagt upp laupana. „Næst á dagskrá er að leggja lokahönd á demó til að senda út til Columbia, sem efni fyrir næstu plötu,“ segir Ómar. „Ef eitthvað er þá er komið að- eins meira rokk í hljómsveitina. Annars á þetta eftir að breytast. Við erum ekki komnir það langt af stað,“ segir Ómar, sem veit ekki hvenær næsta plata Quarashi kem- ur út. Tími á eitthvað nýtt „Vonandi kemur hún sem fyrst. Það er mikið af fólki, sem vill heyra nýtt efni. Elstu meðlimirnir í band- inu eru líka búnir að vera að taka sum lögin í sex ár. Það er komin smáþreyta í þau og tími til kominn að gera eitthvað alveg glænýtt “ Einhverjir hafa eflaust tekið eftir því að Quarashi kom ekkert við sögu við veitingu Íslensku tónlist- arverðlaunanna á dögunum. „Við vitum af hverju við vorum ekki til- nefndir fyrir neitt. Það er af því að við borguðum ekki gjaldið. Þetta er furðulegt fyrirkomulag. Við höfum verið tilnefndir erlendis án þess að hafa þurft að borga neitt,“ segir Ómar og bendir á að fyrirkomulag- ið sé annað á Hlustendaverðlaunum FM 957 og Tónlistarverðlaunum Radíó X og Undirtóna. Þrátt fyrir að hafa ekki látið ljós sitt skína á ÍTV sýndi Quarashi að hljómveitin er ein sú vinsælasta á landinu þegar hún hreppti þrenn verðlaun á hátíð Radíó X og Und- irtóna. Quarashi var valin hljóm- sveit ársins, „Stick ’Em Up“ var valið myndband ársins og Jinx plata ársins og er Ómar að sjálf- sögðu ánægður með árangurinn. Þrjár heimsálfur eftir Quarashi fór eins og kunnugt er í tónleikaferðalag um heiminn, sem Ómar segir hafa verið mjög skemmtilegt. „Við eigum bara þrjár heimsálfur eftir, Suð- urskautslandið, Afríku og Suður- Ameríku. Það væri gaman að fara til Suður-Ameríku. Platan hefur að minnsta kosti borist þangað.“ Ómar er sem sagt ekki búinn að fá leið á tónleikaferðalögum. „Ég væri alveg til í að vera að spila ein- hvers staðar úti í heimi. Það eru minni áhyggjur, sem fylgja því. Maður er svo áhyggjulaus úti í út- löndum, þarf ekkert að pæla í þessu veseni hérna heima. Þegar maður stígur út í Leifsstöð hleðst þetta allt á mann aftur og maður fer að hugsa um reikninga.“ Haldinn söfnunaráráttu Ómar viðurkennir að vera hald- inn söfnunaráráttu eins og sést þegar heimili hans er skoðað. „Þetta er allt meira og minna úr einhverjum bíómyndum. Verst er að það er ekki hægt að fá neitt af þessu hérna heima. Dótabúðir á Ís- landi selja bara rusl. Það virðist bara vera farið eftir því hvað heild- salinn á, ekkert fylgst með því hvað er að gerast í útlöndum,“ segir hann og er harðorður. „Ekkert af þessu endist, ég hef oft séð ódýrar og ólöglegar eftirlík- ingar í búðunum,“ segir Ómar, sem ætti að vita hvað hann er að tala um. „Nexus er með skemmtilega dót- ið en ég hef keypt mest á ferðalög- um, og svo pantað þetta bara,“ seg- ir Ómar og segir söfnunaráráttuna hafa fyrst gert vart við sig um 1995, eftir að farið var að endur- útgefa upprunalegt Star Wars-dót. He-Man og hryllingsmyndir Ómar er nú farinn að hægja á sér í söfnuninni enda var hann búinn að sanka að sér meira dóti en rúmast á einu heimili. Hann bendir áhuga- sömum á að He-Man-kallarnir séu farnir að fást aftur í Bandaríkj- unum. „Það er búið að endurgera þá. Ég skil ekki af hverju þeir fást ekki hér. Þetta var nú vinsælasta dótið hérna einu sinni.“ Þetta er þó ekki eintómt dót, eða leikföng, sem Ómar á því flestar fígúrurnar eru beinlínis safngripir, seldir dýru verði. „Ég safna líka bókum, bókaút- gáfum af lélegum hryllings- myndum eins og Friday the 13th númer þrjú,“ segir Ómar og hlær. Popp og kók verður á dagskrá SkjásEins á föstudagskvöldum fram á vor og fer þá í sumarfrí. „Svo kemur framhaldið í ljós. Von- andi fær þátturinn góðar við- tökur.“ Tónlistarþátturinn Popp og kók hefur göngu sína á SkjáEinum föstudagskvöldið 7. febrúar. ingarun@mbl.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.