Morgunblaðið - 19.02.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 19.02.2003, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 MIÐVIKUDAGUR 19. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ VEGNA mistaka við gerð reglugerð- ar um ávana- og fíkniefni, var 21 árs gamall maður sem játaði að hafa haft í fórum sínum 22,7 grömm af amfeta- míni, sýknaður nýverið af ákæru sýslumannsins í Hafnarfirði. Í dómi Héraðsdóms Reykjaness segir að ekki hafi verið í gildi fortakslaust bann við vörslu amfetamíns þegar maðurinn var handtekinn. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa haft í fórum sínum 22,7 grömm af amfetamíni í mars 2002 og auk þess haft í vörslu sinni tvær fötur af íblöndunarefni og tvær vogir, ætlaðar til vigtunar á fíkniefnum. Þá hafði ný- lega tekið gildi reglugerð sem var gölluð að því leyti að amfetamín var ekki flokkað sem efni sem lyti for- takslausu banni á Íslandi, eins og fyrri reglugerð kvað á um. Það hafði gleymst að setja „x“ fyrir aftan amfetamín. Reglugerðin var gefin út 14. júní 2001 en felld úr gildi með nýrri reglugerð 27. mars 2002, fimm dögum eftir að maðurinn var hand- tekinn. Á þessum tíma var meðferð amfetamíns því eingöngu heimil lyf- sölum og öðrum sem hafa leyfi til að ávísa á lyf, og auðvitað þeim sem taka við slíkum lyfjum. Maðurinn bar þó ekki fyrir sig að hann hefði haft leyfi til að flytja inn amfetamínið eða nota það sem lyf. Í niðurstöðu dómsins segir að í lög- um um meðferð opinberra mála sé sú meginregla í gildi að ekki megi dæma fyrir annað en það sem ákært er fyrir. Maðurinn hafi ekki verið ákærður fyrir að hafa amfetamín í fórum sín- um án þess að hafa til þess leyfi og því yrði hann ekki dæmdur fyrir það. Maðurinn var hins vegar sakfelld- ur fyrir tvö önnur brot sem honum voru gefin að sök, fyrir húsbrot og ölvunarakstur. Var hann dæmdur til að borga 100.000 krónur í sekt til rík- issjóðs innan fjögurra vikna en sæta ella fangelsi í 20 daga. Þá var hann sviptur ökurétti í sex mánuði og gert að greiða tvo þriðju alls sakarkostn- aðar. Sveinn Sigurkarlsson kvað upp dóminn. Hilmar Ingimundarson hrl. var til varnar en Alda Hrönn Jó- hannsdóttir, fulltrúi, sótti málið. Annar sýknudómur í Héraðs- dómi Reykjaness Héraðsdómur Reykjaness sýknaði í gær karlmann á þrítugsaldri af ákæru um að hafa haft í fórum sínum 35 millilítra af amfetamíni í sprautu í desember árið 2001. Byggist sýknu- dómurinn á því að á þessum tíma hafi ekki verið í gildi fortakslaust bann við því að hafa amfetamín undir höndum, vegna handvammar við setningu reglugerðar. Í dómnum segir m.a., að telja verði að í orðalagi ákæruliðarins skorti það meginatriði í verknaðarlýsinguna að hún lýsi refsiverðu athæfi á umrædd- um tíma, því ákærða var ekki gefið að sök að hafa haft amfetamín án leyfis í vörslu sinni. Ákærði var hins vegar sakfelldur af ákæru vegna ýmissa annarra brota, svo sem að hafa undir höndum maríjúana, innbrot, þjófnað og umboðssvik. Ákærða var hins veg- ar ekki gerð sérstök refsing fyrir þessi brot en hann var í desember 2001 dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir skjalafals og ári síðar fékk hann hegningarauka, 2 mánaða fangelsi, fyrir brot gegn lögum um ávana- og fíkniefni. Segir héraðsdómari að brot ákærða nú hafi verið framin áður en fyrrgreindir dómar voru kveðnir upp og hefðu ekki leitt til aukinnar refs- ingar þá. Málið dæmdi Sveinn Sigurkarlsson héraðsdómari. Verjandi ákærða var Hilmar Ingimundarson hrl. Málið sótti Sigríður Elsa Kjartansdóttir sýslumannsfulltrúi. Ekki dæmdur fyrir að vera með amfetamín MILLJÓNATJÓN varð á Seyðis- firði í sunnan ofsaveðri sem skall þar á í fyrrinótt. Björgunarstörf stóðu fram á morgun en síðdegis í gær hafði verið tilkynnt um skemmdir á 32 íbúðarhúsum, fjöldi bíla dældaðist og rúður í þeim brotnuðu, tveir skúrar gereyði- lögðust og steypistöð valt á hlið- ina. Þetta er aðeins hluti af skemmdunum en ekki hefur verið lagt mat á heildartjón. Hreinsun- arstarf hófst af fullum krafti í gær og úti um allan bæ mátti sjá menn gera við þök og negla hlera fyrir glugga. Víðar á Austurlandi urðu skemmdir af völdum veðursins, en hvergi í líkingu við það sem varð á Seyðisfirði. Einn maður slasaðist af völdum fárviðrisins, formaður björgunar- sveitarinnar Ísólfs sem stóð í ströngu við björgunarstörf. Hann er talinn hafa höfuðkúpubrotnað þegar kerra fauk á hann en sam- kvæmt upplýsingum frá sjúkra- húsinu á Seyðisfirði var hann með meðvitund í gær og líðan hans eft- ir atvikum góð. Þegar veðrið gekk niður um hádegisbil var hann fluttur með sjúkraflugi til Reykja- víkur þar sem hann gengst undir frekari rannsóknir. Skæðadrífa af þakplötum Fyrsta tilkynning um tjón af völdum veðursins barst lögregl- unni á Seyðisfirði um klukkan hálfeitt en veðrið skall á með full- um krafti um klukkan tvö. Að sögn veðurfræðings á Veðurstofu Ís- lands sýndi vindmælir fyrir ofan bæinn að meðalvindhraði um nótt- ina var um 20-25 m/sek en í mestu hviðunum rauk hann upp í um 54 m/sek. Ekki er ólíklegt að sums staðar hafi vindurinn verið enn meiri en skemmdirnar urðu mest- ar innst í firðinum. Eftir því sem leið á nóttina rigndi yfir lögreglu og björgunarsveitir tilkynningum um lausar þakplötur, brotnar rúð- ur og allskyns lausamuni á ferð á flugi. Gámur var meðal þess sem tókst á loft og hafnaði hann ofan í Fjarðará ásamt ýmsu braki. Tré brotnuðu, rúður splundruðust í einbýlishúsum og þakplötur og klæðning rifnuðu frá húsum. Bílar sem stóðu úti í veðurhamnum dælduðust þegar grjót, þakplötur og fleira skall á þeim. Í nokkrum tilvikum brotnuðu rúður í bílunum og er einn þeirra talinn næstum ónýtur eftir að hafa orðið fyrir skæðadrífu af þakplötum. Ljóst er að tugir björgunarsveitarmanna, lögreglumenn, slökkviliðsmenn og smiðir sem kallaðir voru út lögðu sig í talsverða hættu við björg- unarstörf. Í gærmorgun hafði björgunar- sveitum Landsbjargar borist beiðni um aðstoð vegna tjóns á 24 húsum, tveimur gróðurhúsum, úti- húsi, steypustöð og þremur bif- reiðum. Tilkynningum um skemmdir fjölgaði jafnt og þétt og síðdegis hafði verið tilkynnt um skemmdir á 32 einbýlishúsum og á um tug bifreiða. Einn bílskúr splundraðist og annar er ónýtur af völdum vindsins. Gera má ráð fyrir því að næstu daga verði tilkynnt um enn frekari skemmdir. Skilti Vegagerðarinnar við bæjarmörkin, sem sýnir vindstyrk á Fjarðar- heiði, fauk um koll og klæðning sviptist af veginum að hluta. Sam- kvæmt upplýsingum frá Vegagerð- inni var tjón hennar þó minnihátt- ar. Innandyra fram undir hádegi Páll Elísson, formaður svæðis- stjórnar Landsbjargar á Austur- landi, var ásamt fleiri björgunar- sveitarmönnum kallaður út um klukkan tvö í fyrrinótt til að að- stoða björgunarmenn á Seyðisfirði. Segir hann að þegar mest var hafi 68 manns unnið að björgunarstörf- um í bænum enda hafi ástandið verið alvarlegt. Það hafi verið lán í óláni að götur og vegir voru nán- ast auð en Páll segir að hefði verið hálka á veginum yfir Fjarðarheiði hefði björgunarlið ekki komist þá leið. Hættuástandi í bænum var af- lýst klukkan sex en almannavarna- nefnd beindi þeim tilmælum til fólks að halda sig innandyra fram að hádegi en þá hafði veðrið að mestu gengið niður. Björgunar- sveitarmenn frá Seyðisfirði, Reyð- arfirði, Héraði og Jökuldal og fleiri héldu áfram störfum og var unnið fram á kvöld við að gera við þök og koma böndum yfir brak sem var að finna á víð og dreif um bæinn. Starfsmenn bæjarins unnu einnig ötullega að hreinsunarstörf- um. Viðlagatrygging bætir ekki fok- tjón. Ekki er búið að leggja mat á heildartjón og segist Lárus Bjarnason sýslumaður óvíst að það verði gert. Hann reiknar þó með því að tjónið nemi tugum milljóna króna. Einar Guðmundsson, for- varnafulltrúi hjá Sjóvá-Almennum segir að tjón líkt og það sem varð á einbýlishúsum á Seyðisfirði í fyrrinótt sé bætt, hafi húseignend- ur keypt fasteignatryggingu. Tjón á kaskó-tryggðum bílum er einnig bætt. Íbúðarhús léku á reiðiskjálfi í fárviðri á Seyðisfirði í fyrrinótt Milljónatjón varð í stór- hættulegum vindhviðum Morgunblaðið/Pétur Kristjánsson Þessi bílskúr hvarf í heilu lagi í óveðrinu. Eftir standa nokkrir munir sem geymdir voru í skúrnum. MJÖG hvasst var á skíðasvæðinu í Hlíðarfjalli ofan Akureyrar í fyrra- kvöld og -nótt. Slíkur var ofsinn að vindmælirinn, sem staðsettur var ut- an á skíðahótelinu, rifnaði af húsinu. Mælirinn var tengdur við tölvu og mesti vindhraði sem hann sýndi áður en hann hvarf eftir klukkan níu í fyrrakvöld var rúmir 54 metrar á sekúndu, að sögn Guðmundar Karls Jónssonar forstöðumanns Skíða- staða. Hann sagði að hviðurnar í suð- vestanáttinni gætu oft orðið ansi öfl- ugar í fjallinu og að ótrúlegustu hlut- ir hefðu færst til í látunum. Verst væri þó að nánast allur snjór væri horfinn úr fjallinu og skíðasvæðið því lokað. Annar vindmælir er í Strýtu og sagði Guðmundur Karl að vind- hraðinn þar hefði farið í 96 hnúta, eða í um 50 metra á sekúndu. Veðurguðirnir hafa ekki verið skíðamönnum hliðhollir að undan- förnu en Guðmundur Karl sagðist ekki vera farinn að örvænta. „Menn hafa talað um að þetta sé svipað veðurfar og árið 1975 en þá fór líka allt á kaf í marsmánuði. Mun snjómagnið á Akureyri hafa verið svo mikið að lána þurfti snjótroðar- ann til sjúkraflutninga niður í bæ,“ sagði Guðmundur Karl. Vindmælir- inn rifnaði af húsinu HRÍÐARBYLUR á Austurströnd Bandaríkjanna var orsök þess að Flugleiðir felldu niður flug til Balti- more og Boston í Bandaríkjunum, sem fara átti frá Keflavík síðdegis í gær. Jafnframt var flugi frá þessum borgum til Íslands í gærnótt aflýst. Þó var flogið til Minneapolis sam- kvæmt áætlun. Í fréttatilkynningu frá Flugleiðum segir að um 150 farþegar hafi verið bókaðir í flugið til Boston og um 100 í flugið til Baltimore. Flestir farþeg- anna voru erlendir og var þeim út- veguð gisting á hótelum í nótt, að því er fram kemur í tilkynningunni. Jafnframt kemur fram að gert sé ráð fyrir því að farþegarnir komist til þessara tveggja borga samkvæmt áætlun sídegis í dag. Flug til Balti- more og Boston féll niður ♦ ♦ ♦ FULLTRÚAR Sæferða sem sjá um rekstur Breiðafjarðarferjunnar Baldurs hafa kannað möguleika á kaupum á helmingi stærri ferju frá Noregi sem myndi leysa Bald- ur af hólmi. Fulltrúar Sæferða fóru utan til Noregs í nóvember og skoðuðu þá ferjuna sem hefur ver- ið notuð til ferjusiglinga, m.a. í N-Noregi, fram á mitt síðasta ár. Ferjan, sem er smíðuð í lok átt- unda áratugarins, tekur 300 far- þega og á bilinu 60-90 fólksbíla. Hún er 80 metrar á lengd, eða helmingi lengri en núverandi Breiðafjarðarferja sem var smíðuð 1990 og tekur tæplega 200 farþega og 20 fólksbíla. Að sögn Péturs Ágústssonar, út- gerðarstjóra Sæferða, er skipið í mjög góðu ástandi en skipta þarf um bógskrúfu í því til að það nýt- ist í siglingar hér við land auk þess sem það þarfnast minniháttar viðhalds. Að sögn Péturs er áætl- aður kostnaður við kaupin með breytingum 100-150 m. kr. Ekki er búið að gera tilboð í skipið né semja um breytingar á því en Pét- ur reiknar með að endurbætur á því taki einn mánuð. Hann reiknar með að fé sem fengist með sölu á Baldri myndi að mestu ganga upp í kaupin en einnig eru uppi hug- myndir um að Sæferðir kaupi nýja skipið. Hugmyndir forsvarsmanna Sæ- ferða miðast við að hægt verði að taka skipið í gagnið í byrjun júní á þessu ári. Endurskoðun á samningi Í nýlegri skýrslu nefndar um samgöngur yfir Breiðafjörð er m.a. lagt til að samgönguráðherra feli Vegagerðinni að kanna strax grundvöll fyrir mögulegri endur- skoðun á núverandi samningi hennar og Sæferða hf. um rekstur Baldurs, með það að markmiði að rekstraraðilinn leggi til hentugra skip og leigi Vegagerð- inni. Reynist svo vera mögulegt er lagt til að hafnar verði samninga- viðræður við Sæferðir hf. Að sögn Jóhanns Guðmundsson- ar, skrifstofustjóra á skrifstofu flutninga og samgönguáætlana hjá samgönguráðuneytinu, er vinnu- hópur nú að störfum við að skoða hvort þessar hugmyndir séu raun- hæfar og með hvaða hætti unnt sé að útfæra þær. Er niðurstöðu að vænta á næstu dögum eða vikum. Kanna kaup á ferju frá Noregi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.