Morgunblaðið - 19.02.2003, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 19.02.2003, Blaðsíða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. FEBRÚAR 2003 11 Alþjóðleg ferðaráðgjöf Ferðamálaskóli Íslands er eini skólinn á Íslandi sem hefur kennt alþjóðlegt IATA/UFTAA námsefni samfleitt í 12 ár. Á hverju ári útskrifar skólinn „ferðaráðgjafa“ til starfa á ferðaskrifstofum, flugfélögum og við aðra ferðaþjónustu, enda er í dag krafa ferðaþjónustuaðila að starfsfólk hafi slíka menntun. Bíldshöfða 18 • Sími 567 1466 • Opið frá kl. 8—22 áætlun fyrir það ár. Skuldaaukningin sé því ekki sú sama í prósentum í töl- um Þórólfs og í tölum sjálfstæðis- manna, sem breyti þó engu um heild- arniðurstöðuna. „Við töldum skynsamlegt að miða við síðasta heila árið sem sjálfstæðismenn voru við stjórnvölinn. Síðan er 1994 kosninga- ár og við tókum árið 2003 með, því við höfum áætlanir um það ár,“ segir Björn. Hefðu viljað hlutlausa úttekt Hann segir að sjálfstæðismenn harmi að Þórólfur vilji ekki láta hlut- lausa úttekt fara fram á fjármálum borgarinnar. „Hann bendir á að hann taki sæti í sparnaðarnefnd. Við teljum að þessi sparnaðarnefnd sé staðfest- ing á því að það sé komið að þeim tímapunkti að það verði ekki haldið áfram á sömu braut heldur þurfi að móta eitthvert aðhald í þessum rekstri og umsvifum. Það stefnir í óefni og hefur gert lengi með þessari skuldasöfnun.“ „ÞAÐ er mjög mikilvægt að fá þessa viðurkenningu á því hvernig skuldirn- ar hafa aukist ár frá ári um mörg hundruð prósent,“ segir Björn Bjarnason, oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn, um svar Þórólfs Árna- sonar borgarstjóra við fyrirspurn sjálfstæðismanna um skuldaþróun borgarinnar frá því R-listinn tók við völdum í borginni. Hann segir svar borgarstjóra hnekkja í engu því sem sjálfstæðismenn hafi sagt um þróun skuldamála borgarinnar og það sé grundvallaratriði að fá viðurkenningu á því sem sjálfstæðismenn hafi sagt um skuldir borgarinnar. Björn segir gott að Þórólfur taki undir sjónarmið sjálfstæðismanna um að líta beri á samstæðureikning borgarinnar, þ.e. skuldir borgarsjóðs og fyrirtækja í eigu borgarinnar. Í svari Þórólfs sé miðað við árabilið 1994–2002 en sjálfstæðismenn hafi miðað við lengra tímabil, það er frá árinu 1993 til 2003. Tölurnar fyrir árið 2003 hafi verið teknar úr fjárhags- Í tölum sínum segja sjálfstæðis- menn að heildarskuldir á hvern borg- arbúa séu 733 þúsund, en í tölum Þór- ólfs er talan 464 þúsund krónur nefnd í þessu sambandi. Björn segir skýr- inguna vera þá að Þórólfur taki lífeyr- isskuldbindingar ekki með í reikning- inn. Þá sé einnig miðað við áætlaðar heildarskuldir borgarinnar sam- kvæmt fjárhagsáætlun 2003 í tölum sjálfstæðismanna. Gert sé ráð fyrir að heildarskuldir borgarinnar með líf- eyrisskuldbindingum verði orðnar 83,5 milljarðar í lok þessa árs, en 60 milljarðar án lífeyrisskuldbindinga. Segist Björn ósammála Þórólfi um að fjármálastjórnun borgarinnar sé um margt til fyrirmyndar. „Sú fjár- málastjórn sem lýtur að hinum póli- tísku ákvörðunum borgarinnar er ámælisverð. Mér finnst það með ólík- indum að Reykjavíkurborg hafi á mestu góðæristímum í sögu þjóðar- innar farið svona hratt upp skulda- stigann. Það er ekki til marks um góða fjármálastjórn,“ segir Björn. Mikilvæg staðfesting á því sem við höfum sagt GUÐMUNDUR G. Þórarinsson, fyrrverandi forseti Skáksambands Íslands, var heiðraður við upphaf Stórmóts Hróksins á Kjarvals- stöðum í gær. Kynnir við athöfnina, skákkonan Guðfríður Lilja Grét- arsdóttir, afhenti Guðmundi blóm- vönd og forláta skáksett. Með þessu vildu Hróksmenn þakka Guðmundi framlag sitt í íslenskri skáksögu en hann var forseti Skáksambandsins er „einvígi aldarinnar“ fór fram milli Fischers og Spasskys í Laug- ardalshöll árið 1972. Morgunblaðið/Ómar Guðmundur G. heiðraður FYRSTA umferð Stórmóts Hróksins fór fram á Kjarvalsstöð- um í gær. Fjórar af fimm skákum enduðu með jafntefli og meðal þeirra sem skildu jafnir eftir snarpa skák voru Ivan Sokolov, Hollendingurinn frá Bosníu sem teflir fyrir Hrókinn, og pólski Evrópumeistarinn Bartlomej Macieja. Sokolov var með hvítt og Macieja með svart. Nimzoindversk vörn 1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rc3 Bb4 4. Dc2 c5 5. dxc5 0–0 6. a3 Bxc5 7. Rf3 b6 8. Bf4 Rh5 9. Bg3 Bb7 10. Hd1 h6 11. e4 f5!? Nýr leikur. Þekkt er 11 … Be7 12. e5 a6 13. Bd3 Dc7 14. De2 b5 15. cxb5 Bxa3 16. Kf1 Be7 17. Rd4 g6 18. De3 Bg5 19. f4 Be7 20. Be2 Rg7 21. h4 h5 22. Re4 axb5 23. Hc1 Dd8 24. Bf3 Rc6 25. Rxb5 Rf5 26. Df2, með flókinni stöðu, sem svartur vann í skákinni Brenn- inkmeijer-Barsov, Breda 1999. 12. b4 Be7 13. exf5 exf5 14. c5!? – Hvítur hefði getað skotið inn 14. Bxb8, en hann kýs að fórna manni. 14. – Bxf3 15. gxf3 Rc6 16. b5 Ra5 17. c6 f4 18. Bh3 fxg3 19. hxg3 Rf6 20. Bxd7 Rxd7!? Ekki er alveg ljóst hvernig hvítur heldur áfram sókninni eftir 20. – Dc7. Nú verður skákin hins vegar jafntefli. Sjá stöðumynd 21. Hxh6! gxh6 Svartur getur ekki leikið 21 … Re5, vegna 22. Dh7+ Kf7 23. Hxd8 Haxd8 24. c7 Hde8 25. Kf1 Bg5 (25. – Rac4 26. f4) 26. Df5+ 27. Rd5 He6 28. Rxf6 Hxf6 29. Hxf6+ gxf6 30. c8D og hvítur vinnur. 22. Dg6+ Kh8 23. Dxh6+ Kg8 24. Dg6+ – Hvítur hefur ekki tíma fyrir Ke1-e2 í þessum leik, eða næstu, vegna Dd8-e8, ásamt fráskák með Be7-h4, eða g5. 24. – Kh8 25. Dh6+ Kg8 26. Dg6+ Kh8, jafntefli. Sokolov og Macieja skildu jafnir eftir snarpa skák Bragi Kristjánsson ÞÓRÓLFUR Árnason borgarstjóri telur ekkert tilefni til sérstakrar úttektar á skuldaþróun fyrirtækja borgarinnar og segir óhætt að full- yrða að vinnubrögð borgarinnar í fjármálastjórn, áætlanagerð, lána- og eignastýringu, reikningshaldi og fleiru séu um margt mjög til fyrirmyndar. Á borgarráðsfundi í gær lagði Þórólfur fram svar sitt við fyr- irspurn sjálfstæðismanna um skuldastöðu borgarinnar. Í svarinu segir Þórólfur fullar skýringar liggja fyrir um skuldaþróunin og að miðað við reynslu fyrri ára sé ekki tilefni til að ætla annað en rekstrarútgjöld borgarinnar hald- ist innan þeirra fjárheimilda sem málaflokkarnir hafi til ráðstöfunar. Í tölum sem sjálfstæðismenn hafa kynnt segir að frá árinu 1993 hafi hreinar skuldir borgarinnar án lífeyrisskuldbindinga aukist um 1100%, á sama tíma og sambæri- legar skuldir ríkissjóðs hafi lækk- að um 13%. Þórólfur segir að þar sem sjálfstæðismenn hafi verið í meirihluta fram á mitt ár 1994 og því undirbúið og samþykkt fjár- hagsáætlun ársins 1994 og útgjöld sem þá var stofnað til þyki sér eðlilegra að miða við skuldir í árs- lok 1994. Í fjármálaumræðu verði að horfa í senn til eigna og skulda. „Skuldaaukning, sem rekja má til þess að tekjur nægja ekki fyrir rekstrarútgjöldum eins og raunin var þegar Reykjavíkurlistinn tók við stjórn borgarinnar og skatt- tekjur hrukku ekki einu sinni fyrir rekstri og fjármagnskostnaði, er mikið áhyggjuefni. Sú staða hefur hins vegar ekki verið uppi eftir að Reykjavíkurlistinn tók við rekstri borgarinnar. Alltaf hefur verið verulegur afgangur frá rekstri til að leggja í fjárfestingu, afborganir og vexti,“ segir Þórólfur. Á ár- unum 1994–2002 hafi borgarsjóður og fyrirtæki hans fjárfest fyrir samtals 75 milljarða króna, á árs- lokaverðlagi 2002. Hagstæður samanburður við ríkissjóð Þórólfur segir að á tímabilinu 1994–2002 hafi heildarskuldir borgarsjóðs vaxið um 88 milljónir króna, eða 0,5%. Á sama tímabili hafi skuldir A-hluta ríkissjóðs (eig- inlegur rekstur ríkissjóðs, sem sé sambærilegur við borgarsjóð) lækkað um 38,9 milljarða króna eða 20,6%. „Í þeim samanburði má ekki gleymast að andvirði sölu eigna ríkissjóðs á þessu árabili nemur 47,5 milljörðum króna mið- að við árslokaverðlag 2002. Án tekna af sölu eigna hefðu skuldir ríkissjóðs hækkað um 7,8 milljarða króna eða 4,1%,“ segir borgar- stjóri. Segir Þórólfur að sama skapi nauðsynlegt að telja til þætti sem hafi áhrif á stöðu borgarsjóðs. Stofnun Félagsbústaða hf. og Orkuveitu Reykjavíkur hafi haft 8 milljarða króna lækkun á hreinni skuld borgarsjóðs í för með sér, á árslokaverðlagi 2002. Varðandi skuldir fyrirtækja borgarinnar segir Þórólfur sömu- leiðis ástæðu til að hnykkja á því að í ársreikningi Reykjavíkurborg- ar séu færðar allar skuldir þeirra fyrirtækja sem borgin á 50% í eða meira. Þar megi nefna fyrirtæki sem borgin eigi með öðrum sveit- arfélögum, eins og byggðasamlög- in Sorpu, Strætó, Slökkvilið höf- uðborgarsvæðisins og Orkuveitu Reykjavíkur. Skuldir þessara fyr- irtækja endurspeglist að fullu í ársreikningi Reykjavíkurborgar, en komi ekki fram í ársreikningi hinna sveitarfélaganna, sem eigi minna ne 50%. Mikilvægt að hugtaka- notkun sé skýr Þórólfur segir að til þess að um- ræðan um fjármál borgarinnar verði markviss og árangursrík sé mikilvægt að hugtakanotkun sé skýr, en á það hafi stundum skort. Þannig verði að gera greinarmun á hreinum skuldum borgarinnar og heildarskuldum. Heildarskuldir borgarsjóðs hafi á valdatíma R-listans hækkað um 0,5%, eða úr 16,3 milljörðum króna í 16,4 millj- arða á árslokaverðlagi 2002. Heild- arskuldir samstæðunnar, þ.e. borgarsjóðs og fyrirtækja sem Reykjavíkurborg á meirihluta í, hafi á tímabilinu hækkað um 191%, eða samtals um 34,3 milljarða. Hreinar skuldir borgarsjóðs (það er heildarskuldir af frádregn- um peningalegum eignum) hafi lækkað um 17,3%, frá 1994–2002. Úr 11,5 milljörðum í 9,5 milljarða. Á sama tímabili hafi hreinar skuld- ir samstæðunnar hækkað um 389%, úr 8,1 milljarði í 39,8 millj- arða. Sparnaðarnefnd til starfa Segir borgarstjóri að þótt hann telji ekki tilefni til sérstakrar út- tektar á skuldaþróun megi alltaf leita nýrri leiða til að ná sem best- um árangri í rekstri. Þess vegna muni sérstök sparnaðarnefnd fara yfir öll útgjöld borgarinnar og leita leiða til að auka á hagkvæmni og skilvirkni í rekstri. Jafnframt verði hugað að fjárfestingum og hagkvæmustu nýtingu fjármuna í því efni. „Yfirferð undirritaðs á fjármála- stjórnun borgarinnar í undirbún- ingi svars við fyrirspurn borgar- ráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks hefur verið ákaflega lærdómsrík. Óhætt er að fullyrða að vinnu- brögð í fjármálastjórn, áætlunar- gerð, lána- og eignastýringu, reikningshaldi o.fl. eru um margt mjög til fyrirmyndar,“ segir borg- arstjóri. Þórólfur Árnason, borgarstjóri í Reykjavík, segir fjármálastjórn í borginni til fyrirmyndar Telur ekki tilefni til út- tektar á skuldaþróun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.