Morgunblaðið - 19.02.2003, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 19.02.2003, Blaðsíða 42
DAGBÓK 42 MIÐVIKUDAGUR 19. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM- AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug- lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Sel- foss og Goðafoss koma og fara í dag. Baltimar Notos og Richmond Park koma í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Selfoss fer frá Straumsvík í dag. Arrows kemur í dag. Mannamót Árskógar 4. Kl. 9 opin handavinnustofa, kl. 13 opin smíða- og handa- vinnustofa. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 9–12 glerlist, kl. 9–16 handavinna, kl. 10– 10.30 Búnaðarbankinn, kl. 13–16.30 bridge/vist, kl. 13–16 glerlist. Félagsstarfið, Dal- braut 18–20. Kl. 10 leik- fimi, kl. 14.30 banka- þjónusta, kl. 14.40 ferð í Bónus. Félagsstarfið Dalbraut 27. Kl. 8–16 opin handavinnustofan, kl. 9 silkimálun, kl. 13–16 körfugerð, kl. 10–13 op- in verslunin, kl. 11– 11.30 leikfimi, kl. 13.30 bankaþjónsuta. Félagsstarfið Furu- gerði 1. Kl. 9 handa- vinna, bókband kl. 13, leikfimi, kl. 14 sögulest- ur. Á morgun, gler- skurðarnámskeið, enn eru laus pláss. Á föstud. messa kl. 14, prestur sr. Ólafur Jó- hannsson, Furugerð- iskórinn syngur. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Kl. 9–16.30 postulínsmálun, kl. 13– 16.30 módelteikning. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Kl. 9.30 hjúkr- unarfræðingur, kl. 10 verslunin opin, kl. 13 föndur og handavinna, kl. 13.30 enska, byrj- endur. Félag eldri borgara Hafnarfirði, Hraunseli. Tréútskurður kl. 9, myndlist kl. 10–16, línudans kl. 11, glerlist kl. 13, pílukast kl. 13.30, kóræfing kl. 16.30. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði, Línudanskennsla kl. 19.15. Félag eldri borgara, Suðurnesjum Selið, Vallarbraut 4, Njarð- vík. Í dag kl. 14 fé- lagsvist. Gerðuberg, fé- lagsstarf. Kl. 9–16.30 vinnust opnar kl. 10.30 gamlir leikir og dansar frá hádegi, spilasalur opinn, kl. 13.30 kóræf- ing. Föstud. 21. feb. kl. 16 opnuð listmunasýn- ing Ríkharðs Long Ingibergssonar. Gjábakki, Fannborg 8. Handavinnustofan op- in, kl. 9.30 boccia og glerlist, kl. 13 glerlist og félagsvist, kl. 16 hringdansar, kl. 17 bobb, kl. 15. 15 Gleði- gjafarnir syngja. Kl. 20.30 ferðakynning. Þorleifur Friðriksson sagnfræðingur fjallar í máli og myndum um fyrirhugaðar ferðir til Búlgaríu og Póllands. Gullsmári, Gullsmára 13. Kl. 9 vefnaður, kl. 9.05 leikfimi, kl. 9.55 stólaleikfimi, kl. 10 ganga, kl. 13 handa- vinnustofan opin. Hraunbær 105. Kl. 9 handavinna, bútasaum- ur, útskurður, kl. 11 banki, kl. 13 bridge. Hvassaleiti 58–60. Kl. 9 föndur, kl. 9 og kl. 10 jóga, kl. 14 dans, kl. 15 frjáls dans, kl. 15 teikn- un og málun. Norðurbrún 1. Kl. 9– 16.45 opin vinnustofa, kl. 9–12 tréskurður, kl. 10–11 samverustund, kl. 13–13.30 banki, kl. 14 félagsvist. Vesturgata 7. Kl. 8.25– 10.30 sund, kl. 9.15–16 myndmennt, kl. 12.15- 14.30 verslunarferð, kl. 13–14 spurt og spjallað, kl. 13–16 tréskurður. Á morgun kl. 10.30 fyr- irbænastund í umsjón sr. Hjálmars Jóns- sonar, Gísli S. Ein- arsson alþingismaður kemur og spilar á harmonikku. Vitatorg. Kl. 8.45 smíði, kl. 9 bókband og bútasaumur, kl. 13 handmennt, kl. 13.30 bókband, kl. 12.30 verslunarferð. Rangæingar - Skaft- fellingar. Spilavist í kvöld í Skaftfell- ingabúð, Laugavegi 178, kl. 20. Vinahjálp, brids spilað á Hótel Sögu í dag kl. 13.30. Kvenfélagið Aldan, heldur fund í kvöld 19. febrúar í Borgartúni 18. 3. hæð, kl. 20.30. ITC deildin Fífa. Fundur í kvöld kl. 20.10 í Safnaðarheimili Hjallakirkju, Álfaheiði 17. Kvenfélagið Hring- urinn. Aðalfundurinn verður í veitingahúsinu Gaflinum fimmtud. 20. feb. kl. 20. ITC Korpa Mos- fellsbæ, fundur í kvöld kl. 20 í Safnaðarheimili Lágafellssóknar, Þver- holti 3. Kvenfélag Kópavogs Góugleði verður fimmtud. 20. feb. kl. 20. Kvennadeild Barð- strendingafélagsins, aðalfundur í Konnakoti í kvöld kl. 20. Í dag er miðvikudagur 19. febr- úar, 50. dagur ársins 2003. Orð dagsins: Kristur hugsaði ekki um sjálfan sig, heldur eins og ritað er: „Lastyrði þeirra, sem löstuðu þig, lentu á mér.“ (Róm. 15, 3.) Svo virðist sem ÖssurSkarphéðinsson, for- maður Samfylking- arinnar, sé að breyta um takt í afstöðu sinni til Sjálfstæðisflokksins. Sjálfur hefur hann bent á að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, sem ætlaði ekki að stuðla að frekari setu Davíðs Oddssonar í sæti forsætisráðherra, er farin að tala með öðrum og mildari hætti.     Á fyrsta flokksstjórn-arfundi Samfylking- arinnar í nóvember árið 2000 sagðist Össur líta á flokk sinn sem „höfuð- andstæðing Sjálfstæð- isflokksins“. Í febrúar 1995 hafði Jón Baldvin Hannibals- son, þáverandi formaður Alþýðuflokksins, gefið tóninn eftir að samþykkt var á aukaþingi flokksins „að hagsmunum Íslands sé best borgið til fram- tíðar með aðild að Evr- ópusambandinu“. Þessi samþykkt gerði Alþýðuflokkinn ekki að álitlegum samstarfs- flokki í ríkisstjórn eftir kosningarnar 1995 fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Evr- ópustefna Samfylkingar- innar er lítið breytt frá þeirri sem Alþýðuflokk- urinn hafði. Nú kveður hins vegar við nýjan tón.     Össur mætti í gær íþáttinn Ísland í bítið á Stöð 2 til að ræða nið- urstöðu könnunar á við- horfum til ESB. Þar sagði hann: „Ef við ætl- um að geta lent í fram- tíðinni þessum Evrópu- málum, án þess að það verði mikil sár á þjóð- inni, þá þurfa Sjálfstæð- isflokkurinn og Samfylk- ingin með einhverjum hætti að ná saman. Það er hugsanlegt að einhver farvegur í því sé þessi Evrópunefnd.“     Það er jákvætt fyrirumræður um Evr- ópumálin að formaður Samfylkingarinnar skuli nú tala með þessum hætti. Forystumenn bæði Framsóknarflokksins og Vinstrihreyfingarinnar– græns framboðs hafa fagnað hugmyndum Dav- íðs Oddssonar um stofn- un Evrópunefndarinnar. Afstaða Samfylking- arinnar til hennar virðist nú sömuleiðis verða já- kvæðari og formaður flokksins sér augljóslega tækifærin, sem felast í því að beina umræðum um Evrópumálin í upp- byggilegri farveg. Sjálf- stæðismenn og jafn- aðarmenn hafa í sam- einingu tekið stærstu ákvarðanir í Evrópu- málum hingað til, s.s. um inngönguna í EFTA og aðild að Evrópska efna- hagssvæðinu.     Hugsanlega markast þóbreytt afstaða Öss- urar að einhverju leyti af því að stuðningur við að- ild að ESB fer minnkandi í skoðanakönnunum, t.d. þeirri sem birt var í gær. Enda sagði Össur að Samfylkingin ætlaði ekki að gera Evrópumálin að „stóru kosningamáli“. STAKSTEINAR Nýr tónn Samfylking- arinnar Víkverji skrifar... KONA sem Víkverji kannast við erbúin að vera í saumaklúbbi með hópi kvenna í áratugi. Nú eru þær komnar að fimmtugu, barnastússið, námið og baslið búið. Engin þessara kvenna var heimavinnandi hér áður og börnin hjá dagmömmu og á leik- skóla allan daginn á meðan þær voru að vinna eða sinna námi. Nú eru þessar konur hins vegar að verða ömmur og það merkilega er að þær vilja núna slaka á og jafnvel draga úr vinnu til að sinna barna- börnunum. Þær eru iðulega að passa og vita ekkert dásamlegra en að fá litla næturgesti. Oftar en ekki eru þær líka búnar að fá sér bílstól, barnarúm, matarstól og leikföng til að eiga þegar þessa litlu manneskjur koma í heimsókn. x x x VINKONA Víkverja hugsaði sérgott til glóðarinnar um daginn þegar hún sá vínber auglýst á lækk- uðu verði í Krónunni eða á innan við þrjú hundruð krónur kílóið. Hún var seint á ferðinni þennan dag og Krón- an ekki í leiðinni þannig að Bónus varð fyrir valinu. Vínberin voru aug- lýst þar uppi á töflu í búðinni á svip- uðu verði og í Krónunni og þessi fínu steinlausu Cape-vínber í öskjum sem blöstu við. Þegar kom að kassanum voru þau hins vegar á um 440 krónur kílóið. Vinkonan fór til baka og athug- aði verðið. Þá stóð að vínberin væru á 289 kr. kílóið en fyrir neðan þar sem geta átti um verð á melónum stóð að vínber í öskjum væru á 440 kr. kílóið. Vinkonunni fannst hún plötuð, það voru engin vínber í lausu til í búðinni og starfsmaður staðfesti það. x x x SONUR Víkverja keypti Adidas-gönguskó á útsölu nýverið. Hann fór á þeim í íþróttahúsið í Smáranum þar sem hann var að keppa á íþrótta- móti í nafni skólans síns og skildi þá eftir í anddyrinu hjá öllum hinum skónum. Þegar hann kom til baka voru skórnir glænýju horfnir. Skón- um var ekki skilað til baka og eftir tvær vikur ákvað Víkverji að kaupa annað par handa honum. Skórnir voru þá alls staðar uppseldir en um- boðið upplýsti Víkverja um búðir úti á landi þar sem kannski væri enn hægt að kaupa skótauið. Á fyrsta staðnum voru skórnir á útsölu en ekki til í rétta númerinu. Í næstu skó- búð sem hringt var í og er á Reykja- nesi voru skórnir til en ekki á útsölu enda engin þörf á að setja slíka skó á tilboð sagði starfsmaðurinn. Víkverji keypti samt skóna á 10.000 krónur enda útsölum að ljúka og skór yfir- leitt alls staðar á fullu verði núna. Íþróttahúsið tekur ekki ábyrgð á skónum í anddyrinu og þar á bæ fengust þær upplýsingar að þessi ákveðni skóstuldur væri ekkert eins- dæmi hjá þeim. Heimilistrygging Víkverja ábyrgist skó en bara ef þeim er stolið á skólatíma í grunnskóla. Framhaldsskólinn sem drengurinn er í er ekki með neinar tryggingar. Fjölskyldan situr því uppi með að útsölusparnaðurinn fór fyrir lítið og sextán þúsund krónur hafa farið í kaup á íþróttaskóm þennan mán- uðinn. Morgunblaðið/Arnaldur UNDANFARNAR vikur hafa fjölmiðlar mikið fjallað um svokölluð sam- ræmd próf á hinum ýmsu námsstigum. Þekktir lögfræðingar og kennarar (prófessorar) í lögfræði hafa verið ósam- mála um hvort laganemar eigi að geta fengið löggild- ingu sem lögmenn, ef ekki er samræming milli náms og prófa þegar farið er að kenna lögfræði í mörgum háskólum hér á landi. Nýlega fór vinkona mín á fótsnyrtistofu og upp- götvaði að við slík störf vinna bæði löggiltir og ólöggiltir fótaaðgerð- arfræðingar. Fyrir nokkrum dögum var auglýst leiðsögunám þar sem sagt er að stuðst sé við ákveðna námskrá frá menntamálaráðuneytinu. Í orðunum liggur að aðeins sé stuðst við námskrána, en ekki endilega að kennt sé eftir henni alfarið. Svo er það deilan milli sjón- tækjafræðinga og augn- lækna að ógleymdum hefðbundnum lækningum og kraftaverkalækningum. Hvernig er með þetta þjóðfélag? Mun hinn al- menni borgari í framtíðinni ekki vita hvort sá sérfræð- ingur sem hann er að kaupa þjónustu af hverju sinni, hvort sem það er lög- fræðingur, læknir eða aðr- ir, hafi virkilega það nám að baki eða hafi staðist próf í því sem hann er að selja? Er hugsanlegt að í fram- tíðinni muni hárskerinn minn mega auglýsa að hann taki líka að sér að skera botnlangann? Að ráða megi kranastjóra sem þotuflugstjóra? Eða að ráða megi háseta sem skipstjóra á bátnum? Hvers virði eru sérhæfð próf? Siggi sjómaður. Tapað/fundið Húsafell – hlekkjaarmband EINN ágætan júnídag í sumar var ég á röltinu í Húsafelli. Þá fann ég arm- band sem einhver hafði týnt. Það er silfurlitað hlekkjaarmband með stafnum A á og tveimur hjörtum og tveir gulgrænir steinar og einn brúnn. Ég stakk armbandinu í vasann og steingleymdi því í nokkra mánuði. Þar til núna er fann ég það í eld- gamalli og ljótri ferðaúlpu. Eigandi á vinsamlegast að hafa samband í s. 555 0328. Dýrahald Lady er týnd SVÖRT læða, ársgömul, með hvítt trýni, hvítan háls, hvíta sokka og svarta og rauða hálsól týndist frá Þverholti 24. Hennar er sárt saknað. Þeir sem gætu gefið upplýsingar hafi sam- band í síma 562 4766. Gerpla er týnd GERPLA hvarf frá Grett- isgötu 75 aðfaranótt 16. febrúar. Hún er til heimilis á Skólavörðustíg og gæti því hafa haldið á þær slóðir. Hún er tæplega ársgömul, smávaxin og grábröndótt að lit. Hún er óvön að vera úti og gæti því hafa stungið sér inn í íbúð, geymslu eða skúr. Þeir sem hafa séð til hennar eða hafa hana hjá sér eru vinsamlegast beðn- ir að hringja í síma 896 0086 eða í Kattholt. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15  Netfang velvakandi@mbl.is Samræmd próf – löggilding réttinda Morgunblaðið/Ómar LÁRÉTT 1 sólbrenndur, 8 verk, 9 gista, 10 rafeind, 11 hindra, 13 bölvaðan, 15 mjó ísræma, 18 raup, 21 hlemmur, 22 sprunga, 23 ríkt, 24 slóttugur. LÓÐRÉTT 2 spil, 3 útbúa, 4 þekkja, 5 brúkum, 6 kvenmanns- nafn, 7 kerra, 12 gyðja, 14 kusk, 15 mann, 16 skakkt, 17 kátínu, 18 hár, 19 romsan, 20 raun. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU Lárétt: 1 skolp, 4 sópur, 7 kuldi, 8 reiði, 9 kjá, 11 nifl, 13 gata, 14 espar, 15 brum, 18 ágæt, 20 bar, 22 kotra, 23 útlát, 24 rymja, 25 tunna. Lóðrétt: 1 sýkin, 2 orlof, 3 prik, 4 skrá, 5 peisa, 6 reisa, 10 japla, 12 lem, 13 grá, 15 búkur, 16 ultum, 18 golan, 19 totta, 20 bana, 21 rúmt. Krossgáta 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.