Morgunblaðið - 19.02.2003, Blaðsíða 9
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. FEBRÚAR 2003 9
JÓN Kristjánsson, heilbrigðis- og
tryggingamálaráðherra, og Ma Xia-
owei, aðstoðarheilbrigðismálaráð-
herra Kínverska alþýðulýðveldisins,
undirrituðu framkvæmdaáætlun um
samvinnu stjórnvalda á heilbrigðis-
sviði í Þjóðmenningarhúsinu í gær.
Framkvæmdaáætlunin, sem nær
til ársins 2005, tekur fyrst og fremst
til gagnkvæmra starfsmannaskipta
og er gert ráð fyrir að heilbrigðisyf-
irvöld í löndunum sendi og taki á móti
einum til tveimur læknum og hjúkr-
unarfræðingum sem eigi þess þá kost
að dvelja og starfa í löndunum í u.þ.b.
níu mánuði.
Jón Kristjánsson sagði í samtali við
Morgunblaðið að Íslendingar geti
miðlað mikilli þekkingu á heilsu-
gæslusviðinu. „Kínverjar hafa mikinn
áhuga á að byggja hana upp í dreif-
býli og okkar heilbrigðisstarfsfólk
getur vafalaust lagt til mikla þekk-
ingu á því sviði.“
Jón segir verulegan áhuga vera á
hefðbundinni kínverskri læknisfræði,
alls staðar á Vesturlöndum séu menn
að skoða hina gömlu kínversku lækn-
ingalist. „Það er eiginlega skylda okk-
ar að fylgjast með því eins og aðrar
þjóðir hafa verið að gera.“
Í tilkynningu heilbrigðisráðuneyt-
isins segir að gert sé ráð fyrir að
starfsþjálfun kínversku heilbrigðis-
starfsmannanna á Íslandi verði
þrenns konar, þ.e starfsþjálfun á
Landspítala – háskólasjúkrahúsi,
starfsþjálfun í heilsugæslunni á höf-
uðborgarsvæðinu og á landsbyggð-
inni og í þriðja lagi sé gert ráð fyrir
starfsþjálfun á hjúkrunarheimilum
og í stjórnsýslu heilbrigðisþjónust-
unnar.
Íslenskum heilbrigðisstarfsmönn-
unum, sem sendir verða til Kína,
gefst kostur á að starfa með kínversk-
um starfsbræðrum sínum og kynna
sér sérstaklega hefðbundna kín-
verska læknisfræði og hjúkrun, bæði
á spítölum og í heilsugæslunni þar í
landi.
Aukið samstarf Íslands og Kína í heilbrigðismálum
Starfsmannaskipti
í heilbrigðisþjónustu
Morgunblaðið/Halldór Kolbeins
Jón Kristjánsson og Ma Xiaowei undirrituðu framkvæmdaáætlunina um
samvinnu Kína og Íslands á heilbrigðissviði í Þjóðmenningarhúsinu í gær.
SAMKVÆMT könnun IBM við-
skiptaráðgjafar voru um 30% að-
spurðra Íslendinga hlynnt aðild Ís-
lands að Evrópusambandinu en um
47% voru andvíg aðild. 41% var and-
vígt því að taka upp evru sem gjald-
miðil en 37,5% hlynnt því.
Þessi símakönnun var gerð fyrir
Ísland í bítið á Stöð 27. janúar til 10.
febrúar og var talað við 834 einstak-
linga á aldrinum 18 til 67 ára. Af
þeim 708 sem tóku afstöðu til aðildar
voru 9,2% mjög hlynnt, 20,6% frekar
hlynnt, 23,4% hvorki né, 20,2% frek-
ar andvíg og 26,6% mjög andvíg.
Svarendur í aldursflokknum 18 til
29 ára voru hlynntastir aðild en svar-
endur í aldursflokknum 50 til 67 ára
voru andvígastir. 9,8% íbúa í höfuð-
borginni voru mjög hlynnt aðild,
21,0% frekar hlynnt, 24,7% hvorki
né, 21,2% frekar andvíg og 23,3%
mjög andvíg. 8,3% íbúa á lands-
byggðinni voru mjög hlynnt aðild,
20,2% frekar hlynnt, 21,7% hvorki
né, 18,8% frekar andvíg og 31,0%
mjög andvíg.
Einnig var spurt um afstöðu til
þess að taka upp evru sem gjaldmiðil
og af þeim 736 sem tóku afstöðu voru
13,6% mjög hlynnt því, 23,9% frekar
hlynnt, 21,5% hvorki né, 21,7% frek-
ar andvíg og 19,3% mjög andvíg.
Könnun á ESB-aðild
Um 30% hlynnt
aðild og um
47% á móti
Forsala miða og borðapantanir alla virka daga kl. 11:00-19.00.
Sími 533 1100 - fax 533 1110 - www.broadway.is - broadway@broadway.is
• Þau syngja, dansa
og þjóna þér !
• Þau láta þig hlæja, dansa
og syngja!
• Ekki missa af þessari sýningu !
• Þau eru Le'Sing!
Sýningar 21. nokkur sæti laus , 22.feb. - 28. feb. - 1. mars.
7. og 8. mars uppselt, 14. mars nokkur sæti laus. 15. mars uppselt.
Verð kr. 2.500 + matur
Litla sviðið opnar klukkan 19.30 .
Sýningin hefst
stundvíslega kl. 20:00.
TINA
TURNER
hljómsveit
söngur, dans
föstudagur 28. febrúar
Matur skemmtun og dansleikur
kr. 4.900.
Skemmtun og dansleikur2.500.
Dansleikur 1.200 kr
Söngvarar: Jóhanna Harðardóttir,
Jón Ike Sverrisson
og Jóna Fanney Friðriksdóttir.
St
af
ræ
na
h
ug
m
yn
da
sm
ið
ja
n/
28
76
SKEMMTI- OG
HAGYRÐINGA
KVÖLD
föstudagskvöldið 21. febrúar
Erum með glæsilega sali
fyrir fermingar- og brúðkaupsveislur!
Húsið opnar kl. 19:00.
Matur kl. 20:00 veislumáltíð af bestu gerð.
skemmtun kl. 22:00. Landsfrægir hagyrðingar,
séra Hjálmar Jónsson, Hákon
Aðalsteinsson, Hjálmar Freysteinsson
og Sighvatur Björgvinsson.
Veislustjóri verður Ólafur G. Einarsson.
Lögreglukór Reykjavíkur syngur nokkur
lög og einnig mun Jóhann Friðgeir
Valdimarsson, ,,stórtenór" syngja.
Verð á mann er kr. 4.900.- matur, skemmtun og dansleikur.
Kr. 2500.- skemmtun og dansleikur eftir miðnætti kr. 1.200.-
Dansleikur frá 24:00 til 03:00 hljómsveitin
Lúdó sextett og Stefán.
Lögreglukór Reykjavíkur verður 70 ára á næsta ári
og mun halda kóramót lögreglukóra Norðurlandanna
og er þessi skemmtun byrjun á
fjáröflunarátaki fyrir kórinn.
Það verður enginn svikinn af þessari skemmtun!
Pelshúfur
og -treflar