Morgunblaðið - 19.02.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 19.02.2003, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 MIÐVIKUDAGUR 19. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ ORKUVEITA Reykjavíkur hyggst flýta framkvæmdum fyrir um 1.200– 1.700 milljónir króna svo megin- þungi þeirra verði á þessu ári og því næsta í stað áranna 2005–2006. Al- freð Þorsteinsson, stjórnarformaður Orkuveitu Reyjavíkur, segir að Reykjavíkurborg og fyrirtæki henn- ar muni í heild flýta framkvæmdum fyrir um þrjá milljarða króna. Þetta sé gert vegna hinna miklu fram- kvæmda sem fyrirhugaðar eru vegna byggingar Kárahnjúkavirkj- unar og einnig með tilliti til atvinnu- ástandsins. Stjórn OR mun í næstu viku ákveða hvort ráðist verður í þessar flýtiframkvæmdir og segist Alfreð ekki eiga von á öðru en það verði samþykkt. Varmaframleiðsla á Nesjavöllum aukin Alfreð segir að fyrir dyrum standi að flýta framkvæmdum á Nesjavöll- um við aukningu raforkuvinnslunn- ar úr 90 MW í 120 MW, sem fáist með því að bæta fjórðu vélasam- stæðunni við. „Það hangir saman við útvegun á raforku til Norðuráls sem Landsvirkjun, Hitaveita Suðurnesja og Orkuveitan ætla að útvega raf- magn til,“ segir Alfreð. Einnig verði varmaframleiðslan aukin úr 200 í 300MW, en þá verði hún fullnýtt. Vegna stækkunar varmaversins og fjórðu vélasam- stæðunnar megi flýta framkvæmd- um í gufuveitu og byggingarfram- kvæmdum fyrir tæpar 300 milljónir króna. Þá sé hægt að flýta borfram- kvæmdum á Nesjavöllum á þessu ári fyrir um 220 til 250 milljónir króna. Alfreð segir að ákveðnum áföngum við aukningu raforku- vinnslunnar verði flýtt, lokadagsetn- ingu hafi ekki verið breytt og því standi enn til að framleiðslan aukist árið 2005. Þá geti OR flýtt ýmsum verkefn- um í dreifikerfi og endurnýjunar- verkum fyrir á bilinu 200–400 millj- ónir króna sem og flýtt verkum við vatnsból, lághitaborholur, tanka og fleira fyrir 400–600 milljónir króna. Stendur sömuleiðis til að flýta út- breiðslu ljósleiðaranets Orkuveit- unnar til Akraness sem kostar um 50 milljónir. Tvöfalt fleiri sumarstörf Tvöfalt fleiri unglingar verða ráðnir til starfa í sumar hjá Orku- veitunni en áður stóð til, samþykki stjórn OR flýtiframkvæmdirnar. Þannig er ætlunin að um 200 ung- lingar vinni að gróðursetningu og frágangi á starfssvæði OR í sumar, en það er á höfuðborgarsvæðinu, Akranesi og Borgarfirði. Kostnaður vegna þessa er á bilinu 60–80 millj- ónir. Þá ætlar OR að ráða á milli 10 og 20 háskólastúdenta í sumar til að sinna ýmsum rannsóknar- og hönn- unarverkefnum og er kostnaðurinn talinn munu nema á milli 10 og 20 milljónum króna. Á blaðamannafundi í gær, þar sem þessar tillögur Orkuveitunnar voru kynntar, sagði Alfreð að Reykjavíkurborg hefði ákveðið að flýta vissum framkvæmdum á veg- um borgarinnar og fyrirtækja í eigu hennar, með sama hætti og ríkið hefði þegar gert. Framkvæmdum væri bæði flýtt vegna atvinnu- ástandsins og þeirrar þenslu sem væntanlega yrði í kjölfar fram- kvæmda við Kárahnjúka. Yrðu flýti- framkvæmdirnar samþykktar í stjórn, sem Alfreð gerir ráð fyrir, yrðu þær fjármagnaðar með lántök- um, eins og aðrar stórframkvæmdir fyrirtækisins. Sagði Alfreð að borgarráð hefði óskað eftir því við Orkuveituna að kannað yrði hvaða framkvæmdum fyrirtækisins væri hægt að flýta. Í næstu viku yrði kynnt hvaða fram- kvæmdum á vegum borgarverk- fræðings yrði hægt að flýta. „Þar má búast við að menn sjái tillögur um flýtiframkvæmdir við skóla- byggingar, íþróttamannvirki, gatna- framkvæmdir, þjónustuíbúðirfyrir aldraðra, í húsnæðismálum og ým- islegt fleira,“ sagði Alfreð. Verkefni sem koma sér vel Guðmundur Þóroddsson, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, sagði að fyrirtækið myndi ekki ráða fleiri starfsmenn vegna flýtiframkvæmd- anna, fyrir utan sumarstarfsfólkið, verkefnin yrðu fyrst og fremst unn- in af verktökum og hönnunarfyrir- tækjum. „Þetta eru útboðsverkefni sem kalla á mannskap annars staðar frá. Þetta eru verkefni sem eiga eft- ir að koma sér mjög vel; þessar 300 milljónir á Nesjavöllum eru til dæm- is að uppistöðu til járnsmíðavinna og við vitum það hér að það er af- skaplega lítið að gera hjá smiðum núna, það er slæmt ástand. Sama er með þessi verkefni hér innanbæjar. Þetta eru verkefni sem almennir verktakar fara í, t.d. pípuvinna, en það er mjög dapurt ástand á þeim markaði,“ sagði Guðmundur. Frum- undirbúningur vegna útboða á þess- um framkvæmdum er hafinn, að sögn Guðmundar, en samþykki stjórn að ráðast í þessar fram- kvæmdir verða verkefnin boðin út á næstu mánuðum. Meginhluti þeirra verður framkvæmdur á vor-, sumar- og haustmánuðum þessa árs. Sagð- ist Guðmundur gera ráð fyrir að Orkuveitunni yrði hagur að því að flýta framkvæmdunum þótt það hefði ákveðinn fjármagnskostnað í för með sér þar sem verktakar byðu lágt í framkvæmdir um þessar mundir. „Við höfum séð mjög hag- stæð tilboð síðustu mánuði eða í kringum 80% af kostnaðaráætlun,“ segir Guðmundur. OR flýtir framkvæmdum fyrir 1.200–1.700 milljónir Morgunblaðið/Kristinn Alfreð Þorsteinsson og Guðmundur Þóroddsson kynntu á blaðamannafundi í gær hvaða framkvæmdum Orkuveit- an geti flýtt. Meginþungi þeirra mun eiga sér stað í vor, sumar og haust. Reykjavíkurborg setur um þrjá milljarða króna í flýtiframkvæmdir NÝLEG samþykkt fræðslu- ráðs Reykjavíkurborgar um að samræma vetrarfrí grunnskóla er brot á kjarasamningum að mati Félags grunnskólakenn- ara. Hefur formaður félagsins, Finnbogi Sigurðsson, sent Stefáni Jóni Hafstein, for- manni fræðsluráðs, bréf þar sem gerðar eru alvarlegar at- hugasemdir við samþykkt fræðsluráðs. Þar segir hann m.a. að samþykktin sé hreint og klárt brot á þeim kjara- samningi sem Reykjavíkur- borg sé aðili að og gildi fyrir grunnskólana. Farið er fram á að fræðsluráðið endurskoði hug sinn og beini þess í stað tilmælum til skólanna um ákveðna samræmingu. Í bréfinu bendir Finnbogi á að í kjarasamningi KÍ og Launanefndar sveitarfélaga sé samið um ákveðinn sveigjan- leika í skólastarfi, s.s. við upp- haf og lok skólaárs og mögu- leika skóla á töku vetrarfrís. Í bréfinu segir orðrétt: „Í kjara- samningi og túlkun hans er í öllum tilfellum gert ráð fyrir að það sé hver skóli sem vinn- ur að og ákveður með hvaða hætti skólastarf skuli skipu- lagt, sbr. 31. grein grunn- skólalaga og spurningar og svör um kjarasamning fyrir grunnskóla.“ Í þessum spurningum um kjarasamning, sem formaður félagsins vitnar til, er spurt hvort hverjum skólastjóra sé í sjálfsvald sett hvort vetrarfrí verði í skólanum, hvort fríið þurfi að vera á einhverju ákveðnu tímabili og hvort skólastjórinn þurfi að sam- ræma sig við aðra skóla á svæðinu. Svarið er eftirfar- andi: „Vetrarfrí verður að koma fram á skóladagatali sem þarfnast staðfestingar skólanefndar. Fríið getur ver- ið hvenær sem er á skólaárinu. Vetrarfrí skóla getur verið háð samræmingu á milli skóla á sama svæði.“ Samræmt vetrarfrí brot á samningi ÁRLEGRI keppni í pokakasti, nýstárlegri íþróttagrein heimilismanna á sjúkradeildum Hrafnistu í Hafnarfirði, lauk í gær með sigri þeirra Guðrúnar Ingvarsdóttur og Páls Guð- jónssonar. Mikil stemning var meðal áhorf- enda og ætlaði allt um koll að keyra þegar keppendur skoruðu sem mest með hárná- kvæmum köstum. Rúna og Palli hlutu 1.850 stig og hrepptu hinn eftirsótta verðlauna- bikar að launum. Sigurvegarinn frá í fyrra, Ágúst Benedikts- son, átti titil að verja en taldi Rúnu og Palla vel komin að sigrinum. Ágúst verður 103 ára 11. ágúst og er elsti karlmaður landsins, fæddur á aldamótaárinu 1900. „Heilsan er svona sæmileg,“ segir hann og bætir við að sér hafi verið að skána í maga eftir lasleika. Ekki segist hann ákveðinn í að taka þátt í næsta pokakasti þótt keppnin að þessu sinni hafi verið góð. „Ég fór ekki að stunda íþróttir fyrr en ég varð hundrað,“ segir hann. „Ég náði samt góðum tökum á pokakastinu, en var illa upplagður núna. Ég held að það sé ágætt að skiptast á með sigurinn og svo held ég að keppnin hafi góð áhrif á félagsandann.“ Pokakastið gengur þannig fyrir sig að keppandi tekur sér 400 gramma grjónasekk í hönd og kastar honum í átt að hringum á gólfinu. Hringirnir gefa mismunandi mörg stig eftir því í hve mikilli fjarlægð þeir eru frá keppanda. Um 60 heimilismenn á Hrafn- istu stunda pokakastið auk fleiri íþrótta. „Maður er bara farinn að safna gulli hérna,“ segir Páll Guðjónsson sigurvegari og er hinn brattasti, en hann vann einnig kringlukastkeppni á Hrafnistu fyrir skömmu. Hann ætti að þekkja til íþróttanna, stundaði knattspyrnu á yngri árum og var einn stofn- enda Hauka í Hafnarfirði árið 1931. „Svona mót eru afar spennandi og hvetja menn til þess að gera betur, enda alltaf hægt að bæta sig,“ segir hann. Rúna segir ekki skipta mestu máli að vinna, heldur sé þátttakan sjálf mikilvægust. „Mér finnst það vera mikils virði. Þessi mót eru ákaflega jákvæð,“ segir hún. Nýir bikarmeistarar í pokakasti Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Páll Guðjónsson og Guðrún Ingvarsdóttir, ný- krýndir meistarar, að lokinni drengilegri keppni. Ágúst Benediktsson, elsti karlmaður landsins og fyrrum bikarhafi í pokakasti, sýnir góð tilþrif. Á FUNDI þingmanna Sam- fylkingarinnar með norska Verkamannaflokknum um Evrópumál, sem haldinn var í Ósló um síðustu helgi, bauð Össur Skarphéðinsson, for- maður Samfylkingarinnar, Jens Stoltenberg, formanni norska Verkamannaflokksins og þingmönnum flokksins, til ráðstefnu á Íslandi um sjáv- arútvegsmál. Össur sagði í samtali við Morgunblaðið að meginefni ráðstefnunnar verði að fjalla um hina sameiginlegu fisk- veiðistefnu ESB og hvaða áhrif hún hefði á sjávarút- vegshagmuni Íslands og Nor- egs ef til aðildar kæmi. „Til- laga mín var að við myndum einangra okkur við eitt af þeim efnum sem hvað mik- ilvægust væru. Jens tók þessu mjög vel og sagðist myndu þekkjast þetta boð hið fyrsta. Ráðstefnan verður haldin síðar á þessu ári,“ sagði Össur. Jens Stoltenberg kemur til Íslands Fundar um sjávarút- vegsmál
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.