Morgunblaðið - 19.02.2003, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 19.02.2003, Blaðsíða 17
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. FEBRÚAR 2003 17 OD DI HF J3 75 5/ 2 Nóatúni 4 • 105 Reykjavík • Sími 520 3000 • www.sminor.is Nú eru kjarakaupadagar hjá okkur. Gerðu reyfarakaup hvort sem þig vantar lampa í svefnherbergin eða stofuna, þráðlausan síma eða farsíma, prentara eða faxtæki, sísogandi ryksugu, kaffivél, brauðrist eðamatvinnsluvél, eldunargræjur, svalan kæliskáp, hljóðláta og lúsiðna uppþvottavél eða velvirka og vinnusama þvottavél. • Öll heimilistæki í eldhúsið frá Siemens. Eldunartæki, kæli- og frystiskápar, uppþvottavélar og smátæki af ýmsu tagi. • Þvottavélar og þurrkarar frá Siemens sem snúast í þína þágu. • Öflugar Siemens ryksugur á skotsilfursparandi kostakjörum. • Ótrúlega, já hreint lygilega ódýr smátæki frá Bomann. • Þráðlausir símar og farsímar frá Siemens á firnagóðu verði. • Tölvuprentarar frá Olivetti á hláturtaugakitlandi kostaverði. • Mikið úrval glæsilegra og vandaðra lampa. Ýmis sértilboð og útsala á mörgum lampagerðum. Gerðu frábær kaup. Láttu sjá þig. Við tökum vel á móti þér. Engum flýgur sofanda steikt gæs í munn! Gerðu reyfarakaup hjá okkur fram að þorralokum Kjarakaupadagar JACQUES Chirac, forseti Frakk- lands, kynti seint á mánudagskvöld undir deilunum í Evrópu um Írak er hann réðst harkalega á Austur-Evr- ópuríkin fyrir stuðning þeirra við af- stöðu Bandaríkjanna. Sakaði hann þau um „hættulegan barnaskap“ og sagði, að þau hefðu jafnvel teflt væntanlegri aðild sinni að Evrópu- sambandinu, ESB, í tvísýnu. Fjöl- miðlar í Evrópu fögnuðu í gær sam- komulaginu, sem náðist á leið- togafundi ESB um Írak í fyrradag, en bentu jafnframt á, að undir niðri væri ágreiningurinn sá sami og áður. Á leiðtogafundinum sagði Chirac, að þau Austur-Evrópuríki, sem und- irritað hefðu stuðningsyfirlýsingu við afstöðu Bandaríkjanna, hefðu „misst af gullnu tækifæri til að þegja“ en hefðu þess í stað gerst sek um „barnalega“ og „hættulega“ framkomu. Sagði hann, að með því hefðu þau stefnt aðild sinni að ESB í tvísýnu þar sem hvert og eitt núver- andi aðildarríkjanna fimmtán, sem öll þurfa að staðfesta aðildarsamn- ingana, gæti fellt þá. „Verði hún felld í einu ríki er hún þar með að engu orðin,“ sagði Chirac en stefnt er að því, að aðildarríkj- unum hafi fjölgað um 10 í maí á næsta ári. „Gamla“ og „nýja“ Evrópa Undir stuðningsyfirlýsinguna rit- uðu átta Austur-Evrópuríki auk þriggja væntanlegra ESB-ríkja, Ungverjalands, Póllands og Tékk- lands. Olli það mikilli gremju í Berlín og París þar sem mönnum fannst sem með því væri verið að taka undir yfirlýsingar Donalds Rumsfelds, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, um hina „gömlu Evrópu“ og hina „nýju“, það er að segja Austur-Evr- ópuríkin. Chirac tók Rúmeníu og Búlgaríu sérstaklega fyrir í ræðu sinni og sagði, að staða þeirra gagn- vart ESB væri „mjög viðkvæm“. „Hafi stjórnvöld í þessum ríkjum viljað draga úr líkum sínum á aðild, þá gátu þau ekki fundið betri aðferð til þess,“ sagði Chirac. ESB efndi í gær til fundar um Íraksmálin með fulltrúum 13 vænt- anlegra aðildarríkja en ekki var talið, að ræða Chirac myndi verða til að auka samstöðuna á þeim fundi. Voru fulltrúar væntanlegu aðildarríkj- anna einnig óánægðir með, að þeim skyldi ekki hafa verið boðið á fundinn í Brussel á mánudag en Bretar og Spánverjar beittu sér árangurslaust fyrir því. Fundinum í gær lauk þó með því, að fulltrúar aðildarríkjanna væntanlegu samþykktu ályktun Brussel-fundarins frá því í fyrradag. Michele Alliot-Marie, varnarmála- ráðherra Frakklands, tók í gær und- ir með Chirac í því, að A-Evrópuríkin væru að stefna aðild sinni að ESB í voða með stuðningi við Bandaríkin. Kvaðst hún hafa áhyggjur af því, að almenningur í sumum ESB-ríkjanna ályktaði sem svo, að væntanleg aðild- arríki vildu ekki frið innan hinnar evrópsku fjölskyldu og myndi því snúast gegn aðild þeirra. Ágreiningurinn sá sami Evrópskir fjölmiðlar sögðu í gær, að ESB hefði með samþykkt sinni í Brussel í fyrradag komist hjá kreppu innan sambandsins, í svipinn að minnsta kosti, en ágreiningur þeirra í Íraksmálum væri sá sami og áður. Var niðurstaða leiðtogafundar- ins sú að krefjast meiri tíma fyrir vopnaeftirlitsmennina en útiloka þó ekki, að til hernaðaraðgerða kynni að koma. Við mjög ólíkan tón kvað í bresku blöðunum eftir hvort þau styðja hernaðaraðgerðir gegn Írak eða ekki og sögðu sum, að Tony Blair, for- sætisráðherra Bretlands, hefði verið mjög einangraður á Brussel-fundin- um en önnur sögðu, að ESB-ríkin væru nú fúsari en áður að grípa til hernaðaraðgerða reyndist það nauð- synlegt. Frönsku blöðin sögðu, að tekist hefði að minnka ágreininginn innan ESB en eftir sem áður yrðu stjórnvöld í ríkjunum að hafa í huga vilja almennings. Harkaleg gagnrýni Chiracs á Austur-Evrópuríki fyrir stuðning við Bandaríkin í Íraksmálum Segir ESB- aðild hafa verið teflt í tvísýnu AP Jacques Chirac, forseti Frakklands, er hann gagnrýndi A-Evrópuríkin fyrir stuðning þeirra við Bandaríkin. Brussel. AP, AFP. Breitt var yfir ágreininginn innan ESB um Írak á Brussel-fundi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.