Morgunblaðið - 19.02.2003, Blaðsíða 24
Eftir Dagnýju Kristjánsdóttur
nú þessa daga sem heimurinn bíð-
ur eftir að stríðsæsingamenn með
Bandaríkjaforseta í fararbroddi
ráðist á Írak í auðgunarskyni.
Líf – dauði – líf – dauði
Í Taragona á Spáni, spottakorn
frá Ebrófljótinu sem hinir örvænt-
ingarfullu ungu sjálfboðaliðar fóru
yfir, situr íslenskt skáld rúmum
sextíu árum síðar og les Sturlungu.
Laufið bærist ekki, svo friðsælt er
þar. Í Taragona vaxa „rauðastar
rósa“.
Hljóðleikar eftir Jóhann Hjálm-
arsson (f. 1939) skiptist í sex kafla
sem spanna óravíddir í tíma og
rúmi. Í ljóðunum er lesanda boðið
að gjöra svo vel að ganga inn í
þúsund ára söguheim Völs-
ungasögu og Eyrbyggju, en þaðan
er hægt að bregða sér til nútímans
í Boston, Litháen, Breiðafjarð-
areyja og Hótel Borgar. Það er
leitandi ljóðvera sem við ferðumst
með og aðferð hennar er bæði ein-
föld og flókin. Að lýsa „hluta fyrir
heild“ er eftirlætisaðferð bók-
arinnar. Þegar ferðast er á Íslandi
er oft ferðast í textum og tungu-
máli og þá velur skáldið eitt orð –
eitt hugtak – sem vekur athygli
þess og verður kveikjan að heim-
spekilegum hugleiðingum og
óvæntum tengingum. Í síðustu
ljóðabók var það hugtakið „marlíð-
endur“ úr Eyrbyggju sem kallaði
fram máttugt kvæði. Núna kallar
hugtakið „hljóðleikar“ aftur úr
Eyrbyggju, á ljóð um þá sem eru
dánir en neita að yfirgefa okkur
sem lifum. Þeir eru ekki velkomn-
ir, þeir eru draugar fortíðarinnar
sem sitja við eldinn með okkur.
Þeirra vegna erum við „leikin“ og
getum hvorki losnað við þessa
gesti né lifað með þeim, stílbragðið
sem ljóðið hefst á hefur verið
magnað og hverfist að lokum yfir í
mynd af sekt og þunglyndi.
Í ferðalagaljóðunum er hluturinn
sem valinn er fyrir heildina oftar
sjónrænn en bókmenntalegur og
bundinn tungumáli. Þetta er ein-
staklega glæsilega gert í ljóðinu
Frá Boston þar sem borginni er
lýst í skærum litum haustsins,
rauðu og bláu en þar situr skáldið
og leitar að orðunum dýru sem
neita að koma fram en fela sig í
svarthvítum bókaheimi.
Stundum skýtur hin súrrealíska
fortíð skáldsins upp kollinum í
furðulegum umbreytingum fugla
og frosnum uppstillingum þar sem
maður sem er tré ber uppi þunga
laufkrónu í nóttinni í Caracas.
BÓKMENNTAVERÐLAUN
Norðurlandaráðs urðu fertug í
fyrra. Þetta eru virðulegustu og
mikilvægustu bókmenntaverðlaun
Norðurlanda, næst á eftir Nób-
elnum. Verðlaunaupphæðin er rúm
þrjár og hálf milljón íslenskra
króna.
Fimm sinnum hafa Íslendingar
fengið verðlaunin; Ólafur Jóhann
Sigurðsson (1976), Snorri Hjart-
arson (1981), Thor Vilhjálmsson
(1988), Fríða Á Sigurðardóttir
(1992) og Einar Már Guðmundsson
(1995).
Af Íslands hálfu voru skáldsagan
Yfir Ebrófljótið eftir Álfrúnu
Gunnlaugsdóttur og ljóðabókin
Hljóðleikar eftir Jóhann Hjálm-
arsson tilnefndar til Bókmennta-
verðlauna Norðurlandaráðs í ár. Í
dómnefndinni til Bókmenntaverð-
launa Norðurlandaráðs sitja Dagný
Kristjánsdóttir og Sveinbjörn I
Baldvinsson, fulltrúar og Soffía
Auður Birgisdóttir, varamaður.
Niðurstaða nefndarinnar verður
tilkynnt í Stokkhólmi föstudaginn
21. febrúar.
Hér verður fjallað um sex af
bókum tólf sem eru tilnefndar.
Hryllingur og
tilgangsleysi stríða
Álfrún Gunnlaugsdóttir (f. 1938)
byggir skáldsögu sína Yfir Ebró-
fljótið á sögu Hallgríms Hallgríms-
sonar (1910–1942) sem barðist með
frelsishernum á Spáni. Í bókinni er
rammasaga þar sem gamalmennið
Haraldur rifjar upp minningarnar
sem hann hefur reynt að bæla og
víkja frá sér án árangurs. Það sem
bælt hefur verið mun koma aftur,
sagði Freud og það kemur í ljós að
Haraldur hefur engu gleymt þó að
hann hafi haft „tröllatrú á
gleymskunni“ eins og hann segir.
Hann fer sem sjálfboðaliði til
Spánar árið 1938 til að berjast fyr-
ir hugsjónum sínum en það sem
við tekur er tilgangslaus þvælingur
um stríðshrjáð, sárafátækt land
þar sem alþýðan tortryggir útlend-
ingana. Í stjórn hins sósíalíska
frelsishers er barist um völdin og
sundurlyndið er ein af orsökum
ófaranna eins og vopna- og hern-
aðarlegir yfirburðir fasistanna
hefðu ekki verið nóg. Eins og nýj-
asta tækni og vísindi í hergögnum,
gjafir frá Hitler og Mússólíni til
Franco, hefðu ekki verið nóg.
Hermennirnir fá næstum engar
upplýsingar um hvað sé að gerast.
Mikill tími og orka fer í tilgangs-
lausa bið. Beðið er eftir mat, ætum
eða óætum, tóbaki, fréttum, fötum,
aflúsun. Þegar átökin hefjast kem-
ur strax í ljós að óþjálfaðir, illa
vopnum búnir sjálfboðaliðarnir eru
notaðir eins og fallbyssufóður og
þeir sem ekki falla flýja eins og
Haraldur.
Haraldur er ekki einn um að
reyna að gleyma þessu stríði.
Spánarstríðið féll í skuggann af
heimsstyrjöldinni síðari sem hófst
skömmu eftir að því lauk. Saga
Álfrúnar er mögnuð stríðsádeila
þar sem sýnt er hve tilgangslaus
og hryllileg sóun þetta – og öll
stríð – eru. Hún kallast á við fleiri
bitrar stríðsádeilur eins og
Marsípanhermanninn sem Finninn
Ulla Lena Lundberg skrifaði og
lögð var fram til bókmenntaverð-
launanna í fyrra. Álfrún spyr með
bók sinni hvaða málstaður sé svo
heilagur að hann sé þess virði að
fórna lífinu fyrir hann. Hver er
með réttu handhafi og túlkandi svo
heilags málstaðar? Hver má ráð-
stafa lífi annarra á þennan hátt og
kalla slíkar hörmungar yfir ein-
staklinga og þjóðir? Þessar spurn-
ingar hafa fengið óvænt og hræði-
legt vægi og skírskotun til okkar
Orgía eyrnanna
Súrrealísk er bók Danans Pers
Høiholt (f. 1928), Auricula. Latn-
eska orðið „auris“ þýðir „eyra“ og
„auricula“ er lítið eyra. Af eyr-
unum litlu er mikil saga sögð.
Svoleiðis var að mörg börn voru
getin í sekúndulangri þögn sem
varð um alla Evrópu klukkan
16.09, fimmtudaginn 7. september
árið 1915. Samtímis voru eyrun
einstöku getin, þau þroskast í móð-
urkviði og laumast loks út úr
mæðrunum um leið og börnin fæð-
ast. Þau leggja síðan land undir ...
hvað? Fót? Eyrnasnepil? Þau
kunna nefnilega best við sig í hóp-
um og leggja á sig mikil ferðalög
til að finna sem best tilvistarskil-
yrði. Þau eru afskaplega kynferð-
islega þenkjandi, æsast upp af
minnsta tilefni, eru tvíkynja og án
siðferðis. Engin lifandi vera er
uppteknari af kynlífi nema ef vera
skyldi maðurinn, segir sögumaður.
Best tilvistarskilyrði finna eyrun
hjá módernistum eins og Kafka,
Joyce og Eric Satie en í hýbýlum
þeirra bjuggu heilu eyrnanýlend-
urnar. Bresk eyru ferðuðust upp til
Gautaborgar og eyru margra landa
sameinuðust á Gíbraltar. Þjóðflutn-
ingar eyrnanna gefa höfundinum/
sögumanninum kærkomið tækifæri
til að skima menningarsögu Evr-
ópu á 20. öld, strauma og stefnur
og segja marga frábæra söguna.
Sagan af eyrunum skiptist í
fernt; Þögnin 1915, segir frá upp-
runa og ferðum eyrnanna, Safn til-
viljananna segir frá sambúð eyrn-
anna og módernískra höfunda og
Aðalpersónan segir frá aðdáun
eyrnanna á verkum súrrealistans
Marcel Duchamps.
Loks kemur eins konar mann-
fræðilegur kafli um líffræði eyrn-
anna og sálfræði og loks stuttur
lokakafli um dönsk eyru.
Sagan segir að Per Høiholt hafi
verið í áratugi að skrifa þessa bók
sem löngu fyrir útgáfu sína var
orðin goðsögn meðal danskra
menningarvita og aðdáanda skálds-
ins sem hefur farið fjölgandi eftir
því sem skáldið hefur orðið óum-
deildara. Samt hefur mörgum
aðdáendum hans reynst þessi bók
þungur róður. Hér er spunnin saga
af sögu í hugrenningatengslum og
nafnskiptaröðum sem minna ís-
lenskan lesanda ekki lítið á bækur
Thors Vilhjálmssonar. Stíll Høi-
holts er hins vegar þegar verst
lætur eins og tilbrigði við kansellí-
stíl og lesandi verður að gera ótelj-
andi atrennur að hinum löngu
setningum og endalausa spuna sem
nær yfir meira en 300 blaðsíður.
Sumar sögurnar eru óttalegt bull á
meðan aðrar eru spakvitrar. Það
þarf mjög mikinn tíma, sálarfrið og
einbeitingu til að njóta þessarar
bókar og hætt við að fari fyrir
mörgum lesandanum eins og eyr-
unum sem fara hægt yfir löndin,
full af þrjósku en verða bráð rán-
fugla eða fljóta á haf út áður en
áfangastað er náð.
Kvika
Ljóðabók Mortens Søndergaard
(f. 1964) heitir Að sigra, seinna
(Vinci, senere) og skiptist í sex
hluta; Þrjú, löng ljóð og þrjá ljóða-
flokka. Ljóðabálkurinn „Í hinum
þvottekta, vitlausa veruleika“ er
fjallað um svanaslátrunarhús,
ungfrú alheim, brennandi hús ná-
grannanna og manninn sem skrif-
aði nafnið Post Mortem í gestabók-
ina. Þessi ljóð um veruleikann eiga
fátt skylt við hinn ytri veruleika en
þeim mun meira við innri veru-
leika, oft sársaukafullan. Ljóðin í
bálknum „Hin minnstu orð“ eru
hins vegar létt og svífandi, tilraun
til að byggja veruleika úr orðum
sem geta haldið slíkum byggingum
uppi. Þau verða þar af leiðandi að
vera vel valin og sterk en einföld.
Þetta er besti kafli bókarinnar.
Skemmtilegur er líka ljóðabálk-
urinn „Sjálfsmynd í gosi“ þar sem
ferðast er á milli eldfjalla heimsins
og íslensk eldfjöll leika þar veru-
legt hlutverk sem vonlegt er.
Það innsta í grænlenskri sál
Bók Kelly Berthelsen (f. 1968)
heitir Innsta herbergi sálarinnar
(En sjæls inderste kammer) og er
sérkennileg bók. Hún sam-
anstendur af 28 stuttum textum,
brotum, sumum mjög stuttum, öðr-
um næstum í smásagnalengd. Lýst
er grænlenskum veruleika, sumir
textarnir eru hreinar pólitískar
ræður, gagnrýni á þingmenn í
landstjórninni sem fá falleinkunn
fyrir spillingu og ráðleysi og sam-
bandsleysi við grænlenska alþýðu.
Sumar sögurnar eru táknsögur,
draumar eða martraðir, aðrar eru
brot úr hversdagsveruleika sem
ekki er sérlega fallegur. Sterkust
þeirra sagna er „Orlof“ („Ferie-
penger“), saga af því þegar orlofið
er skyndilega borgað út í fyrra lagi
og sögumaður okkar dettur í það.
Þetta er saga af mannlegri nið-
urlægingu, harðri neyslu og hræði-
legri meðferð á nýfæddu barni.
Sögur af drykkjufólki fylla mikinn
hluta bókarinnar, sagðar frá sjón-
arhorni manna sem fyrirlíta sjálfa
sig fyrir drykkju og dáðleysi en
reyna að halda í einhverja sjálfs-
virðingu með því að fyrirlíta og
fordæma þá sem standa enn verr,
ósjaldan eru það konur.
Hráar sögur Kelly Berthelsen
lýsa mikilli pólitískri reiði en sú
reiði er blandin djúpum sársauka
af því að hún veit ekki hvert hún á
að beinast, hefur engan málstað
annan en vanlíðan og kvöl sem
verður ekki betri fyrir það að vera
oftar en ekki sjálfskaparvíti.
Pílagrímar
Á bókarkápunni að smásagna-
safni Hanus Kamban er margræð
mynd eftir Edward Fuglø. Myndin
sýnir mannveru af óræðu kyni,
hálfgegnsæja og myndi líkjast vél-
menni ef ekki væri fyrir vængina
og furðulegan geislabaug yfir höfð-
inu þar sem greina má kyntákn og
eina stjörnu. Þvert gegnum þessa
gagnsæju veru er dreginn breið
eldrauð lína sem gefur henni lit og
líf en krossfestir hana um leið.
Þetta er býsna góð mynd af við-
fangsefni Hanusar sem eru nútíma
pílagrímar.
Pílagrímarnir í sögunum eru
ekki á vegum trúarinnar á leið til
Rómar eða Mekku og ekki eru þeir
á leið til Graceland eða Neverland
og ekki eru þeir að leita að tilgang-
inum í þessu jarðlífi. Þeir sætta sig
við minna. Þeim myndi nægja að
finna sjálfa sig – ef það stæði til
boða. René Hjelm, færeyskur
gagnrýnandi, bendir á skyldleika
sagnasafnsins við Kantaraborg-
arsögur þar sem hópur pílagríma
segir sögur sínar, skipulega til að
byrja með en óskipulega þegar frá
líður. Safn Chaucers endurspeglar
líf mannanna þar sem allt er tilvilj-
unum undirorpið nema eitt og það
er dómsdagur og skuldaskilin
frammi fyrir guði. Á sama hátt
takast tilviljanir og örlög á um per-
sónur Hanusar Kamban og margar
af smásögum hans eru feykilega
sterkir textar. Flestar sögurnar
hverfast um misnotkun af ein-
hverju tagi. Í bestu sögunni „Tann
hvíti maðurin“ gengur barnanauðg-
arinn aftur, náhvítur eins og blóð-
suga upp úr kistu sinni, fulltrúi
bönnuðstu sviða hvatanna, sækir
að fórnarlambi sínu og tortímir því
að lokum.
Fjallað verður um hinar bæk-
urnar sex, sem tilnefndar eru í ár,
í blaðinu á morgun.
Morten Søndergaard les úr ljóðabók sinni Að sigra, seinna (Vinci, senere).
Jóhann Hjálmarsson les úr ljóðabók sinni Hljóðleikar í Norræna húsinu.
Norræn uppskeru-
hátíð í bókmenntunum
Morgunblaðið/Þorkell
LISTIR
24 MIÐVIKUDAGUR 19. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ