Morgunblaðið - 19.02.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.02.2003, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 MIÐVIKUDAGUR 19. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ FÁRVIÐRI Á SEYÐISFIRÐI Rúmlega 30 einbýlishús á Seyð- isfirði skemmdust í fárviðri í fyrri- nótt. Björgunarsveitarmaður höf- uðkúpubrotnaði þegar kerra fauk á hann. Alls varð milljónatjón í fár- viðrinu. Þakplötur rifnuðu upp, rúð- ur brotnuðu, bílar dælduðust og tré rifnuðu upp með rótum. EES-starfshópar settir á fót Þrír starfshópar verða stofnaðir til að fara betur yfir einstaka þætti viðræðna Evrópusambandsins og EFTA-ríkjanna vegna aðlögunar EES-samningsins að stækkun ESB. Samningafundur verður haldinn í Brussel í dag en enn er stál í stál í viðræðunum. Fordæma ummæli Chiracs Talsmenn væntanlegra aðild- arríkja Evrópusambandsins for- dæmdu í gær ummæli Jacques Chiracs, forseta Frakklands, sem segir að ríkin stefni aðild sinni að ESB í voða með því að styðja Banda- ríkin í Íraksdeilunni. OR flýtir framkvæmdum Orkuveita Reykjavíkur hyggst flýta framkvæmdum fyrir 1.200– 1.700 milljónir króna þannig að meg- inþungi þeirra verði á þessu ári og því næsta, en ekki 2005–6. Alls ætlar Reykjavíkurborg að flýta fram- kvæmdum á vegum borgarinnar og fyrirtækja hennar fyrir þrjá millj- arða vegna fyrirhugaðra fram- kvæmda við Kárahnjúkavirkjun og til að efla atvinnuástandið í landinu. Staðfestir skuldaaukningu Þórólfur Árnason borgarstjóri tel- ur ekki ástæðu til að gera úttekt á skuldaþróun borgarinnar og segir vinnubrögð borgarinnar, m.a. í fjár- málastjórn og áætlanagerð, um margt til fyrirmyndar. Sjálfstæð- ismenn segja svör Þórólfs staðfesta að skuldir borgarinnar hafi aukist mikið. Skákkennslu í alla skóla Stórmót Hróksins var sett á Kjar- valsstöðum í gær að viðstöddu fjöl- menni. Vill Hrafn Jökulsson, forseti Hróksins, að skák verði sett á nám- skrá grunnskólanna. Segir að skákin sé góð til þjálfunar, skerpi rök- hugsun og efli sköpunargáfuna. FULLBÚINN JEPPI Á VIÐRÁÐANLEGU VERÐI Þjónustuaðili fyrir öryggis- og þjófavarnarbúnað frá DIRECTED VIPER á Íslandi FLATAHRAUNI 31 • HAFNARFIRÐI SÍMI 555 6025 • www.kia.is K IA ÍSLAND Bílar sem borga sig! Alhliða lausn í bílafjármögnun Suðurlandsbraut 22 540 1500 www.lysing. is  JEPPAHORNIÐ  MAÐUR OG BÍLL  FORMÚLAN GLOBAL EXTREME  MEÐ GRIND/ÁN GRINDAR  HAUKUR INGI OG BIMMINN  GRAND VITARA XL-7 Yf ir l i t Í dag Sigmund 8 Viðhorf 32 Viðskipti 13/15 Minningar 32/38 Erlent 16/18 Bréf 40 Höfuðborgin 19 Kirkjustarf 41 Akureyri 20 Dagbók 42/43 Suðurnes 21 Sport 44/47 Landið 22 Fólk 48/53 Listir 23/25 Bíó 50/53 Umræðan 26/27 Ljósvakamiðlar 54 Forystugrein 28 Veður 55 * * * HJÓNIN Þórunn Egilsdóttir og Friðbjörn Haukur Guðmundsson lentu í miklum háska þegar hvass- viðri lyfti bíl þeirra upp að aftan og sneri honum þegar þau óku yfir Vopnafjarðarheiði og út á Bustar- fellsbrúnir á mánudagskvöld. Hjón- in þorðu ekki að halda til í bílnum sem var aðeins um 40–50 metra frá fjallsbrúninni og hímdu úti, blaut og köld, í rúma klukkustund á meðan veðrið gekk yfir. Þórunn og Friðbjörn Haukur voru á leið heim að Hauksstöðum frá Akureyri. „Við vissum að veð- urspáin var ekki góð en það var ekkert slæmt veður, hvorki á Mý- vatns- eða Möðrudalsöræfum né Vopnafjarðarheiði. Þegar við kom- um í Mývatnssveit stóð og á skiltinu þar að það væru 12 metrar á sek- úndu á Möðrudalsöræfum,“ sagði Þórunn við Morgunblaðið í gær. Óttuðumst að fjúka af bjargbrúninni „Svo komum við út að fellsbrún- inni hjá útsýnisskífunni og þá kom alveg rosaleg vindhviða og bíllinn lyftist upp að aftan. Maðurinn minn náði að keyra út af veginum og upp fyrir hann og snúa bílnum upp í vindinn og keyra svo upp í skafl. Svo sátum við dágóða stund í bíln- um. Þegar á leið fór bíllinn að hreyf- ast það mikið að við þorðum ekki að vera lengur í honum af því að bjarg- brúnin var bara rétt hjá. Við sáum að ef bíllinn fyki af stað þá næðum við ekki bæði að stökkva út úr hon- um.“ Þórunn og Friðbjörn Haukur bundu sig snöggvast saman með reipi og fóru út úr bílnum. „Við ætl- uðum að skríða norður, þar sem við vissum að við kæmumst í skjól, og lögðum aðeins af stað, en komumst ekki áfram – vindurinn bara tók okkur. Við fórum því aftur að bíln- um og vorum í hálfgerðu skjóli af honum, en pössuðum okkur á því að vera ekki í þannig stöðu að hann færi á okkur ef hann færi af stað.“ Hjónin dvöldu úti í um klukku- stund og þorðu ekki inn í bílinn af ótta við að hann fyki fram af fjalls- brúninni. „Eftir um klukkutíma fór að koma hlé á milli hviða og við fórum inn í bílinn blaut og köld. Friðbjörn Haukur fór ekki í kuldagallann því hann hélt að hann tæki of mikinn vind. Hann hímdi því úti í klukkustund á gallabuxum og úlpu.“ Þórunn og Friðbjörn Haukur eru vant fjallafólk en segjast aldrei hafa lent í neinu þessu líku áður. Þau töldu sig í hættu um tíma og bjugg- ust við því versta. „Þar sem við vor- um var ekkert til þess að halda sér í, ekki grjót eða neitt. Við spyrntum okkur ofan í snjóinn eftir fremsta megni.“ Þegar lengra fór að líða milli vindhviða keyrðu þau aftur upp á veginn. „Þetta voru bara 200–300 metrar sem við áttum eftir niður af fjallinu,“ sagði Þórunn sem var af- skaplega fegin þegar hún komst loks niður af fjallinu. Hjón hætt komin á Vopnafjarðarheiði í miklu hvassviðri Vindurinn tók okkur Morgunblaðið/Jón Sigurðarson Hjónin Friðbjörn Haukur Guðmundsson og Þórunn Egilsdóttir voru hætt komin á Vopnafjarðarheiði þegar þau voru á heimleið frá Akureyri. Í HVASSVIÐRINU sem geisaði á Vestfjörðum sl. sunnudag brann hluti úr rafmagnsstaur í Hrafnseyr- ardal við Arnarfjörð. Strókur stóð af sjónum upp dalinn þannig að mikil selta settist á staurinn. Neisti af línunni hljóp svo í staurinn og þá kviknaði í honum ofan frá. Fljót- lega hefur þó slokknað því ekki brann staurinn alla leið niður. End- ar ná því alls ekki saman hjá þess- um rafmagnsstaur. Við brunann hrökk einn af raf- strengjunum af staurnum með þeim afleiðingum að rafmagnið fór af Dýrafirði, Hrafnseyri og Auðkúlu við Arnarfjörð. Nýr staur verður reistur í dag. Ljósmynd/Steinar R. Jónasson Að ná ekki end- um saman Forseti Hróksins viðraði nýja hugmynd við setningu Stórmótsins Morgunblaðið/Ómar Indíana Ósk Helgudóttir, nemandi í Skákskóla Hróksins, lék fyrsta leiknum hjá Luke McShane, sem atti kappi við Viktor Kortsnoj. Hún lék hvítu kóngspeði frá e2 á e4 og forseti Hróksins, Hrafn Jökulsson, fylgdist spenntur með. er góð til þjálfunar, hún skerpir rökhugsun og eflir sköpunargáf- una, fyrir utan alla skemmtunina, sem á að sjálfsögðu ekki að van- rækja í menntakerfinu. Með þessu yrði einnig auðveldara að finna af- burðafólk, við gætum eignast undrabörn á hverjum degi. Eftir 8–10 ár værum við búin að eignast breiðan hóp mjög sterkra skák- manna, ef rétt yrði á málum hald- ið,“ segir Hrafn. Einn sigur og fjögur jafntefli Úrslitin í 1. umferð mótsins í gærkvöldi urðu þau að jafntefli varð í öllum skákum nema Íslend- ingaslagnum. Helgi Áss Grét- arsson, sem átti afmæli í gær, sigr- aði Stefán Kristjánsson en jafntefli gerðu Hannes Hlífar Stefánsson og Alexei Shirov, Luke McShane og Viktor Kortsnoj, Ivan Sokolov og Bartek Macieja og loks Michael Adams og Etienn Bacrot. Skák verði sett í námskrá skólanna  Sokolov og…/11 FJÖLMENNI var við setningu Stórmóts Skákfélagsins Hróksins á Kjarvalsstöðum í gær. Forseti Hróksins, Hrafn Jökulsson, sagðist í samtali við Morgunblaðið vera hæstánægður með hvernig til hefði tekist í gær og ánægjulegt hefði verið að sjá þann mannfjölda sem kom á setninguna. Mótið hefði far- ið skemmtilega af stað. Mörg jafn- tefli urðu í 1. umferðinni, sem lauk á ellefta tímanum í gærkvöldi. Að loknu setningarávarpi Þór- ólfs Árnasonar borgarstjóra og söng Andreu Gylfadóttur flutti Hrafn stutt ávarp þar sem hann setti m.a. fram þá hugmynd að skák yrði sett á námskrá grunn- skólanna og nemendur í 2.–10. bekk fengju eina kennslustund á viku í skák. Stórmót Hróksins er einmitt tileinkað íslenskum börn- um og samhliða mótinu er starf- ræktur Skákskóli Hróksins og Eddu – miðlunar. Hrafn sagði fjölda barna þegar hafa skráð sig en kennslan hefst á Kjarvals- stöðum síðdegis í dag. Að lokinni fyrstu kennslustund verður efnt til fjölteflis með Margeiri Péturssyni stórmeistara. „Með tillögu um skákkennslu í skólum vildi ég minna á að við gætum eignast á hverju ári 4–5 þúsund nýja skákmenn. Við höfum heimsótt tugi skóla í vetur og hitt á þúsundir krakka, og vitum hvað þeim finnst um skák um leið og þau fá tækifæri til að kynnast íþróttinni. Rök okkar fyrir því að skákin verði kennd eru þau að hún
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.