Morgunblaðið - 19.02.2003, Blaðsíða 38
MINNINGAR
38 MIÐVIKUDAGUR 19. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Sigríður Krist-insdóttir fæddist
á Hofsstöðum í
Hálsasveit 12. októ-
ber 1942. Hún lést á
krabbameinslækn-
ingadeild Landspít-
alans miðvikudaginn
12. febrúar síðastlið-
inn. Foreldrar henn-
ar voru Kristinn
Breiðfjörð Sumar-
liðason, f. 15. desem-
ber 1921, d. 11. júlí
1983, og Valgerður
Höskuldsdóttir, f. 16.
nóvember 1920, d. 5.
september 1997. Systur Sigríðar
eru: Gíslína Lóa, f. 4. mars 1949,
búsett á Akranesi, gift Gunnari
Björns Jónssonar, f. 29. mars 1881,
d. 4. ágúst 1972, og Jónínu Guð-
rúnar Elíasdóttur, f. 14. júní 1897,
d. 24. desember 1966. Sigríður og
Birgir eignuðust tvö börn: a) Ívar
Birgisson, f. 9. mars 1961, d. 9. maí
2001. Hann var kvæntur Sólveigu
Arngrímsdóttur, f. 13. október
1961, börn þeirra eru: Vala Fann-
ey, f. 17. september 1993 og Atli
Steinn, f. 20. febrúar 1996. b) Lóa
Birna Birgisdóttir, f. 12. janúar
1972, í sambúð með Paulo Antonio
Mendes Vale, f. 21. október 1977,
dóttir þeirra er Gabríela Rut Vale,
f. 8. júlí 2000.
Sigríður ólst upp í Ytri-Njarðvík
fram að 16 ára aldri. Þá fluttist
hún til Reykjavíkur þar sem hún
bjó síðan. Sigríður starfaði við
verslunarstörf síðastliðin 30 ár og
þar af síðustu 25 árin í Kjöthöll-
inni, Háaleitisbraut.
Útför Sigríðar verður gerð frá
Fella- og Hólakirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.30.
Guðmundssyni, f. 13.
apríl 1948, og eiga
þau þrjár dætur, og
Guðrún, f. 25. apríl
1950, búsett í Reykja-
vík, gift Kristjáni
Kristjánssyni, f. 11.
desember 1946, og
eiga þau tvo syni.
Hálfsystkini Sigríðar
samfeðra eru: Guðríð-
ur Ólafía, f. 28. mars
1962, Kristinn Guð-
laugur, f. 18. júní
1966, og Lilja, f. 11.
nóvember 1968.
Hinn 14. október
1961 giftist Sigríður eftirlifandi
eiginmanni sínum, Birgi Björns-
syni, f. 1. apríl 1932. Hann er sonur
Elsku mamma, þær eru margar
minningarnar sem koma í huga mér
við fráfall þitt. Minningar um hlýju,
hjálpsemi, skilning og vináttu. Þegar
ég hugsa um þig get ég ekki annað en
þakkað forsjóninni þau forréttindi að
hafa fengið leiðsögn og hlýju frá þér
sem alltaf varst til staðar, í skóla-
göngu, starfi og einkalífi hvað sem
bjátaði á. Þú varst bjargið mitt í lífs-
ins ólgusjó, alltaf gat ég leitað til þín
með mín mál, stór og smá, þú gast
alltaf gefið mér góð ráð. Þú varst eins
og mömmur eiga að vera – góð,
skemmtileg, klár og úrræðagóð – þú
vissir allt. Þú studdir alltaf við bakið á
mér, taldir mér trú um að ég gæti
orðið hvað sem ég vildi. Þú leiðbeindir
mér en leyfðir mér alltaf að taka mín-
ar ákvarðanir sjálf. Betra veganesti
út í lífið er ekki hægt að hugsa sér.
Þegar ég sest niður streyma minn-
ingarnar fram. Ég minnist margra
morgunstunda þegar við morgunhan-
arnir vorum vaknaðir fyrir allar aldir
og sátum yfir kaffibolla í eldhúsinu og
ræddum um allt milli himins og jarð-
ar. Ég minnist sundferðanna okkar
og skil enn ekki hvernig þú gast alltaf
setið í heitasta pottinum. Ég minnist
kaffihúsa- og bæjarferðanna okkar
þar sem þú dekraðir alltaf við mig.
Ég minnist þess að þú gast alltaf
þekkt fótatakið mitt af löngu færi og í
einni af minni síðustu heimsóknum
mínum til þín á spítalann sagðir þú
þegar ég kom inn til þín að þú hefðir
nú þekkt fótatakið á ganginum. Þá er
mér sérstaklega minnisstætt þegar
við vorum öll fjölskyldan samankom-
in í Danmörku sumarið 2000 þegar
Gabríela mín fæddist, þú, pabbi og Ív-
ar bróðir með Sissu og Völu og Atla.
Þar áttum við ógleymanlegar stundir
og það er mér svo mikils virði að eiga
þessar minningar um þig og Ívar.
Já, elsku mamma, þú varst yndis-
leg manneskja sem öllum geðjaðist
vel að. Þú varst dugleg og sterk kona
sem tókst þínum verkefnum í lífinu
og leystir þau afburða vel. Þetta kom
líka vel fram nú þann tíma sem veik-
indin herjuðu á þig, aldrei kvartaðir
þú og aldrei sýndirðu uppgjöf. Það
var þungbærara en orð fá lýst að sjá
hve veikindin síðasta hálfa árið tóku
frá þér og vanmátturinn var mikill að
geta ekkert gert til að hjálpa þér. Þú
varst svo ótrúlega dugleg og hafðir
trú og von fram á síðustu stundu.
Með styrk þínum og kjarki hjálpaðir
þú okkur hinum.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt.
Þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti,
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sig.)
Ég veit að nú hefur Ívar bróðir tek-
ið á móti þér og eins og ég sagði við
Ívar þá segi ég ekki bless heldur
sjáumst seinna.
Minningarnar um þig, elsku
mamma mín, verða minn vegvísir í líf-
inu. Guð geymi þig og varðveiti.
Þín dóttir
Lóa Birna.
Elsku amma mín, mamma sagði
mér að þú værir komin til englanna á
himnunum. Ég skil það ekki alveg en
þegar ég horfi til himins þá veit ég að
þú vakir yfir mér. Þú varst alltaf svo
góð við mig og þótt þú lægir veik á
spítalanum þá leyfiðir þú mér oftar en
einu sinni að lúlla hjá þér þegar
mamma kom með mig sofandi að
heimsækja þig.
Láttu nú ljósið þitt,
loga við rúmið mitt.
Hafðu þar sess og sæti,
signaði Jesús mæti.
(Höf. ók.)
Elsku amma mín, ég bið Guð og
englana að geyma þig.
Þín dótturdóttir
Gabríela Rut.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt.
Þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sig.)
Við hugsum um ömmu Siggu og
munum elskuna og væntumþykjuna,
góðsemina, gleðina, kraftinn, hlátur-
inn, frábæra matinn, gjafirnar, skoð-
anirnar, réttsýnina, virðinguna fyrir
öðrum, vinnusemina, öll góðu ráðin,
sumarfríið í Danmörku, samkennd-
ina, sorgina, pjattið, símtölin og aðdá-
unarverðan dugnaðinn og æðruleysið
undanfarna mánuði. Við biðjum góð-
an Guð að passa pabba og ömmu
Siggu. Við biðjum Guð líka um að
vernda og styrkja okkur, elsku afa
Bigga og Lóu Birnu, sem hafa misst
svo mikið, Paulo og Gabríelu.
Blessuð sé minning elskulegrar
tengdamömmu og ömmu.
Sólveig, Vala Fanney
og Atli Steinn.
Nú bíðum við þess að bráðum komi
þessi broslausi dagur – og svo þetta högg.
Þegar líf okkar er að lokum aðeins
eitt lítið spor í morgundögg
(Matthías Johannessen.)
Þessar ljóðahendingar koma mér í
huga nú þegar ég minnist mágkonu
minnar Sigríðar Kristinsdóttur sem
við í dag kveðjum hinstu kveðju. Hún
andaðist langt um aldur fram mið-
vikudaginn 12. febrúar sl., aðeins sex-
tug að aldri.
Fyrir rösku hálfu ári greindist
Sigga með alvarlegan sjúkdóm. Það
var einmitt í kjölfar glaðværra
ánægjustunda sem við fjölskyldan
áttum saman í óvissuferð um Norður-
land í sumar er leið. Í ferðinni var
gaman að fylgjast með því hve vel
hún naut hverrar stundar og þess
sem fyrir augu bar. En þrátt fyrir
þessi skyndilegu og óvæntu umskipti
á hennar högum var ekki líkt henni að
gefast upp. Ákveðin og staðföst barð-
ist hún við sjúkdóminn og virtist aldr-
ei missa trú á að lokum myndi hún
hafa sigur. Það var henni eðlislægt að
berjast til þrautar.
Sigga systir, eins og hún í daglegu
tali var jafnan nefnd innan fjölskyld-
unnar, var heilsteypt, raunsæ og
greind kona. Þótt ekki fengi hún notið
langrar skólagöngu var hún vel
menntuð, víðlesin og stálminnug.
Hún fylgdist vel með samfélagsmál-
um og hafði ánægju af að spjalla um
það sem efst var á baugi á líðandi
stundu. Ég minnist margra ánægju-
legra rabbstunda í eldhúskróknum
heima hjá Siggu. Hún trúði á sam-
hjálp og jafnan rétt fólks í samfélag-
inu og tók afstöðu með þeim sem hall-
ir standa. Yfirborðsmennsku þoldi
hún illa og fráleitt var henni að skapi
ef samferðamenn tylltu sér hærra en
efni stóðu til.
Ung þurfti hún að bjarga sér á eig-
in spýtur og 17 ára hófu hún og eft-
irlifandi eiginmaður hennar, Birgir,
búskap í Reykjavík. Samferð þeirra
hjóna hefur alla tíð verið ákaflega far-
sæl og einkennst af gagnkvæmri virð-
ingu og trúnaði. Sigga var traustur og
sterkur persónuleiki. Við sem stóðum
henni nær sáum það glöggt fyrir um
tveimur árum þegar Ívar sonur henn-
ar lést skyndilega frá eiginkonu og
tveimur ungum börnum. Það var
henni og fjölskyldunni allri þungt
áfall.
Börnin hennar tvö, Ívar og Lóa
Birna, tengdabörnin og barnabörnin
þrjú voru hennar augasteinar og eft-
irlæti.
Alla tíð vakti hún yfir velferð
þeirra og naut þess ríkulega að fylgj-
ast með þeim þroskast og dafna.
Skyldurækni og stundvísi voru henni
eðlislægir eiginleikar hvort heldur
fjölskyldan, heimilið eða vinnan áttu í
hlut. Í störfum sínum utan heimilis,
sem einkum voru verslunarstörf,
ávann hún sér hvarvetna virðingu og
traust vinnuveitenda og ekki síður
viðskiptavina.
Á seinni árum gafst henni aukinn
tími til að sinna áhugamálum sínum
sem m.a. voru ferðalög erlendis. Bæði
hjónin nutu þess sérstaklega að skoða
og kynnast nýjum menningarsvæð-
um. Ferðirnar voru vel og skipulega
undirbúnar og kom Sigga ávallt vel
undirbúin til leiks. Hún lagði sig fram
um að fræðast og lesa sér til um þau
svæði sem ferðast var um. Fyrir vikið
naut hún þeirra til hlítar. Lifandi
áhugi hennar á sögu og landafræði,
skarpskyggni og gott minni gerðu
upplifun hennar á þessum ferðum
sterkari og festu í huga skýrar og
ljóslifandi minningar.
Þessa fengum við fjölskyldan ein-
mitt notið í ógleymanlegri ferð um Ís-
lendingabyggðir í Vesturheimi fyrir
skömmu. Sigga hafði kynnt sér sögu-
svið þjóðflutninganna einkar vel og
gat ávallt miðlað okkur hinum fróð-
leik um ýmislegt af því sem fyrir augu
bar.
Fjölmargar minningar um
ánægjulegar samverustundir á liðn-
um árum koma mér í hug. Til að
mynda minnist ég þegar ég hitti
Siggu mágkonu mína fyrsta sinni. Þá
hafði hún boðið okkur Lóu í kvöldmat
í Safamýrinni. Ekki var laust við að
ungi, feimni sveitadrengurinn að
vestan fyndi fyrir smávægilegum
fiðringi í maganum. En ekki reyndist
neitt tilefni til þess. Þá, eins og jafnan
síðar, mætti mér hennar vingjarnlega
viðmót, geislandi bros sem í mátti
greina stríðnisglampa.
Fjölskyldan hennar sér nú á bak
traustum félaga og kjölfestu. Hennar
verður sárt saknað en margar ljúfar
minningar um ánægjulegar samveru-
stundir geymast.
Um leið og ég kveð Siggu mágkonu
mína og þakka henni fyrir trausta
vináttu og samfylgd sendi ég Birgi,
Lóu Birnu, Paulo, Sissu, Völu Fann-
ey, Atla Steini og Gabríelu mínar
innilegustu samúðarkveðjur og bið
þeimblessunar.
Gunnar Guðmundsson.
Það eru alltaf erfiðir tímar í lífi
hvers manns þegar dauðann ber að
garði. Hinn 12. febrúar hringdi sím-
inn kl. 2.30 að nóttu og okkur var til-
kynnt að Sigríður mágkona mín væri
látin. Hún hafði átt við illvígan sjúk-
dóm að glíma sem greindist hálfu ári
áður, en það varð ekkert við ráðið
þótt læknavísindum á þessu sviði
fleygi ört fram.
Það er skammt stórra högga á
milli, því þau hjónin Sigga og Birgir
misstu son sinn á miðjum aldri fyrir
rétt rúmum tveimur árum, en þar
hvarf af sjónarsviði ástkær sonur
þeirra hjóna, sem var þeim mikil stoð
og stytta í lífinu. Þessi missir tók sinn
toll.
Ég giftist inn í fjölskylduna 1976,
en um það leyti fluttust þau með börn
sín tvö Ívar heitinn og Lóu Birnu að
Þórufelli 20 þar sem þeirra heimili
hefur síðan staðið.
Við hjónin vorum nágrannar þeirra
í rúm 20 ár, þannig að stutt var á milli
í spjall.
Það var gaman að koma í heimsókn
til Siggu og Birgis, alltaf glatt á hjalla
og vel vandað til þess sem í boði var.
Ég man að á árum myndbanda-
væðingarinnar hringdi Sigga í okkur
því hún hafði leigt myndbandstæki í
sólarhring og bauð okkur yfir. Þeir
allra hörðustu í hópnum náðu að
horfa á fimm myndir, en það vorum
auðvitað við Sigga, aðrir voru sofn-
aðir í sófanum eða farnir í rúmið.
Ýmsar ógleymanlegar ferðir höf-
um við farið saman og ber þar hæst
ferðina til Kanada á slóðir vesturfara,
en þá átti Íslendingafélagið í Kanada
100 ára afmæli. Þar ferðuðust syst-
urnar þrjár saman ásamt eiginmönn-
um.
Sigga var þeim kostum gædd að
undirbúa slíka ferð af kostgæfni og
fræðast sem mest um alla þá staði
sem við heimsóttum, við hin nutum
þess fróðleiks þegar á staðinn var
komið.
Þannig var það með allar okkar
ferðir og verða þær lengi í minnum
hafðar.
Sigga var sérstök manneskja, hún
var lítillát og gerði ekki miklar kröfur
til þjóðfélagsins, kom þetta berlega í
ljós í veikindum hennar, en þar kvart-
aði hún aldrei.
Það er mikill missir fyrir alla þegar
nákomin manneskja fellur frá á besta
aldri, en tíminn og samheldni þeirra
sem eftir eru geyma góðar minningar
um góða sál.
Elsku Sigga, ég og fjölskylda mín
kveðjum þig með söknuði og þökkum
þér fyrir allar samverustundirnar.
Við vottum Birgi, Lóu Birnu, tengda-
börnum og barnabörnum okkar
dýpstu samúð.
Þinn mágur,
Kristján G. Kristjánsson.
Sigga frænka er dáin. Baráttan við
krabbameinið var ekki löng og síð-
ustu dagana var vitað hvert stefndi.
Ég var á leið til Reykjavíkur og
ætlaði að heimsækja Siggu, en hún
lagði af stað í ferðina miklu tveim
dögum áður en ég kom. Þannig að í
staðinn fyrir að heimsækja hana á
sjúkrahúsið og kveðja hana þar þá
kveð ég hana á annan hátt.
Sigga var móðursystir mín og oft
kölluðum við hana; Sigga systir, alveg
eins og mamma kallaði hana.
Nóttina sem mamma hringdi og
sagði mér að Sigga væri dáin lá ég og
hugsaði um hana. Það var þrennt sem
ég staldraði við. Fyrsta var þegar
Sigga, Birgir og Lóa Birna komu til
Noregs þar sem ég bjó með foreldr-
um mínum. Önnur systir mín var ný-
fædd og ég að venjast því að deila
með henni athygli foreldra minna. Þá
var gott að fá frænku í heimsókn og
baða mig í athyglinni frá henni.
Annað var þegar Sigga fór með
okkur Lóu Birnu að sjá ET í bíó. Mér
fannst myndin stundum ógnvekjandi
og þá tók frænka í höndina á mér eða
leyfði mér að fela mig bak við öxlina á
sér og lét mig svo vita þegar óhætt
var að horfa aftur.
Þriðja er síðan sumarið 2001. Ég
var ásamt syni mínum í heimsókn hjá
foreldrum mínum á Akranesi og
Sigga, Lóa Birna og Gabríela komu í
heimsókn þangað. Við gengum um
skógræktina í sól og blíðu, fundum
okkur lund, settumst og nutum sól-
arinnar. Þarna í sólinni varð mér
starsýnt á Siggu og hugsaði hvað hún
liti vel út. Yfirleitt hugsa ég ekki mik-
ið um svona hluti en þarna gerði ég
það og þetta kom upp í hugann. Ég
hitti hana nokkrum sinnum eftir að
hún varð veik, síðast á nýársdag.
Minningin um hana í sólinni í skóg-
arlundinum verður samt sú sem ég
geymi efst í huganum. Þannig ætla ég
að muna Siggu.
Ég trúi því að Sigga og Ívar séu
saman núna og fylgist með okkur.
Elsku Birgir, Lóa Birna, Paulo,
Sissa, Vala Fanney, Atli Steinn og
Gabríela Rut. Megi minningarnar um
Siggu veita ykkur birtu og yl um
ókomna tíma.
Hekla Gunnarsdóttir.
Ég kem bæði fagnandi og frjáls,
ég er ferðbúin indæla vor,
ég vil fljúga yfir fjöll, yfir háls,
ég vil finna mín æskunnar spor.
(Sigríður Björnsdóttir.)
Látin er elskuleg vinkona mín Sig-
ríður Kristinsdóttir. Vinátta okkar
hefur staðið í fjóra áratugi. Sigríður
var ein heilsteyptasta manneskja sem
ég hef kynnst.
Aldrei heyrðist annað en hún ynni
sigur í baráttunni við veikindi sín.
Alltaf sama svarið: Ég hef það ágætt.
Stolt kona sem tók áföllum í lífinu
með reisn.
Mikil var sorgin þegar Ívar sonur
þeirra Birgis féll frá í blóma lífsins frá
konu og tveimur börnum og enn á ný
hefur sorgin knúð dyra við andlát
Sigríðar.
Að leiðarlokum kveð ég kæra vin-
konu og trúi að hún hafi farið inn í
ljósið eilífa þar sem Ívar hefur tekið á
móti henni.
Blessuð sé minning Sigríðar Krist-
insdóttur.
Ég bið Guð að blessa og halda
verndarhendi yfir Birgi, Lóu Birnu,
Paulo, Sólveigu, barnabörnunum,
systrum hennar og fjölskyldum.
María Guðmundsdóttir.
SIGRÍÐUR
KRISTINSDÓTTIR
Fleiri minningargreinar um Sig-
ríði Erlingsdóttur bíða birtingar og
munu birtast í blaðinu næstu daga.
Sérfræðingar
í blómaskreytingum
við öll tækifæri
Skólavörðustíg 12,
á horni Bergstaðastrætis,
sími 551 9090.
Fallegar, sérmerktar
GESTABÆKUR
Í Mjódd
sími 557-1960www.merkt.is
merkt