Morgunblaðið - 19.02.2003, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 19.02.2003, Blaðsíða 47
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. FEBRÚAR 2003 47  ÞAÐ voru ekki glæsilegar fréttir sem bárust úr herbúðum ítalska liðs- ins Juventus í gær – fyrir Evrópu- leik liðsins gegn Manchester United á Old Trafford í kvöld. Fimm leik- menn liðsins voru sagðir með flensu – markvörðurinn Gianluigi Buffon og Alessandro Birindelli, Marco Di Vaio, Gianluca Zambrotta og Marc- elo Salas voru með háan hita og fóru ekki með liðinu til Englands. Þrír aðrir voru að veikjast og þá voru þeir Del Piero, Mark Iuliano og Igor Tudor á sjúkralista.  MARCELLO Lippi, þjálfari Juv- entus, var allt annað en bjartsýnn og bar sig mannalega á fundi með fréttamönnum í gær, þó að veikur væri. Það mun koma í ljós fyrir há- degi í dag, hvort forráðamenn Juv- entus óska eftir frestun á leiknum gegn Man. Utd., en eins og ástandið var í herbúðum Juventus seint í gærkvöldi, þá varð ekki annað séð en farið yrði fram á frestun.  DAVID Beckham mun stjórna leik Manchester United á miðjunni, en Juan Sebastian Veron verður ekki með, þar sem hann tekur út leikbann. Hann er auk þess tábrot- inn. Þá var ekki ljóst í gær hvort Ryan Giggs og Paul Scholes gætu leikið vegna meiðsla.  ARIEL Ortega, landsliðsmaður Argentínu í knattspyrnu, gerði í gær þriggja mánaða samning við Al- Ittihad í Sádi-Arabíu og fær fyrir hann 60 milljónir króna. Ortega, sem er 28 ára, hætti hjá Fenerbache í síðustu viku. Meðal samherja hans hjá Al-Ittihad verður Titi Camara, fyrrum leikmaður Liverpool og West Ham.  FRANK Rijkaard er talinn líkleg- asti eftirmaður Wolfgang Wolf, þjálfara Wolfsburg í Þýskalandi, sem hyggst hætta með liðið í sumar.  BERTIE Vogts, landsliðsþjálfari Skota, hefur misst tvo leikmenn frá Dundee, þá Lee Wilkie og Gavin Rae, út úr hópi sínum fyrir vináttu- leik gegn Tyrklandi í næstu viku. Vegna frestana var leikur Dundee gegn Hibernian settur á sama dag. Vogts ætlaði að móta endanlegt lið sitt fyrir leikinn gegn Íslandi 29. mars en Wilkie, sem átti stórleik á Laugardalsvellinum í haust, er lyk- ilmaður í vörn hans. Skotar töpuðu fyrir Írum í vináttuleik í Glasgow í sl. viku, 2:0. Skotar eru að leika sinn annan æfingaleik á hálfum mánuði.  DENNIS Bergkamp, sóknarleik- maður Arsenal, sagði í gær að það væri ekkert til í þeim sögusögnum að hann færi á ný til Hollands næsta sumar og gerðist leikmaður með sínu gamla liði Ajax. „Ég er ánægð- ur hjá Arsenal og hef hug á að leika með liðinu áfram,“ sagði hinn 33 ára leikmaður við London Evening Standard. FÓLK JÓN Arnar Magnússon, tugþrautarmaður úr Breiðabliki, ætlar ekki að taka þátt í fleiri sjöþraut- armótum til þess að tryggja sér keppnisrétt á HM innanhúss í næsta mánuði. „Ég ætla að láta mótið í Tallinn um síð- ustu helgi nægja, ég held að árangurinn þar muni duga til þess að komast á HM, ef ekki fer maður bara að búa sig undir sumarið,“ sagði Jón Arnar í samtali við Morgunblaðið í gær. Jón Arnar fékk 6.028 stig í sjö- þrautinni í Tallinn um síðustu helgi, sem þýðir að hann er í þriðja til fjórða sæti heims- afrekalistans í sjöþraut á þessu ári. Sex þeim efstu á listanum verður boðið til þátttöku í sjöþrautinni á HM í Birmingham en alls taka átta menn þátt í þrautinni þar, sex efstu af heimslistanum í sjöþraut og tveir efstu menn á afrekalistanum í tugþraut á sl. sumri, þeir Roman Sebrle frá Tékklandi og Bandaríkjamaðurinn Tom Pappas. Hefði Jón Arnar ekki náð sér á strik í Tallinn hafði hann í bak- höndinni að keppa á austurríska meistaramótinu um aðra helgi. Jón Arnar ætlar ekki í fleiri þrautir ARSENE Wenger, knatt- spyrnustjóri Arsenal, reiknar með því að hvíla nokkra leik- menn úr byrjunarliði sínu þeg- ar Arsenal leikur bikarleikinn í átta liða úrslitum gegn Chelsea á Highbury, eins og hann gerði gegn Manchester United. Þá lét hann Dennis Bergkamp og Brasilíumanninn Gilberto Silva ekki leika og Thierry Henry kom inná sem varamaður í lok leiksins. Arsenal leikur Evr- ópuleik gegn Roma aðeins þremur dögum eftir bikarleik- inn og leggur Wenger meiri áherslu á Evrópukeppnina en ensku bikarkeppnina. „Þó svo að við hvílum nokkra leik- menn, reyni ég alltaf að hafa gott jafnvægi í liði mínu og við mætum í alla leiki til að fagna sigri,“ sagði Wenger. Wenger hvílir leikmenn Þetta var svolítið erfitt að þessusinni,“ sagði Sol Campbell, varnarmaður Arsenal í leikslok. „Það eru vonbrigði að vinna ekki heima- leikina í Meistaradeildinni á sama tíma og okkur gengur vel á útivelli. Við eigum ekki að tapa mörgum stig- um á Highbury. Við sóttum og sótt- um en vantaði herslumuninn upp á að fá þau opnu marktækifæri sem við erum að sækjast eftir.“ sagði Camp- bell. „Sigurinn átti ekki að liggja fyrir okkur að þessu sinni.“ Viðureignin á Highbury var bráð- fjörug, einkum í fyrri hálfleik. Arsen- al lagði gríðarlega áherslu á sóknar- leik til þess að ná í sigur á heimavelli. Silvian Wiltord kom heimamönnum yfir strax á fimmtu mínútu með lag- legu marki og þar með vonuðu stuðn- ingsmenn liðsins að það væri komið á sigurbraut. Hin unga sveit Ajax var á öðru máli og neitaði alveg að játa sig sigraða. Hinn átján ára gamli Nigel de Jong jafnaði metin á 17. mínútu með skalla eftir fyrirgjöf frá Jelle van Damme. Þetta var fyrsta mark de Jong fyrir Ajax á ferlinum. Arsenal hélt uppteknum hætti fram að hálfleik og sótti linnulítið en hafði ekki erindi sem erfiði. Vörn Ajax tókst vel upp við að halda þeim Robert Pires og Thierry Henry niðri. Í síðari hálfleik hélt Arsenal áfram að sækja en tókst ekki að reka smiðs- höggið á sóknirnar. David Seaman lék í marki Arsenal í fyrri hálfleik en skipti í leikhléi við Stuart Taylor. Eft- ir því sem næst verður komist fann Seaman fyrir eymslum í mjöðm og því varð hann að draga sig í hlé frá leiknum. Leikurinn var merkilegur fyrir Dennis Bergkamp en hann mætti að þessu sinni í fyrsta sinn sínu gamla liði í kappleik en Bergkamp er alinn upp hjá Ajax og lék með því um sex ára skeið frá 1986. Rómverjar bauluðu „Valencia var heppið, liðið átti ekki skilið að vinna,“ sagði Brasilíumað- urinn Marcos Cafu, leikmaður AS Roma, eftir að Norðmaðurinn John Carew hafði tryggt Valencia sigur, 1:0, gegn Roma með markið á 78. mínútu. Við markið mátti heyra saumnál detta á Ólympíuleikvangin- um í Róm á meðal 31.000 áhorfenda sem þar voru. Tapið gerir nær því út um möguleika Roma á því að komast í 8-liða úrslit keppninnar. „Við verð- um að vinna næsta leik til þess að eiga einhverja von og um leið laga andrúmsloftið innan félagsins sem er ekki upp á það besta,“ sagði Cafu daufur í dálkinn en auk slæms mórals er fjárhagur félagsins í molum. Leikurinn var í heild slakur og var fátt um marktækifæri og bauluðu Rómverjar á leikmenn sína þegar þeir gengu af leikvelli. Robson heldur í vonina Sir Bobby Robson, knattspyrnu- stjóri Newcastle, heldur enn í vonina um að komast áfram í 8-liða úrslit Meistaradeild Evrópu – eftir góðan sigur Newcastle á Bayer Leverkusen í Þýskalandi í gærkvöldi í A-riðli sex- tán liða úrslitanna, 3:1. Leikmenn Newcastle gáfu Bobby góða afmæl- isgjöf, en hann var 70 ára í gær. Shola Ameobi skoraði tvö mörk fyrir Newcastle í byrjun leiksins, en Brasilíumaðurinn Branca minnkaði muninn fyrir heimamenn á 26 mín. Það var svo LuaLua sem skoraði þriðja mark Newcastle á 32. mín., 3:1. „Ef við hefðum ekki náð að fagnað sigri hér í kvöld, þá voru möguleikar okkar úr sögunni. Þetta var þýðing- armikill sigur fyrir okkur og eins og við lékum hér, þá hef ég trú á að við komumst áfram – eins og við kom- umst upp úr riðlakeppninni á elleftu stundu,“ sagði Robson. Robson var mjög ánægður með ungu sóknarleikmenn sem tóku stöð- ur fyrirliðans Alan Shearer og welska landsliðsmannsins Craig Bellamy, sem voru í leikbanni. „Strákarnir gerðu út um leikinn snemma – Shola nýtti tækifærin sín vel og LuaLua rak smiðshöggið á eina sóknina með góðu marki. Við lentum í smá erfið- leikum í seinni hálfleik, en við náðum að halda jafnvægi,“ sagði Robson. Newcastle er nú með þrjú stig eftir þrjá leiki og leikur næst gegn Lever- kusen heima, en síðan gegn Inter og Barcelona, sem lagði Inter á heima- velli, 3:0. Barcelona er með fullt hús stiga, níu, en Inter er með sex, þannig að möguleiki Newcastle er að skjót- ast upp fyrir Inter. Barcelona með met Leikmenn Barcelona, sem hafa ekki náð sér á strik í 1. deildarkeppn- inni á Spáni, áttu ekki í erfiðleikum með Inter á Nou Camp – fögnuðu sín- um ellefta sigri í röð í Meistaradeild- inni, sem er met. Gamla metið með Barcelona átti AC Milan, sem vann tíu leiki í röð fyrir ellefu árum. Reuters Brasilíumaðurinn Gilberto Silva hjá Arsenal á hér í höggi við Maxwell hjá Ajax. Arsenal missti Sea- man meiddan af velli ARSENAL, Ajax og Valencia eru jöfn með 5 stig í B-riðli Meistara- deildar Evrópu eftir leikina í gær þar sem Arsenal og Ajax skildu jöfn á Highbury, 1:1, og Valencia vann mikilvæg þrjú stig í heimsókn sinni til AS Roma á Ólympíuleikvanginn í Róm, 1:0. Það verður því hart barist í riðlinum í næstu leikjum en eftir viku sækir Arsenal Ajax heim í Amsterdam en á síðan eftir að mæta Valencia og Roma á heimavelli. Staðan ensku meistaranna er því nokkuð vænleg í riðlinum en á móti kemur að þeim hefur ekki gengið sem skyldi á Highbury í Meistaradeildinni á leiktíðinni og jafnteflið gegn Ajax í gær var enn ein sönnun þess. Jón Arnar Magnússon
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.