Morgunblaðið - 19.02.2003, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 19.02.2003, Blaðsíða 35
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. FEBRÚAR 2003 35 urnar, mamma, Rebekka og Fríða frænka, stússuðu í sumarbústaðnum. Yndislega samrýndar systur, sem tengdu sínar fjölskyldur föstum böndum. Rebekka frænka að fræða mig um gróðurinn í sumarbústaðalandinu. Rebekka frænka að fræða mig um landafræði Þingvalla. Rebekka frænka að fræða mig. Fallegur morgunn með sól í heiði og Rebekka frænka að hringja út til allra og bjóða í sólbað og veitingar í Barðavoginum. Veislur í Barðavogin- um. Jólaboð í Barðavoginum. Gamlárs- kvöld, afmælisdagur frænku minnar, með glæsilegum veitingum, flugeld- um og fjöri, í Barðavoginum. Rebekka frænka, skokkandi til okkar í Rauðagerðinu frá miðbænum, eins og hún væri þrjátíu-og-eitthvað en ekki nær áttræðu. Rebekka frænka, sannkristin kona með gott hjarta. Rebekka frænka, sem var skurð- stofuhjúkrunarfræðingur á Landspít- alanum í áratugi við frábæran orðstír, glæsileg í skurðstofubúningnum, sem hvatti okkur yngri kynslóðir í fjöl- skyldunni til að sækja nám í heil- brigðisfræðum. Elsku frænka mín, þakka þér fyrir yndislegar stundir og hvað þú varst alltaf góð við mig. Elsku Jóhannes, Hjödda, Rebekka, Atli Rafn og fjölskyldur, við Óli sendum ykkur innilegar samúðar- kveðjur. Þín systurdóttir, Ingibjörg Rebekka. Ljúft er að minnast kærrar systur okkar Rebekku – Bekku, eins og hún var jafnan kölluð innan fjölskyldunn- ar og í kunningjahóp. Hún var góð systir, tillitssöm, hjartahlý, prúð, hjálpsöm, ósérhlífin og vel greind. Eins og önnur sveitabörn þess tíma gekk hún inn í heimilisstörfin innan- húss sem utan eftir því sem á þurfti að halda hverju sinni. Gott dæmi er sumarið sem faðir okkar var veikur og algerlega frá störfum. Þá tók Rebekka, ásamt mér og eldri systur okkar, Ingibjörgu, sem nú er dáin, sláttuorf í hönd og gekk út að slá tún og engi. Þannig tókst okkur að afla heyja til komandi vetrar. Ung lagði hún að heiman til að mennta sig. Þá þekktust námslán ekki, né var um að ræða fjárstyrk að heiman. Því varð hún að vinna fyrir námskostnaði við hvaðeina sem til féll. Meðal annars fékk hún vinnu á framsækinni klæðskerastofu sem leiddi til þess að hún lærði fatasaum – að sauma karlmannaföt eftir máli. Það var framtak og nokkur tíðindi fyrir unga stúlku. Þetta lék henni í höndum, því heima lærði hún vel að „fara með nál og spotta“, eins og það var kallað. Þessi kunnátta kom henni alla tíð vel. Saumaskapurinn var þó ekki köll- un hennar, heldur hjúkrun. Því réðst hún í hjúkrunarnám og gerðist hjúkr- unarkona og starfaði sem slík ævi- langt, lengst af á skurðstofu Land- spítalans. Í starfi var hún farsæl og vel látin bæði af sjúklingum og sam- starfendum. Sem dæmi um það eru ummæli Snorra Hallgrímssonar skurðlæknis, sem hún vann lengi með þar: „Ég hef engar áhyggjur þegar Rebekka er á vakt. Hún kann þetta allt utanbókar,“ sagði hann. Þetta tal- ar sínu máli, en var gagnkvæmt, því fyrir Snorra bar Rebekka mikla virð- ingu, enda var hann kostamenni. Ævilöng samfylgd geymir ómæli minninga og hefur frá jafnómælan- lega mörgu að segja. En hér nem ég staðar og systir okkar, Fríða, tekur við á sinn hátt, því Bekka var okkur báðum jafnkær og samofin. Þess vegna er okkur eiginlegt að minnast hennar sameiginlega. Elsku systir. Enn hefur verið höggvið í hópinn okkar, svo við verð- um aðeins tvö eftir af níu ótrúlega samofnum systkinahóp. Aldrei rofnaði samband okkar, jafnvel þó stundum skildu úthöf og álfur. Þá var bara gripinn penninn og bréfin þutu fram og til baka. Þetta verður því síðasta bréfið mitt til þín, kæra systir mín, og væntanlega ekk- ert svar þetta sinn. Við sitjum og syrgjum elskulega systur sem öllum vildi vel og tók svari þeirra sem hallað var á og aldrei lagði nokkrum illt til. Þú umvafðir börnin þín og barna- börnin ástúð og hlýju sem þú áttir nóg af. Því valdir þú að starfi það sem framkallaði þessa hæfileika í ríkum mæli sem var hjúkrunarstarfið. Þar varst þú dáð af öllum sem nutu hlýju handanna þinna. Okkur varst þú elskuleg systir. Það væri ekki í þínum anda að ég setti á blað einhverja lofgjörð um þig, en þetta er aðeins lítið eitt af öllu því sem ég gæti um þig sagt. Síðustu vikurnar vakti fjölskyldan þín yfir þér daga og nætur, en ég naut þeirra forréttinda að vera ein hjá þér við dánarbeðinn þinn síðustu mínút- urnar og þvílíkan frið hefi ég aldrei upplifað fyrr. Ég held að stofan þín hafi verið full af englum. Þú opnaðir augun eins og þú vildir segja mér að nú værir þú á förum – enda var það svo. Þú andaðir djúpt þrisvar sinnum og sofnaðir. Slíkur var friðurinn við brottför þína af þessum heimi að ég hef ekki upplifað annað eins. Innilegustu þakkir öllum sem önn- uðust og hjúkruðu systur okkar með einstakri alúð og árvekni dag sem nótt. Hjúkrunarkonurnar voru til fyr- irmyndar. Kæri Jóhannes mágur. Við systk- inin þökkum þér sérstaklega hversu þú hefur borið systur okkar á hönd- um þér alla tíð og annast hana af alúð og þrotlausri umhyggju í veikindum hennar. Að lokum, elsku Hjördís, Jóhann- es, Rebekka, Atli Rafn, makar, börn og aðrir ástvinir. Guð blessi ykkur öll og styrki. Látið björtu minningarnar hefja ykkur ofar harmi og trega og lítið fram til endurfundanna á landi lifenda. Kæra systir. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Blessuð sé minning Rebekku. Málfríður Bergljót og Ásgeir, Jón Hjörleifur og Sólveig. í símann á góðum stundum. En nú verða þau ekki fleiri á þessari jörð. Minningin hún örvar, yngir, yndi veitir döprum huga, þegar eitthvað að mér þyngir öllu betur mun hún duga. (JKJ.) Ég sendi hlýjar samúðarkveðjur til ykkar allra, sem syrgið hann. En góð- ar minningar létta ykkur söknuðinn. Guð blessi ykkur öll. Jódís Kristín Jósefsdóttir. Sameiginleg áhugamál í skóla- og menntamálum leiddu upphaflega til kynna okkar Siglaugs fyrir um það bil hálfum öðrum áratug. Hann og Ingibjörg, kona hans, buðu mér heim til sín þar sem þau bjuggu á Ljósa- fossi til þess að ræða málin. Það var eftirminnileg heimsókn. Þvílíkur haf- sjór af fróðleik var þessi maður – og vitur eftir því. Næsta heimboðs var því beðið með eftirvæntingu og enn undraðist gesturinn og hreifst af þekkingu mannsins, skýrri hugsun hans og hreinu tungutaki. Svo var að sjá og heyra að hann vissi bókstaflega allt. Það var sama hvar borið var nið- ur; bókmenntir, listir, sagnfræði, pólitík, menningarmál. Siglaugur var alls staðar á heimavelli. Hann hafði ekki aðeins lesið um efnið áður fyrr heldur hafði á hraðbergi það allra nýjasta um málið hverju sinni. Ekki leið á löngu þar til eiginmað- ur minn, Þórir Gíslason, bættist í hópinn og naut ekki síður en ég góðs af þekkingu mannsins og frásagnar- hæfileikum. Svo liðu árin og kunn- ingsskapurinn, sem grundvallaðist í byrjun á sameiginlegum áhugamál- um okkar Siglaugs og Ingibjargar, þróaðist yfir í djúpstæða vináttu okk- ar allra. Þau Ingibjörg voru ólík að mörgu leyti, mannkostirnir sem ein- kenndu þau bæði voru þó hinir sömu; hjartahlýja, heilindi og fordómaleysi gagnvart mönnum og málefnum. Eiginleikar sem manni lærist með tímanum að búast ekki við hjá hverj- um sem er. Heimili þeirra Siglaugs og Ingi- bjargar stóð víða um landið, en síð- asta áratuginn var það í Reykjavík. Sælureiturinn var þó húsið þeirra í Höfnum. Lítið hús á sjávarkambi með sjóinn á aðra hönd og kirkjuna á hina. Þangað flutti Siglaugur bæk- urnar sínar og pípuna, en Ingibjörg píanóið sitt og prjónana. Þarna var gott að vera og þarna var gott að hugsa. Klettótt ströndin og svarrandi brimið minnti á smæð mannsins og varnarleysi, en skerpti um leið ástina á landinu og virðingu fyrir því. Þann- ig var því farið um Siglaug og þau hjón bæði. Þeim þótti vænt um landið og báru virðingu fyrir því og fólkinu sem byggir það. En þau skildu líka manna best hversu dýrmætt landið er og vandmeðfarið, ekki síst hálend- ið. Í þeim efnum var Siglaugur ekki aðeins maður orða heima í stofu, heldur beitti hann stílvopninu af mik- illi fimi. Síðustu árin skrifaði hann margar greinar um umhverfis- og virkjanamál. Höfundareinkennið er það sama og í öðrum greinum hans; gagnrýnin hugsun og traust rök- semdafærsla, hvort tveggja byggt á víðtækri þekkingu á málefninu. Siglaugur missti konu sína fyrir tæpum tveimur árum. Hann saknaði hennar sárt en bar harm sinn í hljóði. Hún dó snögglega og nú hefur hann kvatt á svipaðan hátt. Við Þórir sökn- um þeirra beggja. Þar að auki sakna ég þess sérstaklega að geta ekki hringt til Siglaugs og borið undir hann álitamál í skólamálum, bók- menntum, þjóðfélagsmálum og póli- tík. Hann var mér sérstaklega mikil stoð og stytta í fyrravor þegar ég var að ganga frá handriti að bókinni Sveitin mín – Kópavogur. Um er að ræða efni sem Siglaugur var lítt kunnur og því mikilvægt að fá álit hans áður en ráðist yrði í útgáfuna. Og mikill var léttirinn þegar hann lauk lofsorði á verkið og kvað það eiga fullt erindi við almenning. Hjart- ans þakkir okkar Þóris fyrir tryggð og vináttu um árabil. Börnum Sig- laugs og fjölskyldum þeirra vottum við dýpstu samúð. Helga Sigurjónsdóttir. Það var mér mikið lán, að leiðir okkar Siglaugs Brynleifssonar lágu saman fyrir allmörgum árum. Sig- laugur var fjölmenntaður maður, og þá fyrst og fremst í sagnfræði. Það var hægt að fletta upp í honum eins og alfræðibók á margvíslegum svið- um. En einkum beindist áhugi hans að kjörum íslenzku þjóðarinnar í for- tíð og nútíð. Hann var þaulkunnugur mönnum og málefnum á Íslandi alveg frá upphafi Íslandssögunnar og fram á þennan dag. Hann fylgdist mjög vel með atburðum á vettvangi þjóðmál- anna frá degi til dags. Í þeim efnum viðhafði hann aðferð fræðimannsins: að afla sér hinna beztu fáanlegu heimilda, draga síðan ályktanir og mynda sér skoðun. Athugunum sín- um miðlaði hann svo gjarnan í blaða- greinum, og hefur mátt lesa greinar hans um bækur og menntir í Lesbók Morgunblaðsins og um dægurmál í blaðinu sjálfu. Þeir sem hafa lesið þessar greinar hafa tekið eftir því, að athygli hans beindist að samskiptum Íslendinga við land sitt, og að honum leizt miður vel á þá stefnu, sem nú er uppi að fórna náttúrunni fyrir skammvinnan gróða af mengandi málmbræðslum. Hugsjón hans var að Íslendingar bæru virðingu fyrir nátt- úru lands síns og nýttu sér gæði þess innan þeirra marka. Sem betur fer aðhyllast nú æ fleiri landar okkar þessi sjónarmið, svo sem atburðir sýna um þessar mundir. Það var ætíð mikil ánægja að sækja þau hjón, Ingibjörgu og Sig- laug, heim, hvort sem var í íbúð þeirra í Breiðholti eða í húsi því, sem þau komu sér upp í Höfnum. Vonin var sú, að þau mættu enn njóta þar nokkurra ára í góðu yfirlæti. En nú hefur orðið breyting á, og við það verður að sættast. En ég mun, meðan ég lifi, minnast með ánægju liðinna samverustunda. Arnór Hannibalsson. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, MARGRÉT SIGURJÓNSDÓTTIR frá Fíflholtum, Mýrasýslu, Vesturgötu 28, Reykjavík, sem lést mánudaginn 10. febrúar sl., verður jarðsungin frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 20. febrúar kl. 13.30. Halldóra Baldursdóttir, Reynir Guðlaugsson, Jón Kjartan Baldursson, Sigurjón R. Baldursson, Ármann Þór Baldursson, Sigurrós P. Tafjord, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær unnusti minn, faðir, sonur, bróðir og barnabarn, VALDIMAR GUNNARSSON, sem lést þriðjudaginn 11. febrúar sl., verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði í dag, miðvikudaginn 19. febrúar, kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Minn- ingarsjóð Fríkirkjunnar í Hafnarfirði (í Kirkjuhús- inu og Blómabúðinni Burkna). Þórdís Arna Benediktsdóttir, Axel Valdimarsson, Karen Sif Jónsdóttir, Sigríður Valdimarsdóttir, Gunnar Gíslason, Daði Gunnarsson, Þuríður Gunnarsdóttir og Lára Sæmundsdóttir. Okkar elskulega móðir, tengdamóðir, amma og langamma, VILBORG ANDRÉSDÓTTIR, dvalarheimilinu Höfða, Akranesi, verður jarðsungin frá Akraneskirkju fimmtu- daginn 20. febrúar kl. 10.30. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á dvalarheimilið Höfða, Akranesi. Guðjón Valgeirsson, Hafdís Björk Hafsteinsdóttir, Valgeir Valgeirsson, Lilja Þórey Þórðardóttir, Sigurlína Björk Valgeirsdóttir, Pétur V. Hansson og fjölskyldur. Útför elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, RÖGNVALDAR LÁRUSSONAR, Höfðagötu 9a, Stykkishólmi, sem lést föstudaginn 7. febrúar, fer fram frá Stykkishólmskirkju föstudaginn 21. febrúar kl. 14.00. Sveinlaug Salóme Valtýsdóttir, Ingunn Halldóra Rögnvaldsdóttir, Brynjólfur Nikulásson, Gréta Rögnvaldsdóttir, Ingi Borgþór Rútsson, Valdís Rögnvaldsdóttir og barnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, GUNNAR ÞORSTEINSSON, Máshólum 1, verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 21. febrúar kl. 15.00. Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir. Þeir, sem vilja minnast hans, láti líknarfélög njóta þess. Arndís Eva Bjarnadóttir, Bjarni Gunnarsson, Rósa Maggý Grétarsdóttir, Þórir Gunnarsson, Svandís B. Björgvinsdóttir, Gunnar Gunnarsson, Sólveig Kristín Sigurðardóttir og barnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.