Morgunblaðið - 19.02.2003, Blaðsíða 23
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. FEBRÚAR 2003 23
FRÁBÆR
bókakaup
OPNAR
á morgun
Kópavogi:
Smáralind,
sími 562 9701.
Akureyri:
Hafnarstræti 91-93,
2. hæð, sími 663 1224.
Opið alla daga 10 til 19.
Líka um helgar!
20. febrúar til 2. mars
Bókamarkaður
Félags íslenskra
bókaútgefenda
h
in
n
e
in
i s
an
ni
bók
amarkaður
E
IN
S
T
A
K
T
fo
rn
b
ó
ka
h
o
rn
Gerðu
LOKATÓNLEIKAR Myrkra músík-
daga verða haldnir í kvöld undir yf-
irskriftinni Íslenskt, rokk og rímur.
Það eru tónleikar Lúðrasveitar
Reykjavíkur sem verða á nýja sviði
Borgarleikhússsins kl. 20. Einleik-
ari með lúðrasveitinni er Bára Sig-
urjónsdóttir á altsaxófón, en einnig
kemur fram með sveitinni Steindór
Andersen kvæðamaður.
Balletttónlist fyrir
kvæðamann
Á efnisskrá tónleikanna eru
Suite Arktica II frá árinu 2001 og
konsert frá árinu 1963 eftir Pál P.
Pálsson, Quasi una tarantella eftir
Elías Davíðsson frá árinu 2002 og
er þar um frumflutning að ræða,
konsert fyrir altsaxófón og blás-
arasveit eftir Ronald Binge frá
árinu 1969, Inchon frá árinu 2001
eftir Robert W. Smith, þar sem ný-
stofnaður íslenskur bassatromm-
ukór leikur með lúðrasveitinni, og
Rokksinfónía eftir Manfred
Schneider frá árinu 1994. Lokaverk
tónleikanna er flutningur á ball-
etttónlist eftir stjórnanda Lúðra-
sveitar Reykjavíkur, Lárus H.
Grímsson. Verkið nefnist Ann ég
dýrust drósa og er samið fyrir
kvæðamann og blásarasveit. Verk-
ið er frá árinu 2002 og var frum-
flutt á Listahátíð í Reykjavík það
ár. „Það var samið í tilefni af 50 ára
afmæli Listdansskóla Íslands og 80
ára afmæli Lúðrasveitar Reykja-
víkur. Við ákváðum að nota viki-
vaka og áttum aðeins við þá. Við
tókum nokkra texta og klipptum
það út sem var þægilegt og kannski
ekki síður það sem var skiljanlegt,
því það var oft nokkuð tyrfið mál á
þeim. Þegar búið var að taka út úr
fjórum vikivakatextum þá kafla
sem pössuðu myndaði þetta stutta
sögu. Hún er af manni sem er ekki
sérlega hrifinn af kvenfólki, en
lendir þó í því. Við stelum þarna
kvæðum, sem eru hvert frá sinni
öldinni, sem saman mynda þessa
frásögn,“ segja Lárus og Steindór í
samtali við Morgunblaðið. Að-
spurður hvað hafi orðið til þess að
honum datt í hug að blanda saman
lúðrasveit, ballettdansara og
rímnasöng svarar Lárus að sér hafi
þótt spennandi að fást við eitthvað
sem hann hafði ekki gert áður.
„Auk þess vildi ég gjarnan rifja upp
fyrra samstarf okkar Steindórs, en
við vorum saman í þjóðlagadúett,“
segir hann. „Við tróðum víða upp á
fermingaraldrinum,“ bætir Stein-
dór við og þeir hlæja við minn-
inguna. „Við komum fram með Ríó
tríó og Þremur á palli, og þá vorum
við pollarnir. Steindór samdi lögin,
og ég fékk að spila með. Það hafa
orðið endaskipti á því núna,“ segir
Lárus.
Þeir segja nýja sviðið í Borg-
arleikhúsinu henta tónleikunum í
kvöld ákaflega vel. „Ég hef farið á
tónleika með sveitinni á þessum
sama stað, og það var alveg ný upp-
lifun. Ég held að þetta sé hinn allra
besti staður fyrir svona tónleika,“
segir Steindór og Lárus tekur und-
ir það. „Húsnæðið hentar mjög vel
fyrir þann mikla hljóm sem er í
lúðrasveit.“
Nútímatónlist ekki framandi
Með tónleikum Lúðrasveitar
Reykjavíkur lýkur Myrkum mús-
íkdögum í ár. Aðsókn hefur verið
með eindæmum góð að sögn Kjart-
ans Ólafssonar, formanns Tón-
skáldafélags Íslands, er stendur
fyrir nútímatónlistarhátíðinni.
„Undanfarin ár hefur aðsókn að
Myrkum músíkdögum farið vax-
andi. Við höfum orðið vör við að
fleiri af yngri kynslóðinni eru farn-
ir að mæta. Nútímatónlist er orðin
nútímatónlist, en ekki framandi
tónlist! Sem dæmi má nefna að á
flaututónleikum síðastliðinn sunnu-
dag á nýja sviði Borgarleikhússins
var næstum uppselt og það er nokk-
uð sem er alveg nýtt fyrir okkur.
Einnig var mjög margt á tónleikum
Blásarasveitar Reykjavíkur, og
þannig mætti áfram telja,“ segir
hann. Vel á annan tug íslenskra
verka var frumflutt á Myrkum mús-
íkdögum í ár, sem ráðgert er að
halda aftur að ári. „Þetta er orðið
að árlegum viðburði og greinilegt
að áhugi fer vaxandi, bæði hjá
áheyrendum, flytjendum og tón-
skáldum. Það er engin ástæða til að
hætta ef vel gengur.“
Morgunblaðið/Jim SmartSteindór Andersen og Lárus H. Grímsson á æfingu fyrir tónleikana í kvöld.
Íslenskir lúðrar, rokk-
lúðrar og rímnalúðrar
VALGERÐUR Sverrisdóttir, iðnað-
ar- og viðskiptaráðherra, setur ráð-
stefnuna „Hönnun – máttur og
möguleikar – gildi hönnunar fyrir
framþróun, og samkeppnishæfni at-
vinnulífs“ í Norræna húsinu kl. 13 á
morgun. Fjallað verður um margvís-
lega þætti hönnunar, sem og tengsl
hönnunar við samkeppnishæfni at-
vinnulífs, stefnur og strauma á sviði
hönnunar á erlendum sem innlend-
um vettvangi. Fyrirlesarar eru bæði
innlendir og erlendir.
Fyrir nokkru skipaði iðnaðar- og
viðskiptaráðherra nefnd til að meta
ávinning af rekstri hönnunarmið-
stöðvar fyrir íslenskt atvinnu- og
efnahagslíf og koma með tillögur í
því sambandi, en gert er ráð fyrir að
nefndin skili tillögum innan skamms,
en ráðstefna er hluti af starfi nefnd-
arinnar.
Að ráðstefnunni standa iðnaðar-
og viðskiptaráðuneytið, Norræna
húsið og Form Ísland. Hún er öllum
opin og er aðgangur ókeypis.
Ráðstefna
um hönnun og
atvinnulífið
ÍSLENSKI rithöfundurinn Einar
Már Guðmundsson heimsækir
Stokkhólm í
byrjun mars-
mánaðar þar
sem hann mun
m.a. taka þátt í
málstofu í
Dramaten-leik-
húsinu 2. mars.
Þar verða
skáldverk Ein-
ars Más sér-
staklega tekin
fyrir í málstofu sem nefnist Det
poetiska motstånd, sem útleggja
má sem Hið ljóðræna eða skáld-
lega viðnám.
Auk Einars Más munu leikkon-
an Anna Pettersson, lútuleikarinn
Sven Åberg, Lars Sjöstrand yfir-
læknir og prófessor Bo Göranzon
taka þátt í málstofunni, sem leidd
er af Karl Dunér, en kynnt af
Svavari Gestssyni, sendiherra Ís-
lendinga í Svíþjóð.
Einar Már mun auk þess koma
víðar fram í Stokkhólmi dagana á
eftir og fjalla um skáldverk sín í
víðara samhengi, en alls hafa átta
verk hans verið þýdd yfir á
sænsku.
Einar Már til
Stokkhólms
Einar Már
Guðmundsson
FYRSTU Háskólatónleikar á
þessu vormisseri verða í Norræna
húsinu kl. 12.30 í dag. Þá leikur
Rúnar Óskarsson á bassaklarín-
ettu verk eftir Eric Dolphy, Claud-
io Ambrosini og Wayne Siegel.
Rúnar hefur leikið með ýmsum
hljómsveitum og kammerhópum
undanfarin ár, m.a. Caput, Kamm-
ersveit Reykjavíkur og Sinfóníu-
hljómsveit Íslands auk þess að
hafa frumflutt fjölda verka sem
samin hafa verið
fyrir hann. Þá
hefur hann leikið
í útvarpi og sjón-
varpi bæði
heima og að
heiman auk þess
að hafa leikið inn
á fjölda geisla-
diska bæði einn
og með ýmsum
hópum.
Hvílst með bassa-
klarínettu í hádeginu
Rúnar
Óskarsson
♦ ♦ ♦