Morgunblaðið - 19.02.2003, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 19.02.2003, Blaðsíða 15
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. FEBRÚAR 2003 15 HAGNAÐUR tölvuframleiðandans Dell á árinu 2002 nam 2,12 millj- örðum Bandaríkjadala, eða um 166 milljörðum íslenskra króna. Heildartekjur fyrirtækisins á árinu námu 35,4 milljörðum dala, nærri 2.800 milljörðum íslenskra króna. Haft er eftir James M. Schneid- er, fjármálastjóra Dell í Wash- ington Post, að árið í fyrra sé það besta í sögu fyrirtækisins. Hann segir að fjöldi seldra Dell tölva hafi verið um fjórðungi meiri á fjórða ársfjórðungi 2002 en á sama tímabiliárið áður, en að vöxturinn í greininni í heild hafi á sama tíma verið innan við 1%. Washington Post hefur jafnframt eftir grein- ingarfyrirtækinu Gartner Group að ef framhald verði á þeim mikla vexti í sölu Dell tölva, sem verið hafi á síðasta ári, geti Dell farið fram úr Hewlett-Packard sem stærsti einkatölvuframleiðandi í heimi. Frá því er greint í Washington Post að Dell hafi kynnti netbúnað og lófatölvur í nóvember síðast- liðnum og hyggist kynna prent- aralínu í ár. Í síðustu viku hafi fyrirtækið kynnt þá stefnu að hætta að hafa disklingadrif í einkatölvum sínum, en bjóða í staðinn upp á svonefnda USB minnislykla sem geti geymt tæp- lega 100 falt gagnamagn venju- legrar diskettu. Svipuð aukning hér á landi Í fréttatilkynningu frá EJS, um- boðsaðila Dell á Íslandi, segir að vöxtur Dell hér á landi sé alger- lega í samræmi við velgengni Dell á heimsvísu. Þannig hafi aukning í sölu búnaðar hjá EJS verið 29% á síðasta ári og megi rekja megnið af aukningunni til sölu á Dell. Besta ár Dell til þessa HAGNAÐUR samstæðu Opinna kerfa hf. nam 48 milljónum króna á árinu 2002 eftir skatta. Árið áður var tap samstæðunnar 267 milljónir. Veltan var um 10,1 milljarður króna, sem er 64% vöxtur frá fyrra ári. Hafa ber í huga að Datapoint Svenska AB í Svíþjóð kom inn í sam- stæðuna 1. desember 2001. Samkvæmt tilkynningu frá Opn- um kerfum gera áætlanir félagsins fyrir árið 2003 ráð fyrir að velta og rekstrarhagnaður samstæðunnar fyrir afskriftir verði svipuð og á árinu 2002 nema til komi fjárfesting- ar í nýjum félögum. Rekstrarhagnaður samstæðu Op- inna kerfa á árinu 2002 án afskrifta (EBITDA) var 778 milljónir, sem er 54% aukning frá fyrra ári. Sérstök niðurfærsla hlutabréfaeignar að fjárhæð 296 milljónir er meðal fjár- magnsliða. Stærsti hlutinn kemur til vegna niðurfærslu á hlutabréfum í Columbus IT Partner A/S, og nei- kvæð áhrif hlutdeildarfélaga nema 76 milljónum. Veltufé frá rekstri var 655 milljónir króna en var 316 millj- ónir árið áður. Heildareignir Opinna kerfa voru bókfærðar á 5.386 milljónir króna í árslok 2002 en árið áður námu bók- færðar eignir alls 5.729 milljónum. Langtímaskuldir lækka úr 2.127 milljónum í 1.652 milljónir. Áhættufjármunir og langtíma- kröfur lækka úr 880 milljónum í 471 milljón og munar þar mest um nið- urfærslu hlutabréfa í öðrum fé- lögum. 14% samdráttur hjá móðurfélaginu Rekstrarhagnaður móðurfélags Opinna kerfa fyrir afskriftir, skatta og fjármagnsliði var 135 milljónir króna fyrir árið 2002 en var 275 milljónir árið áður. Rekstrartekjur móðurfélagsins drógust saman um 14% milli ára og voru 2.706 milljónir. Tekjur á síðasta ársfjórðungi voru 671 milljón sem er 18% samdráttur frá sama ársfjórðungi árið áður. Rekstrarhagnaður Datapoint Svenska AB fyrir afskriftir, fjár- magnsliði og skatta er um 340 millj- ónir. Rekstrarhagnaður dóttur- félagsins Enterprise Solution A/S var 10 milljónir króna og Tölvudreif- ingar hf. 19 milljónir. Norðurlöndin heimamarkaður Fram kemur í tilkynningu Opinna kerfa að í framhaldi af stefnumótun sem unnin var á síðastliðnu ári hafi verið ákveðið um síðustu áramót að skipta félaginu með því að stofna nýtt félag um sölu- og þjónustustarf- semi móðurfélagsins hér á landi, þar með taldar eignir og skuldir sem tengjast þeirri starfsemi. Hið nýja félag, Opin kerfi ehf., tók við rekstr- inum frá og með 1. janúar 2003. Frá þeim tíma mun nafn móðurfélagsins verða Opin kerfi Group hf. sem er eignarhaldsfélag skráð í Kauphöll Íslands og lítur á Norðurlöndin sem heimamarkað og er nú með starf- semi í fjórum löndum, á Íslandi, í Svíþjóð, Danmörku og Noregi. Aðalfundur Opinna kerfa hf. verð- ur haldinn 6. mars næstkomandi. Lagt verður til að greiddur verði 10% arður til hluthafa. Hagnaður Opinna kerfa hf. 48 milljónir króna árið 2002 Velta samstæðunnar eykst um 64% milli ára    "#$%  & '( 2 2         %%    %% 3% 4 * 5 % 6* %*  %  '         7  % %*  8       !)! $ $(  "$ ! " $ ")  ") !     % 7  % % %*  &% %'         # ( !)  !$   "!$ "!) "  "))   ! )  ! ( (( # ! () ! 7 5'    &% %  *    %% %  /  %   $ 0 ( )0)1 ($ "( 0 " 0)1 #        !!      !    TÖLVUÞRJÓTUR hefur fengið að- gang að meira en fimm milljón Visa og Mastercard greiðslukortareikn- ingum í Bandaríkjunum með því að brjótast inn í tölvukerfi tækniþjón- ustufyrirtækis, að því er fram kem- ur á vef BBC. Þrjóturinn gæti notað númer reikninganna til að greiða fyrir þjónustu, s.s. kaupa flugfarmiða eða leigja bíla, að því er fram kemur í fréttinni. Haft er eftir fyrirtækjunum að enginn hafi nýtt sér stolnu upplýs- ingarnar á sviksamlegan hátt. Meira en 560 milljón Visa og Mastercard greiðslukort eru í um- ferð í Bandaríkjunum. Reglulegar árásir hér á landi Bæði Visa og Mastercard hafa í gildi reglur sem tryggja það að korthafar beri ekki tjón sem hlýst af stuldi sem þessum. Halldór Guðbjarnarson forstjóri Visa Ísland segir að tölvuþrjótar hafi aldrei komist inn fyrir þeirra dyr þrátt fyrir reglulegar tilraunir til þess, enda séu varnir fyrirtæk- isins traustar og á hverju ári sé miklum fjármunum varið til að auka öryggi tölvukerfis fyrirtæk- isins og sá kostnaður fari vaxandi ár frá ári. Halldór segir að í Evrópu tapi fjármálastofnanir hundruðum milljarða króna á ári hverju vegna kortasvindls og þjófnaðar. Hann segir að tap Visa Ísland vegna fals- ana inn á íslenska kortareikninga nemi tugum milljóna á ári en það svindl á sér einkum stað í útlönd- um. Ragnar Önundarson forstjóri Europay segir að fyrirtækið leggi sig fram um að vera með nýjustu tækni á hverju tíma varðandi ör- yggismál í tölvukerfum, enda reyni þrjótar reglulega að brjótast inn, án árangurs. Mikið um stuld á kortareikningum STJÓRN Skýrr hf. hefur ákveðið að hætta starfsemi dótturfélagsins Teymis A/S í Danmörku og verður rekstur félagsins lagður niður á næstu dögum. Frá þessu var greint í ársuppgjöri Skýrr fyrir árið 2002, sem birt var í síðustu viku. Tap Skýrr á árinu 2002 nam um 55 milljónum króna. Í ársuppgjörinu kemur fram að rekstur dótturfélags- ins Teymis ehf., sem sameinaðist Skýrr fyrir nokkru, hafi gengið mjög erfiðlega á árinu 2002, en sameining- in miðaðist við 1. júlí 2002. Tap Teymis ehf. á síðustu sex mánuðum ársins nam um 50 milljónum. Segir í uppgjörinu að mest muni um erfið- leika í rekstri dótturfélagsins Teym- is A/S í Danmörku, en áhrif þess hafi verið neikvæð um 37 milljónir. Þá segir að kröfur á hendur Teymi A/S hafi að fullu verið afskrifaðar um síð- ustu áramót. Teymi A/S tók til starfa í Danmörku á vormánuðum 2001. Starfsemi Teymis í Dan- mörku hætt NEWS Corp, fyrirtæki fjölmiðla- jöfursins Rupert Murdoch, hagn- aðist um 239 milljónir Bandaríkja- dala á öðrum ársfjórðungi en tap á sama tíma fyrir ári síðan var upp á 606 milljónir dala. Tekjur jukust á tímabilinu um 14%, eða í 4,7 millj- arða dala. Independent greindi frá þessu. Ástæðu hagnaðarins má einkum rekja til velgengni nokkurra kvik- mynda sem fyrirtæki News Corp, 20th Century Fox framleiddiásamt því að sala sjónvarpsauglýsinga hefur glæðst í Bandaríkjunum en News Corp á sjónvarpsstöðina Fox. Tekjur dagblaðahluta fyrirtæk- isins minnkuðu hins vegar um 10%. News Corp hagnast á kvik- myndum og auglýsingum ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.