Morgunblaðið - 19.02.2003, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 19.02.2003, Blaðsíða 13
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. FEBRÚAR 2003 13 starfinu við stofurnar. Síminn leggur mikla áherslu á gott sam- starf markaðssviðs við auglýs- ingastofurnar þannig að há- marksárangur sé tryggður af auglýsinga- og kynningarstarfi. Nonni & Manni/Ydda hefur þjón- að Símanum nokkur undanfarin ár og nú bætist Gott fólk McCann-Erikson í hópinn,“ segir Katrín Olga Jóhannesdóttir, framkvæmdastjóri markaðssviðs Símans, í fréttatilkynningu. SÍMINN hefur undirritað sam- starfssamninga við þær tvær aug- lýsingastofur, Nonna & Manna/ Yddu og Gott fólk McCann- Erikson, sem hlutskarpastar urðu í vali sem fór fram milli fjögurra stofa síðastliðið haust. Markmiðið með valinu var að efla markaðsstarf Símans og gera það hagkvæmara og skilvirkara, að því er segir í fréttatilkynn- ingu. „Síminn væntir mikils af sam- Síminn semur við auglýsingastofur Jón Sæmundsson, framkvæmdastjóri Nonna & Manna/Yddu, Katrín Olga Jóhannesdóttir, framkvæmdastjóri markaðssviðs Símans, og Gunnlaugur Þráinsson, framkvæmdastjóri Góðs fólks-McCann-Erikson. ÁVÖXTUN samtryggingarsjóðs Líf- eyrissjóðsins Framsýnar nam 0,8% árið 2002 og jukust hreinar eignir samtryggingarsjóðsins því um rúm- lega einn milljarð króna. Alls námu eignir samtryggingarsjóðs 53,5 millj- örðum króna í lok síðasta árs en 52,4 milljörðum í árslok 2001. Heildar- ávöxtun séreignarsjóðs var rúmlega 9,4% og jókst hrein eign sjóðsins um 171 milljón króna eða 179%. Í fréttatilkynningu sjóðsins um af- komu síðasta árs segir að alls hafi líf- eyrisgreiðslur á síðasta ári numið tæpum 2 milljörðum króna sem er 10,7% aukning miðað við árið á und- an. Samtals var greiddur lífeyrir til um 9.000 einstaklinga og nemur fjölgun lífeyrisþega um 4,2% milli ára. „Raunávöxtun séreignarsjóða nam tæplega 7,3% árið 2002 en lækkandi gengi hlutabréfa á erlendum mörk- uðum olli því að raunávöxtun sam- tryggingarsjóðs var neikvæð um tæp 1,2% á árinu. Veruleg hækkun á verði innlendra hlutabréfa árið 2002 vó hins vegar að nokkru leyti upp á móti áhrifum af lækkandi gengi er- lendra hlutabréfa. Þá skiluðu innlend skuldabréf í eigu sjóðsins mjög góðri ávöxtun á árinu,“ segir í fréttatil- kynningu sjóðsins. Þá segir að gripið hafi verið til sér- stakra ráðstafana á síðasta ári til að koma í veg fyrir neikvæð áhrif af styrkingu krónunnar á erlendar eig- ur Lífeyrissjóðsins Framsýnar sem skiluðu honum um 510 milljónum króna. Stjórn Lífeyrissjóðsins Framsýn- ar hefur ákveðið að lækka vexti sjóð- félagalána frá og með 1. mars nk. úr 6,2% í 5,8%. Vaxtalækkunin mun hafa áhrif á öll sjóðfélagalán, bæði gömul og ný. Á síðasta ári tóku 403 sjóðfélagar lán og nam fjárhæð þeirra 807 milljónum króna. Alls greiddu 31.168 sjóðfélagar ið- gjöld til sjóðsins á árinu 2002 en sjóð- félagar eru nú samtals 136.038. Starfsmenn sjóðsins voru alls 13 á síðasta ári. Ávöxtun Framsýn- ar 0,8% árið 2002 Vextir sjóðfélagalána lækkaðir ● FJÖLMIÐLAFYRIRTÆKIÐ Reuters hefur tilkynnt um uppsagnir 3.000 starfsmanna í kjölfar mesta taps á rekstri fyrirtækisins frá stofnun en Reuters, sem er helsta viðskipta- fréttaveita heims, hefur farið sérlega illa út úr slæmu árferði á hlutabréfa- mörkuðum. Tap félagsins á árinu 2002 nam 661 milljón Bandaríkjadala sem er mesta tap félagsins frá því það var stofnað fyrir 150 árum. Að auki segja menn að ekki sjái fyrir endann á hinu slæma ástandi á mörkuðum. Reuters segir að sala muni minnka um að minnsta kosti 9% á fyrstu þremur mánuðum þessa árs og jafnvel meira á næsta ársfjórð- ungi. Reuters var fyrir í miðju endur- skipulagningarferli sem hefur innifal- ið m.a. fækkun starfsmanna upp á 2.500 manns, eða meira en 10% af starfsfólki fyrirtækisins. Uppsagn- irnar 3.000 koma þessu til viðbótar og eiga allar að vera komnar til fram- kvæmda árið 2006. Verð hlutabréfa Reuters féll um- talsvert á markaði í gær en verð bréf- anna hefur lækkað um 70% á einu ári. Þrátt fyrir uppsagnirnar hefur fyrir- tækið tilkynnt um kaup á Multex fyrir 195 milljónir dollara í reiðufé, eða rúma 15,2 milljarða króna, en Mult- ex gefur út hagnaðarspár fyrir meira en 16.000 fyrirtæki um allan heim. Reuters segir upp 3.000 manns ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.