Morgunblaðið - 19.02.2003, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 19.02.2003, Blaðsíða 43
Morgunblaðið/Arnór Ragnarsson Danirnir Lars Blakset og Søren Christiansen spila við Bretana Tony Forrester og Andrew McIntosh. ÍSLENDINGAR sýndu enga gestrisni í Flugleiðamótinu á Bridshátíð og íslenskar sveitir röð- uðu sér í verðlaunasætin á mótinu. Subaru-sveitin var nokkuð öruggur sigurvegari og aðeins ein gestasveit var á meðal sex efstu. Það var ljóst þegar í byrjun að spilararnir í Subaru-sveitinni voru í góðu formi og þeir unnu hvern sig- urinn af öðrum. Sveitin náði forustu á mótinu í 5. umferð og lét hana aldr- ei af hendi eftir það. Í síðustu umferð vann sveitin Zia Mahmood og félaga hans, 19:11, og Zia játaði sig sigr- aðan í mótslok. Í smá tölu sem hann flutti við verðlaunaafhendinguna sagði Zia að það væri alltaf jafngott að koma til Íslands; þegar menn víða um heim væru að reyna að sprengja hver ann- an í loft upp þyrfti enginn að óttast um líf sitt hér. Hins vegar væri full þörf á að senda hingað vopnaeftirlitsmennina sem verið hafa að leita að gereyðing- arvopnum í Írak að undanförnu. Hér fengju þeir nóg að gera við að leita að íslenskum gereyðingarsagnvopnum! Zia getur þó vel við unað, þótt hann hafi ekki fengið verðlaun í sveitakeppninni því hann vann tví- menningskeppnina ásamt Boye Brogeland. Röð efstu sveitanna varð þessi en sex efstu sveitirnar fengu peninga- verðlaun: 1. Subaru-sveitin 205 2. Lars Blakset 188 3. ÍAV 187 4. Grant Thorton 179 5. Þrír Frakkar 179 6. PricewaterhouseCoopers 179 7. Svíþjóð 177 8. Zia Mahmood 176 9. Skeljungur 175 10. Lila Panahpour 174. Sigursveitina skipa þeir Aðal- steinn Jörgensen, Jón Baldursson, Sverrir Ármannsson og Þorlákur Jónsson. Síðasti leikur sveitarinnar við Zia var lengi vel jafn og spennandi en Ís- lendingarnir þurftu 14 stig til að tryggja sér sigurinn á mótinu. Leik- urinn var í járnum lengi vel en þetta var næstsíðasta spilið: Suður gefur, AV á hættu. Norður ♠ K1062 ♥ 532 ♦ 2 ♣DG976 Vestur Austur ♠ 9873 ♠ ÁDG4 ♥ 84 ♥ DG10 ♦ D975 ♦ ÁG3 ♣K54 ♣Á103 Suður ♠ 5 ♥ ÁK976 ♦ K10864 ♣82 Við annað borðið sátu Jón og Þorlák- ur NS og Zia og Brogeland AV. Eftir smásagnmisskilning enduðu Zia og Brogeland í 3 tíglum í vestur og fóru 1 niður, 100 til Íslands. Við hitt borðið sátu Aðalsteinn og Sverrir AV og Roy Welland og Bjørn Fallenius NS. Þeir síðarnefndu urðu einum of sagnglaðir: Vestur Norður Austur Suður Aðalst. Welland Sverrir Fallen. - - - 1 hjarta pass 2 hjörtu dobl 3 tíglar pass 4 hjörtu dobl// Fallenius gaf boltann upp með 3 tígl- um og Welland tók hann alvarlega og taldi sig eiga nóg í geim. Þegar orr- ustureyknum létti hafði Fallenius farið fjóra niður, 800 til Íslands og 14 stig og sigurinn var tryggður. Morgunblaðið/Arnór Ragnarsson Sigursveitin á Flugleiðamótinu, þeir Þorlákur Jónsson, Sverrir Ármanns- son, Jón Baldursson og Aðalsteinn Jörgensen. Addý Ólafsdóttir veitti verð- laun fyrir hönd Flugleiða. Þörf á vopnaeftirlits- mönnum til að leita að sagnsprengjum Brids Bridshátíð Bridshátíð var haldin dagana 14.–17. febrúar. Góð þátttaka var að þessu sinni eða 132 pör í tvímenningi og yfir 80 sveitir í sveitakeppninni. Íslenskur sigur á Flugleiðamótinu á Bridshátíð Guðm. Sv. Hermannsson MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. FEBRÚAR 2003 43 STJÖRNUSPÁ Frances Drake FISKAR Afmælisbörn dagsins: Þið eruð hagsýn og glaðlynd en kímnigáfa ykkar er svolít- ið sérstök og kemur ykkur stundum í vandræði. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Taktu höndum saman við þá sem deila framtíðarsýn þinni. Vertu óhræddur við breytingar því þær eru nauð- synlegur þáttur af tilver- unni. Naut (20. apríl - 20. maí)  Öllum breytingum fylgir nokkurt rót. Láttu það ekki fara í taugarnar á þér heldur taktu því sem sjálfsögðum hlut. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Haltu ró þinni á hverju sem gengur og líttu bara á björtu hliðar tilverunnar. Að elska er vinátta en ekki valdbeit- ing. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Tækifærin bíða þín á næsta leiti. Gaumgæfðu alla mögu- leika og reyndu að forðast óþarfa áhættu. Vertu samt hvergi hræddur. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Það skiptir öllu máli að vera sannur gagnvart sjálfum sér og öðrum. Ef þú hefur það í huga mun þér ganga allt í haginn. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Það er engin ástæða til að fyllast sektarkennd þótt þú takir þér frí frá daglegu amstri og dekrir svolítið við sjálfan þig. Þú átt það skilið. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Nú þarftu að hreinsa til í sál- arlífinu, sleppa takinu á því gamla og skapa rými fyrir hið nýja. Það er full ástæða til að fagna hvorutveggja. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þú stendur á krossgötum og það skiptir óvenju miklu máli að þú veljir rétta framhaldið. Taktu þér því góðan tíma áð- ur en þú heldur áfram. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Óvænt tækifæri berst þér upp í hendurnar og þér er fyrir bestu að nýta þér það til hins ýtrasta. Sýndu samt fyrirhyggju. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Misskilningur sem upp kem- ur mun leysast farsællega þér í hag. Það eina sem þú þarft að gera er að vera sam- kvæmur sjálfum þér. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Það mun hafa ofan af fyrir þér að leggja hönd að verki með öðrum um leið og það færir þér gleði að láta gott af þér leiða. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þú ert eitthvað annars hugar í vinnunni og verður að taka þig á áður en allt fer í hund og kött. Gættu þess að fá næga hvíld til að sinna þínu. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. DRAUMUR HJARÐSVEINSINS Í birkilaut hvíldi ég bakkanum á, þar bunaði smálækjar spræna. Mig dreymdi, að í sólskini sæti ég þá hjá smámey við kotbæinn græna. Og hóglega í draumnum með höfuð ég lá í hnjám hinnar fríðustu vinu, og ástfanginn mændi eg í augun hin blá, sem yfir mér ljómandi skinu. - - En rétt þegar nálgaðist munnur að munn, að meynni var faðmur minn snúinn, þá flaug hjá mér þröstur, svo þaut við í runn, og þar með var draumurinn búinn. Steingrímur Thorsteinsson LJÓÐABROT ÁRNAÐ HEILLA 60 ÁRA afmæli. Í dag,miðvikudaginn 19. febrúar, verður sextugur Björn Þorsteinsson, fram- kvæmdastjóri Menning- arsviðs Kópavogsbæjar, til heimilis í Víðihvammi 10, Kópavogi. Hann verður að heiman í dag. 50 ÁRA afmæli. Í dag,19. febrúar, er fimm- tugur dr. Hannes Hólm- steinn Gissurarson, pró- fessor í stjórnmálafræði í Háskóla Íslands, Hring- braut 24, Reykjavík. Hann tekur á móti gestum í dag milli kl. 17 og 19 í Sunnusal Hótels Sögu. 1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 Rc6 6. Bc4 Db6 7. Rb3 e6 8. 0-0 Be7 9. Kh1 Dc7 10. Bd3 0-0 11. f4 a6 12. Df3 b5 13. Bd2 Bb7 14. Dh3 Hfd8 15. a4 b4 16. Rd1 d5 17. e5 Re4 18. Re3 Ra5 19. Rxa5 Dxa5 20. f5 exf5 21. Dxf5 Hf8 22. e6 Dc5 23. exf7+ Kh8 24. Hae1 Had8 25. Bc1 Rf6 26. Dh3 Bc8 27. Dh4 Re4 28. Dh5 Be6 29. Rg4 Bxg4 30. Dxg4 Bf6 31. Bxe4 dxe4 32. De6 Hd6 33. Dxe4 Hc6 Staðan kom upp í fyrstu skák Olís- einvígisins milli Hannesar Hlífars Stefánssonar (2.569) og Sergei Movsesjan (2.663). Slóvakinn hafði hvítt og hefði getað tryggt sér sigurinn með glæsi- legum hætti eftir 34. De8! Hc8 35. Hxf6! gxf6 36. Bh6 og svartur er varnarlaus. Hann lék þó 34. Be3 sem dugði til sigurs eftir 34. ...Dc4 35. Bf4 Dxe4 36. Hxe4 g5 37. Be3 Kg7 38. Hxb4 Hxc2 39. Hb6 Be5 40. He6 Bf4 41. Bd4+ og svart- ur gafst upp. 2. umferð Stórmóts Hróksins hefst í dag kl. 17 á Kjarvalsstöðum. SKÁK Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. HIN sterka sveit Subaru vann öruggan sigur í Flug- leiðamótinu, sem er síðari hluti bridshátíðar og sam- anstendur af 10 umferðum af 10 spila leikjum, þar sem raðað er eftir úrslitum (Monrad). Subaru-sveitin skoraði 205 stig, eða 20.5 stig að jafnaði úr leik. Danska sveitin undir for- ystu Lars Blakset varð í öðru sæti, en Íslenskir að- alverktakar í því þriðja. Í Subaru-sveitinni spiluðu Jón Baldursson, Þorlákur Jónsson, Sverrir Ármanns- son og Aðalsteinn Jörg- ensen. Sveitakeppnin bauð upp á litríkari spil en tvímenning- urinn og á næstu dögum verður litið á nokkur þeirra. Byrjum á fallegu spili þar sem Geir Helgemo var við stýrið í fjórum spöðum. Spilið kom upp í síðustu um- ferð sveitakeppninnar: Suður gefur; allir á hættu. Norður ♠ KG85 ♥ ÁG62 ♦ Á105 ♣52 Vestur Austur ♠ 74 ♠ Á102 ♥ 95 ♥ D1084 ♦ K862 ♦ D93 ♣G10763 ♣D84 Suður ♠ D963 ♥ K73 ♦ G74 ♣ÁK9 Vestur Norður Austur Suður -- -- -- 1 spaði Pass 3 grönd *Pass 4 spaðar Pass Pass Pass Helgemo vakti á einum spaða, sem lofar aðeins fjór- lit. Stökk norðurs í þrjú grönd sýndi fjórlit í spaða, 13–15 punkta og jafna skipt- ingu. Margir hefðu passað þá sögn í sporum Helgemos, en hann reynir að spila þá samninga sem hann getur. Útspil vesturs var hjart- anía. Helgemo lét gosann og tók drottningu austurs með kóng. Fór svo í trompið. Austur dúkkaði fyrst, en drap síðan á spaðaás og spil- aði enn spaða og vestur henti laufi í þann slag. Hættan sem við blasir er að gefa slag á hjarta og tvo á tígul ef sagnhafi þarf að hreyfa litinn. En Helgemo fann leið til að neyða vörn- ina til að spila tígli. Hann tók ÁK í laufi og stakk lauf. Spilaði svo litlu hjarta frá Á62 að 73 heima. Austur varð að taka slaginn og gat nú valið um tvo slæma kosti: að spila hjarta upp í Á6 eða hreyfa tígulinn. Á hinu borðinu kom út laufgosi gegn sama samn- ingi. Eftir að hafa tekið trompin og prófað hjartað stóð sagnhafi frammi fyrir þeirri staðreynd að þurfa að spila tíglinum sjálfur. Vörn- in fékk þar tvo slagi og spil- ið tapaðist. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson 70 ÁRA afmæli. Í dag,miðvikudaginn 19. febrúar, verður sjötug Jóna Sigurjónsdóttir Goldingay, 11 Hillside, Tutbury, Eng- land DE139JG. Jóna tekur á móti gestum á afmælisdag- inn í Gyllta salnum á Hótel Borg milli kl. 17 og 19. 70 ÁRA afmæli. Í dag,miðvikudaginn 19. febrúar, verður sjötug Hrefna Lárusdóttir, Lind- arflöt 15, Garðabæ. Eig- inmaður hennar er Eggert Snorri Magnússon. Hrefna verður heima í dag og held- ur upp á daginn með ætt- ingjum og vinum. DAGBÓK HUGARFARSÞJÁLFUN TIL BETRA LÍFS NÁMSKEIÐ 21.-22. FEBRÚAR 2003/ og einkatímar Með aðferðinni sem þú lærir, getur þú m.a. komið skilaboðum og jákvæðum huglægum hugmyndum og viðhorfum inn í undirmeðvitundina. Þú lærir að upplifa tilfinningar þínar á jákvæðan og uppbyggilegan hátt og að hafa betri stjórn á streitu og kvíða, auka einbeitinguna og taka betri ákvarðanir. Þú byggir upp sjálfsöryggi og sterka sjálfsmynd. Eftirfylgni í boði. Leiðbeinandi: Viðar Aðalsteinsson, dáleiðslufræðingur. Hringdu núna. S. 694 54 94
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.