Morgunblaðið - 19.02.2003, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 19.02.2003, Blaðsíða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 19. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. EINAR K. Guðfinnsson alþingismaður er farinn að æfa pólitískan dans fyrir kosn- ingafundina á Vestfjörðum. Partur af dansæfingunni var grein í síðustu viku sem fjallaði um viðbrögð mín við flýtifram- kvæmdum ríkisstjórnarinnar. Greinina kallaði alþingismaðurinn „Of mikið til landsbyggðarinnar – segir Össur.“ Til- gangurinn var að sjálfsögðu að telja kjós- endum trú um að formaður Samfylking- arinnar væri á móti stuðningi við landsbyggðina. Það ber að viðurkenna að Einar K. Guðfinnsson er oft undrasnar að fóta sig á hálu svelli þegar kemur að því að verja atlögur stjórnarinnar að und- irstöðum landsbyggðarinnar. Þarna skall hann þó á svellinu en hefur vonandi ekki meitt sig of mikið. Ýmislegt getur Sjálf- stæðisflokkurinn nefnilega um formann Samfylkingarinnar sagt en ekki, að hann sé á móti landsbyggðinni! Baráttan fyrir landsbyggðina Samfylkingin hefur lagt sig í líma við að efla hag landsbyggðarinnar, benda á mis- tök ríkisstjórnarinnar sem hafa leitt af sér allt of hátt vöruverð, of háan flutnings- kostnað, og gríðarlega flutninga fólks af landsbyggðinni meðan Sjálfstæðisflokk- urinn fór með byggðamálin. Í hennar röð- um eru stjórnmálamenn sem hafa manna harðast beitt sér fyrir bættum kjörum manna á landsbyggðinni. Nægir að nefna Kristján L. Möller, sem gerði sína eigin vörukönnun og útreikninga, sem flettu of- an af því hvernig stjórnvöld skattpína landsbyggðina með óhóflegum tollum og sköttum sem hækka vöruverð. Þetta veit fólk á landsbyggðinni. Það er skýringin á því, að fylgi flokksins hefur verið að styrkjast þar. Barátta Samfylk- ingarinnar fyrir bættum hag fólks á lands- byggðinni birtist til dæmis í því að Sam- fylkingin nýtur nú töluvert meira fylgis en Sjálfstæðisflokkurinn í kjördæmi Einars K. Guðfinnssonar. Ég minni svo þing- „kveðjugöng Ha Almannaskarð, dregið riss á bla umhverfismat. M lofað var fyrir s nú komin niður né teiknuð. Ein þau voru margl ingar og jafnhar isflokknum. Tónlistarhú og Ra Menningarhú verurétt. Ég mi il gleði í liði stjó Látum það vera Mátti þá ekki sa minningu Jónas með því að leggj úrugripasafninu flækingi frá því samvinnu við bo hús í Reykjavík að ekki væri hæ efni jafnframt m norðan og í Eyj verkefni í þágu Atvinnuleysið þessar mundir e töluvert hærra fólki er atvinnul því verið frábær Rannsóknasjóð af styrkþegum h vísindafólk, nýk úthlutunum han ins eru ekki mei manninn á að fyrir utan að hafa óhikað stutt umdeildar framkvæmdir á lands- byggðinni átti ég svolítinn hlut að því með séra Karli V. Matthíassyni, þingmanni Samfylkingarinnar, að vakin var athygli á möguleikum til stórvirkjana á Vest- fjörðum. Kanski man hann líka eftir því að gamall fiskeldismaður á þingi studdi svo með ráðum og dáð ágætar tillögur Einars sjálfs um þorskeldisrannsóknir á Vest- fjörðum sem byggja á frumkvæði Magn- úsar sterka af Ósætt við Steingrímsfjörð. Rýr hlutur höfuðborgar Lái mér hins vegar hver sem vill þó að mér finnist hlutur höfuðborgarsvæðisins rýr í roðinu þegar kemur að nýkynntum flýtiframkvæmdum ríkisstjórnarinnar. Að sögn áttu þær að fara í það að efla atvinnu- stig, sem undir núverandi ríkisstjórn hef- ur mjög slaknað. Hvar er atvinnuleysi mest? Á höfuðborgarsvæðinu. Skv. frétt Fréttablaðsins í síðustu viku var um 70 af hundraði atvinnulausra á landinu að með- altali að finna í Reykjavík. En hvað fer þá til að efla atvinnu þessa fólks, sem varla hefur í sig og á af atvinnuleysisbótum? Höfuðborgin fær aðeins 1 hlut af 6 þegar flýtiframkvæmdirnar eru skoðaðar. Er það sanngirnin, sem Sjálfstæðisflokkurinn sýnir Reykjavík? Stjórnvöld halda fram að ekki sé hægt að ráðast í vegaframkvæmdir á höf- uðborgarsvæðinu vegna tafa í skipulags- málum. Þessi röksemd gildir ekki. Hið sama mætti alveg eins segja um margar þær flýtiframkvæmdir sem ráðgerðar eru annars staðar. Sumar þeirra eins og Of lítið til Reykjavíkur „Það á að gera vel við landsb Hún er ekki ofsæl af því sem Það er hins vegar blaut tuska höfuðborgarsvæðisins að ekk meira hafa verið látið renna þ Eftir Össur Skarphéðinsson FYRIR réttri viku ákvað rík- isstjórnin að bregðast við þeim slaka, sem orðið hefur í efnahagslífinu, með því að verja 6,3 milljörðum króna til vegaframkvæmda, byggingar menningarhúsa og til at- vinnuþróunarverkefna. Ástæð- an er sú, að atvinnuleysi hefur orðið heldur meira en menn áttu von á. Búist er við að þessi innspýting muni skapa hundruð starfa bæði beint og óbeint. Aðilar vinnumarkaðar- ins, fulltrúar launþega og at- vinnurekenda, hafa lýst ánægju sinni með aðgerðirnar og yfirleitt allir nema fulltrúar Samfylkingarinnar. Össur Skarphéðinsson talar um „taugaveiklun“ en Steingrímur J. Sigfússon er hinn hressasti og segir, að sér sé ekki bara sama hvaðan gott komi – heldur er mér líka saman hve- nær gott kemur, segir hann. Þessi aðgerð er skamm- tímaaðgerð í þeim skilningi, að henni er ætlað að brúa bil- ið þangað til stórframkvæmd- irnar hefjast á Austurlandi eftir 18–24 mánuði. Það er eft- irtektarvert að rifja upp um- mæli Tryggva Herbertssonar forstöðumanns Hagfræðistofn- unar Háskóla Íslands í þessu sambandi, en hann sagði m.a.: „Þær (aðgerðirnar) virka mun fyrr og mun betur heldur en að lækka vexti Seðlabankans eins og margir hafa verið að biðja um því að það er aðgerð sem myndi ekki fara að skila sér fyrr en eftir 6 til 18 mán- uði“. Hann sagði einnig, að vegaframkvæmdirnar hefðu að halda. Borgarstjórinn fyrr- verandi kallar kosninguna um flugvöllinn „allsherjarkosn- ingu“! Mér þykir rétt að benda á, að aðgerðirnar nú minna á inngrip ríkisstjórnarinnar í desember 2001. Þá var eins og nú brugðist við aðkallandi vanda og leystist hann á undraskömmum tíma, m.a. með því að draga til baka hækkanir á opinberri þjón- ustu, jafnfram því sem beitt var aðhaldi í ríkisfjármálum. Unnið var í náinni samvinnu við aðila vinnumarkaðarins með þeim árangri, að það tókst að halda verðbólgu niðri og ná efnahagslegu jafnvægi á ný. Aðgerðirnar reyndust m.ö.o. ekki skammtímaaðgerð, eins og forystumenn Samfylk- ingarinnar héldu fram, heldur aðgerð, sem vissi til framtíð- arinnar. Hún tryggði stöð- ugleika og jafnvægi, meiri hagvöxt og bætt lífskjör. Að því búum við í dag. Þess vegna gat ríkisstjórnin gripið inn í með svo myndarlegum hætti nú án þess að leggja á nýja skatta. þau áhrif, að hagkerfið yrði sprækara á eftir. Í þessu átaki verður 4,6 milljörðum varið til vegagerð- ar. Hæstu framlögin eru til höfuðborgarsvæðisins, Vest- fjarða og norð-austurhornsins, einn milljarður til hvers svæð- is. Það hefur ekki farið fram hjá neinum að fulltrúar Sam- fylkingarinnar hafa lýst óánægju sinni yfir hversu mikið fé skuli fara til fram- kvæmda úti á landi. Í þeim efnum hefur enginn tekið jafn djúpt í árinni og Össur Skarp- héðinsson. Hann segir, að það sé ljóst, að hlutfallið milli landsbyggðar og höfuðborg- arsvæðis, eins og það birtist í áætlun ríkisstjórnarinnar um auknar vegaframkvæmdir, sé óviðunandi að sínu viti. Hér kemur hið rétta eðli Samfylkingarinnar fram. Ingi- björg Sólrún Gísladóttir kvaðst vilja á þing til þess að rétta hlut R-listans. Hún er forsöngvarinn og gefur tóninn. Í Borgarnesræðunni taldi hún skoðanakönnunina um að leggja niður Reykjavík- urflugvöll sérlega vel heppn- aða, en eins og menn muna var landsbyggðarfólk ekki spurt álits. Það er þó helst það sem þarf á flugvellinum Hagkerfið verður sprækara en áður Eftir Halldór Blöndal Höfundur er 1. þingmaður Norð- urlandskjördæmis eystra. „Mér þykir rétt að benda á, að aðgerðirnar nú minna á inngrip ríkisstjórnarinnar í desember 2001. Þá var eins og nú brugð- ist við aðkallandi vanda …“ DREIFÐ EIGNARAÐILD Á kynningarfundi, sem Lands-banki Íslands hélt fyrir erlendafjárfesta í London í fyrradag sagði Björgólfur Thor Björgólfsson, einn helzti forystumaður eignarhalds- félagsins Samsonar m.a.: „Við munum smám saman minnka eignaraðild okkar að fjórum til fimm árum liðnum og þá einkum selja til íslenzkra lífeyrissjóða og fjárfesta. Þó munum við eiga um 10% hlut í bankanum áfram.“ Morgunblaðið sér sérstaka ástæðu til þess að fagna þessari yfirlýsingu talsmanns eigenda ráðandi hlutar í Landsbanka Íslands. Á undanförnum fjórum árum hefur blaðið ítrekað hvatt til þess að sett yrði löggjöf til þess að tryggja dreifða eignaraðild að íslenzka bankakerfinu. Ríkisstjórn og meiri- hluti Alþingis kusu að fara aðra leið við einkavæðingu ríkisbankanna. Við því er í sjálfu sér ekkert að segja. Meiri hluti Alþingis hefur umboð til þess að fara með þessi málefni á milli kosninga og nýtti það umboð á þennan veg í sam- bandi við sölu bankanna. Það vakti hins vegar eftirtekt að á sama tíma og ríkisstjórn og meirihluti Alþingis tóku þá ákvörðun dreifðist eignaraðild að Íslandsbanka mjög og er sá banki nú kominn nálægt æskileg- um markmiðum í þessum efnum. Yfirlýsing Björgólfs Thors Björg- ólfssonar bendir til þess, að eignaraðild að Landsbanka Íslands verði orðin mjög dreifð að nokkrum árum liðnum. Þegar umræður hófust á sínum tíma um dreifða eignaraðild að bankakerf- inu heyrðust þær raddir í fjármálageir- anum að markmið af þessu tagi væru tóm vitleysa, þeim væri ekki hægt að ná og þar að auki væri nauðsynlegt að einn öflugur kjölfestufjárfestir væri í hverjum banka um sig til þess að veita þeim nauðsynlega forystu. Eftir að eignaraðild að Íslandsbanka dreifðist með þeim hætti, sem gerzt hefur á undanförnum mánuðum, heyr- ast þær raddir ekki lengur að nauðsyn- legt sé að svokallaðir kjölfestufjár- festar eigi svo stóra hluti í fjár- málafyrirtækjum að nálgist ráðandi hlut. Þau markmið, sem Björgólfur Thor Björgólfsson lýsti á kynningarfundi Landsbankans í London, eru skynsam- leg. Þau benda til þess að hinir nýju eigendur að Landsbankanum hafi til- einkað sér heilbrigð viðhorf í þessu sambandi. Það skiptir miklu máli, að vel takist til um endurskipulagningu bankakerf- isins í kjölfar einkavæðingar ríkis- bankanna. Gera má ráð fyrir að á þessu ári hefjist viðræður á milli bankanna um frekari sameiningar eða nánara samstarf. Í þeim efnum er mikilvægt að ekki verði til meiri fákeppni á fjármála- markaðnum en orðin er. Að vísu má segja, að möguleikar á samkeppni hafi aukizt með tilkomu Kaupþings sem öfl- ugs viðskiptabanka eftir sameiningu við sænskt fjármálafyrirtæki. Þá er óljóst í hvaða farveg framtíðarmál sparisjóðanna beinast. Hins vegar má ganga út frá því sem vísu að einkavæð- ing ríkisbankanna sé ekki lokaskref heldur upphaf að nýjum þætti í upp- röðun og endurskipulagningu íslenzkra fjármálafyrirtækja. SÓKN ER BESTA VÖRNIN Sókn er besta vörnin. Eftir nokkradeyfð yfir skáklífi þjóðarinnar á tí- unda áratugnum virðast áhugamenn um skáklistina hafa blásið til sóknar. Eitt sterkasta skákmót í heiminum í ár hófst í gær á Kjarvalsstöðum á vegum Hróksins. Þessi ánægjulegi viðburður kemur í kjölfarið á Olís-einvíginu milli Hann- esar Hlífars Stefánssonar og Sergeis Movsesjans, sem lauk sl. laugardag, en Taflfélagið Hellir stóð fyrir því. Þessir skákviðburðir eru þeir nýjustu í gróskumiklu skáklífi hér á landi upp á síðkastið og allt útlit er fyrir að fram- hald verði á. „Reykjavík hefur fengið mikið af góðum styrktaraðilum og nokkuð af spennandi taflmótum. Ég held þetta sé á réttri leið hérna og það má sérstak- lega sjá á því að margir góðir skák- menn koma og taka þátt í atskákmóti sem verður í framhaldinu af þessu móti,“ sagði Michael Adams í viðtali í blaðinu í gær, en hann er stigahæsti keppandinn á mótinu með 2.734 Elo- stig og í sjötta sæti á stigalista heims- ins. Það verður að teljast fagnaðarefni að svo ötullega sé stuðlað að viðgangi skáklistarinnar hérlendis, sem er svo ríkulega samtvinnuð sögu þjóðarinnar. Jafnframt er ánægjulegt að aðstand- endur þessara viðburða eru uppáfynd- ingasamir, eins og sést vel á Íslands- metinu sem Helgi Áss Grétarsson setti í blindskák í síðustu viku. Og ekki eru alltaf fetaðar troðnar slóðir, t.d. stend- ur Hrókurinn fyrir fyrsta alþjóðlega kvennaskákmótinu á Íslandi í vor. Skákmótið á Kjarvalsstöðum er til- einkað börnum, enda mikil áhersla lögð á öflugt uppbyggingarstarf hjá Hrókn- um. Börn öttu kappi við Margeir Pét- ursson stórmeistara í fjöltefli í gær og rekinn verður ókeypis skákskóli með- fram mótinu. Eflaust leynast ungir snillingar þar á meðal, en ekki er síður mikilvægt að stuðla að almennum áhuga á skáklistinni, sem er þroskandi og heilbrigð íþrótt. Ivan Sokolov segir frá því í grein í Morgunblaðinu sl. sunnudag að það hafi vakið furðu samlanda sinna í Júgó- slavíu að jafn fámennri þjóð og Íslandi tækist að skipa sér í flokk stórvelda í skákheiminum. Hápunkturinn hafi verið árið 1988 þegar Íslendingar höfðu ekki aðeins eignast sex stórmeistara heldur einnig tvo áskorendur að heimsmeistaratitl- inum. „Enda voru um þær mundir haldin á Íslandi geysisterk skákmót, heimsbikarmót og ég veit ekki hvað og hvað, og við upprennandi skákmenn í Evrópu litum á Reykjavík sem eina af höfuðborgum skáklistarinnar í álf- unni.“ Ástæða er til að taka undir með Sokolov sem vonast til að uppgangur skáklistarinnar hérlendis verði til þess að aftur verði reglulega haldin á Ís- landi skákmót í fremstu röð. „Allt þetta mun ekki aðeins leiða til að Íslendingar eignast brátt aftur skákmeistara í fremstu röð, heldur á almenningur þess kost á ný að njóta skáklistar í hæsta gæðaflokki. Reykjavík er þannig á góðri leið með að endurheimta sess sinn sem skákhöfuðborg heimsins.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.